Sagan Frankenstein, or The Modern Prometheus eftir Mary Shelley kom fyrst út árið 1818 og markaði upphafið að nýrri tegund bókmennta.
Hér segir frá háskólanemanum Victor Frankenstein sem vinnur hörðum höndum að því að uppgötva leyndardóm lífsins. Dag einn tekst honum að kveikja lífsneista í sköpunarverki sínu, gríðarstórri veru samsettri úr mennskum líkamshlutum.