SKÁLDSAGA

Eiríkur Hansson - 3. þáttur - Þráin

Þráin nefnist þriðji og síðasti hluti sögunnar um Eirík Hansson eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Hún tekur upp þráðinn þar sem öðrum hlutanum lýkur og við fylgjumst með Eiríki þar sem hann er að halda inn í heim fullorðinna. Margir hafa bent á að sagan sé að mörgu leyti ævisaga höfundar, alla vega notast hann við mjög margt úr eigin ævi. Sagan er einlæg og falleg og persónulegur stíll Jóhanns Magnúsar er eins og sniðinn að sögu sem þessari. Þá má líka segja að sagan hafi töluvert heimildagildi um það hvernig var fyrir Íslendinga að hefja líf í Vesturheimi á síðari hluta 19. Aldar.