SKÁLDSAGA Á ensku

Our Mutual Friend

Sagan Our Mutual Friend er síðasta skáldsagan sem Charles Dickens lauk við, skrifuð á árunum 1864-65.

Maður nokkur finnst drukknaður í ánni Thames og er talinn vera John Harmon, kominn aftur til Englands til að taka við arfi eftir föður sinn. Arfurinn gengur þá til Boffin-hjónanna, og þau taka að sér ungu konuna, Bellu Wilfer, sem Harmon hafði átt að giftast sem skilyrði fyrir því að hljóta arfinn. Hinn raunverulegi John Harmon er hins vegar enn á lífi og ræður sig til starfa hjá Boffin-hjónunum til þess að geta fylgst með þremenningunum án þess að þau viti hver hann er.

Dickens bregður hér upp mynd af Lundúnaborg Viktoríutímans þar sem andstæður togast á: auðlegð og örbirgð. Eins og höfundarins er von og vísa hefur þessi saga að geyma háðsádeilu og samfélagsrýni, margbrotinn söguþráð og ógrynni litríkra persóna.


HÖFUNDUR:
Charles Dickens
ÚTGEFIÐ:
2019
BLAÐSÍÐUR:
bls. 1036

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :