Rodrigues Ottolengui

Rodrigues Ottolengu var bandarískur rithöfundur og tannlæknir. Hann var um margt merkilegur höfundur og sögur hans um spæjarann Barnes lifa ágætu lífi enn í dag. Þá er ævi hans áhugaverð fyrir margar aðrar sakir, en hann var t.a.m. mikill frumkvöðull í nútímatannlækningum, einn helsti sérfræðingur um bandarísk fiðrildi á sínum tíma, stundaði höggmyndalist af elju, auk þess sem hann var ákafur ljósmyndari.