SKÁLDSAGA Á ensku

A Study in Scarlet

A Study in Scarlet var fyrsta skáldsagan sem fjallaði um þá félaga Sherlock Holmes og Watson lækni. Áttu fæstir von á því er hún kom út að þessir tveir menn ættu eftrir að verða með þekktustu sögupersónum bókmenntanna fyrr og síðar.

Doyle skrifaði söguna árið 1886 og hún kom út árið eftir. Var hann þá 27 ára gamall og sagði hann síðar að hann hefði skrifað söguna á innan við þremur vikum. Hafði hann leitað til margra útgefenda til að fá söguna gefna út en var alls staðsr hafnað. Sagan sem fékk ágæta dóma vakti í byrjun litla athygli en það átti aldeilis eftir að breytast. Til gamans má geta þess að þetta er í fyrsta sinn sem stækkunargler var notað sem rannsóknartæki í sakamálasögum.

Allt í allt skrifaði Doyle 56 smásögur um Sherlock Holmes og fjórar skáldsögur. Síðasta sagan birtist árið 1927, fjörtíu árum eftir að fyrsta sagan leit dagsins ljós.


HÖFUNDUR:
Arthur Conan Doyle
ÚTGEFIÐ:
2015
BLAÐSÍÐUR:
bls. 162

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :