SKÁLDSAGA Á ensku

Emma

Skömmu áður en Mansfield Park kom út hóf Jane Austen að skrifa söguna Emma, sem var gefin út árið 1816, ári áður en hún lést. Söguhetjan Emma er á margan hátt óvenjuleg; nokkurs konar slettireka, og þarf nokkurn vilja til að hafa samúð með henni. Hún leikur sér að örlögum annarra á óskammfeilinn hátt og er óhætt að segja að flest það sem hún kemur nærri fær slæman endi. Að lokum sér hún þó að sér fyrir tilstilli vinar síns Johns Knightley. Eru margir sem vilja meina að Emma sé besta verk höfundar en ekki Hroki og hleypidómar. Áherslan er eins og í fyrri bókum Austen á hvað það er sem fær fólk til að gera það sem það gerir og spila venjur og siðir nokkuð stóra rullu þar.


HÖFUNDUR:
Jane Austen
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 504

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :