Zane Grey

Pearl Zane Grey var bandarískur rithöfundur og tannlæknir. Hann er þekktastur fyrir hinar vinsælu ævintýrabækur sínar sem teljast til vestra eða kúrekabókmennta. Riders of the Purple Sage (1912) var söluhæsta bók hans. Sögur hans voru afar vinsælar og seldust vel, og eftir fjölmörgum þeirra voru gerðar kvikmyndir og sjónvarpsefni.