SKÁLDSAGA Á ensku

The Tenant of Wildfell Hall

The Tenant of Wildfell Hall er seinni skáldsagan af tveimur eftir enska rithöfundinn Anne Brontë. Hún kom fyrst út árið 1848 undir höfundarnafninu Acton Bell. Af öllum skáldsögum þeirra Brontë-systra olli þessi líklega mestu fjaðrafoki og naut strax mikillar velgengni, en eftir að Anne lést kom Charlotte systir hennar í veg fyrir að hún yrði endurútgefin.

Skáldsagan er sett upp sem safn bréfa frá Gilberti Markham til vinar síns og mágs. Dularfull ung ekkja tekur á leigu setrið Wildfell Hall, sem staðið hefur autt árum saman, og býr þar ásamt ungum syni sínum og gamalli þjónustukonu, án þess að eiga nokkurt samneyti við fólkið í nágrenninu. Ekkjan, sem kynnir sig sem Helen Graham, verður brátt að umtalsefni slúðurbera, en Gilbert Markham neitar að trúa sögusögnunum og vingast við Helen. Þá kemur ýmislegt úr fortíð hennar fram í dagsljósið.

Flestir gagnrýnendur í dag telja The Tenant of Wildfell Hall vera eina af fyrstu feminísku skáldsögum bókmenntanna.


HÖFUNDUR:
Anne Brontë
ÚTGEFIÐ:
2018
BLAÐSÍÐUR:
bls. 510

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :