NÝ BÓK

The House Without a Key
eftir Earl Derr Biggers

The House Without a Key er fyrsta skáldsaga Biggers um rannsóknarlögreglumanninn Charlie Chan.

Sögusviðið er Hawaii á þriðja áratug 20. aldarinnar. Lesandinn er kynntur fyrir andrúmslofti eyjanna á þeim tíma frá sjónarhorni íbúa af ólíkum uppruna, sem og stéttaskiptingu og hefðum sem vart eru lengur við lýði á 21. öldinni.

Aðalsöguhetjan er ungur maður sem hafði komið til Hawaii til að reyna að telja frænku sína á að snúa aftur til Boston. Frænkan finnst svo látin og Charlie Chan kemur til aðstoðar við að rannsaka málið.

NÝ BÓK

The Invisible Man eftir H. G. Wells

The Invisible Man er stutt vísindaskáldsaga (nóvella) eftir breska rithöfundinn H. G. Wells. Hún kom fyrst út árið 1897. Dularfullan mann ber að garði í þorpi nokkru. Hann er fáskiptinn og undarlegur í útliti, og fer ekki út úr herbergi sínu nema í myrkri. Hann reynist vera vísindamaðurinn Griffin, sem hefur helgað sig rannsóknum á ljóseðlisfræði og fundið upp aðferð til að gera sjálfan sig ósýnilegan.

 

NÝ BÓK

Skytturnar þrjár: 2. bindi - Englandsförin

Í þessu öðru bindi af Skyttunum þremur eftir Alexandre Dumas fylgjumst við áfram með þeim félögum d'Artagnan, Athos, Portos og Aramis þar sem þeir reyna að verja heiður drottningarinnar Önnu af Austurríki, eiginkonu Lúðvíks þrettánda Frakkakonungs, en Richelieu kardínáli og leppar hans hafa reynt að leggja snörur fyrir hana. Í því skyni þarf d'Artagnan að taka sér ferð á hendur til Englands sem alls ekki er hættulaust, því Englendingar og Frakkar eiga í stríði.

NÝ BÓK

Anne of Avonlea eftir Lucy Maud Montgomery

Anne of Avonlea eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er önnur skáldsagan í röðinni um Anne Shirley. Nokkur ár eru nú liðin síðan Anne kom til Avonlea sem ellefu ára munaðarlaus stelpuhnáta. Á þessum árum hefur hún unnið sér sess í hjörtum þorpsbúa, og einnig orðspor fyrir að koma sér í vandræði. Nú er Anne orðin sextán ára og farin að kenna við barnaskóla þorpsins. Sem fyrri daginn er engin lognmolla í kringum þessa rauðhærðu og skapmiklu stúlku. Það fjölgar um tvo á Green Gables-heimilinu, Anne hittir konu sem hún lítur mjög upp til, og Gilbert Blythe heldur áfram að valda henni heilabrotum, svo eitthvað sé nefnt.

NÝ BÓK

The Conduct of Life eftir Ralph Waldo Emerson

Ritgerðasafnið The Conduct of Life eftir Ralph Waldo Emerson kom fyrst út árið 1860 og svo í endurskoðaðri útgáfu árið 1876. Emerson glímir hér við spurninguna um hvernig best sé að lifa. Ritgerðirnar í þessu safni eru níu talsins og hefst hver þeirra á ljóði. Þær eru að mestu leyti byggðar á fyrirlestrum sem Emerson hélt víða um Bandaríkin um miðja nítjándu öldina. Gagnrýnendur hafa ýmist talið The Conduct of Life besta eða sísta verk Emersons. Verkið naut þónokkurra vinsælda og hafði áhrif á aðra hugsuði og rithöfunda, þar á meðal Friedrich Nietzsche.

NÝ BÓK

Helsingjar eftir Stefán frá Hvítadal

Helsingjar var fjórða og síðasta ljóðabók Stefáns frá Hvítadal og kom fyrst út árið 1927. Ungt fólk hreifst mjög af ljóðum Stefáns eins og manninum sjálfum enda var hann hálfgildings förumaður, nýkominn heim eftir alllanga dvöl í framandi landi, fátækur og heilsulaus og þó enginn hversdagsmaður heldur höfðinglegur í allri sinni fátækt, öruggur í framgöngu og ágætlega til þess fallinn að verða persónuleg fyrirmynd hinnar ungu, óþreyjufullu skáldakynslóðar sem fagnaði nýjum skáldum í draumórakenndri hrifningu.

NÝ BÓK

Hard Times eftir Charles Dickens

Hard Times er tíunda skáldsaga Charles Dickens og kom fyrst út á prenti árið 1854. Hún er langstyst allra skáldsagna höfundar og sú eina sem ekki gerist að neinu leyti í London. Sögusviðið er þess í stað Coketown, ímyndaður iðnaðarbær í Norður-Englandi. Sagan er háðsádeila á aðstæður í ensku samfélagi á tímum iðnbyltingarinnar. Hún skiptist í þrjár bækur og nefnast þær Sowing, Reaping og Garnering.

 

NÝ BÓK

Dead Men's Money eftir J. S. Fletcher

Ekkert er sem sýnist í hinni sígildu glæpasögu Dead Men's Money eftir J. S. Fletcher. Hugh Moneylaws, ungur og saklaus aðstoðarmaður lögfræðings, rambar óvænt inn í morðmál þegar hann er beðinn um að færa manni nokkrum leynileg skilaboð á fáförnum stað um miðja nótt.

Joseph Smith Fletcher (1863-1935) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann skrifaði yfir 230 bækur um ýmiss konar efni og var einn afkastamesti höfundur Englands á sviði sakamálasagna.

NÝ BÓK

Víga-Glúms saga

Víga-Glúms saga er talin með elstu Íslendingasögunum, sennilega skrifuð á fyrri hluta 13. aldar. Þetta er ævisaga hins ættgöfuga höfðingja, Glúms á Þverá í Eyjafirði á 10. öld. Hann er skáldmæltur og minnir að sumu leyti á sjálfan Egil Skalla-Grímsson. Glúmur fer ungur til Noregs til náfrænda sinna og "sannar sig" þar, en heim kominn lendir hann í deilum við höfðingja í nágrenni sínu, jafnvel nána frændur. Glúmur er klókur bragðarefur og oft eru lýsingar á gerðum hans skoplegar og háði blandnar. Þegar á ævina líður sígur heldur á ógæfuhliðina fyrir honum, og hann missir að lokum föðurleifð sína. Ef til vill má líta svo á að honum hefnist fyrir óbilgirni sína. Hann deyr sjónlaus en hafði áður tekið kristni – og þannig hefur hann hugsanlega öðlast drottins náð!

NÝ BÓK

Anne of Green Gables eftir L. M. Montgomery

Anne of Green Gables eftir kanadíska rithöfundinn Lucy Maud Montgomery er fyrsta skáldsagan í röðinni um ævintýri munaðarlausu stúlkunnar Anne Shirley. Matthew og Marilla Cuthbert höfðu óskað eftir að ættleiða hljóðlátan dreng til að aðstoða þau við búverkin. Þau verða því aldeilis hissa þegar rauðhærð og fjörug ellefu ára stúlka birtist í staðinn. Cuthbert-systkinin hafa ekki brjóst í sér til að senda hana aftur á kaldranalegt munaðarleysingjahælið, svo hún fær að vera um kyrrt í Avonlea. Anne er fljót að koma sér í klandur, en smám saman vinnur þessi stelpuhnokki, með sitt líflega ímyndunarafl og málgleði, sér sess í hjörtum allra sem kynnast henni. Frá því að sagan kom fyrst út árið 1908 hefur hún verið geysilega vinsæl og þýdd á fjölmörg tungumál. Á íslensku heitir hún Anna í Grænuhlíð.

NÝ BÓK

The Green Rust eftir Edgar Wallace

The Green Rust er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar.

Milljónamæringurinn John Millinborn verður skyndilega veikur. Hann telur sig eiga skammt eftir ólifað og sendir því eftir lögfræðingi sínum til að biðja hann einnar bónar: að finna frænku hans og tilvonandi erfingja, Oliviu, sem hann hefur aldrei hitt, og hafa auga með henni í leyni. Stuttu síðar finnst hann myrtur.

Alveg grunlaus um þessa atburði starfar Olivia sem afgreiðslustúlka í verslun. Skyndilega er henni sagt upp án nokkurrar skýringar og ræður hún sig þá í vinnu hjá náunga að nafni Beale, sem ekki er allur þar sem hann er séður.

NÝ BÓK

Skytturnar þrjár I: Skyttulið konungs eftir Alexandre Dumas

Skytturnar þrjár er söguleg skáldsaga eftir Alexandre Dumas. Hún var fyrst gefin út sem framhaldssaga í dagblaðinu Le Siècle frá mars til júlí árið 1844. Sagan sem á að gerast á árunum 1625-1628 segir frá fjórum vinum, d'Artagnan, Atos, Portos og Aramis sem voru skyttuliðar í þjónustu Loðvíks þrettánda Frakkakonungs. Hún byggir m.a. á sögunni Minningar herra d'Artagnans eftir Gatien de Courtilz de Sandras sem hann byggði á ævi skyttunar Charles de Batz-Castelmore d'Artagnan (1611-1673).

Sagan kom fyrst út í íslenskri þýðingu Björns Blöndals og var þá í fjórum bindum. Skyttulið konungs er fyrsta bindið og kom út árið 1923. Sagan er stórskemmtileg og hefur verið þýdd á ótal tungumál en vert er að benda á að fólki gæti þótt þessi þýðing nokkuð forn, en sagan bætir fyllilega fyrir það.

NÝ BÓK

A Tale of Two Cities eftir Charles Dickens

A Tale of Two Cities er söguleg skáldsaga eftir Charles Dickens. Margir kannast við upphafsorðin: "It was the best of times, it was the worst of times..." Sagan kom fyrst út árið 1859 í tímaritinu All the Year Round sem Dickens gaf sjálfur út.

Sögusviðið er borgirnar London og París á tímum frönsku byltingarinnar. Hér segir frá franska lækninum Alexandre Manette, sem látinn er laus úr 18 ára varðhaldi í Bastillunni og kemst í samband við Lucie, dótturina sem hann hafði aldrei áður hitt. Einnig koma við sögu eiginmaður Lucie og vínkaupmennirnir herra og frú Defarge, ásamt fleirum. Bakgrunnur sögunnar er svo aðdragandi frönsku byltingarinnar og ógnarstjórnarinnar.

NÝ BÓK

The Scarlet Letter eftir Nathaniel Hawthorne

Hin sígilda skáldsaga The Scarlet Letter eftir bandaríska rithöfundinn Nathaniel Hawthorne (1804-1864) kom fyrst út árið 1850 og er af mörgum talin besta verk höfundar. Sögusviðið er Boston í Massachusetts-fylki um miðja 17. öld, á tíma hreintrúarstefnunnar. Hér segir frá Hester Prynne, ungri konu sem eignast barn utan hjónabands og er dæmd sek um framhjáhald. Sagan hefur mörgum sinnum verið kvikmynduð og sett á svið.

 

NÝ BÓK

Smásögur úr ýmsum áttum

Í þessu smásagnasafni má finna sögurnar Sjóferðin eftir Katherine Mansfield, Silkisokkaparið og Saga um klukkustund eftir Kate Chopin, Stúlkan sem vermdi mig eftir Maxim Gorki, Þegar neyðin er stærst eftir G. C. Ebet, Tvö líf milli heims og helju eftir G. H. S., og Nóttina fyrir innbrotið eftir Peter Cheyney.

 

 

NÝ BÓK

Kidnapped eftir Robert Louis Stevenson

Kidnapped er söguleg skáldsaga eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson. Sagan var skrifuð sérstaklega fyrir drengi og fyrst gefin út í tímaritinu Young Folks árið 1886. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir aðdáun sinni á skáldsögunni má nefna rithöfundana Henry James, Jorge Luis Borges og Hilary Mantel. Skáldsagan Catriona (1893) er framhald sögunnar Kidnapped.

Sagan er byggð á raunverulegum atburðum, hinum svokölluðu Appin-morðum, sem áttu sér stað í Skotlandi á 18. öld eftir uppreisnina 1745. Margar raunverulegar persónur koma fyrir í sögunni, þar á meðal ein aðalpersónan, Alan Breck Stewart. Einnig koma fram ólík sjónarhorn á hið pólitíska landslag þess tíma, auk þess sem skosku hálöndin eru birt í jákvæðu ljósi.

NÝ BÓK

Northanger Abbey eftir Jane Austen

Northanger Abbey var fyrsta skáldsagan sem Jane Austen lauk við, en hún var þó ekki gefin út fyrr en 1817, að höfundinum látnum. Hér gerir Austen m.a. gys að sögum sem voru vinsælar á þeim tíma og mætti flokka sem gotneskar hryllingssögur.

Söguhetjan, hin unga Catherine Morland, er afar upptekin af gotneskum skáldsögum og dreymir um að upplifa rómantísk ævintýri. Meðan á dvöl í Bath stendur fær hún í fyrsta sinn að kynnast samkvæmislífinu. Hún eignast nýja kunningja, þar á meðal systkinin Isabellu og Henry Tilney, sem bjóða henni heim til sín í hið mjög svo dularfulla Northanger Abbey. Þar fær ímyndunarafl Catherine lausan tauminn.

NÝ BÓK

Heilög kirkja

Heilög kirkja var þriðja ljóðabók Stefáns frá Hvítadal og kom fyrst út árið 1924, þremur árum eftir að Óður einyrkjans kom út. Ungt fólk hreifst mjög af ljóðum Stefáns eins og manninum sjálfum enda var hann hálfgildings förumaður, nýkominn heim eftir alllanga dvöl í framandi landi, fátækur og heilsulaus og þó enginn hversdagsmaður heldur höfðinglegur í allri sinni fátækt, öruggur í framgöngu og ágætlega til þess fallinn að verða persónuleg fyrirmynd hinnar ungu, óþreyjufullu skáldakynslóðar sem fagnaði nýjum skáldum í draumórakenndri hrifningu. Einlæg trúhneigð kemur fram í ljóðum Stefáns frá Hvítadal allt frá fyrstu bók og nokkrum árum eftir heimkomuna frá Noregi snerist hann til kaþólskrar trúar. Eftir það varð trúin og kirkjan honum kært yrkisefni og þeim málefnum helgaði hann ærinn hluta þeirra ljóða sem hann orti síðustu árin sem hann lifði.

NÝ BÓK

The Chestermarke Instinct
eftir J. S. Fletcher

The Chestermarke Instinct er sakamálasaga eftir J. S. Fletcher. Bankastjórinn John Hornbury mætir ekki til vinnu morgun einn og enginn veit hvar hann er niður kominn. Ýmsar gersemar hafa einnig horfið og eigendur bankans gruna Hornbury um þjófnað. Þessu neitar frænka hans, hin unga og ákveðna Betty Fosdyke, að trúa og hefst handa við að leysa gátuna. Til liðs við sig fær hún bankastarfsmanninn Wallington Neale og rannsóknarlögreglumanninn Starmidge frá Scotland Yard ásamt fleirum. En þegar lík manns finnst í nágrenninu flækist málið.

Joseph Smith Fletcher (1863-1935) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann skrifaði yfir 230 bækur um ýmiss konar efni og var einn afkastamesti höfundur Englands á sviði sakamálasagna.

NÝ BÓK

The Adventures of Sherlock Holmes eftir Arthur Conan Doyle

The Adventures of Sherlock Holmes er safn fyrstu tólf smásagnanna um spæjarann snjalla, Sherlock Holmes. Sögurnar voru fyrst birtar í Strand Magazine á árunum 1891-1892. Sögurnar í þessu safni heita: A Scandal in Bohemia, The Red-Headed League, A Case of Identity, The Boscombe Valley Mystery, The Five Orange Pips, The Man with the Twisted Lip, The Adventure of the Blue Carbuncle, The Adventure of the Speckled Band, The Adventure of the Engineer's Thumb, The Adventure of the Noble Bachelor, The Adventure of the Beryl Coronet og The Adventure of the Copper Beeches.

NÝ BÓK

Hypatía eftir Charles Kingsley

Hypatía er skáldsaga eftir enska rithöfundinn Charles Kingsley. Hún kom fyrst út árið 1853 og er byggð á ævi heimspekingsins Hypatíu. Sagan hefst á frásögn af ungum munki að nafni Fílammon, sem ferðast til Alexandríu og dregst þar inn í pólitískar og trúarlegar erjur. Þó sagan hafi verið skrifuð til varnar kristinni hugmyndafræði ber hún með sér and-kaþólskan blæ, ásamt því að endurspegla fordóma höfundarins sjálfs gagnvart kynþáttum og trúarbrögðum, sem margir hverjir voru ráðandi viðhorf á 19. öldinni. Sagan var mikið lesin á sínum tíma og lengi vel talin ein af bestu skáldsögum Kingsleys.

NÝ BÓK

The Tenant of Wildfell Hall eftir Anne Brontë

The Tenant of Wildfell Hall er seinni skáldsagan af tveimur eftir enska rithöfundinn Anne Brontë. Hún kom fyrst út árið 1848 undir höfundarnafninu Acton Bell. Af öllum skáldsögum þeirra Brontë-systra olli þessi líklega mestu fjaðrafoki og naut strax mikillar velgengni, en eftir að Anne lést kom Charlotte systir hennar í veg fyrir að hún yrði endurútgefin.

Skáldsagan er sett upp sem safn bréfa frá Gilberti Markham til vinar síns og mágs. Dularfull ung ekkja tekur á leigu setrið Wildfell Hall, sem staðið hefur autt árum saman, og býr þar ásamt ungum syni sínum og gamalli þjónustukonu, án þess að eiga nokkurt samneyti við fólkið í nágrenninu. Ekkjan, sem kynnir sig sem Helen Graham, verður brátt að umtalsefni slúðurbera, en Gilbert Markham neitar að trúa sögusögnunum og vingast við Helen. Þá kemur ýmislegt úr fortíð hennar fram í dagsljósið.

Flestir gagnrýnendur í dag telja The Tenant of Wildfell Hall vera eina af fyrstu feminísku skáldsögum bókmenntanna.

NÝ BÓK

Færeyinga saga

Færeyinga saga er afar athyglisverð og reyndar bráðskemmtileg þó undirtónninn sé harmrænn á köflum. Menn hafa gjarnan flokkað þessa sögu með Íslendingasögum þótt atburðir hennar tengist ekki Íslandi eða Íslendingum; en líkt og Íslendingasögurnar er þar fjallað um bændur og bændahöfðingja (en ekki þjóðhöfðingja líkt og t.d. í Orkneyinga sögu). Sögusviðið er Færeyjar á 10. öld. En um ritunartíma er það að segja að fræðimenn greinir nokkuð á um hann; hefð er fyrir því að telja frumgerð Færeyinga sögu gamla, nánar tiltekið frá því fyrir 1220 en síðan hafa komið fram hugmyndir um að hún sé ekki skráð fyrr en seint á 13. öld.

Þrándur í Götu er áberandi persóna í sögunni, slóttugur í meira lagi og hugsar mest um eigin hag (sbr. orðtakið að vera einhverjum þrándur í götu), og minnir hann jafnvel á hinn viðsjála Óðin. En Þrándur í Götu er andvígur höfðingjum Noregs sem ásælast eyjarnar, og fær hann hugsanlega nokkra samúð lesandans af þeirri ástæðu. Gjörólíkur Þrándi er andstæðingur hans, Sigmundur Brestisson, glæsileg hetja sem ekki má vamm sitt vita og er hlynntur því að Færeyingar gangi höfðingjum Noregs á hönd. Sigmundur fellur ungur líkt og þeir fornu kappar sem eru honum sem andlega skyldir, Sigurður Fáfnisbani og Gunnar á Hlíðarenda.

Þótt sagan sé fremur illa varðveitt leynir sér ekki að hún er listilega samin og býr sannarlega yfir lifandi og eftirminnilegum mannlýsingum.

NÝ BÓK

Oliver Twist eftir Charles Dickens

Oliver Twist, or The Parish Boy's Progress, er önnur skáldsaga Dickens og kom fyrst út á prenti á árunum 1837-1839. Hér segir frá munaðarlausa drengnum Oliver Twist sem strýkur til London og kemst þar í kynni við hóp ungra vasaþjófa og leiðtoga þeirra, glæpamanninn Fagin. Í skáldsögunni kemur fram gagnrýni á ýmis samfélagsleg málefni á samtíma höfundar, svo sem barnaþrælkun og aðbúnað munaðarlausra barna í London um miðja 19. öld.

NÝ BÓK

Gullfararnir eftir Gabriel Ferry

Gullfararnir er ævintýrasaga eftir Gabriel Ferry, en franski rithöfundurinn Eugène Louis Gabriel Ferry de Bellemare og sonur hans skrifuðu báðir undir því höfundarnafni. Sagan gerist snemma á nítjándu öld og heitir á frummálinu Les Aventuriers du Val d'Or.

Sagan hefst á Spáni, þar sem ungabarn finnst hjá myrtri móður sinni, og færist svo til villta vestursins í Ameríku, þar sem hvítir menn og indíánar eigast við í blóðugum bardögum, og fégjarnir ævintýramenn leita gulls í miðri eyðimörkinni.

NÝ BÓK

The Paradise Mystery eftir J. S. Fletcher

The Paradise Mystery er spennandi sakamálasaga eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn J. S. Fletcher.

Sögusviðið er enskur bær þar sem leyndarmál og gróusögur leynast undir kyrrlátu yfirborðinu. Mark Ransford er læknir þar í bæ og jafnframt forráðamaður Mary og Dick Bewery, en fortíð þeirra systkina er sveipuð dulúð. Dag einn hrapar maður nokkur til dauða úr dómkirkju bæjarins, stuttu eftir að hafa spurt eftir lækninum. Aðstoðarlæknirinn Pemberton Bryce - sem einnig er þrautseigur vonbiðill Mary í óþökk hennar og af þeim sökum nýlega orðinn atvinnulaus - er sannfærður um að Ransford sé viðriðinn dauða þessa ókunna manns og ákveður að rannsaka málið.

NÝ BÓK

Í samlögum: Ljóðmæli eftir Ólínu og Herdísi Andrésdætur

Tvíburasysturnar Ólína og Herdís fæddust í Flatey á Breiðafirði árið 1858. Fjögurra ára gamlar voru þær skildar að og sendar í fóstur hvor á sitt heimilið. Eftir það lágu leiðir þeirra lítt saman fyrr en þær voru komnar á efri ár en þá bjuggu þær báðar í Reykjavík og hittust nær daglega og gátu þá deilt hinu sameiginlega hugðarefni sínu, skáldskapnum. Að því kom að þær gáfu saman út bókina Ljóðmæli árið 1924.

Ljóð þeirra systra voru ort inn í samtímann í hefðbundnu formi en bera þó sterkan persónulegan svip þeirra sjálfra, þeirra þankagangs og lífsskoðana auk þess sem þau varpa ljósi á viðhorf og aðstöðu kvenna á þessum árum. Þá orti Ólína margar skemmtilegar þulur sem gott væri að lesa fyrir börn í dag.

Í þessari bók er að finna ljóð sem þær sömdu saman systurnar, en áður hafa birst hér á Lestu.is bækur með ljóðum hvorrar um sig.

NÝ BÓK

Kim eftir Rudyard Kipling

Kim er skáldsaga eftir breska Nóbelsverðlaunahöfundinn Rudyard Kipling. Sagan kom fyrst út á bók árið 1901. Hún er af mörgum talin á meðal bestu skáldverka enskra bókmennta.

Rudyard Kipling var stórvirkur rithöfundur og skrifaði bæði sögur fyrir fullorðna og börn auk þess sem hann var mikilsvirt ljóðskáld. Kipling sem fæddist á Indlandi var fyrsti Bretinn til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum og var það árið 1907. Í dag er hann einkum kunnur fyrir barnabækur sínar, The Jungle Book (1894) og Just So Stories (1902).

NÝ BÓK

Droplaugarsona saga

Droplaugarsona saga er talin vera með eldri Íslendingasögum, hugsanlega frá því fyrir eða um miðja 13. öld. Sögusviðið er Austurland, einkum svæðið beggja vegna Lagarfljóts. Eins og titill sögunnar bendir til segir þar frá bræðrunum Helga og Grími, sonum Droplaugar á Arneiðarstöðum í Fljótsdal. Helgi fór fyrir þeim bræðrum og var hann kappsfullur í meira lagi. Hann átti í langvinnum deilum við Helga Ásbjarnarson í Mjóanesi og síðar á Eiðum, friðsaman höfðingja. Þær deilur enduðu með falli Helga Droplaugarsonar. Það kom í hlut Gríms að hefna bróður síns. Lýsingarnar á þessum atvikum, þ.e. falli Helga Droplaugarsonar og síðar nafna hans Ásbjarnarsonar, eru með eftirminnilegri frásögnum í fornritum okkar. Í sögunni kynnumst við fleiri litríkum persónum, til dæmis nokkrum kvenskörungum sem hafa mikil áhrif á framvindu sögunnar. Nægir þar að nefna auk Droplaugar þær Gró á Eyvindará og Álfgerði lækni í Ekkjufelli. Þórdís todda, kona Helga Ábjarnarsonar, kemur einnig við sögu en hún gegnir stærra hlutverki í öðrum sögum af Austurlandi, t.d. í Gunnars þætti Þiðrandabana.

NÝ BÓK

Flappers and Philosophers
eftir F. Scott Fitzgerald

Flappers and Philosophers eftir F. Scott Fitzgerald var fyrsta smásagnasafn höfundar og kom út árið 1920. Það inniheldur átta sögur: "The Offshore Pirate", "The Ice Palace", "Head and Shoulders", "The Cut-Glass Bowl", "Bernice Bobs Her Hair", "Benediction", "Dalyrimple Goes Wrong" og "The Four Fists".

Francis Scott Key Fitzgerald var og er enn einn athyglisverðasti rithöfundur sem Bandaríkin hafa alið af sér. Eftir hann liggja 5 langar skáldsögur, 3 stuttar skáldsögur og fjöldinn allur af smásögum. Kunnasta verk hans er eflaust skáldsagan The Great Gatsby sem kom út árið 1925.

NÝ BÓK

Bláskógar I eftir Jón Magnússon

Jón Magnússon (1896-1944) fæddist í Fossakoti í Borgarfirði. Tvítugur fluttist hann til Reykjavíkur, lærði beykisiðn og stundaði hana þangað til hann eignaðist húsgagnaverslun sem hann rak þar til skömmu fyrir dauða sinn. Þó Jón hyrfi úr sveitinni til borgarinnar eins og svo margir um hans daga var hugur hans bundinn við dreifbýlið; því helgaði hann kvæði sín. Hann virti fastheldni þeirra sem heima sátu og héldu í gamla lifnaðarhætti en óttaðist það los sem vaxandi þéttbýlismyndun hafði í för með sér. Í skáldskapnum hélt hann sér við eldri bragarhætti í samræmi við þjóðleg viðhorf sín. Orðfæri hans er víða kjarnmikið og skýrt, náttúrulýsingar ágætar. Þegar Jóni tekst best til nær hann að tengja við hið fagra og góða í hverjum manni.

Jón Magnússon valdi fyrstu bók sinni heitið Bláskógar (1925). Er nafngiftin auðskilin þegar haft er í huga að hann ólst að nokkru leyti upp í Þingvallasveit — Bláskógavegur heitir einmitt leiðin milli Borgarfjarðar og Þingvalla. Allt ljóðasafn hans var svo gefið út í fjórum bókum árið 1945.

NÝ BÓK

The Adventures of Tom Sawyer eftir Mark Twain

The Adventures of Tom Sawyer er skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn og húmoristann Mark Twain, eða Samuel Langhorne Clemens eins og hann hét réttu nafni. Sagan kom fyrst út árið 1876 og segir frá ungum dreng sem elst upp á bökkum Mississippi-fljótsins.

 

 

NÝ BÓK

Háttprúða stúlkan eftir Louisa May Alcott

Skáldsagan Háttprúða stúlkan eftir Louisu May Alcott heitir á frummálinu An Old-Fashioned Girl. Hún birtist fyrst á prenti sem framhaldssaga í tímaritinu Merry's Museum Magazine árið 1869 og samanstóð þá af sex köflum, en Alcott bætti síðar við fleiri köflum.

Söguhetjan, sveitastúlkan Polly Milton, kemur til borgarinnar að heimsækja vinkonu sína, Fanny Shaw, og fjölskyldu hennar. Polly finnst hún ekki alveg tilheyra í þessum heimi ríka og fína fólksins í borginni, en góðvild hennar og háttprýði á þó eftir að hafa jákvæð áhrif á Shaw-fjölskylduna, eins og kemur í ljós.

Louisa May Alcott var bandarískur rithöfundur og skáld. Þekktust er hún fyrir skáldsöguna Little Women (1871).

NÝ BÓK

Persuasion eftir Jane Austen

Sagan Persuasion var síðasta fullkláraða skáldsaga Jane Austen og kom fyrst út árið 1817, hálfu ári eftir lát höfundar.

Þegar söguhetjan, Anne Elliot, var nítján ára tók hún bónorði hins unga sjóliðsforingja Frederick Wentworth. Fjölskyldu hennar þótti vonbiðillinn hins vegar vera fyrir neðan hennar virðingu og taldi Anne á að slíta sambandinu. Rúmum átta árum síðar hittast þau svo aftur, bæði ógift. Anne sér mjög eftir því að hafa farið að ráðum fjölskyldu sinnar, en Frederick, sem nú hefur náð miklum frama innan sjóhersins, hefur ekki fyrirgefið henni höfnunina. Svo kemur í ljós hvort ástin fái annað tækifæri.

NÝ BÓK

Ljóðmæli eftir Ólínu Andrésdóttur

Ljóðmæli Ólínu Andrésdóttur hafa að okkur vitandi ekki komið út áður í sérstakri bók. Ljóð hennar birtust fyrst í bók ásamt með ljóðum systur hennar Herdísar árið 1924.

Ólína fæddist í Flatey á Breiðafirði árið 1858. Hún átti tvíburasysturina Herdísi en þær systur voru skildar að þegar þær voru fjögurra ára gamlar, sendar í fóstur hvor á sitt heimilið. Eftir það lágu leiðir þeirra lítt saman fyrr en þær voru komnar á efri ár en þá bjuggu þær báðar í Reykjavík og hittust nær daglega og gátu þá deilt hinu sameiginlega hugðarefni sínu, skáldskapnum. Að því kom að þær gáfu saman út bókina Ljóðmæli árið 1924.

Ljóð Ólínu og þeirra systra voru ort inn í samtímann í hefðbundnu formi en bera þó sterkan persónulegan svip þeirra sjálfra, þeirra þankagangs og lífsskoðana auk þess sem þau varpa ljósi á viðhorf og aðstöðu kvenna á þessum árum. Þá orti Ólína margar skemmtilegar þulur sem gott væri að lesa fyrir börn í dag.

NÝ BÓK

Alice's Adventures in Wonderland eftir Lewis Carroll

Alice's Adventures in Wonderland (eða Lísa í Undralandi á íslensku) er skáldsaga eftir breska rithöfundinn og heimspekinginn Lewis Carroll. Sagan kom fyrst út árið 1865.

Bókin er sú fyrsta í bókaröð sem segir frá uppátækjum ungrar stúlku að nafni Alice, sem hefur ögn frjórra ímyndunarafl en flestir, og ferðum hennar í ímyndunarheim þar sem ýmsar furðuverur búa. Sagan er uppfull af þrautum, rökvillum, mótsögnum og öðrum heimspekilegum vangaveltum höfundarins.

Sagt er að sagan um Alice hafi verið sögð í fyrsta skipti um borð í árabát, en þar kepptist Carroll við að halda litlum frænkum sínum uppteknum með því að spinna söguna. Þegar sagan var svo skrifuð tók hún á sig nýjar víddir.

NÝ BÓK

Ljóðmæli eftir Herdísi Andrésdóttur

Ljóðmæli Herdísar Andrésdóttur hafa að okkur vitandi ekki komið út áður í sérstakri bók. Ljóð hennar birtust fyrst í bók ásamt með ljóðum systur hennar Ólínu árið 1924.

Herdís fæddist í Flatey á Breiðafirði árið 1858. Hún átti tvíburasysturina Ólínu en þær systur voru skildar að þegar þær voru fjögurra ára gamlar, sendar í fóstur hvor á sitt heimilið. Eftir það lágu leiðir þeirra lítt saman fyrr en þær voru komnar á efri ár en þá bjuggu þær báðar í Reykjavík og hittust nær daglega og gátu þá deilt hinu sameiginlega hugðarefni sínu, skáldskapnum. Að því kom að þær gáfu saman út bókina Ljóðmæli árið 1924.

Ljóð Herdísar og þeirra systra voru ort inn í samtímann í hefðbundnu formi en bera þó sterkan persónulegan svip þeirra sjálfra, þeirra þankagangs og lífsskoðana auk þess sem þau varpa ljósi á viðhorf og aðstöðu kvenna á þessum árum.

NÝ BÓK

Bleak House eftir Charles Dickens

Í dag sækjum við í smiðju Charles Dickens, eins fremsta rithöfundar sem heimurinn hefur átt. Skáldsagan Bleak House er af mörgum talin með bestu verkum hans. Hún kom fyrst út á árunum 1852-1853. Í sögunni birtist fjöldi litríkra persóna eins og Dickens einum er lagið. Hér segir frá Esther Summerson, laundóttur frú Dedlock, sem alin er upp hjá strangri frænku sinni. Eftir að frænkan deyr er Esther komið í umsjá hins þunglynda en vinalega herra Jarndyce sem býr í Bleak House.

 

NÝ BÓK

Ferðasögur Jóns Trausta

Guðmundur Magnússon (Jón Trausti) elskaði Ísland meira en flest annað. Hafði hann mikið yndi af því að ferðast um landið, hvort heldur á hestbaki eða fótgangandi, og gerði það hvenær sem færi gafst. Á ferðum sínum skráði hann allt hjá sér og teiknaði myndir af því sem fyrir augu bar og honum þótti áhugavert. Birti hann þessar ferðasögur í blöðum og tímaritum, en þær voru svo teknar saman og gefnar út á bók árið 1930, skömmu eftir dauða hans. Er mikill fengur að þessum ferðapistlum. Hér ferðast höfundur um staði eins og Snæfellsnes, Reykjanesskagann, Kaldadal, Akrafjall og Eiríksjökul, svo eitthvað sé nefnt.

NÝ BÓK

Far from the Madding Crowd eftir Thomas Hardy

Skáldsagan Far from the Madding Crowd eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy (1840-1928) er ein af þekktustu og bestu ástarsögum heimsbókmenntanna. Hún var fjórða skáldsaga höfundar og sú fyrsta eftir hann til að njóta mikillar velgengni. Sagan hefur margoft verið kvikmynduð og sett á svið.

Hér segir frá ungri konu að nafni Bathsheba Everdene og hinum þremur ólíku vonbiðlum hennar, bóndanum Gabriel Oak, óðalseigandanum William Boldwood og hermanninum Frank Troy.

NÝ BÓK

Sagan af Dimmalimm kóngsdóttur eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg)

Þessa vikuna bjóðum við upp á hina ástsælu barnasögu um Dimmalimm kóngsdóttur eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg), en hann samdi og myndskreytti söguna handa systurdóttur sinni, Helgu Egilson, árið 1921.

 

 

NÝ BÓK

The Daffodil Mystery eftir Edgar Wallace

Sakamálasagan The Daffodil Mystery eftir Edgar Wallace segir frá einkaspæjaranum Jack Tarling sem rannsakar dularfullt og snúið morðmál. Thornton Lyne, sjálfumglaður spjátrungur og yfirmaður stórfyrirtækis sem hann erfði eftir föður sinn, leitar aðstoðar hjá Tarling vegna starfsmanns sem hann grunar um stórfelldan fjárdrátt. Fljótlega vindur málið þó upp á sig og þegar Lyne sjálfur finnst látinn, skreyttur blóðugum silkináttkjól og páskaliljum, má Tarling hafa sig allan við til að leysa gátuna.

NÝ BÓK

Loforðið eftir L. G. Moberly

Skáldsagan Loforðið eftir L. G. Moberly er gamaldags ástarsaga og heitir á frummálinu Hope, My Wife. Hér segir frá lækni nokkrum sem lofar deyjandi konu að taka dóttur hennar að sér.

Lucy Gertrude Moberly skrifaði margar skáldsögur sem gefnar voru út á fyrri hluta 20. aldarinnar. Sögur hennar eru flestum gleymdar í dag en nutu þó töluverðra vinsælda á sínum tíma og um þær birtust reglulega ritdómar, þar á meðal í Times Literary Supplement.

NÝ BÓK

The Glimpses of the Moon eftir Edith Wharton

Skáldsagan The Glimpses of the Moon kom fyrst út árið 1922. Hjónakornin Nick og Susy Lansing eru nýgift, en gengu í hnapphelduna af fjárhagslegum ástæðum frekar en rómantískum. Þau ætla sér að lifa á velgjörðum vel stæðra kunningja þar til hvort um sig finnur sér ríkan maka, en ástin setur óvænt strik í reikninginn.

Edith Wharton (1862-1937) var þrisvar tilnefnd til bókmenntaverðlauna Nóbels og hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1921, fyrst kvenna, fyrir skáldsöguna The Age of Innocence.

NÝ BÓK

Bóndinn á Hrauni eftir Jóhann Sigurjónsson

Bóndinn á Hrauni var fyrsta leikritið eftir Jóhann sem fékk inni í leikhúsi og var það sett á svið á Íslandi árið 1908. Hlaut það ágætar viðtökur. Var það ekki gefið út á dönsku fyrr en fjórum árum árum síðar eða árið 1812 og tekið til sýninga við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn árið 1813 í kjölfar velgengni Fjalla-Eyvindar sem gefið var út árið 1811 og tekið til sýninga árið 1812.

 

NÝ BÓK

Dubliners eftir James Joyce

Dubliners er safn fimmtán smásagna eftir írska rithöfundinn James Joyce (1882-1941). Sögurnar komu fyrst út árið 1914 og voru skrifaðar meðan barátta Íra fyrir sjálfstæði stóð sem hæst.

James Joyce var einn af frumkvöðlum módernismans og er talinn með áhrifamestu rithöfundum tuttugustu aldarinnar. Þekktustu verk hans eru skáldsögurnar Ulysses (1922), A Portrait of the Artist as a Young Man (1916) og Finnegans Wake (1939), ásamt smásagnasafninu Dubliners (1914). Meðal annarra verka hans má nefna leikrit og þrjár ljóðabækur.

NÝ BÓK

Hávamál

Hávamál teljast til eddukvæða. Þau eru lögð sjálfum Óðni í munn (orðið merkir mál Óðins). Í kvæðinu segir Óðinn okkur meðal annars hvernig best sé að lifa. Hann leggur áherslu á mikilvægi vináttunnar; einnig ræðir hann um þá ógæfu sem óhóf getur haft í för með sér en jafnframt segir hann að menn eigi að vera gjafmildir og njóta lífsins hér og nú.

Þó að eddukvæðin hafi ekki verið skráð fyrr en á kristnum tíma (13. öld) hafa þau að öllum líkindum geymst í munnmælum kynslóð eftir kynslóð enda greina þau frá atvikum sem tengjast heiðni. Ef við ættum ekki eddurnar tvær væru Norðurlandaþjóðir og aðrir íbúar Norður-Evrópu fátækir að upplýsingum um fornan átrúnað forfeðra sinna og formæðra.

NÝ BÓK

Silas Marner eftir George Eliot

Silas Marner var þriðja skáldsaga George Eliot og kom út árið 1861.

Sögusviðið er England við upphaf 19. aldarinnar. Hér segir frá vefaranum Silas Marner, sem er ranglega ásakaður um stuld. Með flekkað mannorð og brostin framtíðaráform flytur hann til þorpsins Raveloe. Þar lifir hann í einsemd þar til óvæntan gest ber að garði.

George Eliot er höfundarnafn Mary Anne Evans, en hún var enskur skáldsagnahöfundur, skáld, blaðamaður, þýðandi og einn fremsti rithöfundur Viktoríutímans.

NÝ BÓK

Ást og auður eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson

Ást og auður er stutt örlagasaga í 11 köflum, oft átakanleg. Segir þar frá stúlkunni Sigríði, bóndanum Gísla sem ann henni hugástum og kaupmanninum Þórarni sem giftist henni. Hefur sagan yfir sér þunglyndislegt yfirbragð og minnir stundum á Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson. Sagan telst þó ekki til raunsæis heldur nýrómantíkur, en skilin eru ekki mjög skörp.

Það sem kannski helst gerir söguna jafn góða og skemmtilega aflestrar og raun ber vitni er einlægnin og ákefðin sem býr að baki. Það er eins og maður finni samkennd höfundar með sögupersónunum og það að hér er skrifað af sárri reynslu, þess sem átt hefur en misst. Þá er ljóðrænn textinn seiðandi og myndmálið oft á tíðum forvitnilegt.

NÝ BÓK

The Borough Treasurer eftir J. S. Fletcher

The Borough Treasurer er sakamálsaga eftir J. S. Fletcher. Hér segir frá tveimur mönnum, Mallalieu og Cotherstone, sem njóta velgengni í Highmarket og hafa jafnvel verið kosnir til að gegna þar virðulegum embættum. En þegar fyrrum rannsóknarlögreglumaður flytur á staðinn kemur ýmislegt skuggalegt í ljós úr fortíðinni.

Joseph Smith Fletcher (1863-1935) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann skrifaði yfir 230 bækur um ýmiss konar efni og var einn afkastamesti höfundur Englands á sviði sakamálasagna.

NÝ BÓK

Smásögur (2. bindi) eftir Þorgils gjallanda

Smásögur Þorgils gjallanda eða Jóns Stefánssonar eins og hann hét réttu nafni voru á sínum tíma gustur inn í íslenskt bókmenntalíf; ný sýn á gamlan heim. Var hann einn af fulltrúum raunsæisstefnunnar en þó svo ólíkur öllum öðrum sem þeirri stefnu fylgdu. Hann skapaði persónur úr holdi og blóði og þá leyfði hann sér að storka og gagnrýna ýmsar stofnanir samfélagsins svo sem kirkjuna og gerði það þannig að tekið var eftir. Þótti mörgum nóg um bersögli hans á þessum tíma en hann lét það ekkert á sig fá og óhætt er að segja að þessi bóndi og sjálfmenntaði rithöfundur hafi rutt brautina fyrir þá sem á eftir komu.

NÝ BÓK

Mary Barton eftir Elizabeth Gaskell

Sagan Mary Barton: A Tale of Manchester Life eftir Elizabeth Gaskell kom fyrst út árið 1848 og var fyrsta skáldsaga höfundar. Sögusviðið er Manchester á árunum 1839-1842. Hér segir frá tveimur verkamannafjölskyldum, lífi þeirra og örlögum.

Elizabeth Gaskell (1810-1865) er meðal annars þekkt fyrir samfélagsgagnrýni og lýsingar á fólki af ólíkum stigum samfélagsins, þar á meðal hinum allra fátækustu, í verkum sínum.

NÝ BÓK

Smásögur (1. bindi) eftir Þorgils gjallanda

Smásögur Þorgils gjallanda eða Jóns Stefánssonar eins og hann hét réttu nafni voru á sínum tíma gustur inn í íslenskt bókmenntalíf; ný sýn á gamlan heim. Var hann einn af fulltrúum raunsæisstefnunnar en þó svo ólíkur öllum öðrum sem þeirri stefnu fylgdu. Hann skapaði persónur úr holdi og blóði og þá leyfði hann sér að storka og gagnrýna ýmsar stofnanir samfélagsins svo sem kirkjuna og gerði það þannig að tekið var eftir. Þótti mörgum nóg um bersögli hans á þessum tíma en hann lét það ekkert á sig fá og óhætt er að segja að þessi bóndi og sjálfmenntaði rithöfundur hafi rutt brautina fyrir þá sem á eftir komu.

NÝ BÓK

The White Glove eftir Fred M. White

The White Glove er sígild glæpasaga eftir enska rithöfundinn Fred M. White (1859-1935). Hér segir frá Clifford Marsh, námuverkfræðingi sem er kominn í kröggur. Dag nokkurn kemur hann til aðstoðar dularfullri konu sem virðist búa yfir skuggalegu leyndarmáli.

 

NÝ BÓK

Borgarmúr

Ljóðabókin Borgarmúr eftir Erlend Jónsson kom fyrst út árið 1989 og var fimmta ljóðabók höfundar. Áður höfðu komið út eftir hann Skuggar á torgi (1967), Ljóðleit (1974), Fyrir stríð (1978) og Heitu árin (1982). Erlendur endurspeglar sinn samtíma af ótrúlegri glöggsýni og fáir höfundar hafa í ljóðum sínum náð að tengja sveitina við borgina á jafn hugvitsamlegan hátt og hann, þannig að lesandinn skynji þessa tvo heima. Þá er vald Erlendar á íslenskri tungu mikið og blátt áfram stíllinn og einlægni í framsetningu ljær verkum hans einstakan hugblæ.

NÝ BÓK

Constance Dunlap eftir Arthur B. Reeve

Constance Dunlap eftir Arthur B. Reeve kom fyrst út árið 1913. Aðalpersónan, Constance Dunlap er nokkuð óvenjuleg. Við kynnumst henni fyrst sem eiginkonu bankamanns nokkurs sem kemur heim einn daginn og segir henni að hann hafi stundað fjárdrátt og að nú sé komið að skuldadögum. Manninum að óvörum stappar þá þessi venjulega húsmóðir stálinu í hann og þau ákveða í sameiningu að reyna að fela glæpi mannsins, en til þess þurfa þau að verða enn bíræfnari en maðurinn nokkru sinni hafði verið. Þegar upp um þau kemst fremur maðurinn sjálfsmorð en ferill hennar er þá rétt að hefjast, fyrst sem glæpakvendi og síðan sem spæjari. Er hér á ferðinni forvitnileg persóna sem mætti að ósekju eiga sér stærri sess í heimi ímyndaðra glæpasagnapersóna.

NÝ BÓK

Kormáks saga

Kormáks saga gerist á tíundu öld og segir frá skáldinu Kormáki Ögmundarsyni og Steingerði, konunni sem hann elskar. Sagan er talin með fyrstu Íslendingasögunum sem skrifaðar voru og hefur varðveist vel. Hún inniheldur fjölmörg ljóð sem eignuð eru Kormáki, mörg þeirra ástarljóð til Steingerðar.

 

 

NÝ BÓK

The Master of Ballantrae
eftir Robert Louis Stevenson

The Master of Ballantrae: A Winter's Tale er skáldsaga eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson. Í aðalatriðum fjallar sagan um átök tveggja bræðra og fjölskyldu þeirra sem sundrast við Jacobite-uppreisnina í Skotlandi árið 1745.

Sagan er sett fram sem endurminningar Ephraims nokkurs Mackellar og hefst árið 1745, þegar Bonnie Prince Charlie gerir tilkall til bresku krúnunnar. Durisdeer-bræðurnir tveir og faðir þeirra ákveða sín á milli að annar bræðranna skuli ganga í lið með uppreisnarmönnum og hinn skuli styðja ríkjandi konung. Þannig muni heiður fjölskyldunnar og ættaróðalið varðveitast á hvorn veginn sem fari. Frásögnin teygir sig heimshorna á milli og ekki er allt sem sýnist í fyrstu.

NÝ BÓK

Morgunn lífsins eftir Kristmann Guðmundsson

Nafn Kristmanns Guðmundssonar (1901–1983) var á hvers manns vörum í Noregi kringum 1930 þar sem fyrstu skáldsögur hans birtust. Þær voru þýddar á meira en þrjátíu tungumál á 4. áratug síðustu aldar og víða gefnar út aftur og aftur. En á Íslandi mætti höfundurinn snemma miklum andbyr. Nú gefst nýrri kynslóð tækifæri til að lesa eitt af bestu verkum Kristmanns Guðmundssonar, Morgun lífsins, sem á sér stað við hafnlausa strönd í sunnlensku samfélagi á seinni hluta 19. aldar. Á yfirborði virðist mannlífið kyrrstætt og staðnað en undiraldan er ógnvænleg. Frásagnargleði og innsæi Kristmanns í mannlegan vanmátt og breyskleika hrífur lesandann með sér inn í straum örlaga og ásta – en hatrið, ,,hin þyngsta byrði lífsins,'' bíður álengdar glottandi.

NÝ BÓK

The Mill on the Floss eftir George Eliot

Skáldsagan The Mill on the Floss eftir George Eliot kom fyrst út árið 1860. Sögusviðið er England á fyrri hluta 19. aldar. Hér segir frá Maggie Tulliver sem elst upp í Dorlcote Mill við ána Floss. Maggie lítur mjög upp til Tom, eldri bróður síns, og þráir samþykki foreldra sinna, en ástríðufullt lunderni hennar og skörp greind verða sífellt til þess að skapa árekstra milli Maggie og fjölskyldu hennar. Þegar Maggie verður eldri skapast togstreita vegna sambands hennar við þrjá ólíka menn: hinn þrjóska og stolta eldri bróður, náinn vin sem einnig er sonur helsta óvinar fjölskyldunnar, og ungan mann sem er í tygjum við frænku Maggie.

George Eliot er höfundarnafn Mary Anne Evans, en hún var enskur skáldsagnahöfundur, skáld, blaðamaður, þýðandi og einn fremsti rithöfundur Viktoríutímans.

NÝ BÓK

Sögur herlæknisins VI eftir Zacharias Topelius

Þessa vikuna bjóðum við upp á sjöttu bókina af átjan í hinum stóra sagnabálki finnska skáldrisans Zachariasar Topeliusar sem hann kallaði Sögur herlæknisins. Er þetta stórbrotin örlaga- og fjölskyldusaga sem spannar sögu Svía og Finna í tvær aldir eða frá því Gústaf Adólf kemst til valda allt fram á daga Gústafs þriðja. Meginþráður sögunnar er hringur einn sem býr yfir ákveðnum töframætti og minnir það um margt á Hringadróttinssögu Tolkiens. Umgjörð sögunnar er mjög hugvitssamleg, en Topelius lætur gamlan herlækni segja söguna og er aðkoma hans skemmtileg saga inni í sögunni sem gefur höfundinum ákveðið frelsi til að koma með utanaðkomandi skýringar og skoðanir inn í meginsöguna. Sniðugt stílbragð sem gengur fyllilega upp í höndum Topeliusar. Sagan var þýdd af snillingnum Matthíasi Jochumssyni.

NÝ BÓK

Frankenstein eftir Mary Shelley

Sagan Frankenstein, or The Modern Prometheus eftir Mary Shelley kom fyrst út árið 1818 og markaði upphafið að nýrri tegund bókmennta.

Hér segir frá háskólanemanum Victor Frankenstein sem vinnur hörðum höndum að því að uppgötva leyndardóm lífsins. Dag einn tekst honum að kveikja lífsneista í sköpunarverki sínu, gríðarstórri veru samsettri úr mennskum líkamshlutum.

 

NÝ BÓK

Ljósvetninga saga

Ljósvetninga saga er varðveitt í tveimur gerðum og birtist hér yngri gerðin sem inniheldur einnig nokkra sjálfstæða þætti. Sagan er ekki vel varðveitt og nokkuð sundurlaus í byggingu. Talið hefur verið að ritunartími hennar sé um eða eftir miðja 13. öld, en þó gæti hún hafa verið rituð fyrr. Sagan segir meðal annars frá Þorgeiri Ljósvetningagoða, Guðmundi ríka á Möðruvöllum og ófriði meðal afkomenda þeirra.

 

NÝ BÓK

The Clue of the Twisted Candle

The Clue of the Twisted Candle er spennusaga eftir enska rithöfundinn, blaðamanninn og handritshöfundinn Edgar Wallace (1875-1932). Sagan kom fyrst út árið 1918.

Rithöfundurinn John Lexman er ranglega handtekinn fyrir morð. Rannsóknarlögreglumanninn T. X. Meredith grunar að hinn flugríki Remington Kara hafi átt þar hlut að máli og er staðráðinn í því að hreinsa mannorð Lexmans.

NÝ BÓK

Heiðarvíga saga

Þessa vikuna bjóðum við upp á Heiðarvíga sögu, en hún er talin ein elsa Íslendingasagan. Í henni segir frá afkomendum Egils Skallagrímssonar og langvarandi deilum og átökum Borgfirðinga og Húnvetninga, sem náðu hámarki í bardaga á heiðinni Tvídægru, en af honum dregur sagan nafn. Hún hefur stundum verið kölluð Víga-Styrs saga og Heiðarvíga.

Sagan er illa varðveitt. Á 17. öld virðist hún aðeins hafa verið til í einu skinnhandriti og barst það til Svíþjóðar 1683. Fyrri hluta sögunnar fékk Árni Magnússon prófessor svo lánaðan, en 12 blaðsíður urðu eftir í Svíþjóð. Fyrri hlutinn brann svo í brunanum í Kaupmannahöfn árið 1728. Jón Ólafsson frá Grunnavík, aðstoðarmaður Árna Magnússonar, hafði skrifað söguna upp á pappír nokkrum mánuðum fyrir brunann. Pappírshandritið brann einnig en Jón skrifaði svo fyrri hluta sögunnar upp eftir minni. Þess vegna hefst sagan nú á setningunni ,,Atli stóð í dyrum úti og var hann veginn af manni nokkrum,'' en Jón mundi ekki hver Atli þessi var eða hvernig hann tengdist efni sögunnar að öðru leyti.

NÝ BÓK

Lord Jim eftir Joseph Conrad

Lord Jim eftir Joseph Conrad kom fyrst út á árunum 1899-1900. Hér segir frá ungum sjómanni sem yfirgefur skip í sjávarháska, ásamt öðrum áhafnarmeðlimum, þrátt fyrir að skipið sé fullt af farþegum. Farþegunum er síðar bjargað og því kemst upp um gjörðir áhafnarinnar, en Jim einn er kallaður fyrir dóm. Skáldsagan greinir svo frá því hvernig Jim reynir að sættast við fortíð sína.

Joseph Conrad (1857-1924) var pólskur rithöfundur sem settist að í Englandi og skrifaði á ensku upp frá því.

NÝ BÓK

Sögur herlæknisins V eftir Zacharias Topelius

Þessa vikuna bjóðum við upp á fimmtu bókina af átjan í hinum stóra sagnabálki finnska skáldrisans Zachariasar Topeliusar sem hann kallaði Sögur herlæknisins. Er þetta stórbrotin örlaga- og fjölskyldusaga sem spannar sögu Svía og Finna í tvær aldir eða frá því Gústaf Adólf kemst til valda allt fram á daga Gústafs þriðja. Meginþráður sögunnar er hringur einn sem býr yfir ákveðnum töframætti og minnir það um margt á Hringadróttinssögu Tolkiens. Umgjörð sögunnar er mjög hugvitssamleg, en Topelius lætur gamlan herlækni segja söguna og er aðkoma hans skemmtileg saga inni í sögunni sem gefur höfundinum ákveðið frelsi til að koma með utanaðkomandi skýringar og skoðanir inn í meginsöguna. Sniðugt stílbragð sem gengur fyllilega upp í höndum Topeliusar. Sagan var þýdd af snillingnum Matthíasi Jochumssyni.

NÝ BÓK

Huntingtower eftir John Buchan

Sagan Huntingtower eftir skoska rithöfundinn John Buchan er fyrsta bókin af þremur um Dickson McCunn, miðaldra fyrrum kaupmann sem verður ólíkleg hetja. Sögusviðið er nálægt Carrick í suðvesturhluta Skotlands árið 1920 eða svo. Rússnesk aðalskona hefur verið ranglega hneppt í fangelsi í Skotlandi og upphefst þá hildarleikur þar sem njósnir og samsæri koma við sögu.

 

NÝ BÓK

Jane Eyre

Jane Eyre er sígild skáldsaga eftir Charlotte Brontë (1816-1855). Sagan kom fyrst út árið 1847 og var strax vel tekið af gagnrýnendum jafnt sem lesendum. Hún er talin meistaraverk höfundar og eitt af þekktustu verkum enskra bókmennta. Auk þess er hún ein frægasta ástarsaga bókmenntanna. Charlotte Brontë skrifaði söguna undir dulnefninu Currer Bell og byggði hana að hluta til á eigin reynslu. Söguhetjan Jane er smávaxin og greind stúlka sem hefur misst foreldra sína og elst upp við harðræði og vanrækslu á heimili frænku sinnar. Að loknu námi við Lowood-heimavistarskólann ræður hún sig í vinnu sem kennslukona á Thornfield Manor. Húsbóndinn, herra Rochester, býr yfir skuggalegu leyndarmáli sem á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir Jane.

NÝ BÓK

Smásögur eftir Jón Trausta

Hér birtist safn smásagna eftir Jón Trausta. Sögurnar heita Á fjörunni, Friðrik áttundi, Strandið á Kolli, Sigurbjörn sleggja og Tvær systur.

Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) var einn vinsælasti rithöfundur Íslands á fyrstu áratugum 20. aldar, en hann lést fyrir aldur fram árið 1918. Sögur hans sem sprottnar eru úr íslenskum raunveruleika fundu sér samhljóm í hjörtum landsmanna. Það voru örlagasögur sem Íslendingar þekktu til af eigin raun.

NÝ BÓK

The Door with Seven Locks

The Door with Seven Locks er spennusaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Dick Martin, sem einnig er liðtækur vasaþjófur, dregst inn í rannsókn dularfulls máls þar sem við sögu koma aðalsmaður á faraldsfæti, dularfullur vísindamaður og lyklar að leyndardómsfullu grafhýsi. Sér til aðstoðar við lausn málsins hefur hann m.a. yfirmann sinn sem helst ekki vill hreyfa sig frá skrifborðinu, heillandi bókavörð og skrautlega kumpána með langa sakaskrá.

NÝ BÓK

Dagbók vesturfara - 3. bindi
eftir Jóhann Magnús Bjarnason

Hér birtist þriðja og síðasta bindi dagbókar vestur-íslenska rithöfundarins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-1945) og nær það yfir árin 1932-1945. Dagbækur Jóhanns Magnúsar veita einstaka innsýn í líf vestur-íslensks rithöfundar og mannvinar. Við kynnumst jafnframt íslensku þjóðarbroti í fjórum fylkjum Norður-Ameríku – reyndar fimm, því að víða er sjónum beint að Nýja Skotlandi og bernskuárum höfundarins þar. Við skyggnumst inn í hugarheim Vestur-Íslendinga og áhugamál þeirra – einnig fylgjumst við með þeirri samlögun sem smátt og smátt verður við iðandi mannlífið í Norður-Ameríku. Þessar dagbækur eru gluggi að menningu Vestur-Íslendinga á miklu mótunartímabili í sögu þeirra. Með því að gera þær aðgengilegar almenningi á Íslandi viljum við heiðra einn merkasta rithöfund Vestur-Íslendinga og það fólk sem honum var hugfólgið.

NÝ BÓK

Mrs. Dalloway

Mrs. Dalloway er ein af þekktustu skáldsögum Virginiu Woolf. Sagan kom fyrst út árið 1925 og markaði viss tímamót í skáldsagnagerð. Woolf tekur meðal annars til umfjöllunar sviptingar í pólitísku landslagi þess tíma, femínisma, geðraskanir og kynhneigð.

Hér segir frá lífi ensku yfirstéttarkonunnar Clarissu Dalloway á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld. Innri tími sögunnar er einn dagur í lífi Clarissu, þar sem hún undirbýr veislu sem á að halda um kvöldið. Frásögnin flakkar svo fram og aftur í tíma, og veitir innsýn í huga persónanna til skiptis. Clarissa hugsar aftur til æskuáranna í Bourton og veltir fyrir sér hvort hún hafi valið rétt þegar hún giftist hinum staðfasta Richard Dalloway.

NÝ BÓK

Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson

Segja má að sagan Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson sé ein fyrsta saga sem skrifuð er í raunsæisstíl af íslenskum rithöfundi. Gestur Pálsson var einn af Verðandi-mönnum en þeir boðuðu raunsæið með tímariti sínu fyrstir allra á Íslandi. Sögur Gests hafa löngum þótt bera af öðrum samtímasögum og er Kærleiksheimilið af mörgum talin vera hans besta saga.

 

NÝ BÓK

The Age of Innocence eftir Edith Wharton

Edith Wharton (1862-1937) hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna The Age of Innocence árið 1921, fyrst kvenna.

Sögusviðið er New York á seinni hluta 19. aldar. Hér segir frá lögfræðingnum Newland Archer sem er í þann mund að kvænast hinni fögru May Welland. Þegar til sögunnar kemur greifynjan Ellen Olenska, nýlega fráskilin, fer Archer að endurskoða ákvörðun sína.

 

NÝ BÓK

Sögur herlæknisins IV eftir Zacharias Topelius

Þessa vikuna bjóðum við upp á fjórðu bókina af átjan í hinum stóra sagnabálki finnska skáldrisans Zachariasar Topeliusar sem hann kallaði Sögur herlæknisins. Er þetta stórbrotin örlaga- og fjölskyldusaga sem spannar sögu Svía og Finna í tvær aldir eða frá því Gústaf Adólf kemst til valda allt fram á daga Gústafs þriðja. Meginþráður sögunnar er hringur einn sem býr yfir ákveðnum töframætti og minnir það um margt á Hringadróttinssögu Tolkiens. Umgjörð sögunnar er mjög hugvitssamleg, en Topelius lætur gamlan herlækni segja söguna og er aðkoma hans skemmtileg saga inni í sögunni sem gefur höfundinum ákveðið frelsi til að koma með utanaðkomandi skýringar og skoðanir inn í meginsöguna. Sniðugt stílbragð sem gengur fyllilega upp í höndum Topeliusar. Sagan var þýdd af snillingnum Matthíasi Jochumssyni.

NÝ BÓK

Wuthering Heights eftir Emily Brontë

Sagan Wuthering Heights eftir Emily Brontë (1818-1848) kom fyrst út á prenti árið 1847 og var eina skáldsaga höfundar. Söguna skrifaði hún undir dulnefninu Ellis Bell.

Wuthering Heights er eitt af hinum sígildu verkum enskrar bókmenntasögu og ein þekktasta ástar- og örlagasaga bókmenntanna. Sögusviðið er Yorkshire á Englandi við upphaf 19. aldar. Maður nokkur að nafni Lockwood hittir þar fyrir hinn hrjúfa herra Heathcliff. Fljótlega kemst hann á snoðir um atburði sem áttu sér stað fyrir löngu en draga dilk á eftir sér.

NÝ BÓK

Grænlendinga saga

Grænlendinga saga greinir frá landnámi Eiríks rauða og manna hans á Grænlandi, sem og ferðum norrænna manna til Norður-Ameríku, á árunum 970-1030 eða þar um bil. Sumir atburðir sögunnar hafa yfir sér ævintýrablæ, en hún er þó talin byggð á sögulegum staðreyndum.

Grænlendinga saga er varðveitt í Flateyjarbók, handriti frá 14. öld, og er talin rituð á þeirri 13.

NÝ BÓK

Heart of Darkness eftir Joseph Conrad

Heart of Darkness eftir Joseph Conrad er af mörgum talin með bestu skáldverkum enskrar tungu á tuttugustu öldinni. Sagan kom fyrst út árið 1899 og hefur verið þýdd yfir á fjölda tungumála. Hér segir frá Charles Marlow sem starfar við siglingar á Kongófljóti.

Joseph Conrad (1857-1924) var pólskur rithöfundur sem settist að í Englandi og skrifaði á ensku upp frá því. Heart of Darkness byggist að hluta til á hans eigin reynslu af siglingum í Afríku.

NÝ BÓK

Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði (3. bindi)

Þessa vikuna bjóðum við upp á þriðja og síðasta bindi Ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði. Er sagan ein athyglisverðasta sjálfsævisaga sem komið hefur út eftir Íslending frá því Íslendingar yfirleitt hófu að skrifa sögur af sjálfum sér. Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði skrifaði söguna í Gimli í Nýja-Íslandi árið 1911. Á Íslandi kom hún út þremur árum síðar árið 1914. Einhverra hluta vegna hefur sögunni ekki verið hampað jafn mikið og öðrum slíkum sögum frá svipuðum tíma og er það mikil synd því hún yrði mörgum án efa mun áhugaverðari og skemmtilegri lestur en þær. Sigurður hafði nefnilega það sem marga sjálfsævisöguritara vantar sem er í fyrsta lagi óbeisluð og fölskvalaus frásagnargleði í bland við ,,temmilegan" skort á ritskoðun. Hann trúði augljóslega á eigið ágæti og tók sjálfan sig ekki of hátíðlega og síðast en ekki síst þá selur hann ekki frásögn sína undir ok tilbúinna gilda einhverra vafasamra hefða. Einlægni Sigurðar gerir söguna tímalausa því um leið og hún gefur glögga mynd af samtíma höfundar er hún lýsing á mannlegu eðli sem stendur óhaggað þrátt fyrir sveiflur tímans.

NÝ BÓK

The Amateur Cracksman eftir E. W. Hornung

Þessa vikuna bjóðum við upp á bókina The Amateur Cracksman sem er safn smásagna um iðjulausa herramanninn A. J. Raffles sem var um leið bíræfinn innbrotsþjófur. Hornung skrifaði fjölda smásagna um Raffles og auk þess eina skáldsögu í fullri lengd. Nutu sögurnar mikilla vinsælda og hafa bæði verið útfærðar fyrir leiksvið og kvikmyndaðar með stórleikurum eins og Cary Grant, David Niven, John Barrymore og Ronald Colman í aðalhlutverki.

NÝ BÓK

Óður einyrkjans

Í dag bjóðum við ykkur upp á sannkallaða ljóðaveislu en það er bókin Óður einyrkjans eftir Stefán frá Hvítadal. Var hún önnur bók höfundar og kom út árið 1921. Eins og fyrsta bók Stefáns, Söngvar förumannsins, er hún mjög persónuleg bæði hvað varðar stíl og yrkisefni. Stefán hafði kynnst þessum stíl í Noregi þar sem hann dvaldist um tíma. Ungt fólk hreifst mjög af ljóðum Stefáns eins og manninum sjálfum enda var hann hálfgildings förumaður, nýkominn heim eftir alllanga dvöl í framandi landi, fátækur og heilsulaus og þó enginn hversdagsmaður heldur höfðinglegur í allri sinni fátækt, öruggur í framgöngu og ágætlega til þess fallinn að verða persónuleg fyrirmynd hinnar ungu, óþreyjufullu skáldakynslóðar sem fagnaði nýjum skáldum í draumórakenndri hrifningu.

Einnig viljum við minna á bókina Jólasögur úr ýmsum áttum, um leið og við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar.

NÝ BÓK

The Jewel of Seven Stars eftir Bram Stoker

Þó svo að við hér á Lestu.is séum ekkert mjög gefnir fyrir hryllingssögur en við sáum okkur þó knúna til að bjóða ykkur upp á The Jewel of Seven Stars eftir enska rithöfundinn Bram Stoker, þann sem samdi söguna Drakúla. Þó svo að sagan sé kannski ekki eins góð og Drakúla er þetta athyglisverð saga sem vert er að kynna sér. Hér rýnir Stoker öðrum þræði í samtímann og þar má finna beitta gagnrýni á nýlendustefnu Evrópuríkja á þessum tíma auk þess sem hann varpar fram spurningum um stöðu kvenna.

Sagan sem sögð er í fyrstu persónu segir frá því er ungur maður dregst inn í hrollvekjandi atburðarás þar sem fornleifafræðingur reynir að vekja hina fornu drottningu Egypta, Teru, til lífsins. Stoker var vel að sér í egypskum fræðum sem sjá má í bókinni en þar útlistar hann marga hluti í smáatriðum þess sem veit hvað hann er að tala um. Mörgum hefur yfirsést stílsnilld Stokers en á undanförnum hafa bókmenntamenn farið að gefa meiri gaum að því og vilja nú margir meina að margar af sögum hans megi alveg flokka sem fagurbókmenntir. Lesendur þurfi bara að líta aðeins lengra en í söguþráðinn.

NÝ BÓK

Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði (2. bindi)

Nokkuð er liðið síðan við hér á Lestu.is gáfum út fyrsta bindið af þremur af Ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði. En nú getið þið tekið gleði ykkar því í dag bjóðum við ykkur upp á annað bindið. Er sagan ein athyglisverðasta sjálfsævisaga sem komið hefur út eftir Íslending frá því Íslendingar yfirleitt hófu að skrifa sögur af sjálfum sér. Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði skrifaði söguna í Gimli í Nýja-Íslandi árið 1911. Á Íslandi kom hún út þremur árum síðar árið 1914. Einhverra hluta vegna hefur sögunni ekki verið hampað jafn mikið og öðrum slíkum sögum frá svipuðum tíma og er það mikil synd því hún yrði mörgum án efa mun áhugaverðari og skemmtilegri lestur en þær. Sigurður hafði nefnilega það sem marga sjálfsævisöguritara vantar sem er í fyrsta lagi óbeisluð og fölskvalaus frásagnargleði í bland við ,,temmilegan" skort á ritskoðun. Hann trúði augljóslega á eigið ágæti og tók sjálfan sig ekki of hátíðlega og síðast en ekki síst þá selur hann ekki frásögn sína undir ok tilbúinna gilda einhverra vafasamra hefða. Einlægni Sigurðar gerir söguna tímalausa því um leið og hún gefur glögga mynd af samtíma höfundar er hún lýsing á mannlegu eðli sem stendur óhaggað þrátt fyrir sveiflur tímans.

NÝ BÓK

Treasure Island

Í dag bjóðum við ykkur upp á hina sígildu skáldsögu Treasure Island (Gulleyjan) eftir snillinginn Robert Louis Stevenson. Flestir þekkja þessa þekktu sögu þó að fáir hafi kannski lesið hana í heild sinni, sem er synd því sagan er hreint stórkostleg og allir ættu að geta haft gaman af því að lesa hana. Sagan kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu Young Folks á árunum 1881 og 1882 og hét þá Treasure Island, or the mutiny of the Hispaniola. Kom hún svo út á bók ári síðar (1883) og hét þá bara Treasure Island.

Sagan er listavel skrifuð. Einkum þykir Stevenson hafa tekist að skapa réttu stemninguna sem slíkar sögur eiga að hafa alveg eins og honum tekst svo vel í sögunni The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde. Þá dregur hann upp trúverðugar persónur og atburðarásin er vel ígrunduð. Auk þess þykir sagan nokkuð óvenjuleg fyrir sinn tíma þar sem jafnvel helstu skúrkarnir eins og Long John Silver eru ekki bara teiknaðir upp sem hrein illmenni, heldur búa þeir yfir ákveðnum heiðarleika og hjartahlýju.

Sagan hefur lifað góðu lífi fram á þennan dag, bæði í bókum, sjónvarpi og kvikmyndum. Þá hefur hún haft gríðarleg áhrif á aðra rithöfunda og lagt línurnar fyrir ákveðinni frásagnargerð.

NÝ BÓK

Flóamanna saga

Í dag færum við ykkur enn eina Íslendingasöguna en við ætlum ekki að hætta því fyrr en allar eru komnar á vefinn. Nú er það svokölluð Flóamanna saga sem allt eins mætti kalla Þorgils sögu örrabeinsstjúpa enda hverfist sagan að stærstum hluta um hann. Sagan gerist á Suðurlandi en atburðir leiða okkur líka alla leið til Grænlands. Sagan er bæði hröð og viðburðarík og skemmtileg aflestrar. Hún telst til yngri Íslendingasagna, sennilega samin nokkru fyrir 1400. Hafa sumir fræðimenn viljað tengja hana við Hauk lögmann Erlendsson.

NÝ BÓK

Emma

Við höldum áfram að tína inn sögur eftir snillinginn Jane Austen. Nú er komið að sögunni Emma. Skömmu áður en Mansfield Park kom út hóf Jane Austen að skrifa söguna Emma, sem var gefin út árið 1816, ári áður en hún lést. Söguhetjan Emma er á margan hátt óvenjuleg; nokkurs konar slettireka, og þarf nokkurn vilja til að hafa samúð með henni. Hún leikur sér að örlögum annarra á óskammfeilinn hátt og er óhætt að segja að flest það sem hún kemur nærri fær slæman endi. Að lokum sér hún þó að sér fyrir tilstilli vinar síns Johns Knightley. Eru margir sem vilja meina að Emma sé besta verk höfundar en ekki Hroki og hleypidómar. Áherslan er eins og í fyrri bókum Austen á hvað það er sem fær fólk til að gera það sem það gerir og spila venjur og siðir nokkuð stóra rullu þar.

NÝ BÓK

Dagbók vesturfara - 2. bindi
eftir Jóhann Magnús Bjarnason

Fyrir nokkrum árum kom út á vegum lestu.is fyrsta bindi af þremur af dagbókum Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866–1945). Náði það yfir árin 1902–1918. Og hér birtist annað bindi, sem tekur til áranna 1919–1931. Dagbækur Jóhanns Magnúsar veita einstaka innsýn í líf vestur-íslensks rithöfundar og mannvinar. Við kynnumst jafnframt íslensku þjóðarbroti í fjórum fylkjum Norður-Ameríku – reyndar fimm, því að víða er sjónum beint að Nýja Skotlandi og bernskuárum höfundarins þar. Við skyggnumst inn í hugarheim Vestur-Íslendinga og áhugamál þeirra – einnig fylgjumst við með þeirri samlögun sem smátt og smátt verður við iðandi mannlífið í Norður-Ameríku. Þessar dagbækur eru gluggi að menningu Vestur-Íslendinga á miklu mótunartímabili í sögu þeirra. Með því að gera þær aðgengilegar almenningi á Íslandi viljum við heiðra einn merkasta rithöfund Vestur-Íslendinga og það fólk sem honum var hugfólgið.

NÝ BÓK

The Mayor of Casterbridge

Í dag bjóðum við ykkur upp á söguna The Mayor of Casterbridge eftir enska rithöfundinn Thomas Hardy. Kom hún út árið 1886. Sagan tilheyrir hinum svokölluðu Wessex sögum Hardys sem voru látnar gerast í hinu tilbúna héraði Wessex en eru í raun sprottnar upp úr umhverfi höfundarins. Sögusviðið er hinn ímyndaði bær Casterbridge á tímanum skömmu fyrir iðnbyltinguna, áður en járnbrautir urðu aðal samgöngutækin. Efniviðurinn eru ástir og örlög venjulegs fólks til sveita og það eru engin venjuleg örlög sem persónurnar í sögunni fá að glíma við. Óblíð örlög eru reyndar einkennandi í mörgum sögum Hardys; örlög sem söguhetjurnar fá oftast ekki umflúið. Hann birtir okkur smæð mannsins gagnvart að því er virðist tilviljanakenndum þótta örlaganna, eins og strá í vindi.

Er þetta stórbrotin saga sem enn í dag heillar lesendur og þá hefur hún verið kvikmynduð og gerðir eftir henni sjónvarpsþættir.

NÝ BÓK

Flugnasuð í farangrinum eftir Matthías Johannessen

Þessa vikuna bjóðum við upp á smásagnasafn eftir Matthías Johannessen sem nefnist Flugnasuð í farangrinum og kom áður út hjá Vöku Helgafelli árið 1998. Er þetta um margt heilsteyptasta smásagnasafn Matthíasar. Sögurnar bera sterk höfundareinkenni og eru afar persónulegar en um leið svo almennar að þær skírskota þær til sameiginlegrar reynslu okkar allra. Mikið er um trúarlegar vísanir og þá endurspegla þær tíðarandann svo vel að það er eins og við þekkjum flestar persónurnar sem þar birtast. Frábærar sögur sem allir geta haft gaman að.

NÝ BÓK

The Angel of Terror

The Angel of Terror er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar.

Hér segir frá Jean Briggerland, ungri konu sem er forhert glæpakvendi, en svo engilfríð að hún virðist komast upp með hvað sem er. Aðeins einn maður, lögfræðingurinn Jack Glover, lætur ekki blekkjast, en spurningin er hvort honum takist að stöðva hana.

Sagan kom fyrst út árið 1922 og er að einhverju leyti barn síns tíma, en frábær skemmtun engu að síður.

NÝ BÓK

Fljótsdæla saga

Í bjóðum við ykkur upp á Fljótsdæla sögu sem er ein af Íslendingasögunum. Er hún samin sem framhald af Hrafnkels sögu Freysgoða og aðeins varðveitt í tengslum við hana. Virðist sem sagan sé soðin upp úr ýmsum öðrum sögum svo sem Droplaugarsona sögu og Gunnars þætti Þiðrandabana. Það rýrir þó söguna á engan hátt því hún er vel sögð og málfar hennar vandað.

 

NÝ BÓK

Around the World in Eighty Days eftir Jules Verne

Í dag bjóðum við ykkur upp á hina sígildu skáldsögu Around the World in Eighty Days eftir snillinginn Jules Verne. Ef einhver saga er sígild er það hún. Sagan kom fyrst út sem framhaldssaga árið 1872 og á bók 1873. Hér segir frá auðugum enskum hefðarmanni, Phileas Fogg sem gerir veðmál við nokkra klúbbfélaga um að hann geti ferðast í kringum hnöttinn á áttatíu dögum. Sér til halds og trausts hefur Fogg svo hinn dásamlega þjón sinn, Passepartout.

Þegar Verne skrifaði söguna var hann á nokkuð erfiðum stað í lífi sínu. Á þessum tíma voru Frakkar í stríði við Rússa og hann var kvaddur í herinn um tíma. Þá átti hann í nokkrum fjárhagslegum þrengingum, hafði ekki fengið greidd höfundarlaun fyrir síðustu bækur sínar; faðir hans lést nokkru áður og þá hafði Verne orðið vitni að opinberri aftöku sem fór illa í hann. Það eina sem hann fann sig í var að skrifa söguna en hann fékk hugmyndina eitt kvöld er hann sat á kaffihúsi og var að lesa blöðin.

Á þessum árum höfðu orðið töluverðar tækniframfarir á faratækjum sem gerði aukinn hraða í samgöngum mögulegan og Verne sem fylgdist vel með nýjungum sá sér þarna leik á borði. Það er til marks um vinsældir og trúverðugleika sögunnar að þegar fyrstu kaflar hennar birtust sem framhaldssaga í tímariti héldu margir að um raunverulegan atburð væri að ræða og gerðu sín eigin veðmál um hvort að þetta mundi takast hjá herra Fogg.

NÝ BÓK

Látra-Björg

Í dag bjóðum við ykkur upp á bók sem ber heitið Látra-Björg og fjallar um Björgu Einarsdóttur (1716-1784) sem kennd var við Látra á Látraströnd. Höfundurinn og sá sem safnað hefur efninu saman er Helgi Jónsson (1890-1969). Er þetta fróðleg bók um þessa stórmerkilegu konu. Hún var alla tíð einhleyp og fór oft á milli bæja, einkum á seinni árum sínum. Björg var stórskorin og mikil vexti og þótti karlmannsígildi til allra verka. Hún sótti sjó frá Látrum á sínum yngri árum og kvað þá gjarnan um átök hafsins. Vísur Látra-Bjargar eru margar hverjar sérkennilegar, kraftmiklar og stundum kaldhæðnar. Snúast þær oftast um daglegt líf og baráttu manna við náttúruöflin.

NÝ BÓK

The Woman in White eftir Wilkie Collins

Í dag bjóðum við ykkur upp á hina frábæru sakamálasögu The Woman in White eftir Wilkie Collins. Kom hún fyrst út sem framhaldssaga í vikuriti vinar hans Charles Dickens, All Year Round á árunum 1859-1860. Vakti hún mikla athygli ekki síst fyrir það að þar notaði Collins fyrstur manna það stílbrigði að láta marga aðila segja söguna, hvern frá sínu eigin sjónarhorni.

Sagan hefur alla tíð frá því hún kom út verið vinsæl og ekki bara sem sakamálasaga heldur skáldsaga almennt. Bókmenntamaðurinn Robert McCrum setti hana í tuttugasta og þriðja sæti á lista sínum yfir bestu skáldsögur allra tíma í lista sem birtur var í The Observer og á samskonar lista sem BBC lét gera er sagan í sjötugasta og sjöunda sæti. Ekki slæm gagnrýni það. Þá hefur sagan verið uppfærð á leiksviði og gerðar eftir henni margar kvikmyndir og sjónvarpsþættir.

Hægt er að kynna sér höfundinn Wilkie Collins nánar hér.

NÝ BÓK

Bréf til tveggja vina eftir Magnús Stefánsson (Örn Arnarson)

Í dag bjóðum við ykkur upp á nokkuð óvenjulega bók, en að sama skapi afar skemmtilega. Nefnist hún Bréf til tveggja vina og inniheldur eins og nafnið gefur til kynna sendibréf sem Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) skrifaði vinum sínum. Bréfin eru stíluð af stakri snilld í gamansömum tón, rétt eins og mörg ljóða Magnúsar, en undir niðri býr gráglettin alvaran. Í bréfunum tæpir Magnús á ýmsum þeim málum sem eru mönnum ofarlega í huga þá stundina og eiga mörg þeirra vel við enn í dag. Það er ekki á allra færi að lesa sinn samtíma og sýna hann í öðru ljósi. Þá list kunni Magnús öðrum fremur. Við skynjum í gegnum bréfin flókinn persónuleika en þó heilsteyptan og umfram allt góðan dreng. Bréfin undir sama titli komu áður út árið 1972 hjá Máli og menningu.

NÝ BÓK

Moby Dick eftir Herman Melville

Í dag bjóðum við upp hið sígilda snilldarverk Moby Dick eftir bandaríska rithöfundinn Herman Melville. Var þetta fimmta skáldsaga Melvilles og kom út árið 1851. Bókin vakti þá litla athygli og meðan Melville lifði seldist hún ekki nema í um 3200 eintökum. En í upphafi tuttugustu aldarinnar fóru menn að gefa henni meiri gaum og þá var farið að tala um hana sem hina stóru amerísku skáldsögu sem allar aðrar miðuðu sig við. Víst er um það að höfundar á borð við William Faulkner og D. H. Lawrence áttu vart orð til að lýsa gæðum hennar. Faulkner sagði eitt sinn að hann óskaði þess að hann sjálfur hefði skrifað hana og Lawrence sagði hana vera undarlegustu en jafnframt dásamlegustu sjósögu sem nokkru sinni hefði verið skrifuð.

Í sögunni lýsir sjómaðurinn Ishmael áráttu Ahabs skipstjóra á hvalskipinu Pequod að ráða niðurlögum hvíta hvalsins stóra sem hann kallar Moby Dick, en sá hvalur hafði áður sökkt skipi hans og tekið fót hans frá hné.

Það tók Melville eitt og hálft ár að skrifa söguna og hann tileinkaði hana vini sínum Nathaniel Hawthorne. Menn eru ekki á eitt sáttir um í hverju styrkur sögunnar er fólginn en eru sammála um að sagan búi yfir dýpri merkingu undir niðri; að glíma Ahabs við hvalinn stóra sé í raun glíma mannsins við hið óþekkta sem bíður hans og hið óþekkta í honum sjálfum.

NÝ BÓK

Raddir dagsins eftir Erlend Jónsson

Raddir dagsins er sjöunda ljóðasafn Erlendar Jónssonar og hefur að geyma átján ljóð og ljóðaflokka. Ljóðunum er skipt í þrjá kafla sem nefnast Svipir liðinnar aldar, Pokabuxur og rúðóttir sokkar og Skáldatal. Andi liðinnar aldar svífur hér yfir vötnum, höfundur skírskotar meðal annars til æskuára sinna, tísku og þjóðlífs fjórða áratugarins, uppbyggingar þéttbýlisins og listamanna fyrri tíma.

Erlendur Jónsson starfaði lengst af sem kennari og var í mörg ár einn helsti bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins. Fyrsta ljóðabók hans, Skuggar á torg, kom út árið 1967, en nú telja ljóðabækur hans um einn tug. Þá hefur hann samið Íslenska bókmenntasögu, leikrit, smásögur, skáldsögur, minningar og fleira.

NÝ BÓK

Uncle Tom's Cabin eftir Harriet Beecher Stowe

Það er ekki oft sem bækur hafa víðtæk áhrif í samfélaginu, hvað þá að þær leiði til stríðs. En það var einmitt það sem skáldsagan Uncle Tom's Cabin eftir Harriet Beecher Stowe gerði. Kom hún fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu National Era á árunum 1851-1852. en á bók kom hún fyrst 1852. Í kjölfarið var hún gefin út á bók og var fyrsta upplagið 5000 eintök í tveimur bindum. Á innan við ári hafði sagan selst í þrjú hundruð þúsund eintökum sem hafði aldrei gerst fyrr í Bandaríkjunum, en sagan var jafnframt fyrsta bókin þar í landi sem seldist í yfir milljónum eintaka.

Bókin hafði gríðarleg áhrif, einkum og sér í lagi í Norðurríkunum og í kjölfarið óx baráttunni gegn þrælahaldi fiskur um hrygg. Sagan sem dró ekkert undan sýndi öllum á ljósan og áhrifaríkan hátt hvað þrælahald hefði í för með sér og að þessi ófögnuður gegnsýrði allt samfélagið. Víða í Suðurríkjunum vakti sagan sterk varnarviðbrögð. Voru í kjölfarið skrifaðar margar bækur sem dásömuðu suðrið og reyndu að gefa aðra og jákvæðari mynd af þrælahaldi, en engin þeirra náði þó eyrum fólks eins og saga Harriet.

Við upphaf þrælastríðsins árið 1861 bauð Abraham Lincoln Harriet í Hvíta húsið og þegar þau hittust á Lincoln að hafa sagt: "So you are the little woman who wrote the book that started this great war." (Svo þú ert litla konan sem skrifaði bókina sem leiddi til þessa mikla stríðs.)

NÝ BÓK

Laxdæla saga

Í dag er komið að einni af perlum íslenskra bókmennta, sjálfri Laxdæla sögu. Laxdæla saga er ein af ,,stóru" Íslendingasögunum og má setja hana í flokk með sögum eins og Egils sögu, Njáls sögu, Grettis sögu og Gísla sögu Súrssonar, enda hefur hún allt sem góða sögu skal prýða, svo sem ástir, stór örlög og yfirnáttúrulega atburði í litríkum búningi.

Er hér á ferðinni ættarsaga sem hefst í Noregi og endar úti á Íslandi með viðkomu í Skotlandi, Noregi, Orkneyjum, Suðureyjum og víðar. Að stærstum hluta gerist hún þó á Íslandi í sveitunum við Breiðafjörð. Sagan segir frá ætt norska héraðshöfðingjans Ketils flatnefs, sem ásamt fjölskyldu sinni hrekst burt úr heimalandi sínu undan ofríki Haralds hárfagra og eftir nokkra hrakninga enda öll börn hans á Íslandi og nema þar land. Tíminn sem sagan spannar er frá ca. 850–1100. Meginefni sögunnar munu þó flestir vera sammála um að sé harmsaga þeirra Guðrúnar Ósvífursdóttur og Kjartans Ólafssonar. ,,Þar er vináttu og hatri, ástum og afbrýði lýst af svo listrænum skilningi og skáldlegum næmleik, að þessi meginkafli Laxdæla sögu verður hugstæðasti harmleikurinn í gullaldarbókmenntum okkar."

NÝ BÓK

The Island of Sheep eftir John Buchan

Þá er komið að fimmtu og jafnframt síðustu sögunni sem John Buchan samdi um ævintýramanninn Richard Hannay. Nefnist hún The Island of Sheep og kom út árið 1936. Hún gerist tólf árum eftir að síðustu sögu sleppti. Í sögunni þarf Hannay að standa við loforð gamals vinar um að vernda son hans. Þessi sonur hefur líka vitneskju um einhvern falinn fjársjóð sem allt snýst um. Sagan gerist á Englandi, Skotlandi og the Island of Sheep sem sennilega eru Færeyjar. Eins og fyrri sögur um Hannay er þessi saga bæði skemmtileg og spennandi. Fyrri fjórar bækurnar um Hannay er einnig hægt að nálgast á Lestu.is en það eru sögurnar The Thirty Nine Steps (1915), Greenmantle (1915), Mr. Standfast (1919) og The Three Hostages (1924).

NÝ BÓK

Höfrungshlaup eftir Jules Verne

Í dag bjóðum við ykkur upp á söguna Höfrungshlaup (Les forceurs de blocus) eftir snillinginn Jules Verne. Er þetta stutt saga, eiginlega nóvella, sem kom fyrst út á bók árið 1871. Sagan er spennandi ævintýrasaga þar sem höfundurinn reynir að koma lesandanum á óvart með spennandi atburðum og alls kyns ótrúlegum nýjungum. Var Verne einmitt mjög uppfinningasamur í ritum sínum og gerði sér far um að endurspegla allt það nýjasta í tækni og vísindum sinnar samtíðar, þannig að fólki fannst það fræðast jafn mikið við lesturinn eins og það skemmti sér yfir ævintýralegri atburðarás. Jules Verne var um miðja 19. öld einn fremsti rithöfundur Frakka og alls heimsins. Ásamt með enska höfundinum H. G. Wells er hann talinn upphafsmaður vísindaskáldsögunnar eins og við þekkjum hana í dag. Þó svo að sögur Vernes séu nú einkum lesnar af börnum og unglingum voru þær upphaflega skrifaðar fyrir mun stærri lesendahóp og náðu jafnt til allra aldurshópa.

NÝ BÓK

The Student and Other Stories eftir Anton Chekhov

Í dag bjóðum við upp á annað smásagnasafnið af fleirum eftir rússneska snillinginn Anton Chekov. Chekhov var smásagnahöfundur, leikritaskáld og læknir.  Naut hann gríðarlega vinsælda í Rússlandi meðan hann lifði og er enn í dag litið á hann sem eitt af stóru nöfnunum í rússneskum bókmenntum og þó víðar væri leitað.  Hefur still hans og efnistök leynt og ljóst haft áhrif á marga kunna rithöfunda. Má þar nefna höfunda á borð við James Joyce, Virginiu Wolf, Katherine Mansfield, George Bernard Shaw og Ernest Hemingway. Vilja margir meina að Chekov sé einn fremsti smásagnahöfundur sem uppi hafi verið. Sjálfur sagði Chekov að verk hans yrðu einungis lesin í sjö ár frá dauða hans. Eftir það myndu þau gleymast. Þar reyndist hann ekki sannspár. Stíll hans er oftast látlaus, en styrkur hans felst einkum í því sem hann velur að segja og kannski enn frekar í þögnunum og því sem hann velur að segja ekki. Sögurnar í þessu bindi eru: The Student, In the Ravine, The Huntsman, Happiness, A Malefactor og Peasants.

NÝ BÓK

Júdas eftir Sigurð Róbertsson

Í dag bjóðum við ykkur sögu sem er á mörkum þess að vera smásaga og nóvella en það er sagan Júdas eftir Sigurð Róbertsson. Kom hún út í smásagnasafninu Utan við alfaraleið sem gefið var út af Pálma Jónssyni á Akureyri árið 1942. Sagan fjallar um títtnefndan Júdas, sem eitt sinn var einn af lærisveinum Jesú, og við flest vitum hvernig reiddi af. Biblían dregur nokkuð óvægna mynd af þessum ógæfusama manni sem fyrir vikið hefur þurft að húka í skammarkróknum í næstum 2000 ár. Í sögu Sigurðar er Jesús ekki lengur í aðalhlutverki heldur Júdas og hann reynir að gefa okkur svolítið gleggri mynd af þessum manni og ég er ekki frá því að við hugsum ofurlítið hlýlegar til hans en áður eftir lesturinn. Það er jú mikilvægt að læra að fyrirgefa öðrum.

NÝ BÓK

The Three Hostages eftir John Buchan

Í dag bjóðum við upp á fjórðu spennusöguna af fimm um ævintýramanninn Richard Hannay eftir skoska rithöfundinn John Buchan. Nefnist hún The Three Hostages og kom fyrst út árið 1924. Áður hafa komið út sögurnar The Thirty Nine Steps (1915), Greenmantle (1916) og Mr. Standfast (1919). Hægt er að nálgast þær allar hér á Lestu.is.

Sagan á að gerast skömmu eftir heimsstyrjöldina. Hannay er kvæntur maður og lifir friðsömu og ánægjulegu lífi með konu sinni í Cotswolds. Þá er hann beðinn um að aðstoða við að hafa uppi á þremur börnum velmegandi foreldra sem hefur verið rænt. Hefur hann ekkert í höndunum til að leysa málið nema nokkrar mjög óljósar vísbendingar. Hannay tekur að sér verkið og nú er bara að sjá hvort hann nær að bjarga krökkunum áður en það er um seinan.

NÝ BÓK

Jón biskup Arason (síðara bindi) eftir Torfhildi Hólm

Fyrir stuttu buðum við ykkur upp á fyrri hluta sögunnar Jón biskup Arason eftir Torfhildi Hólm. Í dag er komið að síðari hlutanum. Sagan Jón biskup Arason var fjórða og síðasta stóra skáldverk Torfhildar, en það kom út á árunum 1902–1908. Í sögum sínum reyndi Torfhildur að halda sig eins nærri sannleikanum og henni framast var mögulegt og studdist við sagnfræðilegar heimildir þar sem því varð komið við. Sögur hennar nutu töluverðra vinsælda enda vel skrifaðar. Sérstaklega voru margar lýsingar hennar á stöðum og náttúru stórfenglegar. Við vekjum athygli á að hægt er að kynna sér stutt yfirlit yfir ævi þessarar merku konu hér á Lestu.is.

NÝ BÓK

The Pickwick Papers eftir Charles Dickens

Í dag sækjum við í smiðju Charles Dickens, eins fremsta rithöfundar sem heimurinn hefur átt. The Posthumous Papers of the Pickwick Club eða bara The Pickwick Papers eins og hún er jafnan kölluð var fyrsta skáldsaga Charles Dickens. Kom hún þannig til að hann var í kjölfar greina sinna Sketches by Boz sem komu út á bók 1836 beðinn um að skrifa framhaldssögu í tímarit. Efnið var að einhverju leyti skilgreint af útgefendum en Dickens hafði samt frjálsar hendur innan þess ramma. Úr þessu öllu varð safn af lauslega tengdum frásögnum. Naut sagan mikilla vinsælda meðal almennings og þá ekki síst fyrir þær fjölmörgu persónur sem í henni er að finna. Er stundum talað um að sagan sé fyrsta skáldsagan sem skapar sína eigin hliðarveröld, eins og að vera prentuð í óleyfi, leiksýningar voru gerðar upp úr henni, samdar voru brandarabækur þar sem aðalpersónur sögunnar voru í aðalhlutverki og alls konar annar varningur sem tengdist henni.

NÝ BÓK

Jón biskup Arason (fyrra bindi) eftir Torfhildi Hólm

Sögulegar skáldsögur hafa lengi notið mikilla vinsælda hér á landi og gera enn. Því er það okkur mikið gleðiefni að bjóða í dag upp á fyrri hluta sögunnar Jón biskup Arason eftir snillinginn Torfhildi Hólm, en hún var fyrsti íslenski rithöfundurinn til að skrifa sögulegar skáldsögur og fyrsta íslenska konan til að skrifa skáldsögur almennt. Jón biskup Arason var fjórða og síðasta stóra skáldverk Torfhildar, en það kom út á árunum 1902–1908. Í sögum sínum reyndi Torfhildur að halda sig eins nærri sannleikanum og henni framast var mögulegt og studdist við sagnfræðilegar heimildir þar sem því varð komið við. Sögur hennar nutu töluverðra vinsælda enda vel skrifaðar. Sérstaklega voru margar lýsingar hennar á stöðum og náttúru stórfenglegar.

NÝ BÓK

Mr. Standfast eftir John Buchan

Við höldum áfram að færa ykkur ritröðina um ævintýramanninn Richard Hannay eftir John Buchan. Nú er það þriðja skáldsagan, Mr. Standfast, en áður eru útkomnar hjá okkur sögurnar The Thirty-Nine Steps og Greenmantle. Mr. Standfast kom fyrst út árið 1919 og gerist á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Titillinn vísar í rit John Bunyans Pilgrim's Progress en auk þess kemur sú saga víða við í bókinni sjálfri. Hannay notar hana t.a.m. sem lykilbók til að ráða dulmál. Í sögunni er Hannay kallaður heim frá vesturvígstöðvunum til að taka þátt í leynilegri ráðagerð um að hafa uppi á stórhættulegum njósnara Þjóðverja sem er á Bretlandi. Eitt leiðir af öðru og leikurinn berst alla leið í svissnesku Alpana. En það er um að gera að lesa bókina og sjá hvernig þetta fer allt saman. Þetta er spennandi saga sem allt áhugafólk um njósnasögur ætti að hafa gaman að.

NÝ BÓK

Íslensk bókmenntasaga 1550-1950

Íslensk bókmenntasaga 1550-1990 eftir Erlend Jónsson er sígilt uppflettirit og fræðibók sem gott er að geta gripið til ef leita þarf ákveðinna upplýsinga með hraði og þegar maður vill glöggva sig á einhverju tilteknu atriði eða höfundi. Bókin kom fyrst út árið 1960 og hefur verið endurútgefin fimm sinnum, síðast árið 1977. Þessi útgáfa er sjötta útgáfan. Til að gefa betri mynd af umfjöllunarefni þessarar frábæru bókar látum við fylgja með yfirkaflana. Þeir heita: I. Lærdómsöldin, II. Fræðslustefnan, III. Rómantíska stefnan, IV. Alþýðuskáld, V. Upphaf skáldsagnaritunar, VI. Raunsæisstefnan, VII. Sýmbólismi og nýrómantík, VIII. Brautryðjendur í leikritun, IX. Ljóðlist frá 1918 og X. Laust mál frá 1918.

NÝ BÓK

The Great Impersonation eftir
E. Phillips Oppenheim

Spennusagan The Great Impersonation eftir enska rithöfundinn Edward Phillips Oppenheim kom fyrst út árið 1920. Á hún að gerast á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar. Í meginatriðum fjallar sagan um það að Þjóðverjinn Leopold von Ragastein rekst í Afríku á enskan mann sem lítur nákvæmlega út eins og hann sjálfur. Hann fær þá hugdettu að drepa manninn og þykjast vera hann. Þannig gæti hann smyglað sér til Englands og njósnað fyrir Þjóðverja. Söguþráðurinn verður brátt snúinn og hlutirnir taka óvænta stefnu. Þetta er saga sem erfitt er að leggja frá sér, enda varð sagan svo vinsæl er hún kom út að hún seldist í yfir milljón eintökum strax það ár. Hefur sagan verið kvikmynduð þrisvar sinnum og árið 2009 setti dagblaðið The Guardian hana á lista yfir þær 1000 skáldsögur sem allir verða að lesa. Önnur fræg saga eftir Oppenheim sem þýdd hefur verið á íslensku er sagan Milljónamæringur í atvinnuleit.

NÝ BÓK

Bandamanna saga

Við höldum áfram að tína inn fornsögurnar enda öllum skylt og hollt að lesa þær. Nú er það Bandamanna saga. Er hún eina Íslendingasagan sem gerist að öllu leyti eftir söguöld, nánar tiltekið eftir 1050. Hún gerist að mestu í Miðfirði og á Þingvöllum. Er þetta læsileg saga og oft gamansöm. Þar kemur fram töluverð gagnrýni á höfðingjastéttina. Náin tengsl virðast vera milli Bandamanna sögu og Ölkofra þáttar.

Sagan segir frá feðgunum Ófeigi Skíðasyni á Reykjum í Miðfirði og Oddi syni hans. Þeir eiga ekki skap saman og fer Oddur ungur að heiman og gerist sjómaður. Hann auðgast á verslun og eftir nokkur ár er hann orðinn vel efnaður og kaupir jörðina Mel í Miðfirði, sem er beint á móti Reykjum, kaupir goðorð og gerist sveitarhöfðingi. Þá gerast nokkrir höfðingjar bandamenn og hefja átök gegn Oddi og rekur sagan þau átök. Svo er að sjá hvernig Ófeigur faðir Odds bregst við þessu öllu saman.

Björn M. Ólsen taldi Bandamanna sögu með hinum merkustu Íslendingasögum og sagði hana sannkallaðan gimstein í sögum vorum.

NÝ BÓK

Greenmantle eftir John Buchan

Fyrir ekki svo ýkja löngu buðum við upp á skáldsöguna The Thirty Nine Steps eftir John Buchan hér á Lestu.is. Er sú saga hin fyrsta af fimm sem Buchan skrifaði um ævintýramanninn Richard Hannay. Nú er komið að bók númer tvö um Hannay og nefnist hún Greenmantle. Var hún fyrst gefin út árið 1916.

Sagan gerist á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar og nú er Hannay beðinn um að rannsaka orsakir óeirða meðal múslima í miðausturlöndum. Hann heldur til Konstantínópel til fundar við Sandy vin sinn. Þar þurfa þeir að reyna að koma í veg fyrir að Þjóðverjar fái fengið innfædda í stríð gagn Englendingum.

Sagan naut gríðarlegra vinsælda þegar hún kom út og mun hafa verið í sérstöku dálæti hjá rússnesku keisarafjölskyldunni meðan hún beið þess hvað verða vildi árið 1917. Bókin er vel skrifuð, einkum sumir kaflar hennar, og árið 1957 valdi hinn kunni rithöfundur Graham Greene fyrsta kafla bókarinnar í bók sína The Spy's Bedside Book, en í hana valdi hann brot úr bestu njósnasögum allra tíma.

NÝ BÓK

Króka-Refs rímur eftir Hallgrím Pétursson

Í dag hverfum við aftur til fortíðarinnar og færum ykkur þaðan Króka-Refs rímur eftir sjálft þjóðskáldið Hallgrím Pétursson. Hallgrímur Pétursson er eflaust frægastur þeirra Íslendinga sem lifðu á sautjándu öld og þótt hann sé kannski helst kunnur fyrir Passíusálmana og önnur trúarkvæði samdi hann einnig ádeilur, tækifæriskviðlinga og rímur svo eitthvað sé upptalið. Hallgrímur fæddist árið 1614, annaðhvort í Gröf á Höfðaströnd eða Hólum í Hjaltadal. Hann lést í Ferstiklu skammt frá Saurbæ á Hvalfjarðasströnd þar sem hann þjónaði lengst sem prestur 18. desember 1674. Á 17. öld voru ortar a.m.k. tvennar rímur út af sögunni um Króka-Ref, rímur Hallgríms og rímur Þorvalds Rögnvaldssonar á Sauðanesi, sem nú eru glataðar að mestu. Gísli Konráðsson segir þá sögu í einni af syrpum sínum, og kveðst hafa hana eftir handriti síra Gunnars Pálssonar, að eitt sinn hafi síra Hallgrímur beðið mann nokkurn, er fór norður í Vaðlaþing, að taka þar fyrir sig Refs-rímur, og hafi þá kveðið:

Sjáir þú mann með sívalt nef
þar seggir eru að þinga,
taktu hjá honum rímur af Ref
og reiddu þær fyrir mig hingað.

NÝ BÓK

The Witch and Other Stories eftir Anton Chekhov

Í dag bjóðum við upp á fyrsta smásagnasafnið af nokkrum eftir rússneska snillinginn Anton Chekov. Chekhov var smásagnahöfundur, leikritaskáld og læknir. Naut hann gríðarlega vinsælda í Rússlandi meðan hann lifði og er enn í dag litið á hann sem eitt af stóru nöfnunum í rússneskum bókmenntum og þó víðar væri leitað. Hefur still hans og efnistök leynt og ljóst haft áhrif á marga kunna rithöfunda. Má þar nefna höfunda á borð við James Joyce, Virginiu Woolf, Katherine Mansfield, George Bernard Shaw og Ernest Hemingway. Vilja margir meina að Chekov sé einn fremsti smásagnahöfundur sem uppi hafi verið þó slíkar staðhæfingar telji venjulegast lítið. Sjálfur sagði Chekov að verk hans yrðu einungis lesin í sjö ár frá dauða hans. Eftir það myndu þau gleymast. Þar reyndist hann ekki sannspár. Stíll hans er oftast látlaus, en styrkur hans felst einkum í því sem hann velur að segja og kannski enn frekar í þögnunum og því sem hann velur að segja ekki. Sögurnar í þessu fyrsta bindi eru: The Witch, Peasant Wives, The Post, The New Villa, Dreams, The Pipe, Agafya, At Christmas Time og Gusev.

NÝ BÓK

Vornætur á Elgsheiðum eftir Jóhann Magnús Bjarnason

Í dag bjóðum við upp á bókina Vornætur á Elgsheiðum sem er safn af samhangandi sögum eftir vesturíslenska rithöfundinn Jóhann Magnús Bjarnason. Eins og saga hans um Eirík Hansson endurspeglar hún vel hlutskipti og tilveru innflytjenda í Kanada á síðari hluta nítjándu aldar enda skrifar hann af reynslu. Jóhann sjálfur flutti til Kanada árið 1875 einugis níu ára gamall. Hann lærði til kennara og varð kennsla hans ævistarf og þótti hann góður kennari. Samhliða kennslunni var hann afkastamikill og fjölhæfur rithöfundur. Af öðrum þekktum verkum eftir Jóhann má nefna sögurnar Brasilíufararnir, Eiríkur Hansson og kvæðin Litla stúlkan með ljósu flétturnar tvær og Grímur frá Grund. Nýlega var bókin þýdd á ensku undir heitinu Errand Boy in the Mooseland Hills og hlaut afar jákvæða dóma.

NÝ BÓK

The Hound of the Baskervilles eftir Arthur Conan Doyle

Glæpasögur eru alltaf vinsælar og í dag bjóðum við upp á eina af þeim bestu og frægustu en það er skáldsagan The Hound of the Baskervilles eftir Arthur Conan Doyle. Var hún þriðja skáldsagan sem Doyle skrifaði um þá félaga Sherlock Holmes og Watson lækni. Hún kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu The Strand á árunum 1901-1902. Doyle, sem hafði þá ekki skrifað neitt um Holmes í átta ár og látið hann deyja í í bókinni The Final Problem, hóf að skrifa söguna þegar hann kom heim til Englands eftir að hafa starfað sem læknir í sjálfboðavinnu í Suður-Afríku á tímum Búastríðsins. Lætur hann söguna gerast fyrir dauða Holmes, en hann átti síðar eftir að vekja Holmes til lífsins og skýra dauða hans í The Final Problem með því að Holmes hafi þar sviðsett eigin dauða.

Sagan byggir á gamalli þjóðtrú um djöfulóðan hund og ríkan óðalsbónda sem álög hvíldu á. Er hún gríðarlega spennandi og myrkari en fyrri sögur Doyles um Holmes. Sérfræðingar í Holmes sögum telja söguna þá bestu í flokknum um Holmes. Í könnum sem BBC gerði árið 2003 var hún valin í 128. sæti yfir þær bækur sem mest eru lesnar og elskaðar af enskum lesendum.

NÝ BÓK

Við tjaldskör tímans: Ritstýrð sagnfræði eftir Matthías Johannessen

Það er okkur mikil ánægja að bjóða upp glænýja bók eftir Matthías Johannessen. Nefnist hún Við tjaldskör tímans: Ritstýrð sagnfræði og samanstendur af samhangandi frásögnum, hugleiðingum og ljóðum um lífið, tilveruna þar sem sérstök áhersla er tenging við bókmenntaarfinn og hinar fornu hetjur þjóðveldisins. Gerir Matthías þetta listavel enda hefur hann lifað og hrærst í þessum gömlu textum í langan tíma og auk þess verið í lykilstöðu til að rýna í samtímann. Allir þeir sem hafa gaman af sögu og samtíð þessa lands ættu að lesa þessa bók. Matthías býr yfir þeim fágæta eiginleika að sjá undir yfirborð hlutanna og gefa okkur nýja sýn á hluti sem áður virtust ósköp einfaldir og lítt áhugaverðir. Það er fáum gefið.

NÝ BÓK

The Prince and the Pauper

Í dag bjóðum við ykkur upp á sannkallað meistaraverk, en það er skáldsagan The Prince and the Pauper (í íslenskri þýðingu: Prinsinn og betlarinn) eftir Mark Twain eða Samuel Langhorn Clemens eins og hann hét réttu nafni. Kom sagan fyrst út árið 1881 í Kanada og ári síðar í Bandaríkjunum. Var hún fyrsta sögulega skáldsaga höfundar. Sögusviðið er Lundúnaborg árið 1547. Þar segir frá tveimur ungum mönnum sem eru nauðalíkir í útliti; annar þeirra Tom Canty er sárfátækur og býr hjá föður sem fer illa með hann en hinn er Edward pins sonur Hinriks konungs áttunda. Söguþráðurinn er nokkuð ævintýralegur en stórskemmtilegur og þá er ádeilan aldrei langt undan.

NÝ BÓK

Aungull í tímann eftir Jóhann Hjálmarsson

Í dag bjóðum við upp á hina stórkostlegu fyrstu ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar Aungull í tímann sem kom út árið 1956 þegar hann var einungis sautján ára gamall, en síðan þá telja ljóðabækur hans hátt á annan tug. Þegar Jóhann kvaddi sér fyrst hljóðs stóð ljóðið á miklum tímamótum. Atómskáldin svokölluðu höfðu þá andæft hefðbundnum skáldskap og rutt veginn fyrir nýjum stefnum og nýjum aðferðum. Nýja formið var ónumið land og spennandi og það bauð upp á nýja hugsun og ný viðhorf. Þetta nýja ljóð átti líka meiri samsvörun í því sem var að gerast úti í hinum stóra heimi. Jóhann, ásamt með öðrum skáldum þess tíma, færði okkur nýja strauma að utan, eins og t.a.m. súrrealisma og opna ljóðið. En þrátt fyrir að sækja á ný mið í ljóðagerð, eru ljóð hans sprottin upp úr íslenskum veruleika og það er þetta skemmtilega samspil sem gerir ljóð hans svo sterk og sérstök.

NÝ BÓK

Mansfield Park

Í dag bjóðum við upp á söguna Mansfield Park eftir Jane Austen. Þó svo að hún hafi ekki alltaf notið sannmælis þegar fjallað er um bókmenntir verður seint litið framhjá áhrifum hennar og hefur tíminn gengið þar í lið með henni því enn eru bækur hennar mikið lesnar og sögur hennar stöðugt notaðar í kvikmyndir og sjónvarpsþætti.

Austen hóf að skrifa söguna Mansfield Park árið 1811, en hún kom út á bók árið 1814. Þar segir frá stúlkunni Fanny Price, sem segja má að sé nokkurs konar Öskubuska, en hún elst upp á fátæku heimili, en gefst svo það óvænta tækifæri að flytja til ríkra skyldmenna sinna sem búa á Mansfield Park setrinu. Söguhetjan Fanny ber uppruna sínum merki, en nær þó að fóta sig í heimi hinna betur megandi, þó eftir nokkur feilspor. Í sögunni leggur Austen mikið upp úr mannlegri breytni útfrá siðfræði, pólitík og trú. Viðhorfin til þeirra þátta eru á margan hátt íhaldssamari en í öðrum sögum hennar.

NÝ BÓK

Landnámabók (Sturlubók)

Við höldum áfram að tína inn fornritin okkar í þægilegum búningi. Nú er komið að Landnámabók, þeirri útgáfu sem kennd er við Sturlu Þórðarson. Landnámabók eða einfaldlega Landnáma er elsta ritaða heimildin um landnám Íslands. Hún hefur að geyma upptalningu landnámsmanna Íslands og oft stuttar frásagnir af þeim. Rekur hún ættir landnámsmanna og í henni er að finna 3000 eiginnöfn og 1400 örnefni. Hún er upprunalega talin hafa verið rituð á fyrri hluta 12. aldar en það eintak er glatað. Til eru fimm uppskrifanir á henni, Sturlubók, Hauksbók, Melabók, Skarðsárbók og Þórðarbók.

Sturlubók sem þið hafið hér er endurskrift frá 17. öld rituð af Jóni Erlendssyni upp úr aldagömlum skinnhandritum eftir Sturlu Þórðarson sem urðu eldinum að bráð í Kaupmannahöfn árið 1728.

NÝ BÓK

Great Expectations

Í dag bjóðum við ykkur upp á hina frábæru skáldsögu Great Expectations eftir Charles Dickens. Var hún þettánda skáldsaga hans og jafnframt önnur skáldsaga hans eftir David Copperfield sem hann skrifar alfarið í fyrstu persónu. Sagan kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu All the Year Round frá desember 1860 – ágúst 1861. Í október það ár kom svo út á bók í þremur bindum. Varð sagan strax gríðarlega vinsæl og hefur verið það alla tíð síðan.

Sögusviðið er Kent og London á fyrri hluta 19. aldar. Aðalpersónan er munaðarleysinginn Pip sem elst upp hjá eldri systur sinni og manninum hennar og býr þar ekki við gott atlæti. Örlögin hátta því þannig að ókunnur aðili býðst óvænt til að styrkja hann til mennta og koma undir honum fótunum í lífinu. Í kjölfarið spinnur Dickens ótrúlegan en um leið afar spennandi og áhrifaríkan söguþráð sem í meðhöndlun hans gengur upp og er hreint frábær lesning. Sagan þykir listavel skrifuð og hefur að geyma margar af minnistæðustu lýsingum Dickens, ekki síst lýsingin í upphafi sögunnar þegar sögupersónan Pip hittir sakamanninn Abel Magwitch, en sú sena er hreint út sagt stórbrotin.

Hér er svo hægt að nálgast stutt æviágrip Dickens.

NÝ BÓK

Þrjár sögur

Í dag bjóðum við upp á þrjár sögur eftir snillinginn Benedikt Gröndal. Eru það Þórðar saga Geirmundssonar, Írafells-Móri og Brúðardraugurinn. Eru þetta allt skemmtilegar og áhugaverðar sögur þó ólíkar séu um margt. Þórðar saga er gamansaga þar sem samtíðin er hártoguð á sviði fortíðarinnar, Írafells-Móri byggir á samnefndri þjóðsögu og Brúðardraugurinn er þýðing Benedikts á sögu Washingtons Irvings The Spectre Bridegroom sem birtist fyrst í tímaritinu Nýrri sumargjöf árið 1860 en sú saga mun hafa verið kveikjan að sögunni Úngfrúin góða og húsið eftir Halldór Laxness.

Benedikt Gröndal var mikill listamaður. Í skrifum sínum kom hann víða við en allt sem hann skrifaði var vandað og hafði yfir sér ákveðna fágun. Var hann vel lesinn og sótti stílbrigði, orðaforða og efnistök gjarnan til fortíðarinnar og gæti það átt þátt í því hve eftirlifandi kynslóðir hafa sinnt honum lítið.

NÝ BÓK

Pride and Prejudice

Nýlega buðum við ykkur upp á skáldsöguna Sense and Sensibility eftir Jane Austen og mæltist það vel fyrir. Nú er komið að næstu sögu þessa frábæra höfundar, en það er skáldsagan Pride and Prejudice. Árið 1796, þegar Austen var 21 árs, skrifaði hún sögu sem hún nefndi First Impressions og eins og með Sense and Sensibility endurskrifaði hún hana síðar og kom hún fyrst út árið 1813 undir nafninu Pride and Prejudice (Hroki og hleypidómar). Er hún sennilega hennar þekktasta og, að margra mati, besta saga. Helstu persónurnar í þeirri sögu eru Elizabeth Bennet og Fitzwilliam Darcy. Í sögunni etur Austen saman hleypidómum Elísabetar gegn aðlinum og hroka eða stolti aðalsmannsins Darcy. Stéttarvitundin reynir að hafa hemil á tilfinningunum en á endanum sættast andstæðurnar og tilfinningarnar taka völdin.

NÝ BÓK

Hvíldarlaus ferð inní drauminn

Þetta smásagnasafn Matthíasar Johannessens hefur að geyma 22 sögur sem áður komu út árið 1995. Flestar eru sögurnar stuttar og hnitmiðaðar lýsingar sem fanga forvitnileg augnablik eða hugsun, nema fyrsta sagan, Hvar er nú fóturinn minn, þar sem segir af hvunndagshetjunni Absalon. Mætti heldur flokka hana sem hálfgildings nóvellu.

Sögur Matthíasar hafa sterk höfundareinkenni. Þær eru afar persónulegar en um leið svo almennar að þær skírskota til sameiginlegrar reynslu okkar allra. Mikið er um trúarlegar vísanir og þær endurspegla tíðarandann svo vel að það er eins og við þekkjum flestar persónurnar sem þar birtast. Frábærar sögur sem allir geta haft gaman að.

NÝ BÓK

The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde

Við erum ávallt að vinna í því að bjóða ykkur upp á það besta og skemmtilegasta úr heimi bókmenntanna og í dag kynnum við ykkur fyrir einni slíkri en það er skáldsagan eða nóvellan (The) Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde eftir Robert Louis Stevenson kom fyrst út árið 1886. Var hún þriðja útgefna skáldsaga hins skoska rithöfundar sem áður hafði sent frá sér skáldsögurnar Treasure Island (Gulleyjan) og Prince Otto. Varð sagan eins og hinar fyrri strax gríðarlega vinsæl og hafa þær vinsældir á margan hátt haldist síðan.

Stevenson lætur Gabriel John Utterson lögfræðing segja söguna, en hún fjallar fyrst og fremst um tvo gjörólíka menn sem virðast á einhvern óskiljanlegan hátt deila kjörum, þ.e. gæðamaðurinn Henry Jekyll læknir annars vegar og hinn illi Edward Hyde hins vegar. Á sögumaður erfitt með að skilja samband þessara tveggja manna en svo skýrast þau tengsl er líður á söguna.

Samkvæmt Stevenson er þetta táknsaga og hafa margir leitast við að túlka hana. Flestir hallast að því að sagan endurspegli spennuna á milli stétta í ensku samfélagi þess tíma, en aðrir trúa að sagan einblíni á tilvistarkreppu einstaklinga almennt, þ.e. þessa stöðugu baráttu sem á sér stað innra með hverjum einstaklingi.

Stevenson mun hafa gengið með söguna nokkuð lengi í maganum áður en hann færði hana í letur, en samkvæmt fóstursyni hans skrifaði hann fyrsta uppkast sögunnar er hann lá í veikindum á einungis þremur dögum sem verður að teljast ansi áhrifamikið þótt hann hafi síðan eytt töluverðum tíma í að fínpússa hana.

Munum við á næstunni bjóða upp á fleiri bækur eftir þennan merkilega rithöfund og hvetjum ykkur til að lesa stutt æviágrip hans hér á síðunni. Þá fáið þið betri innsýn inn í þennan snilling.

NÝ BÓK

Farseðlar til Argentínu

Í dag bjóðum við ykkur upp á einstaklega skemmtilegt smásagnasafn eftir rithöfundinn, kennarann og gagnrýnandann Erlend Jónsson. Nefnist það Farseðlar til Argentínu og var fyrra smásagnasafn Erlendar af tveimur og kom út árið 1987. Áður hafði komið út eftir hann fjórar ljóðabækur, ein skáldsaga, fjögur útvarpsleikrit og handbækurnar Íslensk bókmenntasaga 1550-1950 og Íslensk skáldsagnaritun 1940-1970. Helstu viðfangsefnin í sögunum í þessari bók eru kynslóðabil, hugsjónir og gildi samfélagsins.

Verk Erlendar eru persónuleg með sterk höfundareinkenni og tala sterkt inn í samtíðina. Erlendur upplifði miklar breytingar á íslensku samlífi og merkjum við stóra atburði, eins og t.a.m. hernámið, fólksflutning frá sveit í borg og annað, náið í ljóðum hans og verkum. Það er eins og við skynjum tímann í verkum hans. Vald hans á íslenskri tungu er mikið og blátt áfram stíllinn og einlægni í framsetningu ljær verkum hans einstakan hugblæ.

NÝ BÓK

Sense and Sensibility

Í dag bjóðum við ykkur upp á skáldsöguna Sense and Sensibility eftir Jane Austen sem er ein af þessum sígrænu sögum sem virðast höfða til fólks óháð tíma og stað. Var hún fyrsta skáldsagan sem kom út eftir Austen. Í fyrsta uppkasti sögunnar sem skrifað var árið 1795 er sagan kölluð einfaldlega Elinor and Marianne. Austen endurskrifaði skrifaði hana tveimur árum síðar og þá var titillinn Sense and Sensibility kominn á handritið. Sagan var þó ekki gefin út fyrr en árið 1811. Sagan fjallar eins og áður sagði um tvær systur og gerir Austen út á að sýna andstæður þeirra. Elinor er hin skynsama og ráðdeildarsama stúlka (sense), en Marianne lætur hins vegar stjórnast af viðkæmni og tilfinningum (sensibility). Eftir alls kyns uppákomur og ævintýri er það skynsemin sem stendur upp úr. Það sem þó hvað helst einkennir söguna er áherslan sem Austen leggur á hve mannleg samskipti geta verið flókin og nauðsyn þess að íhuga vel allar ákvarðanir.

NÝ BÓK

Vatnsdæla saga

Vatnsdæla saga er ein af yngri Íslendingasögunum. Hún býr yfir miklum töfrum og hefur að geyma ótalmargt sem einkennir góða sögu.

Þetta er sagan um fjölskyldu Ingimundar gamla; greint er frá fjórum ættliðum sem tengjast Hofi í Vatndsdal og sagt frá fólki á bæjum þar í dalnum og nálægum byggðum.

En fyrst er getið um ættmenn Ingimundar í Noregi og á Gautlandi. Þetta var göfugt fólk; móðir Ingimundar var jarlsdóttir af Gautlandi.

Ingimundur nemur land í Vatnsdal, reisir þar hof og sest að á Hofi. Sagan er um það hvernig Ingimundur og afkomendur hans halda völdum og styrkja sig í sessi, og sjá til þess að fólkið í byggðinni fái að lifa í friði fyrir galdramönnum og þrjótum, þetta er ættarsaga fjögurra ættliða í nýju landi; hún hefst í heiðni og endar í kristni. Það myndast spenna milli Hofverja sjálfra en þeir bera gæfu til að leysa úr henni enda var það þeim sjálfum og byggðinni fyrir bestu; og inn í þetta fléttast ástir, afbrýðisemi og leynifundir.

NÝ BÓK

To the Lighthouse

Í dag bjóðum við upp á hina stórmerkilegu skáldsögu To the Lighthouse eftir Virginu Woolf. Kom hún út í íslenskri þýðingu árið 2013 en hér er hún á ensku. Sagan kom fyrst út árið 1927 og var fimmta skáldsaga Virginu Woolf. Hún gerist á tveimur dögum sem aðskildir eru tíu árum og snýst um tilhlökkun Ramsay fjölskyldunnar um ferð út í vita og minningar frá fyrri ferð þangað. Undir niðri er svo ákveðin spenna innan fjölskyldunnar. Eitt af meginþemum bókarinnar er barátta listmálarans Lily Briscoe við að halda í sköpunarkraft sinn í spennuþrungnum aðstæðum. Þá tekur sagan einnig á því hvernig fólk upplifir stríðstíma og hvernig tíminn breytir bæði fólki og minningum. Síðast en ekki síst fjallar sagan um togstreitu kynjanna og hvernig samfélagsmyndin gerir körlum kleift að nýta sér tilfinningar kvenna sér til framdráttar. Sagan brýtur upp form hinnar hefðbundnu skáldsögu þar sem tími, sjónarhorn og raunveruleikinn eru skoðuð með öðrum hætti. Hefur sagan verið talin meðal 100 bestu skáldsagna sem komið hafa út á ensku.

NÝ BÓK

Bjarnar saga Hítdælakappa

Björn Hítdælakappi er ein litríkasta hetja Íslendingasagna og gott skáld. Björn er afkomandi Skalla-Gríms og hann var um tíma í æsku á ættarsetrinu Borg á Mýrum og ekki ólikur ömmubróður sínum Agli Skalla-Grímssyni. Hann trúlofaðist ungur Oddnýju eykyndli en hélt síðan utan og vann frækileg afrek í austurvegi. Hann kynntist Ólafi konungi Haraldssyni og þáði af honum góðar gjafir. En Björn átti sér öfundarmann sem sveik af honum unnustuna. Sagan snýst einkum um átök þessara tveggja kappa og gengur þar á ýmsu. Oddný eykyndill er alltaf nálæg, og ástarneistinn lifir á milli hennar og Björns.

Bjarnar saga Hítdælakappa var áður talin ein elsta Íslendingasagan en nú telst hún meðal hinna yngri. Hún er illa varðveitt en býr yfir miklum krafti og dulúð.

NÝ BÓK

Brewster's Millions

Milljónaævintýrið (Brewster's Millions) eftir George Barr McCutcheon kom fyrst út árið 1902. Varð sagan strax gríðarlega vinsæl og fjórum árum eftir útkomu hennar var sagan færð í leikbúning og sýnd við góðan orðstír. Til marks um vinsældir sögunnar, þá hefur hún verið kvikmynduð í ýmsum staðfæringum um tíu sinnum. 

Sagan segir frá ungum manni, Montgomery Brewster, sem erfir milljón dollara eftir afa sinn. Skömmu síðar deyr sérvitur frændi Brewsters sem hataði afa hans. Þessi frændi arfleiðir hinn unga Brewster að sjö milljónum dollara en einungis með því skilyrði að hann eyði öllum arfinum frá afa sínum á innan við einu ári. Í ofanálag setur hann ákveðin skilyrði fyrir því hvernig peningunum skuli eytt. Brewster þarf í kjölfarið að ákveða hvort hann láti einu milljónina duga eða reyni við sjö milljónirnar og gæti þá staðið uppi auralaus að ári liðnu. Inn í þetta spilast svo ástarmál unga mannsins og alls kyns uppákomur sem gaman er að fylgjast með. 

Sagan er einstaklega skemmtileg og hefur stundum verið líkt við söguna Milljónaseðilinn eftir Mark Twain. Viðfangsefnið má líka færa upp á hvaða tíma sem er og á fullt eins mikið erindi við lesendur í dag eins og þegar sagan kom út.

NÝ BÓK

Söngvar förumannsins

Í dag bjóðum við ykkur upp á sannkallaða ljóðaveislu en það er bókin Söngvar förumannsins eftir Stefán frá Hvítadal. Var hún fyrsta bók höfundar og kom út árið 1918. Stefán var orðinn rösklega þrítugur þegar bókin kom út en bókin þótti óvenju heilsteypt miðað við að hér var um fyrstu bók höfundar að ræða. Stíllinn var nokkuð perónulegur og ólíkur þeim sem fólk átti að venjast hér heima. Hafði Stefán kynnst þessum stíl í Noregi þar sem hann dvaldist um tíma. Bókin er á margan hátt byggð upp eins og þroskasaga og varð strax gríðarlega vinsæl. Ungt fólk hreifst mjög af hinum létta stíl og ljúfsáru yrkisefnum. Og ekki spillti það fyrir að höfundurinn var sjálfur hálfgildings förumaður, nýkominn heim eftir alllanga dvöl í framandi landi, fátækur og heilsulaus og þó enginn hversdagsmaður heldur höfðinglegur í allri sinni fátækt, öruggur í framgöngu og ágætlega til þess fallinn að verða persónuleg fyrirmynd hinnar ungu, óþreyjufullu skáldakynslóðar sem fagnaði nýjum skáldum í draumórakenndri hrifningu. Og næsta áratuginn kom út fjöldi bóka sem báru með sér svipuð einkenni og Söngvar förumannsins.

Einnig viljum við minna á bókina Jólasögur úr ýmsum áttum, um leið og við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar.

NÝ BÓK

Goðsögur frá ýmsum stöðum

Í dag bjóðum við ykkur upp á nýja bók, Goðsögur frá ýmsum stöðum, sem hefur að geyma valdar goðsögur sem eiga erindi til okkar í dag. Er það Baldur Hafstað sem hefur haft veg og vanda að útgáfunni. Goðsögur eru líkar ævintýrum og þjóðsögum að því leyti að þær höfða mjög til ímyndunaraflsins . Þá eru þær einkar vel til þess fallnar að skapa umræðu sem eflir gagnrýna hugsun. Oft greina goðsögur frá einhvers konar sköpun (svo sem tilurð þokunnar, sbr. grænlensku söguna Hvernig þokan myndaðist). En mjög gjarnan er viðfangsefnið maðurinn sjálfur og vandi hans í tilverunni. Slíkar sögur eru óþrjótandi uppspretta umræðu og geta verið ómetanlegar fólki sem þarf stöðugt að fóta sig í ótryggri tilveru.

Í sögunum í þessari bók má lesa margt milli línanna. Þær birta okkur ýmis sannindi um manninn og umhverfi hans, styrk hans og veikleika, vonbrigði og þrár. Sögusviðið nær yfir hálfan heiminn, allt frá Asíu og Miðjarðarhafslöndum til Grænlands, með viðkomu í Ásgarði.

NÝ BÓK

A Study in Scarlet eftir Arthur Conan Doyle

Það fylgir jólunum að lesa skemmtilega glæpasögu og við fylgjum þeirri hefð og bjóðum í dag upp á eina fyrstu nútímaglæpasöguna. Er það sagan A Study in Scarlet eftir Arthur Conan Doyle.

A Study in Scarlet var fyrsta skáldsagan sem fjallaði um þá félaga Sherlock Holmes og Watson lækni. Áttu fæstir von á því er hún kom út að þessir tveir menn ættu eftrir að verða með þekktustu sögupersónum bókmenntanna fyrr og síðar.

Doyle skrifaði söguna árið 1886 og hún kom út árið eftir. Var hann þá 27 ára gamall og sagði hann síðar að hann hefði skrifað söguna á innan við þremur vikum. Hafði hann leitað til margra útgefenda til að fá söguna gefna út en var alls staðsr hafnað. Sagan sem fékk ágæta dóma vakti í byrjun litla athygli en það átti aldeilis eftir að breytast. Til gamans má geta þess að þetta er í fyrsta sinn sem stækkunargler var notað sem rannsóknartæki í sakamálasögum.

Allt í allt skrifaði Doyle 56 smásögur um Sherlock Holmes og fjórar skáldsögur. Síðasta sagan birtist árið 1927, fjörtíu árum eftir að fyrsta sagan leit dagsins ljós.

Stutt æviágrip höfundar fylgir.

NÝ BÓK

The Thirty-Nine Steps

Í dag bjóðum við upp á söguna The Thirty-Nine Steps eftir John Buchan, eina bestu njósna- og spennusögu allra tíma, allavega að mati okkar á Lestu.is. Sagan birtist fyrst sem framhaldssaga í Blackwood tímaritinu í ágúst og september 1915, en var svo gefin út í bók í október það ár. Er þetta fyrsta sagan af fimm þar sem Richard Hannay er í aðalhlutverki. Næstu tvær bækurnar um Hannay sem gerðust einnig í fyrri heimstyrjöldinni voru Greenmantle og Mr. Standfast. Síðustu tvær bækurnar með Hannay voru meira í ætt við almennar glæpasögur og gerðust eftir stríðið. Þær hétu The Three Hostages og The Island of Sheep.

Buchan skrifaði söguna er hann lá veikur á hjúkrunarheimili. Sagðist hann mest hafa skrifað hana sér til gamans frekar en að hann ætti von á að hún yrði gefin út og hvað þá að hún yrði jafn vinsæl og raun bar vitni. Sonur Buchans sagði síðar að nafnið Þrjátíu og níu þrep hefði komið til þannig að dóttir Buchans hefði talið þrep sem lágu niður á ströndina á hjúkrunarheimilinu þar sem faðir hennar lá. Var hún sex ára og nýbúin að læra að telja svo hátt. Hún hefði tilkynnt öllum hátíðlega að þrepin væru þrjátíu og níu og faðir hennar hefði gripið þetta á lofti.

Sagan er ein af fyrstu sögunum sem fjalla um einstakling á flótta, en slíkar sögur hafa alla tíð síðan notið mikilla vinsælda. Varð hún strax mjög vinsæl, ekki síst meðal hermanna í skotgröfunum. Einn hermaður skrifaði Buchan og sagði að sagan næði að lyfta hermönnum upp úr þunglyndi aðstæðnanna og létta þeim dvölina á þessum skelfilega stað í þessum hræðilegu aðstæðum. Geri aðrir betur.

Stutt æviágrip höfundar fylgir og hvetjum við ykkur til að lesa það, en maðurinn var mjög áhugaverður.

NÝ BÓK

Brasilíufararnir eftir Jóhann Magnús Bjarnason

Í dag bjóðum við upp á hina stórskemmtilegu sögu Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar Brasilíufararnir. Naut hún geysilegra vinsælda er hún kom út. Um er að ræða spennu- og ástarsögu sem segir frá ævintýrum Íslendinga á framandi slóðum og hefur hún vissa skírskotun til nútímans, en hópur fólks fluttist í raun búferlum til Brasilíu á seinni hluta nítjándu aldar í von um betra líf þegar illa áraði á Íslandi. Birtist hún fyrst sem framhaldssaga í blaðinu Lögbergi 1905-1908, en hefur verið endurútgefin með öðru efni Jóhanns árið 1942 og 1970.

Jóhann Magnús Bjarnason fæddist að Meðalnesi í Fellum á Fljótsdalshéraði 24. maí árið 1866. Níu ára gamall fluttist hann vestur um haf, þar sem foreldrar hans námu land í fylkinu Nova Scotia í Kanada. Jóhann gekk í skóla í Winnipeg og útskrifaðist sem kennari árið 1900. Varð kennslan hans ævistarf og þótti hann góður kennari. Samhliða kennslunni var Jóhann afkastamikill og fjölhæfur rithöfundur, en eftir hann liggja fjölmörg kvæði, greinar um bókmenntir og menningarmál, yfir 20 leikrit, þrjár langar skáldsögur, fjöldi smásagna og um eitt hundrað ævintýri.

Á höfundarsíðu Jóhanns Magnúsar má nálgast stutt æviágrip hans.

NÝ BÓK

A Christmas Carol eftir Charles Dickens

Jólin nálgast og gott að byrja þessa vikuna á því að koma sér í smá jólastemningu með einni frægustu jólasögu allra tíma. Nóvellan A Christmas Carol eftir Charles Dickens kom fyrst út í London árið 1843. Varð hún strax gríðarlega vinsæl og gagnrýnendur kepptust um að dásama hana. Á þessum tíma voru Bretar í auknum mæli farnir að gera meira úr jólum en áður, farnir að leita uppi og elta gamla jólasiði og taka upp á því að senda jólakort og skreyta með jólatrjám. Sagan féll því í afar góðan jarðveg. Þar segir frá gömlum beiskum nirfli að nafni Ebenezer Scrooge sem hugsar um það helst og fremst að græða og safna auði; skítt með alla aðra. Svo er það eina nótt að hann fær heimsókn frá afturgöngu fyrrum viðskiptafélaga síns, Jacobs Marley og í kjölfarið frá fleiri afturgöngum. Verður þetta til þess að Ebenezer fær nýja og bjartari sýn á lífið og tilveruna almennt. Áhugavert þema sem passar inn í alla tíma og allir hafa bæði gagn og gaman af að lesa.

Á höfundarsíðu Charles Dickens má nálgast stutt æviágrip hans.

NÝ BÓK

Ívar hlújárn eftir Walter Scott

Í dag bjóðum við upp á hina stórskemmtilegu sögu Walter Scotts, Ívar hlújárn, en Scott er af mörgum sagður vera guðfaðir þess konar bókmennta. Ívar hlújárn (Ivanhoe) er söguleg skáldsaga eftir skoska rithöfundinn Sir Walter Scott sem kom út árið 1820 í þremur bindum. Varð hún á augabragði afar vinsæl og áttu þær vinsældir eftir að lifa lengi. Er það trú margra fræðimanna að sagan hafi brotið blað hvað varðar áhuga almennings á miðöldum og sögulegum staðreyndum fyrri alda.

Er þetta stórbrotin örlagasaga sem gerist á 12. öld, rúmri öld eftir að Normannar náðu völdum á Englandi og saxneskar fjölskyldur eiga mjög undir högg að sækja. Aðal hetja sögunnar er ungur saxneskur hefðarmaður, Wilfred, sem í óþökk föður síns Cedrics sver Normanna konunginum Ríkharði ljónshjarta hollustu sína. Margar eftirtektarverðar persónur koma fyrir í sögunni, s.s. Hrói höttur, hirðfíflið Vambi og gyðingurinn Ísak frá Jórvík og dóttir hans Rebekka, en sagan er einmitt skrifuð á þeim tíma þegar verið var að setja ný lög á Englandi í þeim tilgangi að auka réttindi Gyðinga sem höfðu í árhundruð verið þar annars flokks borgarar.

Þó svo að sagan sé skáldsaga er hún skrifuð inn í raunverulegt sögusvið og þótti Scott hafa tekist vel að setja sig inn í sögutímann og flétta atburði sögunnar inn í raunverulega atburði.

NÝ BÓK

The Time Machine eftir H. G. Wells

Þessa vikuna bjóðum við upp á fyrstu skáldsöguna sem tekur fyrir tímaflakk. Er það sagan The Time Machine eftir H. G. Wells. Tímavélin kom út árið 1895 og var jafnframt fyrsta skáldsaga Wells. Wells sjálfur hafði um skeið hugleitt þetta efni og skrifaði sjö árum áður smásöguna The Chronic Argonauts þar sem sama hugmynd var kynnt en ekki farið eins langt með hana.

Söguhetjan er enskur vísindamaður af góðum ættum. Eitt sinn býður hann nokkrum gestum til kvöldverðar þar sem hann kynnir fyrir þeim vél sem hann hefur hannað og gerir mönnum kleift að ferðast um í tíma. Viku síðar býður hann sömu einstaklingum í mat og rekur fyrir þeim fyrstu ferð sína inn í framtíðina. Lendir hann í ýmsum ævintýrum sem ekki skulu upplýst hér. Hafa margar kvikmyndir verið gerðar eftir sögunni sem enn lifir góðu lífi og er skyldulesning allra þeirra sem hafa áhuga á vísindaskáldskap og skemmtilegum ævintýrum.

Á bókarsíðu er svo að finna stutt æviágrip höfundar. Góða skemmtun!

NÝ BÓK

Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar

Dagur íslenskrar tungu var ákveðinn 16. nóvember vegna þess að Jónas Hallgrímsson fæddist þann dag. Í tilefni þess ákváðum við að bjóða ykkur upp á ljóðmæli hans núna svo þið gætuð verið búin að lesa ykkur svolítið til áður en stóri dagurinn rennur upp. Mörg ljóða Jónasar lifa góðu lífi með þjóðinni og má segja að hann sé tákngervingur fyrir allt hið fagra í íslenskri ljóðlist auk þess sem hann lagði grunninn að nýrri hugsun í bókmenntum þjóðarinnar á sinni stuttu ævi á víðtækan hátt. Hann var t.a.m. einn fyrsti alvöru bókmenntagagnrýnandinn, sbr. árás hans á rímurnar. Sagan Grasaferðin er að mörgum talin fyrsta nútímasmásagan á íslensku og þá telja sumir að með verkum eins og Gamanbréfið um ferð Englandsdrottningar á fund Frakkakonungs, Klauflaxinn, sögubrot um bandingjana á Þingvöllum og Fífill og hunangsfluga hafi Jónas hafið nýtt landnám í íslenskum bókmenntum sem við búum að enn í dag.

NÝ BÓK

Dracula eftir Bram Stoker

Í dag bjóðum við ykkur upp á sígilda og stórskemmtilega sögu á ensku, en það er Dracula eftir írska höfundinn Bram Stoker. Kom hún fyrst út árið 1897 og fjallar um vampíruna Drakúla greifa og tilraun hans til að flytja sig um set frá Transilvaníu til Englands að verða sér út um nýtt blóð til að geta breitt út bölvun vampírunnar. Drakúla fær aldeilis ekki frítt spil í þessari viðleitni sinni því hópur fólks undir stjórn prófessorsins Abraham Van Helsing kemst á snoðir um tilvist hans og áform hans og við tekur hatrömm barátta milli þeirra og vampírunnar. Varð sagan strax vinsæl og hafa þær vinsældir haldist síðan. Þó svo að sagan af Drakúla sé án nokkurs vafa kunnasta vampíru sagan var hún ekki fyrsta skáldsagan um vampírur. Joseph Thomas Sheridan Le Fanu sem einnig var írskur hafði skrifað fjöldann allan af dulrænum sögum og saga hans um lesbísku vampíruna Carmillu kom út aldarfjórðungi fyrr eða árið 1871. Til gamans má geta þess að Stoker tileinkaði söguna rithöfundinum og besta vini sínum Hall Caine en sá skrifaði söguna The Bondman sem gerist á Íslandi.

NÝ BÓK

Harðar saga og Hólmverja

Íslendingasögurnar eru okkur hugleiknar og í dag bjóðum við ykkur upp á Harðar sögu og Hólmverja. Harðar saga og Hólmverja telst til svokallaðra útlagasaga eins og Grettis saga og Gísla saga Súrssonar þó hún sé um margt frábrugðin þeim. Hún gerist á 10. öld og segir sögu Harðar Grímkelssonar, sem ungur heldur utan og hlýtur þar vegsemdir, fær Helgu jarlsdóttur af Gautlandi, en þegar hann kemur aftur heim til Íslands lendir hann í vígsmálum og er dæmdur til útlegðar. Gerist hann foringi fyrir stigamannaflokki, sem býr um sig í Geirshólma í Hvalfirði uns á endanum að hann er veginn. Ekkjan, Helga Jarlsdóttir, syndir síðan til lands með syni þeirra tvo fjögurra og átta ára og komast þau undan. Styrmir fróði Kárason (d. 1245) hefur verið nefndur sem höfundur frumgerðar sögunnar en það eru þó bara getgátur. Sagan þykir á margan hátt endurspegla rósturtíma Sturlungaaldar og hafa margir séð ákveðin líkindi með Herði og Sturlu Sighvatssyni.

NÝ BÓK

The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald

Í dag bjóðum við upp á hina frábæru skáldsögu The Great Gatsby eftir Francis Scott Fitzgerald. Fitzgerald var og er einn athyglisverðasti rithöfundur sem Bandaríkin hafa alið af sér. Eftir hann liggja 5 langar skáldsögur, 3 stuttar skáldsögur og fjöldinn allur af smásögum. Kunnasta verk hans er eflaust skáldsagan The Great Gatsby sem kom út árið 1925. Saga sem náði að fanga þá gróskumikla umbrotatíma sem hún var skrifuð á, og býr yfir þessum óskilgreinda galdri sem allar frábærar sögur gera sem hægt að yfirfæra yfir á hvaða tíma sem er. Þó svo að sagan hafi fengið rýra dóma og lélegar viðtökur þegar hún kom út hefur vegur hennar vaxið jöfnum höndum og í dag þykir hún ein af lykilbókum bandarískra bókmennta og er skyldulesning allra sem vilja vera teknir alvarlega í bókmenntaumræðu.

NÝ BÓK

Gamalt og nýtt eftir Þorgils gjallandi

Fyrir nokkru gáfum við út bókina Upp við fossa eftir Þorgils gjallanda eða Jón Stefánsson eins og hann hét réttu nafni.  Jón var var bóndi alla tíð í Þingeyjarsýslu og  kvaddi sér fyrst hljóðs sem rithöfundur árið 1892 með bók sinni Ofan úr sveitum sem innihélt þrjár stuttar sögur og eina lengri sögu, Gamalt og nýtt. Var hann þá orðinn rúmlega fertugur að aldri. Þrátt fyrir að Þorgils væri ekki að skrifa inn í langa og ríka smásagnahefð hér á landi var öllum ljóst við lestur bókarinnar að hér var enginn venjulegur rithöfundur á ferð og ekki maður sem batt bagga sína sömu hnútum og aðrir á ritvellinum. Sögur hans hneyksluðu og kölluðu fram sterk viðbrögð, enda réðst hann í þeim gegn ríkjandi viðhorfum og skinhelgi hvað varðaði grundvallarstofnanir samfélagsins, s. s. hjónaband en það er einmitt viðfangsefni sögunnar Gamalt og nýtt. Nú er bara að sjá hvort sagan kalli fram jafn mikil viðbrögð hjá lesendum í dag.

NÝ BÓK

Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði

Það er okkur mikið ánægjuefni að bjóða upp á það sem undirritaður vill meina að sé ein athyglisverðasta sjálfsævisaga sem komið hefur út eftir Íslending frá því Íslendingar yfirleitt hófu að skrifa sögur af sjálfum sér. Er það sjálfsæfisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði sem hann skrifaði í Gimli í Nýja-Íslandi árið 1911. Á Íslandi kom hún út þremur árum síðar árið 1914. Einhverra hluta vegna hefur sögunni ekki verið hampað jafn mikið og öðrum slíkum sögum frá svipuðum tíma og er það mikil synd því hún yrði mörgum án efa mun áhugaverðari og skemmtilegri lestur en þær. Sigurður hafði nefnilega það sem marga sjálfsæfisöguritara vantar sem er í fyrsta lagi óbeisluð og fölskvalaus frásagnargleði í bland við ,,temmilega" skort á ritskoðun. Hann trúði augljóslega á eigið ágæti og tók sjálfan sig ekki of hátíðlega og síðast en ekki síst þá selur hann ekki frásögn sína undir ok tilbúinna gilda einhverra vafasamra hefða. Einlægni Sigurðar gerir söguna tímalausa því um leið og hún gefur glögga mynd af samtíma höfundar er hún lýsing á mannlegu eðli sem stendur óhaggað þrátt fyrir sveiflur tímans.

NÝ BÓK

Sögur frá Skaftáreldi: Sigur lífsins eftir Jón Trausta

Fyrir nokkru gáfum við á Lestu.is út fyrri bókina af tveimur í fyrstu sögulegu skáldsögu Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar) sem hann kallaði Sögur frá Skaftáreldi.  Undirtitill fyrri bókarinnar var Holt og Skál.  Nú er komið að síðari hlutanum í þessum frábæra sagnabálki sem allir unnendur íslenskra bókmennta verða hreinlega að lesa.  Sögurnar komu fyrst út á árunum 1912 -1913. Þessi síðari hluti nefnist Sigur lífsins og gefur hann fyrri hlutanum lítið eftir.  Um söguna skrifaði Steingrímur Matthíasson í blaðið Norðurland: ,,Þessi bók Jóns Trausta hafði sömu þægilegu áhrifin á mig eins og allar hans fyrri sögur, að ég las hana með ánægju frá upphafi til endis." Og satt að segja þekki ég ekki neinn ákjósanlegri kost neinnar sögubókar en þann, að efnið sé svo fjölskrúðugt og aðlaðandi, að maður geti flett hverri blaðsíðunni og lesið hvern kaflann á fætur öðrum með stöðugri forvitni og vaxandi fróðleiksfýsn." Þessi orð Steingríms segja allt sem segja þarf því þetta er frábært bókmenntaverk sem því miður hefur farið framhjá alltof mörgum.

NÝ BÓK

Maður og kona eftir Jón Thoroddsen

Það er skammt stórra högga á milli í bókmenntunum hér á Lestu.is.  Í dag bjóðum við upp á hina stórbrotnu ástarsögu, Maður og kona eftir  Jón Thoroddsen sem hefur verið nefndur faðir íslensku skáldsögunnar.  Kom hún fyrst út árið 1876, átta árum eftir lát Jóns og tuttugu og sex árum eftir útkomu fyrstu íslensku skáldsögunnar, Pilts og stúlku.  Sagan er á margan hátt svipuð og Piltur og stúlka, en þó má merkja að sá sem stýrir pennanum býr yfir meiri þroska.  Þrátt fyrir að Jón hafi ekki haft margar íslenskar fyrirmyndir til að byggja sögur sínar á, tókst honum ágætlega upp í þessum sögum.  Hann nær að draga upp ágætis mynd af bændasamfélagi sinnar samtíðar, en það hefur helst verið fundið að því hvað aðalpersónurnar í sögunum séu daufar og skorti líf.  Hann bætir það þó upp með ýmsum aukapersónum.  Jóni tókst ekki að ljúka við Mann og konu en sagan stendur þó ágætlega fyrir sínu og er skyldulesning fyrir alla sem unna íslenskum bókmenntum.

NÝ BÓK

Fóstbræðra saga

Það er komið að því að kynna til sögunnar hina frábæru Fóstbræðrasögu úr flokki Íslendingasagna.  Fjallar hún einkum um þá fóstbræður Þormóð Bersason, sem kallaður var Kolbrúnarskáld og Þorgeir Hávarsson. Þó að þeir bindist vinarböndum og eigi samleið í uppivöðslusemi þegar þeir eru ungir eru þeir ólíkir um flesta hluti. Þorgeir er fyrst og fremst vígamaður sem virðist ættaður aftan úr heiðni; hugmyndaheimur hans á margan hátt úr takt við samtímamenn hans, en Þormóður er fjölbreyttari maður, kvennamaður og skáld sem getur lagað sig að breyttum aðstæðum, s.s. tileinkað sér nýja trú o.þ.h. Er sagan ólík öðrum Íslendingasögum, ekki síst fyrir afstöðu höfundar. Í flestum Íslendingasögum er höfundurinn nánast ósýnilegur í bakgrunni og lætur söguþráðinn líða áfram án þess að taka beina afstöðu, en því er hins vegar öðruvísi farið í Fóstbræðrasögu. Þar talar höfundurinn til okkar nánast með beinum hætti. Hefur sagan heillað marga vegna skemmtilegra lýsinga og sérstæðs stíls og t.a.m. byggði Halldór Kiljan Laxness sögu sína „Gerplu“ á Fóstbræðrasögu.

NÝ BÓK

Arfleifð frumskógarins eftir Sigurð Róbertsson

Sagan sem við bjóðum upp á þessa vikuna er ekki af verri endanum en hún nefnist Arfleifð frumskógarins og er eftir Sigurð Róbertsson.  Sagan kom  fyrst út árið 1972 og hlaut góðar viðtökur og þótti þá ágætt innlegg í þann tíma, en í kynningartexta sem fylgdi bókinni má finna eftirfarandi lýsingu:  ,,Arfleifð frumskógarins fjallar um nútímamanninn í umróti tuttugustu aldar og viðleitni hans til að fylgjast með hamskiptum tímans.“ Sigurður var kunnur rithöfundur á sínum tíma og hlaut ýmsar viðurkenningar á löngum ritferli, ekki síst fyrir leikrit sín, en af þekktum leikritum hans má nefna Uppskera óttans (1955) og Mold (1966). Arfleifð frumskógarins var fimmta skáldsaga Sigurðar en áður höfðu komið út sögurnar, Augu mannanna (1946), Vegur allra vega (1949), Bóndinn í Bráðagerði (1954) og Gróðavegurinn (1956).  Sigurður lést árið 1996.

NÝ BÓK

Rit um jarðelda á Íslandi eftir Markús Loptsson

Þessa vikuna bjóðum við upp á sérlega skemmtilegt og áhugavert fræðirit sem ber vott um hvers margir Íslendingar voru megnugir á erfiðum tímum við erfið skilyrði.  Er hér um að ræða Rit um jarðelda á Íslandi eftir Markús bónda Loptsson í Hjörleifshöfða sem kom fyrst fyrir almenningssjónir árið 1880.  Þótti það tímamótaverk á þeim tíma og náði mikilli hylli út um allt land, enda sniðið að þörfum alþýðufólks og einstaklega vel og skemmtilega skrifað.  Ritið var svo endurútgefið af syni Markúsar árið 1930 með viðaukum og nýju efni. Hér er þó einungis fyrri bókin frá 1880.  Uppistaðan í bókinni eru frásagnir af Kötluhlaupum og Heklugosum frá því að land byggðist og fram til 1880.  Er hér um stórmerka heimild að ræða og hreint með ólíkindum hvað höfundi hefur tekist að safna saman miklum upplýsingum og skapa úr þeim heildstætt verk.

NÝ BÓK

Gullöldin - Menn og skuggar í Morgunblaðshöll

Það er okkur sérstök ánægja nú þegar skammt er til jóla að gleðja ykkur áskrifendur góðir með glænýrri bók eftir Erlend Jónsson þar sem hann rifjar upp liðna tíð.  Ber hún heitið Gullöldin.  Erlendur Jónsson starfaði lengi sem bókmenntagagnrýnandi á Morgunblaðinu á þeim árum þegar blaðið var leiðandi í allri menningarumræðu hér á landi.  Í þessum endurminningum hans segir hann frá ýmsu sem á daga hans dreif á þessum árum bæði mönnum og málefnum.  Frásögnin er látlaus en þó afar persónuleg og stíllinn bæði fágaður og skemmtilegur.   Gullöldin er þriðja endurminningabók Erlendar, en áður hafa komið út bækurnar Svipmót og manngerð og Að kvöldi dags.     

NÝ BÓK

Sögur frá Skaftáreldi: Holt og Skál eftir Jón Trausta

Hún er ekki amaleg jólabókin sem við færum ykkur í ár, en það er fyrri hluti bókmenntaverksins Sögur af Skaftáreldi eftir Jón Trausta (Guðmund Magnússon).  Sögur frá Skaftáreldi I–II komu út á árunum 1912 -1913. Voru það fyrstu sögulegu skáldsögur Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar), en þar notar hann Skaftárelda sem umhverfi fyrir dramatíska atburðarás. Fyrri hlutinn ber heitið Holt og skál, en sá seinni Sigur lífsins. Um söguna skrifaði Steingrímur Matthíasson í blaðið Norðurland: ,,Þessi bók Jóns Trausta hafði sömu þægilegu áhrifin á mig eins og allar hans fyrri sögur, að ég las hana með ánægju frá upphafi til endis." Og satt að segja þekki ég ekki neinn ákjósanlegri kost neinnar sögubókar en þann, að efnið sé svo fjölskrúðugt og aðlaðandi, að maður geti flett hverri blaðsíðunni og lesið hvern kaflann á fætur öðrum með stöðugri forvitni og vaxandi fróðleiksfýsn." Þessi orð Steingríms segja allt sem segja þarf því þetta er frábært bókmenntaverk sem því miður hefur farið framhjá alltof mörgum.

NÝ BÓK

Skraddarinn í Jórvík

Bók vikunnar að þessu sinni er barnabókin Skraddarinn í Jórvík. Skraddarinn gamli situr frá morgni til kvölds, með krosslagða fætur í glugga lítillar saumastofu. Allan daginn, á meðan birtu nýtur við, saumar hann og klipptir hin dýrustu klæði. Já, hann saumaar flíkur úr fínasta silki fyrir ríka nágranna sína, en sjálfur er hann mjög fátækur. Þetta var lítill gamall maður með
gleraugu og hrukkótt andlit.

 

Við hjá LESTU.is viljum líka benda á Jólasögur úr ýmsum áttum sem kom út í fyrir jólin í fyrra. Þar er að finna sögur sem tengjast jólunum eftir íslenska og erlenda höfunda. Flestar þessar sögur er einnig hægt að nálgast á HLUSTA.is og á hljóðdiskum sem fást munu í mörgum verslunum nú fyrir jólin og eru tilvaldir í skóinn.

 

 

NÝ BÓK

Fox leiðangurinn árið 1860 yfir Færeyjar, Ísland og Grænland eftir T. H. Zeilau

Bók vikunnar er ekki af verri endanum. Það er ferðasaga T. H. Zeilau um Ísland, Færeyjar og Grænland árið 1860. Á síðari hluta 19. aldar höfðu orðið töluverðar framfarir í fjarskiptum milli landa og menn og fyrirtæki börðust við að verða fyrstir til að höndla þann sannleika. Ítalski uppfinningamaðurinn Guglielmo Marconi var einn af þeim sem hafði þróað nýja tækni í fjarskiptum. Þó svo að tækni hans hafi ekki orðið ofan á hér á landi töluðu sumir hennar máli og ferðasagan sem hér kemur í fyrsta sinn út á íslensku segir frá ferðalagi nokkurra manna til að kanna hvort mögulegt væri að innleiða tækni Marconis á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Það er þó fyrst og fremst ferðasaga höfundar á Íslandi, Færeyjum og á Grænlandi sem vekur athygli okkar í dag. Höfundurinn segir skemmtilega frá og hefur mikinn áhuga á umhverfi og fólki og er frásögnin í senn einlæg og laus við þá fordóma sem margar sögur erlendra ferðamanna á þessum tíma voru uppfullar af. Glöggt auga höfundarins gefur okkur góða innsýn í líf og menningu fólksins í viðkomandi löndum. Baldur Böðvarsson þýddi bókina.

NÝ BÓK

Borgir eftir Jón Trausta

Rithöfundurinn Jón Trausti er okkur hér á Lestu.is mjög hugleikinn en trú þess sem þetta ritar að hann sé í hópi bestu rithöfunda okkar Íslendingar. Þessa vikuna færum við ykkur söguna Borgir eftir þennan mikla ritsnilling, en hana skrifaði hann haustið 1907 ári eftir smellinn Höllu. Sagan Borgir endurspeglar vel þær breytingar sem íslenskt samfélag gekk í gegnum á þeim árum. Ólíkt t. a. m. sögunni um Höllu er sjónarhornið í Borgum tengt sjónum og þeim uppgangi sem átti sér stað í sjávarútvegnum. Vilja þeir sem gerst til þekkja meina að sögusviðið í Borgum sé Seyðisfjörður og nágrenni, en Guðmundur bjó um tíma á Austfjörðum, starfaði m. a. eitt og hálft ár við sjómennsku í Mjóafirði áður en hann hóf að nema prentiðn undir handarjaðri Skafta Jósefssonar ritstjóra Austra á Seyðisfirði. Þrátt fyrir að sagan Borgir sé kannski ekki eins kunn og sögur á borð við Höllu og Önnu frá Stóruborg, gefur hún þeim ekkert eftir og er nauðsynleg lesning fyrir alla áhugamenn um íslenskar bókmenntir.

NÝ BÓK

Eiríkur Hansson - 3. þáttur - Þráin eftir Jóhann Magnús Bjarnason

Þráin nefnist þriðji og síðasti hluti sögunnar um Eirík Hansson eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Hún tekur upp þráðinn þar sem öðrum hlutanum lýkur og við fylgjumst með Eiríki þar sem hann er að halda inn í heim fullorðinna. Margir hafa bent á að sagan sé að mörgu leyti ævisaga höfundar, alla vega notast hann við mjög margt úr eigin ævi. Sagan er einlæg og falleg og persónulegur stíll Jóhanns Magnúsar er eins og sniðinn að sögu sem þessari. Þá má líka segja að sagan hafi töluvert heimildagildi um það hvernig var fyrir Íslendinga að hefja líf í Vesturheimi á síðari hluta 19. aldar.

NÝ BÓK

Smásögur 2 eftir Matthías Johannessen

Fyrir nokkru gáfum við út fyrsta bindið af smásögum Matthíasar Johannessens og nú er komið að öðru bindinu. Telur það þrjátíu sögur sem fyrst komu út í bókinni Konungur af Aragon árið 1986. Þó svo að sögurnar séu um margt líkar sögunum í fyrsta bindinu er stíllinn þroskaðri og sögurnar sjálfar áleitnari jafnvel persónulegri. Það er eins og höfundurinn sé meðvitaðri um hvað hann vill segja í sögunum og öruggari í forminu. Í sögunum veltir Matthías fyrir sér fólki og viðbrögðum þess við umhverfinu og þar af leiðandi verða sögurnar óháðari tímanum en margar aðrar sögur því mannfólkið er jú alltaf samt við sig.

NÝ BÓK

Barnabók: Kanínurnar í garðinum

Skemmtileg barnabók með verkefnum um nokkrar kanínur sem komast í kálgarð og borða grænmetið sem þar er ræktað.

 

 

 

 

NÝ BÓK

Upp við fossa eftir Þorgils gjallanda

Í dag bjóðum við upp á skáldsöguna Upp við fossa eftir alþýðusnillinginn Þorgils gjallandi eða Jón Stefánsson eins og hann hét réttu nafni. Sagan kom út árið 1902 og voru þá tíu ár liðin frá því að fyrsta bók hans, Ofan úr sveitum, kom út. Í henni má merkja áhrif frá norrænum raunsæisrithöfundum og natúralistum og Þorgils ræðst af offorsi gegn lífslyginni í samfélaginu og ríkjandi gildum. Þá er hann berorðari en áður og gerir sér allt far um að hneyksla, bæði með hispurslausum lýsingum og skoðunum. Viðtökurnar voru eins og við mátti búast, og þeir voru fáir sem reyndu eitthvað að verja höfundinn. Það segir þó sitt að sagan lifir enn ágætu lífi nú rúmlega hundrað árum frá því hún kom fyrst út og hefur lifað margar sögur er hlutu betri dóma þá. Álitamálin og afstaðan sem sagan fól í sér á sínum tíma lyfta engum brúnum í dag og helst að menn hafi gaman af að rýna í þetta forpokaða samfélag sem sagan var skrifuð inn í. Þrátt fyrir viðtökurnar á Upp við fossa hélt Þorgils áfram að skrifa, en sögur hans eftir þetta voru mildari og ádeiluhitinn virðist hafa kulnað lítið eitt. Kannski var það bara að Þorgils varð sáttari við eigið samfélag með árunum.

NÝ BÓK

Eiríkur Hansson - 2. þáttur - Baráttan eftir Jóhann Magnús Bjarnason

Baráttan er annar hluti sögunnar um Eirík Hansson eftir Vestur-íslenska rithöfundinn Jóhann Magnús Bjarnason. Skrifaði hann söguna á árunum 1893-1897, en Oddur Björnsson hóf útgáfu hennar á Íslandi árið 1899. Í þessum öðrum hluta fylgjumst við áfram með söguhetju okkar Eiríki Hanssyni og baráttu hans við að fóta sig í nýju landi. Er hér á ferðinni skemmtileg saga sem allir unnendur góðra bóka, hvort heldur er börn eða fullorðnir geta haft bæði gagn og gaman af að heyra.

NÝ BÓK

Grettis saga

Í dag bjóðum við upp á eina af stóru Íslendingasögunum ef svo mætti að orði komast, en það er Grettis saga Ásmundarsonar. Grettis saga eða Grettla eins og hún er stundum kölluð hefur löngum verið ein af ástsælustu Íslendingasögunum. Hún fjallar um Gretti Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði, sem gekk undir nafninu Grettir sterki, enda var maðurinn ógnarsterkur og lét ekki bugast þótt við forynjur væri að etja. Í sögunni er greint frá æsku og uppvexti Grettis, brekum hans og óláni, sem olli því að hann varð á endanum útlagi. Var hann í útlegð í mörg ár og kom víða víða við á landinu en að lokum náðist hann í Drangey á Skagafirði og var veginn þar eftir hetjulega baráttu. Skemmtileg saga sem allir Íslendingar ættu að kunna.

NÝ BÓK

Barnabók: Hundurinn og haninn

Skemmtileg barnabók með verkefnum um tvo vini, hund og hana, sem fara út í skóg og hitta refinn, sem ætlar sér að éta þá báða.

 

 

 

 

NÝ BÓK

Brynjólfur biskup Sveinsson eftir Torfhildi Hólm

Efni vikunnar er ekki af verri endanum þótt alltof fáir þekki til þess. Það er sagan Brynjólfur biskup Sveinsson eftir Torfhildi Hólm sem kom fyrst út árið 1882. Torfhildur Hólm var stórmerk kona sem ruddi brautina fyrir kynsystur sínar og aðra, því ekki einasta var hún fyrst íslenskra kvenna til að gefa út skáldsögu, heldur var hún fyrsta konan sem hafði atvinnu af ritstörfum almennt. Sagan af Brynjólfi var fyrsta bókin hennar, en í kjölfarið kom svo sagan Elding, sem gerist á landnámsöldinni, og sögurnar af biskupunum Jóni Vídalín og Jóni Arasyni. Í sögunni fylgir Torfhildur æfi Brynjólfs af trúmennsku en skáldar í eyðurnar eins og tíðkast í dag. Brynjólfur var biskup frá 1639 og til 1674. Var hann kunnur fyrir gáfur og fræðistörf. Hann lærði við Kaupmannahafnarháskóla 1624-1629 og varð konrektor við Hróarskelduháskóla 1632-1638. Var ævi hans viðburðarík og full af átökum sem Torfhildur gerir góð skil í þessari frábæru sögu.

NÝ BÓK

Eiríkur Hansson - 1. þáttur - Bernskan eftir Jóhann Magnús Bjarnason

Bók vikunnar að þessu sinni er fyrsti hluti sögunnar um Eirík Hansson og nefnist hann Bernskan. Sagan skiptist í þrjá þætti. Jóhann Magnús Bjarnason skrifaði söguna Eirík Hansson á árunum 1893-1897, en fyrsti hluti hennar var gefinn út á Íslandi af Oddi Björnssyni árið 1899. Hlaut sagan góðar viðtökur bæði meðal Íslendinga í Vesturheimi og á Íslandi. Sagan hefst á Íslandi og rekur sögu drengsins Eiríks Hanssonar sem flyst sjö ára gamall til Vesturheims ásamt ömmu sinni og afa. Þar tekur við hörð lífsbarátta í nýju landi. Frábær saga sem gefur okkur innsýn inn í landnám Íslendinga í Vesturheimi á síðari hluta 19. aldar.

NÝ BÓK

Illgresi eftir Örn Arnarson / Magnús Stefánsson

Fyrstu ljóð Magnúsar (Örn Arnarson) birtust í Eimreiðinni árið 1920. Hlutu þau afar jákvæðar viðtökur og fjórum árum síðar kom út ljóðabókin Illgresi. Hefur hún oft verið endurútgefin og þá breytt og bætt eins og gengur. Útgáfan sem hér birtist er frá árinu 1927 (þriðja útgáfa). Illgresi fékk strax ágæta dóma og seldist upp á skömmum tíma. Eins og í Eimreiðinni kvittaði Magnús ekki fyrir ljóðin með eigin nafni heldur dulnefninu Örn Arnarson. Ekki er vitað af hverju hann kaus að gera það, en eflaust hefur honum þótt erfitt að leggja Magnús Stefánsson í dóm allra; að bera sál sína milliliðalaust fyrir hverjum sem var.
Ljóðasafn Magnúsar er ekki stórt að vöxtum, en magn hefur heldur ekkert með gæði að gera. Ljóð hans eru mjög persónuleg; stundum opnar sig alveg inn að kviku og má vera að það skýri að hluta af hverju hann notaði dulnefni. Ljóð Magnúsar eru líka mjög fjölbreytt og engin leið að ætla að fella hann undir einhverja ákveðna stefnu. Í gegnum ljóðin skynjar maður flókinn persónuleika en þó heilsteyptan mann sem er ekki í neinum skáldaleik eins og margir kollegar hans, heldur yrkir af innri þörf og af því að ljóðið býr í honum. Þekktustu ljóð Magnúsar eru eflaust Stjáni blái og Íslands Hrafnistumenn, en síðara ljóðið varð innblásturinn að Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Annars er ljóðasafn Magnúsar mjög heilsteypt og má einu gilda hvar gripið er niður í það.

NÝ BÓK

Barnabók: Gráðuga kisa

Gráðuga kisa er skemmtileg saga fyrir börnin.


 

 

 

 

NÝ BÓK

Leysing eftir Jón Trausta

Við höldum áfram að tína inn sögur Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar) enda verður enginn svikinn af því að lesa þær. Þó svo að sagan Leysing sé kannski ekki með hans kunnustu sögum er hún af sumum talin tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu. Sagan sem skrifuð var haustið 1907 og fylgdi í kjölfar sögunnar Höllu frá árinu áður, lýsir af óvenjumiklum þrótti og skilningi þeim breytingum á sviði þjóðlífsins sem áttu sér stað á Íslandi á þessum árum. Dr. Stefán Einarsson hélt því til að mynda fram að í ritgerð um höfundinn að í Leysingu sé í fyrsta sinn í íslenskri skáldsögu lýst þjóðfélagslegri hreyfingu, baráttu gamalla og nýrra verslunarhátta.

NÝ BÓK

Þyrnar

Við ætlum nú í vetur að reyna að auka ljóðabækur á vefnum okkar. Af því tilefni bjóðum við ykkur nú upp á hina frábæru bók Þyrnar sem hefur að geyma ljóðasafn Þorsteins Erlingssonar. Fyrsta útgáfa Þyrna kom út árið 1897 og var það í fyrsta sinn að ljóð Þorsteins voru birt á bók. Síðan þá hefur bókin komið út nokkrum sinnum og ný ljóð bæst við í hvert sinn. Framan af voru ljóð Þorsteins hefðbundin í stíl og umgerð, og hann sótti yrkisefnin í sveitina og landið. Áhrif frá Steingrími Thorsteinssyni og Benedikt Gröndal leyndu sér ekki. Í Kaupmannahöfn kynntist Þorsteinn sósíalisma sem hann tók fagnandi og afneitaði af sömu ákefð kristinni trú. Uppfrá því fór hann að sækja í önnur yrkisefni og ljóð hans urðu beinskeyttari og full af skoðunum á samfélaginu í kringum sig.

NÝ BÓK

Eyrbyggja saga

Þessa vikuna bjóðum við upp á eina Íslendingasögu, en það er Eyrbyggja saga. Þrátt fyrir að Eyrbyggja hafi aldrei notið jafn mikilla vinsælda og sögur eins og Njála, Egla og Laxdæla og standi þeim sögum töluvert að baki hvað varðar listfengi og byggingu, er hún samt ein af þessum stóru sögum sem allir áhugamenn um Íslendingasögur þurfa að kunna skil á. Persónur sögunnar skarast töluvert við bæði Njáls sögu og Laxdælu og svo þykir hún forvitnileg í sagnfræðilegu og þjóðfræðilegu tilliti. Sagan er á margan hátt frábrugðin öðrum Íslendingasögum og á það ekki síst rætur að rekja til aðalpersónu sögunnar, Snorra goða, sem er ólíkur þeim hetjum sem við eigum að venjast annars staðar frá. Má jafnvel halda því fram að Snorri sé nútímanlegri hetja en menn eins og Gunnar á Hlíðarenda og Egill Skallagrímsson og tali því betur inn í nútímann en þeir.

NÝ BÓK

Smásögur á ensku

Þess vikuna bjóðum við upp á fyrsta safnið í nýrri ritröð sem ber yfirheitið Short Stories in English. Í því einbeitum við okkur fyrst og fremst að breskum og bandarískum höfundum, sem margir hverjir áttu stóran þátt í að móta smásöguformið og skilgreina það betur. Hér má finna stórkostlegar sögur eftir höfunda á borð við O. Henry, Edgar Allan Poe, Kate Chopin, Katherine Mansfield og fleiri. Eins og alltaf þegar velja þarf sögur í takmarkað pláss verður smekkur þeirra sem velja að ráða og víst að mörgum kann að þykja einhverju ofaukið og annað vanta. Er rétt að árétta að hér er einungis um fyrsta heftið að ræða og munum við bæta fleiri höfundum við í næsta safn. Rétt er að taka það fram að bókin gæti hentað vel sem kennslubók í ensku fyrir framhaldsskóla, enda unnin með það í huga. Verður hægt að nálgast orðskýringar og verkefni með sögunum á framhaldsskoli.is.

NÝ BÓK

Barnabók: Leikfélaginn

Leikfélaginn er saga um prinsessu sem er leið yfir því að eiga engan leikfélaga og kisuna sem finnur ráð við því. Stutt verkefni fylgja.

 

 

 

NÝ BÓK

Söngva-Borga eftir Jón Trausta

Við höldum áfram að tína inn bækur Jóns Trausta og má öllum vera ljóst að við munum ekki linna látum fyrr en allt hans efni er komið á Lestu.is en maðurinn er í miklu uppáhaldi undirritaðs. Í dag fáið þið söguna Söngva-Borga. Er hún ein af þremur sögulegu skáldsögum Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar) þar sem hann sækir efniviðinn í sömu íslensku ættina. Hinar sögurnar eru Veislan á Grund og Hækkandi stjarna. Sögurnar eru þó allar sjálfstæðar og gerast á mismunandi tímum. Er Söngva-Borga styst af þessum sögum en þó engu síðri en hinar. Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) hóf ritferil sinn á kveðskap og hér nýtir hann þá gáfu sína vel og skreytir söguna með ljóðum. Já, hér enn ein fjöðurin í hatt þessa íslenska skáldarisa.

NÝ BÓK

Bárðar saga Snæfellsáss

Þessa vikuna bjóðum við upp á Bárðar sögu Snæfellsáss. Telst hún til Íslendingasagna, talin rituð á fyrri hluta 14. aldar og því með yngri sögum í þeim flokki, enda má jafnvel segja að hún sé meir í ætt við riddarasögur og fornaldarsögur Norðurlanda. Hún segir frá Bárði Dumbssyni af ætt bergbúa, sem flýr Noreg og sest að undir Snæfellsjökli á Íslandi. Lendir hann í ýmsum ævintýrum en á endanum hverfur hann inn í jökulinn og gerist einn af landvættum Íslands. Sagan er sögð í ýkjustíl, en höfundi hennar tekst þó ótrúlega vel að halda í ákveðinn trúverðugleika og úr verður hin skemmtilegasta lesning.

NÝ BÓK

Fjórar bækur á ensku
eftir Fergus Hume

Það er komið að því að kynna til sögunnar nýjan höfund í ensku bókadeildinni okkar. Þar með eru höfundarnir í þeirri deild orðnir þrír. Við reynum að hafa þetta á léttu nótunum yfir sumarmánuðina og einblínum þessa stundina á vinsæla sakamálahöfunda frá fyrri tíð. Síðast var það Catherine Louisa Pirkis sem margir segja að hafi skapað fyrsta alvöru kvenspæjarann, Loveday Brooke, en nú er komið að Fergus Hume sem var gríðarlega vinsæll höfundur við lok 19. aldar. Fyrsta bókin sem hann skrifaði var The Mystery of a Hansom Cab sem sumir vilja meina að hafi verið mest selda sakamálasagan sem gefin var út á öllum Viktoríutímanum. Við höfum valið fjórar bækur eftir Hume, en þær eru:

  • Hagar of the Pawn-Shop
  • The Mystery of a Hansom Cab
  • The Secret Passage
  • The Silent House

NÝ BÓK

Barnabók: Geiturnar þrjár

Við bjóðum nú upp á hina þekktur og skemmtilegu sögu um geitafjölskylduna sem vill borða safaríka grasið hinum megin við brúna og tröllið sem býr undir brúnni.

 

 

 

NÝ BÓK

Kynjalyfið eftir Walter Scott

Þessa vikuna bjóðum við upp á söguna Kynjalyfið eftir Walter Scott, en hún er spennandi ævintýrasaga frá tímum krossferðanna. Þýðandi þessarar útgáfu sögunnar er ókunnur, en hún birtist í Nýjum Kvöldvökum árið 1918 og verður að segjast eins og er að þýðingin er nokkuð forn. Það rýrir þó á engan hátt skemmtanagildi hennar og gerir hana kannski bara enn skemmtilegri. Því hefur hefur verið haldið fram að skoski lögfræðingurinn Walter Scott hafi verið fyrsti rithöfundurinn sem naut alþjóðlegrar hylli meðan hann lifði. Náðu vinsældir hans út um allan hinn enskumælandi heim, auk þess sem sögur hans nutu mikilla vinsælda í mörgum löndum Evrópu. Þá hefur honum verið eignaður heiðurinn af því að vera fyrsti sögulegi rithöfundurinn. Þekktastur er hann fyrir sögurnar Ivar Hlújárn (Ivanhoe), Rob Roy, The Lady of the Lake, Waverley og Kynjalyfið.

NÝ BÓK

Vopnfirðinga saga

Við höldum áfram að tína inn Íslendingasögurnar. Nú höldum við til Austfjarða og skoðum Vopnfirðingasögu. Vopnfirðingasaga gerist einkum í Vopnafirði og spannar tímabilið frá landnámi og fram yfir kristnitöku árið 1000. Þar segir af baráttu Hofverja og Krossvíkinga um völd í héraði. Lykilpersónur sögunnar eru þeir Brodd-Helgi á Hofi og Geitir Lýtingsson í Krossavík. Voru þeir goðorðsmenn og miklir fyrir sér. Þá segir einnig af sonum þeirra, þeim Víga-Bjarna og Þorkatli Geitissyni. Þó svo að sagan hafi ekki notið jafn mikilla vinsælda og aðrar kunnari sögur hefur hún að geyma frábæra kafla sem gefa því besta úr þeim sögum ekkert eftir. Sérstaklega þykja mannlýsingar sterkar í sögunni og þá er eftirtektarvert hve stóran sess konur skipa.

NÝ BÓK

Áhugaverðar sakamálasögur fyrir sumarið: The Experiences of Loveday Brooke, Lady Detective eftir Catherine Louisa Pirkis

Í síðasta mánuði buðum við í fyrsta sinn upp á enskar bækur og munum gera það reglulega í framtíðinni. Þá kynntum við írska rithöfundinn Oscar Wilde og nokkur lykilverk eftir hann. Næsti höfundurinn sem við kynnum til sögunnar er Catherine Louisa Pirkis, en sögur hennar um kvenspæjarann Loveday Brooke þykja um margt tímamótasögur í þeim geira því hún var fyrst allra til að skrifa um kvenspæjara af einhverri list. Þeir sem gerst til þekkja vilja líka meina að ákveðinn skyldleika megi finna með Loveday Brooke og Sherlock Holmes. Þó svo að Arthur Conan Doyle hafi kynnt Holmes til sögunnar 1897, eða sex árum fyrr en Pirkis sendi frá sér fyrstu söguna um Loveday hallast sumir að því að Doyle hafi í nokkrum tilvikum leitað í smiðju Pirkis í sögum sínum. Hvað sem því líður þá bjóðum við í dag upp á sjö spennandi sögur um fyrsta alvöru kvenspæjarann.

NÝ BÓK

Barnabók: Pétur kanína

Þessa vikuna bjóðum við upp á skemmtilega barnasögu sem nefnist Pétur kanína. Sögunni fylgja stutt verkefni.

 

 

 

NÝ BÓK

Sögur herlæknisins III: Eldur og vatn
eftir Zacharias Topelius

Það er komið að þriðju sögunni af átjan í hinum stóra sagnabálki finnska skáldrisans Zachariasar Topeliusar sem hann kallaði Sögur herlæknisins. Nefnist þessi þriðja bók Eldur og vatn, en áður voru komnar Hringurinn konungsnautur og Sverðið og plógurinn. Hér er á ferðinni stórbrotin örlaga- og fjölskyldusaga sem spannar sögu Svía og Finna í tvær aldir eða frá því Gústaf Adólf kemst til valda allt fram á daga Gústafs þriðja. Meginþráður sögunnar er hringur einn sem býr yfir ákveðnum töframætti og minnir það um margt á Hringadróttinssögu Tolkiens. Umgjörð sögunnar er mjög hugvitssamleg, en Topelius lætur gamlan herlækni segja söguna og er aðkoma hans skemmtileg saga inni í sögunni sem gefur höfundinum ákveðið frelsi til að koma með utanaðkomandi skýringar og skoðanir inn í meginsöguna. Sniðugt stílbragð sem gengur fyllilega upp í höndum Topeliusar. Í þessari þriðju sögu fylgjumst við áfram með ævintýrum Bertels og Regínu og verður forvitnilegt að sjá hvernig allt fer fyrir þeim. Fyrir þá sem ekki vita það þá var allur sagnabálkurinn þýddur af Matthíasi Jochumssyni og er óhætt að segja að honum hafi tekist vel upp.

NÝ BÓK

Reisubók séra Ólafs Egilssonar

Í dag sækjum við töluvert langt aftur til fortíðar, því nú bjóðum við upp á Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Séra Ólafur Egilsson var prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyjum er Tyrkir komu þangað og var hertekinn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Þá fæddist þeim hjónum eitt barn í hafi stuttu eftir herleiðinguna. Örlögin höguðu því þannig að Ólafur sneri aftur úr herleiðingunni ári síðar og hafði þá ferðast um Algeirsborg í Afríku um Ítalíu og Frakkland sunnanvert og þaðan sjóleiðis til Hollands. Á endanum komst hann til Danmerkur og þaðan til Íslands. Ferð þessi hefur verið mikið þrekvirki; Ólafur bæði lítt talandi á erlendum tungum, auralaus og illa búinn til slíkrar farar. Þá bætti ekki úr að Þrjátíu ára stríðið var í algleymingi á þesum tíma, en inn í það drógust flestar þjóðir Evrópu með einhverjum hætti. Var Ólafi ætlað að koma af stað söfnun til að kaupa laust herleitt fólk. Gekk sú söfnun illa Í kjölfarið skrifaði Ólafur reisubók sem varð mjög vinsæl og er ein helsta heimild um þennan atburð.

NÝ BÓK

Eiríks saga rauða

Þessa vikuna ferðumst við alla leið til Grænlands í Eiríks sögu rauða. Segir hún frá landnámi norrænna manna á Grænlandi og landafundum í Vesturheimi. Sagan mun skráð snemma á 13. öld og er höfundur hennar ókunnur. Í flestum megindráttum mun Eiríks saga vera skáldskapur en byggir þó á sönnum atburðum, er eiginlega ofin inn í atburði sem áttu sér stað í raunveruleikanum. Þó svo að nafn sögunnar gefi til kynna að hún fjalli í megindráttum um Eirík Þorvaldsson hinn rauða, er því öðruvísi farið í sjálfri sögunni. Honum eru eiginlega ekki gerð mikil og góð skil nema í tveimur köflum. Ef miða ætti við rými og hlutdeild persónanna í sögunni mætti frekar segja að aðalpersóna sögunnar sé Guðríður Þorbjarnardóttir Vífilssonar, þess sem kom með Auði djúpúðgu til Íslands.

NÝ BÓK

Nýtt: Bækur á ensku - Oscar Wilde

Við á Lestu erum alltaf að reyna að bæta þjónustuna og í dag byrjum við á því að bjóða upp á bækur á ensku. Stefnum við að því að kynna a.m.k. einn höfund í hverjum mánuði. Fyrsti höfundurinn sem við kynnum er hinn litríki og stórskemmtilegi Oscar Wilde. Fæddist hann í Dyflinni á Írlandi 16. október árið 1854 en lést einungis 46 ára gamall í París 30. nóvember árið 1900. Er hann helst þekktur fyrir frábær leikrit, ljóð, smásögur og eina skáldsögu, The Picture of Dorian Gray. Wilde var einn skeleggasti fulltrúi fagurfræðinnar en megininntak hennar er ,,listin listarinnar vegna". En það voru ekki bara ritstörfin sem héldu nafni Wildes á lofti. Han var alla tíð mjög umdeildur, ekki síst fyrir líferni sitt. Var hann t.a.m. dæmdur og settur í fangelsi fyrir samkynhneigð sem þá var bönnuð á Englandi. Það segir sitt um hæfileika Wildes að verk hans lifa góðu lífi enn þann dag í dag og nú getið þið nálgast helstu verkhans hér á Lestu.is, en þau eru:

  • The Happy Prince and Other Tales
  • The Picture of Dorian Gray
  • The Importance of Being Earnest
  • Lord Arthur Savile's Crime and Other Stories

NÝ BÓK

Barnabók:
Kalli litli

Þessa vikuna bjóðum við upp á skemmtilega barnasögu frá Hollandi sem nefnist Kalli litli. Sögunni fylgja spurningar til umhugsunar og stutt verkefni.

 

 

 

NÝ BÓK

Kjalnesinga saga

Kjalnesinga saga er talin rituð um eða eftir aldamótin 1300. Þá er raunsæið farið að víkja fyrir reyfarakenndari atburðum og við merkjum aukinn skyldleika við þjóðsögur og riddarasögur. Ólíkt mörgum eldri sögum leggur höfundur meiri áherslu á að hreyfa við ímyndunarafli lesandans heldur en teygja einhvern sannleika til eða frá. Og það tekst höfundi Kjalnesinga sögu ágætlega. Sagan er bæði skemmtileg og vel upp byggð og höfundur hefur greinilega metnað að skrifa eitthvað meira en einhverja innihaldsrýra áfloga- og ástarsögu. Hann hefur líka skoðanir sem hann vill að lesandinn fái þef af.

NÝ BÓK

Sögur herlæknisins II:
Sverðið og plógurinn
eftir Zacharias Topelius

Sagan Sverðið og plógurinn er önnur í röðinni af átjan í hinum stóra sagnabálki finnska skáldrisans Zachariasar Topeliusar sem hann kallaði Sögur herlæknisins. Er þetta stórbrotin örlaga- og fjölskyldusaga sem spannar sögu Svía og Finna í tvær aldir eða frá því Gústaf Adólf kemst til valda allt fram á daga Gústafs þriðja. Meginþráður sögunnar er hringur einn sem býr yfir ákveðnum töframætti og minnir það um margt á Hringadróttinssögu Tolkiens. Umgjörð sögunnar er mjög hugvitssamleg, en Topelius lætur gamlan herlækni segja söguna og er lýsingin á því skemmtileg saga inni í sögunni sem gefur höfundinum ákveðið frelsi til að koma með utanaðkomandi skýringar og skoðanir inn í meginsöguna. Sniðugt stílbragð sem gengur fyllilega upp í höndum Topeliusar.

NÝ BÓK

Ævintýri I
eftir H. C. Andersen

Ævintýri H. C. Andersens hafa löngum verið okkur Íslendingum nákomin og höfum við á Lestu.is ákveðið að bjóðu upp á þau í nokkrum bindum. Í dag er komið að því fyrsta. Eru þetta ellefu ævintýri og var reynt að blanda saman ævintýrum sem flestir þekkja við önnur sem færri þekkja, en eru þó engu síðri. Af þekktum ævintýrum má nefna Eldfærin, Hans klaufa og Óla lokbrá; en ævintýri á borð við Förunautinn, Skuggann og Vonda kónginn þekkja færri. Það er ekki allra að skrifa fyrir börn. En það var í ævintýrunum sem Andersen fann sér farveg fyrir þann skáldskap sem bjó í honum og hann þurfti að koma frá sér. Frásagnarmátinn hentaði honum einstaklega vel og í honum tryggði hann sér það listræna frelsi sem honum var eðlislægt. Þar fær einlægnin að njóta sín og barnið í honum, en um leið skilar hann sínum boðskap til lesandans á fumlausan hátt, boðskap sem á ekki síður erindi til fullorðinna og er tímalaus í eðli sínu.

NÝ BÓK

Dagbók vesturfara (1. bindi)
eftir Jóhann Magnús Bjarnason

Hér birtist dagbók vestur-íslenska rithöfundarins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-1945) - fyrsta bindið af þremur og nær það yfir árin 1902-1918. Dagbókin varpar ómetanlegu ljósi á líf og starf eins af okkar merkustu höfundum en lýsir jafnframt einstöku samfélagi Vestur-Íslendinga á sléttunum miklu í Norður-Ameríku. Jóhann Magnús Bjarnason varð metsöluhöfundur á árunum upp ur 1900 með hinum töfrandi frásögnum af Eiríki Hanssyni og Brasilíuförunum.

NÝ BÓK

Snorra-Edda I

Í dag bjóðum við upp á eina af helstu perlum íslenskra fornbókmennta, en það er fyrri hluti Snorra-Eddu sem hefur að geyma Prologus og Gylfaginningu. Mun það vera ritað af Snorra Sturlusyni einhvern tíma á bilinu 1220-1230. Snorra-Edda hefst á Prologus (formála) þar sem lýst er sköpun heims, upphafi trúarbragða og tilurð hinna fornu ása. Meginmálið skiptist svo í þrjá hluta þar sem fremst fer Gylfaginning, þá Skáldskaparmál og loks Háttatal. Gylfaginning er öðrum þræði frásögn og kennslubók í goðafræði. Er hún okkar helsta heimild um norrænan goðsagnaheim. Skáldskaparmál segja frá upphafi skáldskaparins. Þar er kenningum og heitum lýst með dæmum. Einnig er þar að finna fjölmargar goðsögur og hetjusögur sem sagðar eru til að lýsa uppruna kenninga. Þriðji hlutinn er kvæðið Háttatal ásamt bragfræðiskýringum. Það er hundrað og tvær vísur og sýnir þá bragarhætti og afbrigði þeirra sem Snorri þekkti.

NÝ BÓK

Sögur Fjallkonunnar II

Fyrir nokkru buðum við upp á fyrra bindið af Sögum Fjallkonunnar og í dag fáið þið svo síðara bindið. Tímaritið Fjallkonan kom út á árunum 1884-1911 og naut lengstum mikilla vinsælda. Fyrsti ritstjóri þess og eigandi var Valdimar Ásmundsson og eftir að hann lést tók kona hans Bríet Bjarnhéðinsdóttir við blaðinu um hríð. Auk þess sem blaðið var vettvangur almennrar þjóðmálaumræðu lagði ritstjóri þess mikla áherslu á að blaðið væri gluggi út í hinn stóra heim og þýddi Valdimar sjálfur sögur eftir marga öndvegishöfunda. Við höfum tekið saman brot af því besta úr þessum þýðingum og sett saman í tvö bindi. Í þessu síðara bindi má finna sögur eftir höfunda eins og Mark Twain, J. Ricard, Henry Cantell og fleiri. Eru sögurnar bæði stórskemmtilegar og áhugaverðar.

NÝ BÓK

Kvæði
eftir Eggert Ólafsson

Þessa vikuna bjóðum við upp á forvitnilega bók úr fortíðinni, en það er Kvæðasafn Eggerts Ólafssonar sem lest árið 1768. Eggert orti töluvert um æfina þó svo að hann teljist ekki til stórskálda. Fjölnismenn hömpuðu honum og hafði hann mikil áhrif á þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson. Eggert var þó á engan hátt jafn mikið skáld og hann var fræðimaður og baráttumaður, og voru kvæði hans flest því marki brennd að vera farvegur fyrir skoðanir hans og baráttumál í lífinu. Þrátt fyrir að kvæði hans verði seint talinn haglega eða vel ort fá þau mikinn kraft úr eldmóðinum sem á stundum hrífur lesandann svo með sér að hann gleymir öllu öðru.

NÝ BÓK

Sálmar á atómöld
eftir Matthías Johannessen

Í dag erum við í hátíðarskapi og bjóðum upp á hina frábæru bók Sálmar á atómöld eftir Matthías Johannessen.  Sálmarnir  komu fyrst út sem hluti af bókinni Fagur er dalur árið 1966. Voru þeir þá 49, en aldarfjórðungi síðar (1991) voru þeir gefnir út í sér bók með því nafni og hafði þeim þá fjölgað og voru orðnir 65.  Sálmarnir hans Matthíasar eru ólíkir venjulegum sálmum, en hafa samt sterk trúarleg tengsl og skírskotanir.  Alveg eins og Kristur fann trú sinni farveg í einföldum hvunndagshetjum, finnur Matthías trúarleit sinni stað í hversdagsleikanum.  Hann upphefur hversdagsleikann og skoðar lykilhugtök trúarinnar í honum.  Trú hans er ekki trú tyllidaga og hátíðleika, heldur trú hins venjubundna dags með öllum sínum blæbrigðum. 

NÝ BÓK

Piltur og stúlka

Eins og svo oft áður bjóðum við upp á tímamótaverk á síðum okkar í dag. Er það skáldsagan Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen sem kom út árið 1850 og telst vera fyrsta íslenska skáldsagan sem gefin var út á Íslandi. Jafnframt því að vera fyrsta skáldsagan setti hún tóninn fyrir þá höfunda sem á eftir komu. Sagan hefur löngum verið talin falla undir mælistiku raunsæis, enda lýsir hún íslenskum samtíma nokkuð vel og trúverðuglega. Ef litið er á byggingu sögunnar, persónusköpun og fléttu verður hún þó seint talin til raunsæis. Þar svífur rómantíkin yfir vötnum. En hvað sem öllum flokkunum líður er sagan mikilvæg í sögulegu tilliti og þá er ekki verra að hún líka bráðskemmtileg aflestrar.

NÝ BÓK

Egils saga Skallagrímssonar

Þessa vikuna bjóðum við ykkur upp á sjálfa Egils sögu Skallagrímssonar. Sú saga er og verður okkur Íslendingum ávallt hugleikin, enda ein af stóru sögunum og talin skrifuð af Snorra Sturlusyni. Er þetta ættarsaga sem stundum er skipt í tvo hluta, sá fyrri (kaflar 1-27) segir sögu Kveld-Úlfs Bjálfasonar; sona hans Skalla-Gríms og Þórólfs og baráttu þeirra við norska konungsvaldið. Sá síðari segir svo sögu Egils sjálfs, af skáldinu, vígamanninum og bóndanum sem býður erlendu valdi byrginn og hefur sigur að lokum. Já, það er ekki bara í dag að Íslendingar halda í útrás og koma sér í vandræði.

NÝ BÓK

Benjamín Franklín
Ævisaga

Í dag bjóðum við upp á bók sem lengi hefur verið ófáanleg. Er það ævisaga Benjamíns Franklíns í þýðingu Jóns Sigurðssonar. Er hún eftir mann að nafni Jørgen Wilhelm Marckmann og kom fyrst út í Danmörku árið 1837. Varð bókin strax afar vinsæl og hefur Jóni þótt mikið til hennar koma því hann hóf strax að þýða hana á íslensku. Var hún gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 1839. Bókin er um margt mjög merkileg. Í fyrsta lagi er gaman að kynna sér ævi þessa merka manns og þá er boðskapur bókarinnar sígildur og á jafn vel við í dag og þegar bókin var skrifuð. Benjamín Franklín var holdgervingur heilbrigðrar hugsunar og bara við það að lesa um manninn er eins og maður eignist hlutdeild í þeim góðu eiginleikum sem prýddu þetta stórmenni. Það sem þó gerir þessa bók ekki síður forvitnilega fyrir okkur Íslendinga er sú staðreynd að þýðingin er unnin af Jóni Sigurðssyni.

NÝ BÓK

Sögur herlæknisins I
eftir Zacharias Topelius

Í dag bjóðum við upp á sannkallaða perlu úr fortíðinni. Er það fyrsta sagan af fimmtán í sagnabálkinum Sögur herlæknisins eftir finnska höfundinn Zacharias Topelius. Er hér um að ræða örlaga- og fjölskyldusaga sem spannar sögu Svía og Finna í tvær aldir eða frá því Gústaf Adólf kemst til valda allt fram á daga Gústafs þriðja. Meginþráður sögunnar er hringur einn sem býr yfir ákveðnum töframætti og minnir það um margt á Hringadróttinssögu Tolkiens. Umgjörð sögunnar er mjög hugvitssamleg, en Topelius lætur gamlan herlækni segja söguna og er lýsingin á því skemmtileg saga inn í sögunni sem gefur höfundinum ákveðið frelsi til að koma með utanaðakomandi skýringar og skoðanir inn í meginsöguna. Sniðugt stílbragð sem gengur fyllilega upp í höndum Topeliusar. Við hvetjum ykkur til að lesa þessa fyrstu sögu og byggja þannig upp fjölda ánægjustunda í framtíðinni.

NÝ BÓK

Reykjavík um aldamótin 1900
eftir Benedikt Gröndal

Í dag er það Ritgerð Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndal um Reykjavík árið 1900 er bæði ómetanleg heimild um lífið á þessum mótunarárum höfuðstaðarins og skemmtileg frásögn þar sem skáldið og rithöfundurinn fer á kostum og skemmtir okkur með leiftrandi lýsingum á mannlífi og menningu þess tíma. Ritgerðin gefur hinni sígildu sjálfsævisögu Benedikts, dægradvöl ekkert eftir og er í raun eins og skemmtilegur viðauki við hana. Sagan á erindi til allra sem unna góðri alþýðusagnfræði og frábærum stíl.

NÝ BÓK

Söknuður
eftir Jóhann Jónsson

Í dag bjóðum við upp á sannakallaðan gimstein í bókmenntun okkar Íslendinga. Er það ljóð og laust mál Jóhanns Jónssonar, skáldsins sem færði okkur ljóðið Söknuð. Söknuður er eitt fallegasta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu, og þó svo að liðin séu um áttatíu ár síðan það kom út hefur snilld þess hvergi fölnað og stendur það enn á jafntraustum grunni og þegar það var ort. Ljóðið er einnig merkilegt fyrir það að ásamt með ljóðinu Sorg eftir Jóhann Sigurjónsson er það talið marka upphaf nútíma ljóðagerðar. Nýtt og ferskt form þess olli straumhvörfum í íslenskri ljóðagerð. Jóhann varð ekki langs lífs auðið, en hann fæddist 12. September árið 1896 og lést 1. september árið 1932 stuttu fyrir þrítugasta og sjötta afmælisdag sinn, úr berklum. Þessi bók hefur að geyma ljóð og laust mál Jóhanns, auk vandaðra ritgerða um manninn og verk hans eftir þá Gunnar Má Hauksson og Inga Boga Bogason.

NÝ BÓK

Jakob Ærlegur
eftir Frederick Marryat

Í dag bjóðum við upp á eina af perlum heimsbókmenntanna. Er það sagan Jakob Ærlegur eftir Frederick Marryat. Er vandfundin saga sem endurspeglar jafn mikla frásagnagleði og veitir lesandanum jafn mikla ánægju. Hún fjallar fyrst og fremst um drenginn Jakob sem verður fyrir því óláni að missa foreldra sína ungur og stendur í kjölfarið uppi munaðarlaus. Hafði hann þá alið allan sinn stutta aldur með foreldrum sínum á flutningabát á ánni Thames og vissi ekkert um lífið utan þess sem sneri að því. Fylgjumst við með honum takast á við nýjan og framandi veruleika allt fram á fullorðinsár. Auk aðalpersónunnar kynnumst við mörgum öðrum áhugaverðum persónum í bókinni sem seint hverfa úr minni. Sagan kom fyrst út árið 1834 og varð strax mjög vinsæl. Þá var hún lesin af öllum aldurshópum, en af einhverjum undarlegum ástæðum hefur hún að undanförnu verið flokkuð sem barna- og unglingabók, sem er synd. Jakob Ærlegur er saga sem allir geta haft ánægju af að lesa.