Gustave Flaubert
Gustave Flaubert (1821–1880) var franskur skáldsagnahöfundur. Hann var gríðarlega áhrifamikill rithöfundur og brautryðjandi á sviði franskra raunsæisbókmennta. Þekktasta skáldsaga hans, Madame Bovary, er almennt talin með helstu meistaraverkum heimsbókmenntanna.