SMÁSÖGUR

Vindkers víður botn

Í þessu safni birtast smásögur sem Matthías hefur skrifað á síðustu árum. Þær fjalla meðal annars um hjartveiki, höfunda fornsagna og glæpastarfsemi í Reykjavík samtímans. Matthías kemur því víða við en viðfangsefnið er sem oft áður snertifletir hins forna og nýja í menningu okkar. Þar er Matthías á heimavelli.
Smásögurnar bera höfundi sínum vitni.  Stíllinn er sérstæður og getur stundum verið erfitt að greina hvort um er að ræða smásögu, samtal, minningarþátt eða ritgerð.  En hvað sem allri flokkun líður, eiga sögur Matthíasar það eitt sameiginlegt að þær eru skemmtilegar aflestrar og svíkja engan.  Þröstur Helgason ritar inngang að sögunum.


HÖFUNDUR:
Matthías Johannessen
ÚTGEFIÐ:
2009
BLAÐSÍÐUR:
bls. 170

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :