ÆVISAGA

Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði 1. bindi

Ein athyglisverðasta sjálfsæfisaga sem komið hefur út eftir Íslending frá því Íslendingar yfirleitt hófu að skrifa sögur af sjálfum sér er án efa sjálfsæfisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði sem hann skrifaði í Gimli í Nýja-Íslandi árið 1911. Á Íslandi kom hún út þremur árum síðar árið 1914. Einhverra hluta vegna hefur sögunni ekki verið hampað jafn mikið og öðrum slíkum sögum frá svipuðum tíma og er það mikil synd því hún yrði mörgum án efa mun áhugaverðari og skemmtilegri lestur en þær. Sigurður hafði nefnilega það sem marga sjálfsæfisöguritara vantar sem er í fyrsta lagi óbeisluð og fölskvalaus frásagnargleði í bland við ,,temmilega" skort á ritskoðun. Hann trúði augljóslega á eigið ágæti og tók sjálfan sig ekki of hátíðlega og síðast en ekki síst þá selur hann ekki frásögn sína undir ok tilbúinna gilda einhverra vafasamra hefða. Einlægni Sigurðar gerir söguna tímalausa því um leið og hún gefur glögga mynd af samtíma höfundar er hún lýsing á mannlegu eðli sem stendur óhaggað þrátt fyrir sveiflur tímans.


HÖFUNDUR:
Sigurður Ingjaldsson
ÚTGEFIÐ:
2013
BLAÐSÍÐUR:
bls. 352

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...