Allan Quatermain (1887) er önnur skáldsagan í bókaröð um samnefnda söguhetju eftir H. Rider Haggard. Fyrsta bókin nefndist King Solomon's Mines (1885).
Söguhetjan, Allan Quatermain, er ævintýramaður og veiðimaður, fæddur í Englandi en uppalinn í Afríku hjá trúboðanum föður sínum. Í upphafi sögunnar hefur Quatermain misst son sinn og þráir að komast aftur út í óbyggðir. Hann fær með sér nokkra félaga og heldur af stað á vit nýrra ævintýra.
Ýmsir þekktir leikarar hafa farið með hlutverk Quatermains í kvikmyndum, þeirra á meðal Sean Connery og Patrick Swayze.