Íslendingasögur

Jómsvíkingasaga

Jómsvíkinga saga er íslensk fornsaga sem segir frá víkingum sem stofnuðu virkið Jómsborg, og komu þar á bræðralagi hermanna sem voru kallaðir Jómsvíkingar. Jómsvíkingasaga mun hafa verið samin á Íslandi um 1200. Þó að Jómsvíkingasaga sé ekki talin traust söguleg heimild, hefur hún sögulegan kjarna. Skipta má sögunni í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum er sagt frá nokkrum Danakonungum fram til Haraldar Gormssonar. Í miðhlutanum er sagt frá nokkrum höfðingjum frá Fjóni í Danmörku. Koma þar mest við sögu Vagn Ákason og Pálnatóki, en sá síðarnefndi stofnaði víkingaborgina Jómsborg á suðurströnd Eystrasalts. Þriðji hlutinn segir frá því að Sveinn tjúguskegg Danakonungur býður Jómsvíkingum í veislu og vélar þá til að fara í herför til Noregs, til að velta Hákoni jarli af stóli.

HÖFUNDUR:
Óþekktur
ÚTGEFIÐ:
2011
BLAÐSÍÐUR:
bls. 171

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...