SKÁLDSAGA Á ensku

The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde

Nóvellan (The) Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde eftir Robert Louis Stevenson kom fyrst út árið 1886. Var hún þriðja útgefna skáldsaga hins skoska rithöfundar sem áður hafði sent frá sér skáldsögurnar Treasure Island (Gulleyjan) og Pince Otto. Varð sagan eins og hinar fyrri strax gríðarlega vinsæl og hafa þær vinsældir á margan hátt haldist síðan.

Stevenson lætur Gabriel John Utterson lögfræðing segja söguna, en hún fjallar fyrst og fremst um tvo gjörólíka menn sem virðast á einhvern óskiljanlegan hátt deila kjörum þ.e. gæðamaðurinn Henry Jekyll læknir annars vegar og hinn illi Edward Hyde hinsvegar. Á sögumaður erfitt með að skilja samband þessara tveggja manna en svo skýrast þau tengsl er líður á söguna.

Samkvæmt Stevenson er þetta táknsaga og hafa margir leitast við að túlka hana. Flestir hallast að því að sagan endurspegli spennuna á milli stétta í ensku samfélagi þess tíma, en aðrir trúa að sagan einblíni á tilvistarkreppu einstaklinga almennt, þ.e. þessa stöðugu baráttu sem á sér stað innra með hverjum einstaklingi.

Stevenson mun hafa gengið með söguna nokkuð lengi í maganum áður en hann færði hana í letur, en samkvæmt fóstursyni hans skrifaði hann fyrsta uppkast sögunnar er hann lá í veikindum á einungis þremur dögum sem verður að teljast ansi áhrifamikið þótt hann hafi síðan eytt töluverðum tíma í að fínpússa hana.

Munum við á næstunni bjóða upp á fleiri bækur eftir þennan merkilega rithöfund og hvetjum ykkur til að lesa stutt æviágrip hans hér á síðunni. Þá fáið þið betri innsýn inn í þennan snilling.


HÖFUNDUR:
Robert Louis Stevenson
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 92

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :