Smásögur

Hugleiðingar

Í þessa bók höfum við tekið saman texta eftir Einar Benediktsson sem birtust í tímaritinu Dagskrá sem Einar hélt úti á árunum 1896 – 1898. Gefa þeir góða mynd af skáldinu á þessum tíma, bæði hvað varðar helstu hugðarefni og stíl. Þó svo að Einar hafi skrifað mikið af ýmiss konar textum er hans sjaldnast minnst fyrir það. Fólk tengir hann oftast við ljóðin og athafnasemi hans. En sumar sögur hans eins og Valshreiðrið eru stórkostleg skrif og einnig margir af textum hans sem hér er að finna. Er erfitt að flokka þessa texta, þeir liggja einhvers staðar á mörkum þess að vera sögur, minningabrot, hugleiðingar og einhvers konar innblástur. Verður hver og einn að skoða þá með þeim gleraugum þeir kjósa. Okkur fannst best eiga við að kalla bókina Hugleiðingar.

HÖFUNDUR:
Einar Benediktsson
ÚTGEFIÐ:
2011
BLAÐSÍÐUR:
bls. 126

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...