James Joyce

James Joyce var írskur rithöfundur og skáld. Hann var einn af frumkvöðlum módernismans og er talinn með áhrifamestu rithöfundum tuttugustu aldarinnar.

Þekktustu verk Joyce eru skáldsögurnar Ulysses (1922), A Portrait of the Artist as a Young Man (1916) og Finnegans Wake (1939), og smásagnasafnið Dubliners (1914). Meðal annarra verka hans má nefna leikrit og þrjár ljóðabækur.