Ólafur Ólafsson
frá Guttormshaga
Ólafur fæddist í Viðey 24. September 1855. Foreldar hans voru Ólafur Ólafsson, síðar bæjarfulltrúi í Lækjarkoti í Reykjavík og fyrri kona hans Ragnheiður Þorkelsdóttir húsmóðir. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Latínuskólanum árið 1877 og svo guðfræðiprófi úr Prestaskólanum þremur árum síðar (1881). Ólafur starfaði sem kennari í Barðastrandasýslu 1877-1878. Árið 1880 fékk hann Selvogsþing og fjórum árum síðar (1884) Holtaþing og sat þá í Guttormshaga sem hann er kenndur við. Árið 1893 fékk hann Arnarbæli í Ölfusi og var þar í tíu ár. Ólafur varð svo prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík árið 1903 og árið 1913 varð hann forstöðumaður (prestur) utanþjóðkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði.
Ólafur lét af prestsstörfum í Reykjavík 1922 og í Hafnarfirði 1930. Auk alls þessa var hann Prestur við sjúkrahúsið að Kleppi og kenndi mörgum piltum undir skóla. Þá var hann alþingismaður um skeið. Fyrst fyrir Rangæinga 1891-1892, svo fyrir Austur-Skaftfellinga 1900-1901 og að lokum fyrir Árnesinga 1903-1908. Var það í umboði nokkurra flokka, eða Framfaraflokksins, Framsóknarflokksins og Þjóðarflokksins eldri. Síðast en ekki síst var hann ritstjóri: Fjallkonunnar frá 1902 til 1904. Ólafur lést 26. Nóvember 1937.