Fræðirit

Fox leiðangurinn árið 1860 yfir Færeyjar, Ísland og Grænland

Á síðari hluta 19. aldar höfðu orðið töluverðar framfarir í fjarskiptum milli landa og menn og fyrirtæki börðust við að verða fyrstir til að höndla þann sannleika. Ítalski uppfinningamaðurinn Guglielmo Marconi var einn af þeim sem hafði þróað nýja tækni í fjarskiptum. Þó svo að tækni hans hafi ekki orðið ofan á hér á landi töluðu sumir hennar máli og ferðasagan sem hér kemur í fyrsta sinn út á íslensku segir frá ferðalagi nokkurra manna til að kanna hvort mögulegt væri að innleiða tækni Marconis á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Það er þó fyrst og fremst ferðasaga höfundar á Íslandi, Færeyjum og á Grænlandi sem vekur athygli okkar í dag. Höfundurinn segir skemmtilega frá og hefur mikinn áhuga á umhverfi og fólki og er frásögnin í senn einlæg og laus við þá fordóma sem margar sögur erlendra ferðamanna á þessum tíma voru uppfullar af. Glöggt auga höfundarins gefur okkur góða innsýn í líf og menningu fólksins í viðkomandi löndum. Baldur Böðvarsson þýddi bókina


HÖFUNDUR:
T. H. Zeilau
ÚTGEFIÐ:
2012
BLAÐSÍÐUR:
bls. 186

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...