Keeper of the Keys er sjötta og síðasta skáldsagan í bókaröðinni um rannsóknarlögreglumanninn knáa Charlie Chan. Sögurnar nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og voru bæði gerðar kvikmyndir og sjónvarpsþættir eftir þeim.
Óperusöngkonan Ellen Landini finnst myrt á heimili þar sem hún er gestur. Þar eru einnig staddir fjórir fyrrum eiginmenn hennar. Margir falla undir grun og Charlie Chan rannsakar málið. Sagan kom fyrst út árið 1932.