SKÁLDSAGA

Veislan á Grund

Sagan Veislan á Grund kom fyrst út árið 1915 og var í huga höfundar hluti þríleiks, en hver saga þess þríleiks sjálfstæð og óháð hinum. Í Veislunni á Grund er fjallað um atburði sem áttu sér raunverulega stað árið 1362. Voru þá nákvæmlega hundrað ár liðin frá því að Íslendingar lentu undir valdi Noregskonunga í kjölfar borgarastríðsins sem stóð yfir á 13. öld. Og þó svo að 14. öldin hafi ekki verið eins átakasöm og öldin á undan og ákveðinn stöðugleiki hafi fylgt því að valdið komst á eina hendi, var hún engan veginn laus við róstur og átök. Ekki voru allir sáttir við að vera komnir undir erlendan konung og umboðsmenn konungs hér á landi áttu í töluverðum deilum við landsmenn, ýmist vegna þeirra eigin yfirgangs, skattheimtu konungs og kergju landsmanna. Þó sagan sé ekki í hópi kunnustu sagna Jón Trausta, en hún engu að síður mjög skemmtileg og vel skrifuð. Einkum skal hér bent á náttúru- og umhverfislýsingar höfundar sem eru oft á tíðum stórbrotnar.


HÖFUNDUR:
Jón Trausti
ÚTGEFIÐ:
2011
BLAÐSÍÐUR:
bls. 131

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...