Hjálpaðu þér sjálfur er í grunninn eftir Skotann Samuel Smiles. Kom sú bók fyrst út árið 1859 og seldist þá gríðarlega vel enda boðskapurinn bæði þarfur og góður auk þess sem bókin hafði að geyma mikinn fróðleik. Ekki skaðaði að textinn var mjög skemmtilegur aflestrar. Hvað innihald varðar má með sanni segja að efnið eigi jafnmikið erindi til okkar í dag og það átti á þeim tíma sem það kom út. Mannlegt eðli er jú samt við sig og fortíðin breytist ekki þótt lengra sé liðið frá því hún átti sér stað.. Ólafur Ólafsson frá Guttormshaga þýddi bókina og bætti við fjölda dæma frá Íslandi. Kom hún fyrst út á Íslandi árið 1892. Rétt er að vekja athygli á því að ékki hefur verið hreyft neitt við stafsetningu eða málfari upprunalegu útgáfunnar, en það ætti þó ekki að trufla neinn.
-
- HÖFUNDUR:
- Samuel Smiles / Ólafur Ólafsson
frá Guttormshaga - ÚTGEFIÐ:
- 2011
- BLAÐSÍÐUR:
- bls. 207
AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA
:
- ...