Anna Katharine Green
Anna Katharine Green var bandarískur rithöfundur og skáld. Hún var einn fyrsti glæpasagnahöfundur Bandaríkjanna, og var þekkt fyrir að skrifa sögur með vel úthugsaðri atburðarás og lagalegri nákvæmni. Hún hefur verið kölluð „móðir sakamálasögunnar“.
Anna Katharine Green fæddist í Brooklyn í New York-borg þann 11. nóvember 1846. Snemma hneigðist hugur hennar til að skrifa rómantísk ljóð og hún skrifaðist á við Ralph Waldo Emerson. En ljóð hennar náðu ekki vinsældum, og því hófst hún handa við að skrifa sína fyrstu og þekktustu skáldsögu, The Leavenworth Case (1878). Sagan sló strax í gegn og Green varð metsöluhöfundur. Samtals skrifaði hún u.þ.b. 40 bækur. Green giftist Charles Rohlfs og átti með honum þrjú börn. Hún lést í Buffalo í New York-fylki 11. apríl árið 1935, þá 88 ára gömul.