Bókasafnið
Hér er boðið upp á vandaðar bækur af ýmsu tagi til að lesa beint af tölvunni eða í þeim nýju tækjum sem útbúin hafa verið sérstaklega til þess brúks og eru að ryðja sér til rúms. Munum við fyrsta kastið einbeita okkur að því að bjóða upp á íslenskar bækur. Bækurnar eru flokkaðar eftir titlum og höfundum og stöku efnisflokkum. Þannig verða fornrit og Íslendingasögur þar sem enginn höfundur er kunnur einungis taldar upp í titlum og á það líka við um safnrit.
Eins og þeir sem gerst til þekkja vita er nú boðið upp á fjölmörg tól til að nýta sér bækur á Netinu. Eru útfærslurnar nokkuð margar og erfitt að henda reiður á þeim öllum. Við munum kannski sjá okkur fært að bjóða upp á alla þá valmöguleika sem ólík tæki kalla eftir með tíð og tíma, en nú fyrst um sinn ákváðum við að bjóða upp á hvern texta í þremur útfærslum, þ.e. í flettibók, ePub og mobi. Ef þið viljið sjá fleiri útfærslur hvetjum við ykkur til að hafa samband og við skoðum hvort við getum orðið við óskum ykkar.
Hvað varðar magn og efnisval, þá gerast góðir hlutir hægt en við munum tína inn nýjar bækur jafnt og þétt og reiknum með að hér verði komið hið ágætasta bókasafn á skömmum tíma.
Það er svo von okkar að þessi nýja þjónusta falli í góðan jarðveg og sem flestir nýti sér þennan nýja valkost.