SKÁLDSAGA Á ensku

Northanger Abbey

Northanger Abbey var fyrsta skáldsagan sem Jane Austen lauk við, en hún var þó ekki gefin út fyrr en 1817, að höfundinum látnum. Hér gerir Austen m.a. gys að sögum sem voru vinsælar á þeim tíma og mætti flokka sem gotneskar hryllingssögur.

Söguhetjan, hin unga Catherine Morland, er afar upptekin af gotneskum skáldsögum og dreymir um að upplifa rómantísk ævintýri. Meðan á dvöl í Bath stendur fær hún í fyrsta sinn að kynnast samkvæmislífinu. Hún eignast nýja kunningja, þar á meðal systkinin Isabellu og Henry Tilney, sem bjóða henni heim til sín í hið mjög svo dularfulla Northanger Abbey. Þar fær ímyndunarafl Catherine lausan tauminn.


HÖFUNDUR:
Jane Austen
ÚTGEFIÐ:
2018
BLAÐSÍÐUR:
bls. 246

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :