Hvað er IP tölu gátt?

http://gatt.lestu.is

Við höldum utan um aðgengi skóla og stofnana að Lestu.is með svo kallaðri IP-tölu gátt. Öll nettengd tölvukerfi senda frá sér IP-tölu út á netið sem er eins konar kennitala. Til þess að auðvelda skólum og stofnunum aðgengi opnum við fyrir aðgang að síðunni í gegnum IP-tölu gátt. Það þýðir að við opnum fyrir IP-tölu skólans eða stofunarinnar og er þá opið fyrir aðgang á öllum tölvum viðkomandi kerfis. Það þýðir t.d. að kennarar þurfa ekki að slá inn aðgangsorð á hverri einustu tölvu heils bekkjar. Einnig er kostur fyrir Lestu.is að ekki er hætta á að lykilorðin dreifist út fyrir skólann/stofnunina. Ef þú ert í skóla eða stofnun sem er með IP-tölu aðgengi ferð þú einfaldlega á forsíðu Lestu.is (www.lestu.is) og smellir á rauða "IP- tölu gátt" hnappinn í valmyndinni. Við það ætti síðan að hlaðast aftur upp en slóðin breytast í "gatt.lestu.is". Ef það gerist ertu komin/n með fullan aðgang að síðunni og getur skoðað allt efnið að vild án þess að þurfa að slá inn lykilorð. Ef einhver vandamál koma upp skulið þið hafa samband við Lestu.is á lestu@lestu.is eða í síma 551-6400.