Ljóð

Hafblik

Hafblik kom út árið 1906 og var önnur frumsamda ljóðabók Einars.  Áður hafði komið út eftir hann Sögur og kvæði árið 1897 og þýðing Einars á leikriti Henrik Ibsens Pétri Gaut árið 1901.  Vilja margir meina að Hafblik sé ein af betri bókum Einars. Í bókinni er að finna .... frumsamin ljóð auk margra öndvegisþýðinga, eins og Söng Kleópötru (úr ensku). - Úr "Golden legend" ; Opna gluggann eftir Longfellow. - Konung hafs og lands (úr ensku). - Í þraut eftir B. Björnson. - Við "Andvarpsbrúna"; Með stilltum strengjum ; Já, heim skal vitja eftir H. Drachmann. - Úr "Pétri Gaut" eftir H. Ibsen.  Var bókin rökrétt framhald af fyrstu bók Einars; tónninn persónulegur og nýstárlegur og krefur lesandann um óskipta athygli.  Þrátt fyrir að umfjöllunarefni ljóðanna séu á sömu nótum og í fyrri bókinni eru ljóðin á margan hátt þroskaðri og hugsunin skýrari.  


HÖFUNDUR:
Einar Benediktsson
ÚTGEFIÐ:
2011
BLAÐSÍÐUR:
bls. 00

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...