Henry David Thoreau

Henry David Thoreau var bandarískur rithöfundur, skáld og heimspekingur, með meiru. Hann var einn af forsprökkum hugsæishyggju (transcendentalisma), fylgjandi afnámi þrælahalds og mótfallinn skattlagningu. Thoreau er þekktastur fyrir bókina Walden, sem inniheldur hugleiðingar hans um fábrotið líferni í náttúrulegu umhverfi, og fyrir ritgerðina Civil Disobedience(eða Resistance to Civil Government), þar sem hann talar fyrir óhlýðni gagnvart óréttlæti af hálfu yfirvalda. Með hugmyndum sínum um borgaralega óhlýðni hafði Thoreau mótandi áhrif á síðari tíma hugsuði og leiðtoga, svo sem Leo Tolstoy, Mahatma Gandhi og Martin Luther King.