SKÁLDSAGA

Jón biskup Arason (fyrra bindi)

Jón biskup Arason var fjórða og síðasta stóra skáldverk Torfhildar, en það kom út á árunum 1902–1908. Í sögum sínum reyndi Torfhildur að halda sig eins nærri sannleikanum og henni framast var mögulegt og studdist við sagnfræðilegar heimildir þar sem því varð komið við. Sögur hennar nutu töluverðra vinsælda enda vel skrifaðar. Sérstaklega voru margar lýsingar hennar á stöðum og náttúru stórfenglegar. Rétt er að geta þess að Torfhildur var fyrsti íslenski rithöfundurinn til að skrifa sögulegar skáldsögur og fyrsta íslenska konan til að skrifa skáldsögur almennt.


HÖFUNDUR:
Torfhildur Hólm
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 500

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :