Leiðbeiningar fyrir
Kindle-eigendur

Það er lítil fyrirhöfn í því að setja rafbækur af Lestu.is inn á Kindle-lesbretti. Margir eru þó vanir því að kaupa bara bækur í gegnum Amazon og fá þær beint inn á Kindle. Ferlið er aðeins annað þegar sóttar eru bækur af Lestu.is en það er sáraeinfalt ferli ef þið fylgið skrefunum hér að neðan.

1. Setjið Kindle í samband við tölvuna
með USB-snúrunni sem fylgdi með.

2. Farið á vefsíðuna Lestu.is í tölvunni
og veljið þá sögu sem á að sækja.

3. Vistið bókina á tölvuna.

Þegar þið eruð komin inn á síðu sögunnar sem þið viljið sækja finnið þið „SKOÐA EÐA SÆKJA BÓKINA“ dálkinn. Þar smellið þið á Kindle og ef þið notið Internet Explorer ætti vafrinn þá að bjóða ykkur að vista skjalið einhvers staðar á tölvunni. Á Google Chrome eða Mozilla Firefox er gott að hægri smella á Kindle-táknið og velja „Save link as“.

4. Flytjið bókina yfir á Kindle.

Það sem við ætlum að gera núna er að vista skrána ekki á tölvuna heldur beint á Kindle. Ef þið eruð með Kindle tengt með USB-snúrunni ætti það að birtast vinstra megin í skráarglugganum eins og venjulegur harður diskur. Smellið á Kindle og þá ætti að birtast listi með möppum sem er að finna á harða diski Kindle-tækisins. Smellið á Documents möppuna og vistið skrána þar. Þá er þetta bara komið! Þið munið bara að nota „Safely remove hardware“ hnappinn í tækjastikunni til að aftengja Kindle-tækið áður en þið takið það úr sambandi.