Skáldsagan John Macnab eftir skoska rithöfundinn John Buchan kom fyrst út árið 1925 og er sjálfstætt framhald sögunnar The Power-House.
Þrír vinir á fimmtugsaldri, sem allir njóta velgengni í lífinu en er farið að leiðast, ákveða að leggja fyrir sig veiðiþjófnað. Þetta eru þeir Edward Leithen, lögfræðingur, þingmaður og fyrrum dómsmálaráðherra; John Palliser-Yeates, bankamaður og íþróttamaður; og Charles, jarlinn af Lamancha, fyrrum ævintýramaður og nú ráðherra í ríkisstjórn. Þeir koma sér fyrir í húsi í skosku hálöndunum, taka sér sameiginlega nafnið ,,John Macnab'' og hefjast handa við hið nýja áhugamál sitt.
Árið 1976 var gerð bresk sjónvarpsþáttaröð eftir sögunni.