SKÁLDSAGA

Pétur Simple

Bókin Pétur Simple eftir Frederick Marryat kom fyrst út árið 1834. Segir hún sögu drengsins og prestsonarins Péturs sem jafnframt er álitinn nokkurs konar svartur sauður fjölskyldunnar og sendur er til sjós að standa vaktina fyrir breska heimsveldið er það á í stríði við Frakka undir stjórn Napóleóns. Sagan naut gríðarlegra vinsælda strax eftir að hún kom út og hefur gert alla tíð síðan. Eins og flestar sögur Marryats er hér um að ræða skemmtilega ævintýrasögu með alvarlegri undirtón og beittri ádeilu. Marryat sjálfur var sjóliðsforingi um hríð í breska flotanum og síðar skipstjóri og vissi því vel hvað hann var að tala um. Rétt er að vekja athygli á því að þýðingin er frá 1924 en það ár var hún framhaldssaga í tímaritinu Nýjum kvöldvökum. Er þýðanda ekki getið. Miðað við aldur þýðingar er málfarið nokkuð nútímalegt og venst fljótt.

HÖFUNDUR:
Frederick Marryat
ÚTGEFIÐ:
2011
BLAÐSÍÐUR:
bls. 605

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...