SKÁLDSAGA Á ensku

The Three Hostages

The Three Hostages er fjórða spennusagan af fimm um ævintýramanninn Richard Hannay eftir skoska rithöfundinn John Buchan. Kom hún fyrst út árið 1924. Áður höfðu komið út sögurnar The Thirty-Nine Steps (1915), Greenmantle (1916) og Mr. Standfast (1919). Hægt er að nálgast þær allar á Lestu.is.

Sagan gerist skömmu eftir heimsstyrjöldina. Hannay er kvæntur maður og lifir friðsömu og ánægjulegu lífi með konu sinni í sveitinni. Þá er hann beðinn um að aðstoða við að hafa uppi á þremur börnum velmegandi foreldra sem hefur verið rænt. Hefur hann ekkert í höndunum til að leysa málið nema nokkrar mjög óljósar vísbendingar. Hannay tekur að sér verkið og nú er bara að sjá hvort hann nær að bjarga krökkunum áður en það er um seinan.


HÖFUNDUR:
John Buchan
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 416

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :