SKÁLDSAGA Á ensku

Pride and Prejudice

Árið 1796, þegar Austen var 21 árs, skrifaði hún sögu sem hún nefndi First Impressions. Eins og með Sense and Sensibility endurskrifaði hún hana síðar og kom hún fyrst út árið 1813 undir nafninu Pride and Prejudice (Hroki og hleypidómar). Er hún sennilega hennar þekktasta og, að margra mati, besta saga. Helstu persónurnar í þeirri sögu eru Elizabeth Bennet og Fitzwilliam Darcy. Í sögunni etur Austen saman hleypidómum Elísabetar gegn aðlinum og hroka eða stolti aðalsmannsins Darcy. Stéttarvitundin reynir að hafa hemil á tilfinningunum en á endanum sættast andstæðurnar og tilfinningarnar taka völdin.


HÖFUNDUR:
Jane Austen
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 460

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :