SKÁLDSAGA Á ensku

The Thirty-Nine Steps

Sagan The Thirty-Nine Steps (Þrjátíu og níu þrep) er ævintýra- og njósnasaga eftir skoska rithöfundinn John Buchan. Hún birtist fyrst sem framhaldssaga í Blackwood tímaritinu í ágúst og september 1915, en var svo gefin út í bók í október það ár. Er þetta fyrsta sagan af fimm þar sem Richard Hannay er í aðalhlutverki. Næstu tvær bækurnar um Hannay sem gerðust einnig í fyrri heimstyrjöldinni voru Greenmantle og Mr. Standfast. Síðustu tvær bækurnar með Hannay voru meira í ætt við almennar glæpasögur og gerðust eftir stríðið. Þær hétu The Three Hostages og The Island of Sheep.

Buchan skrifaði söguna er hann lá veikur á hjúkrunarheimili. Sagðist hann mest hafa skrifað hana sér til gamans frekar en að hann ætti von á að hún yrði gefin út og hvað þá að hún yrði jafn vinsæl og raun bar vitni. Sonur Buchans sagði síðar að nafnið Þrjátíu og níu þrep hefði komið til þannig að dóttir Buchans hefði talið þrep sem lágu niður á ströndina á hjúkrunarheimilinu þar sem faðir hennar lá. Var hún sex ára og nýbúin að læra að telja svo hátt. Hún hefði tilkynnt öllum hátíðlega að þrepin væru þrjátíu og níu og faðir hennar hefði gripið þetta á lofti.

Sagan er ein af fyrstu sögunum sem fjalla um einstakling á flótta, en slíkar sögur hafa alla tíð síðan notið mikilla vinsælda. Varð hún strax mjög vinsæl, ekki síst meðal hermanna í skotgröfunum. Einn hermaður skrifaði Buchan og sagði að sagan næði að lyfta hermönnum upp úr þunglyndi aðstæðnanna og létta þeim dvölina á þessum skelfilega stað í þessum hræðilegu aðstæðum. Geri aðrir betur.


HÖFUNDUR:
John Buchan
ÚTGEFIÐ:
2015
BLAÐSÍÐUR:
bls. 142

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :