SKÁLDSAGA

Eiríkur Hansson - 1. þáttur - Bernskan

Jóhann Magnús Bjarnason skrifaði söguna Eirík Hansson á árunum 1893-1897, en fyrsti hluti hennar var gefinn út á Íslandi af Oddi Björnssyni árið 1899. Hlaut sagan góðar viðtökur bæði meðal Íslendinga í Vesturheimi og á Íslandi. Sagan hefst á Íslandi og rekur sögu drengsins Eiríks Hanssonar sem flyst sjö ára gamall til Vesturheims ásamt ömmu sinni og afa. Þar tekur við hörð lífsbarátta í nýju landi. Frábær saga sem gefur okkur innsýn inn í landnám Íslendinga í Vesturheimi á síðari hluta 19. aldar.