SKÁLDSAGA

Ívar hlújárn

Ívar hlújárn (Ivanhoe) er söguleg skáldsaga eftir skoska rithöfundinn Sir Walter Scott sem kom út árið 1820 í þremur bindum. Varð hún á augabragði afar vinsæl og áttu þær vinsældir eftir að lifa lengi. Er það trú margra fræðimanna að sagan hafi brotið blað hvað varðar áhuga almennings á miðöldum og sögulegum staðreyndum fyrri alda.

Er þetta stórbrotin örlagasaga sem gerist á 12. öld, rúmri öld eftir að Normannar náðu völdum á Englandi og saxneskar fjölskyldur eiga mjög undir högg að sækja. Aðal hetja sögunnar er ungur saxneskur hefðarmaður, Wilfred, sem í óþökk föður síns Cedrics sver Normanna konunginum Ríkharði ljónshjarta hollustu sína. Margar eftirtektarverðar persónur koma fyrir í sögunni, s.s. Hrói höttur, hirðfíflið Vambi og gyðingurinn Ísak frá Jórvík og dóttir hans Rebekka, en sagan er einmitt skrifuð á þeim tíma þegar verið var að setja ný lög á Englandi í þeim tilgangi að auka réttindi Gyðinga sem höfðu í árhundruð verið þar annars flokks borgarar.

Þó svo að sagan sé skáldsaga er hún skrifuð inn í raunverulegt sögusvið og þótti Scott hafa tekist vel að setja sig inn í sögutímann og flétta atburði sögunnar inn í raunverulega atburði.


HÖFUNDUR:
Walter Scott
ÚTGEFIÐ:
2015
BLAÐSÍÐUR:
bls. 258

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :