Íslendingasögur

Kjalnesinga saga

Kjalnesinga saga er talin rituð um eða eftir aldamótin 1300. Þá er raunsæið farið að víkja fyrir reyfarakenndari atburðum og við merkjum aukinn skyldleika við þjóðsögur og riddarasögur. Ólíkt mörgum eldri sögum leggur höfundur meiri áherslu á að hreyfa við ímyndunarafli lesandans heldur en teygja einhvern sannleika til eða frá. Og það tekst höfundi Kjalnesinga sögu ágætlega. Sagan er bæði skemmtileg og vel upp byggð og höfundur hefur greinilega metnað að skrifa eitthvað meira en einhverja innihaldsrýra áfloga- og ástarsögu. Hann hefur líka skoðanir sem hann vill að lesandinn fái þef af.


HÖFUNDUR:
Óþekktur
ÚTGEFIÐ:
2012
BLAÐSÍÐUR:
bls. 62

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :