SKÁLDSAGA

Gandreiðin

Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal stendur nokkuð utan við bókmenntalegt umhverfi sinnar samtíðar. Sagan Heljarslóðarorrusta og gleðileikurinn Gandreiðin áttu sér t.a.m. engar hliðstæður í íslenskum bókmenntum þegar þær komu út og eiga það varla enn þann dag í dag.   Benedikt var vel lesinn og sótti stílbrigði, orðaforða og efnistök gjarnan til fortíðarinnar og gæti það átt þátt í því hve eftirlifandi kynslóðir hafa sinnt honum lítið.  En stílsnilld hans verður þó aldrei dregin í efa og hún birtist okkur vel í gleðileiknum Gandreiðin sem kom fyrst út árið  1866.


HÖFUNDUR:
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal
ÚTGEFIÐ:
2011
BLAÐSÍÐUR:
bls. 52

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...