Smásögur

Sögur

Þessi bók hefur að geyma sögur þær sem Einar lét fylgja með ljóðunum í fyrstu bók sinni Sögur og kvæði sem kom út árið 1897. Eru það sögurnar Svikagreifinn, Gullský, Valshreiðrið og Farmaðurinn. Af þeim er sagan Valshreiðrið kunnust, en hún þykir af mörgum besta sagan sem Einar skrifaði. Hinum sögunum þrem hefur lítið verið hampað, enda standa þær Valshreiðrinu langt að baki í listrænu tilliti. Þær eru þó allrar athygli verðar og um margt skemmtileg lesning. Þá má með nokkrum sanni segja að sagan Gullský verði vart flokkuð sem saga, heldur einhvers konar stemningsprósi. Söguna eða sögubrotið, Undan krossinum, lét Einar prenta árið 1898.

HÖFUNDUR:
Einar Benediktsson
ÚTGEFIÐ:
2010
BLAÐSÍÐUR:
bls. 131

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...