L. Frank Baum

Bandaríski rithöfundurinn Lyman Frank Baum, eða L. Frank Baum, var þekktastur fyrir barnabækur sínar, sérstaklega The Wonderful Wizard of Oz. Hann skrifaði alls 14 skáldsögur í Oz-bókaröðinni, ásamt 41 skáldsögu í viðbót, 83 smásögum, yfir 200 ljóðum og að minnsta kosti 42 handritum. Hann gerði margar tilraunir til að fá verk sín sýnd á leiksviði og á hvíta tjaldinu, og kvikmyndin sem gerð var árið 1939 eftir fyrstu Oz-bókinni átti eftir að marka þáttaskil í kvikmyndagerð 20. aldarinnar. Í verkum sínum sá Baum fyrir ýmislegt sem hundrað árum síðar var orðið hluti af daglegu lífi, svo sem sjónvarp, viðbótarveruleika, fartölvur (The Master Key), þráðlausa síma (Tik-Tok of Oz), konur í störfum sem kröfðust áhættu og líkamlegs atgervis (Mary Louise in the Country), spillingu og gagnafölsun innan lögreglunnar (Phoebe Daring), og almenna útbreiðslu auglýsinga á fatnaði (Aunt Jane's Nieces at Work).