SKÁLDSAGA

Dagbók vesturfara (1. bindi)

Hér birtist dagbók vestur-íslenska rithöfundarins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-1945) - fyrsta bindið af þremur og nær það yfir árin 1902-1918. Dagbókin varpar ómetanlegu ljósi á líf og starf eins af okkar merkustu höfundum en lýsir jafnframt einstöku samfélagi Vestur-Íslendinga á sléttunum miklu í Norður-Ameríku.
Jóhann Magnús Bjarnason varð metsöluhöfundur á árunum upp ur 1900 með hinum töfrandi frásögnum af Eiríki Hanssyni og Brasilíuförunum.