NÝ BÓK

Íslendingaþættir (4. bindi)

Í þessu safni eru eftirfarandi Íslendingaþættir:
Vöðu-Brands þáttur, Þiðranda þáttur og Þórhalls, Þorgríms þáttur Hallasonar, Þorleifs þáttur jarlaskálds, Þormóðar þáttur, Þorsteins þáttur Austfirðings, Þorsteins þáttur forvitna, Þorsteins þáttur Síðu-Hallssonar, Þorsteins þáttur skelks, Þorsteins þáttur stangarhöggs, Þorsteins þáttur sögufróða, Þorsteins þáttur tjaldstæðings og Þorsteins þáttur uxafóts.

 

NÝ BÓK

Anne of Ingleside

Anne of Ingleside er síðasta skáldsagan sem L. M. Montgomery skrifaði um Anne of Green Gables (Önnu í Grænuhlíð). Hún kom fyrst út árið 1936. Bókin var sú tíunda af ellefu bókum sem fjalla um Anne Shirley, en tvær skáldsögur sem eiga að gerast síðar í tíma höfðu komið út áður.

 

NÝ BÓK

The Golden Slipper

The Golden Slipper, and Other Problems for Violet Strange er safn smásagna um kvenspæjarann snjalla Violet Strange. Bókin kom fyrst út árið 1915.

Anna Katharine Green var bandarískur rithöfundur og skáld. Hún var einn fyrsti glæpasagnahöfundur Bandaríkjanna, og var þekkt fyrir að skrifa sögur með vel úthugsaðri atburðarás og lagalegri nákvæmni. Hún hefur verið kölluð „móðir sakamálasögunnar“.

 

NÝ BÓK

Landið óséða

Landið óséða er ný ljóðabók eftir skáldið Matthías Johannessen.

 

 

 

NÝ BÓK

The Just Men of Cordova

The Just Men of Cordova er spennusaga eftir Edgar Wallace. Sagan kom fyrst út árið 1918 og er þriðja bókin af sex í The Four Just Men-bókaflokknum. Söguhetjurnar eru fjórir ríkir herramenn sem taka upp á því að gerast sjálfskipaðir löggæslumenn og refsa afbrotamönnum sem armur laganna hefur ekki náð til.

 

NÝ BÓK

Orlando

Skáldsagan Orlando: A Biography eftir enska rithöfundinn Virginia Woolf kom fyrst út árið 1928. Þetta er skopstæld ævisaga ungs aðalsmanns sem breytir um kyn, lifir í þrjár aldir, og hittir ýmsar lykilpersónur í enskri bókmenntasögu. Sagan er að hluta til byggð á ástkonu Woolf, Vita Sackville-West. Hún er ein af vinsælustu skáldsögum Woolf og af mörgum talin sígilt verk innan feminískra bókmennta.

 

NÝ BÓK

Hljóðpípa galdramannsins

Hljóðpípa galdramannsins er ævintýraleg barnasaga eftir ókunnan höfund. Dóttir konungsins sést svífa burt úr konungsríkinu eins og fyrir galdra. Í ljós kemur að hún er undir álögum af flautu (eða hljóðpípu) galdramanns nokkurs. Hvað er til ráða?

 

 

NÝ BÓK

The Forger

The Forger er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar. Árið 1961 var gerð þýsk kvikmynd byggð á sögunni, ein af mörgum sem gerðar voru eftir sögum Edgars Wallace.

 

 

NÝ BÓK

The Black Camel

Skáldsagan The Black Camel eftir Earl Derr Biggers kom fyrst út árið 1929 og er fjórða sagan í bókaflokknum um rannsóknarlögreglumanninn Charlie Chan.

Hollywood-kvikmyndastjarnan Shelah Fane kemur til Hawaii og finnst myrt við húsið sem hún hafði tekið á leigu. Málinu tengist einnig morð annars frægs leikara sem framið var þremur árum fyrr. Dularfullur maður að nafni Tarneverro virðist vera viðriðinn bæði málin.

Kvikmynd gerð eftir sögunni kom út árið 1931.

 

NÝ BÓK

Íslendingaþættir (3. bindi)

Í þessu safni eru eftirfarandi Íslendingaþættir:
Odds þáttur Ófeigssonar, Orms þáttur Stórólfssonar, Ófeigs þáttur, Óttars þáttur svarta, Sneglu-Halla þáttur, Stjörnu-Odda draumur, Stúfs þáttur hinn meiri, Stúfs þáttur hinn skemmri, Svaða þáttur og Arnórs kerlingarnefs, og Sörla þáttur.

 

NÝ BÓK

John Macnab

Skáldsagan John Macnab eftir skoska rithöfundinn John Buchan kom fyrst út árið 1925 og er sjálfstætt framhald sögunnar The Power-House.

Þrír vinir á fimmtugsaldri, sem allir njóta velgengni í lífinu en er farið að leiðast, ákveða að leggja fyrir sig veiðiþjófnað. Þetta eru þeir Edward Leithen, lögfræðingur, þingmaður og fyrrum dómsmálaráðherra; John Palliser-Yeates, bankamaður og íþróttamaður; og Charles, jarlinn af Lamancha, fyrrum ævintýramaður og nú ráðherra í ríkisstjórn. Þeir koma sér fyrir í húsi í skosku hálöndunum, taka sér sameiginlega nafnið ,,John Macnab'' og hefjast handa við hið nýja áhugamál sitt.

Árið 1976 var gerð bresk sjónvarpsþáttaröð eftir sögunni.

 

NÝ BÓK

Walden eftir Henry David Thoreau

Walden eftir Henry David Thoreau kom fyrst út árið 1854 undir titlinum Walden; or, Life in the Woods.

Thoreau byggði sér kofa í skóglendi við Walden Pond, á landareign vinar síns og lærimeistara, Ralph Waldo Emerson, nálægt Concord í Massachusetts-fylki. Í þessum kofa bjó hann í tvö ár, tvo mánuði og tvo daga, og lifði þar afar fábrotnu lífi í þessu náttúrulega umhverfi. Í Walden skrifar hann um þessa reynslu sína. Bókin felur í sér nokkurs konar sambland af sjálfsævisögu, andlegri leit og félagslegri tilraun, svo eitthvað sé nefnt.

 

NÝ BÓK

Þórðar saga hreðu

Þórðar saga hreðu er með yngstu Íslendingasögum, talin rituð um eða eftir 1350. Hún gerist að mestu í Miðfirði í Húnaþingi og í Skagafirði. Aðalpersónan er Þórður hreða, sem var mikill kappi og jafnframt mikill timburmeistari. Þórður flýr frá Noregi til Íslands ásamt fjölskyldu sinni eftir að hafa verið viðriðinn morð. Í nýju landi lendir hann svo í útistöðum við háttsettan mann.

 

 

NÝ BÓK

The Secret of Father Brown

The Secret of Father Brown er fjórða safn smásagna eftir enska rithöfundinn G. K. Chesterton um rómversk-kaþólska prestinn séra Brown, sem nýtir innsæi sitt og skarpan skilning á mannlegu eðli til þess að leysa sakamál og ráðgátur samhliða prestsstarfinu. Bókin kom fyrst út árið 1927 og inniheldur 10 sögur, þar af tvær sem höfðu áður komið út í tímaritinu Harper's Magazine. Chesterton skrifaði alls u.þ.b. 50 sögur um hinn lágvaxna og glögga guðsmann, og komu þær út á árunum 1910–1936. Vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir sögunum um séra Brown, eins og margir munu eflaust kannast við.

 

NÝ BÓK

The Council of Justice

The Council of Justice er spennusaga eftir breska rithöfundinn Edgar Wallace. Sagan kom fyrst út árið 1908 og er sjálfstætt framhald sögunnar The Four Just Men. Wallace skrifaði alls sex sögur um mennina fjóra. Söguhetjurnar eru fjórir ríkir herramenn sem taka upp á því að gerast sjálfskipaðir löggæslumenn og refsa afbrotamönnum sem armur laganna hefur ekki náð til.

 

NÝ BÓK

Ungarnir

Ungarnir er barnasaga eftir ókunnan höfund.

 

 

 

 

NÝ BÓK

Lady Windermere's Fan

Lady Windermere's Fan, A Play About a Good Woman er leikrit í fjórum þáttum eftir Oscar Wilde. Hér segir frá lafði Windermere sem grunar eiginmann sinn um framhjáhald, en ekki er allt sem sýnist.

Wilde hafði áður skrifað þrjú leikrit. Tvö þeirra (Vera; or, The Nihilists og The Duchess of Padua) höfðu hlotið dræmar viðtökur og það þriðja (Salome) hafði enn ekki verið sett á svið. Wilde hélt ótrauður áfram, en ákvað að snúa sér að gamanleikritum í stað harmleikja. Leikritið Lady Windermere's Fan var frumsýnt í London þann 20. febrúar 1892. Það hlaut strax frábærar viðtökur og aflaði Wilde bæði fjár og frama.

 

NÝ BÓK

The Old Curiosity Shop

The Old Curiosity Shop eftir Charles Dickens kom fyrst út í vikublaði Dickens, Master Humphrey's Clock, á árunum 1840-1841, og svo á bók árið 1841. Vinsældirnar voru slíkar að óþreyjufullir lesendur í New York-borg þyrptust niður á höfn þegar blaðið sem innihélt síðasta hluta sögunnar barst þangað með skipi. Meira að segja sjálf Viktoría drottning var á meðal ánægðra lesenda sögunnar.

Hér segir frá ungri munaðarlausri stúlku, Nell Trent, sem býr hjá verslunareigandanum afa sínum.

 

NÝ BÓK

Íslendingaþættir (2. bindi)

Í þessu safni eru eftirfarandi Íslendingaþættir:
Gull-Ásu-Þórðar þáttur, Gunnars þáttur Þiðrandabana, Halldórs þáttur Snorrasonar hinn fyrri, Halldórs þáttur Snorrasonar hinn síðari, Hrafns þáttur Guðrúnarsonar, Hreiðars þáttur, Hrómundar þáttur halta, Íslendings þáttur sögufróða, Ívars þáttur Ingimundarsonar, Kumlbúa þáttur og Mána þáttur skálds.

 

NÝ BÓK

Beasts and Super-Beasts

Beasts and Super-Beasts er safn smásagna eftir enska rithöfundinn Saki, sem hét réttu nafni Hector Hugh Munro. Bókin kom fyrst út árið 1914. Titillinn er skopstæling á titli leikritsins Man and Superman eftir George Bernard Shaw.

Beasts and Super-Beasts er eitt af þekktustu verkum Sakis og var síðasta smásagnasafnið sem hann skrifaði áður en hann lést. Margar af sögunum sem hér birtast eru oft valdar til útgáfu í úrvalsritum, sérstaklega sagan The Open Window.

Flestar af sögunum fjalla á einhvern hátt um dýr, eins og titillinn vísar til. Clovis Sangrail, persóna úr nokkrum fyrri verkum höfundar, kemur fyrir í einhverjum þeirra.

NÝ BÓK

Villette

Skáldsagan Villette eftir Charlotte Brontë kom fyrst út árið 1853 og var síðasta skáldsaga hennar. Hér segir frá ungri enskri konu, Lucy Snowe, sem gerist kennari við stúlknaskóla í hinu ímyndaða frönskumælandi þorpi Villette, og lendir þar í ýmsum ævintýrum.

 

 

NÝ BÓK

Haraldar saga hárfagra

Einn er sá konungur í Noregi sem mest áhrif hafði á byggð landsins í upphafi sögu okkar, en það er Haraldur hinn hárfagri. Það var á hans dögum sem landið byggðist og á margan hátt fyrir hans tilverknað. Þegar hann hófst handa við að sameina Noreg undir einn konung voru margir sem vildu ekki sætta sig við það og ákváðu í kjölfarið að leita annað og fundu þá Ísland. Má segja að til að skilja sögu okkar Íslendinga sem best er nauðsynlegt að kunna skil á sögu hans. Hér er saga Haralds hárfagra eins og Snorri Sturluson hefur skráð hana í Heimskringlu.

NÝ BÓK

The Brothers Karamazov

The Brothers Karamazov er síðasta skáldsaga rússneska rithöfundarins Fyodor Dostoyevsky, en hann lést tæpum fjórum mánuðum eftir að hún kom út. Sagan er almennt talin með helstu stórvirkjum heimsbókmenntanna.

Hér segir frá Fyodor Pavlovich Karamazov og sonum hans í Rússlandi nítjándu aldar.

Sagan kom fyrst út á rússnesku á árunum 1879-80. Hún kom út í enskri þýðingu Gonstance Garnett árið 1912 og birtist sú þýðing hér.

NÝ BÓK

Agnes Grey

Agnes Grey, fyrsta skáldsaga Anne Brontë, kom fyrst út árið 1847 undir höfundarnafninu Acton Bell. Söguna byggði Anne að hluta til á eigin reynslu. Hér segir frá ungri konu sem gerist kennslukona hjá yfirstéttarfólki til að hjálpa fjölskyldu sinni út úr fjárhagskröggum, en starfið reynist erfiðara en hún átti von á.

NÝ BÓK

Kóngsdóttirin og skraddarinn

Kóngsdóttirin og skraddarinn er barnasaga eftir ókunnan höfund. Hér segir frá kóngsdóttur sem langar til að giftast manni sem getur breytt öllu sem hann snertir í gull.

 

 

 

NÝ BÓK

The Dream Doctor

The Dream Doctor er sakamálasaga eftir Arthur B. Reeve, þar sem spæjarinn Craig Kennedy er í aðalhlutverki. Sagan kom fyrst út árið 1913.

Bandaríski rithöfundurinn Arthur B. Reeve er hvað þekktastur fyrir sakamálasögur sínar af prófessornum Craig Kennedy og félaga hans, blaðamanninum Walter Jameson, en þeim félögum hefur verið líkt við Holmes og Watson. Halda margir því fram að Reeve hafi brotið blað í ritun sakamálasagna, einkum með áherslu sinni á að innleiða vísindi og tæknihyggju inn í sögur sínar; þar sé hann í raun fyrirrennari margra seinni tíma höfunda. Var hann mjög vinsæll á sínum tíma beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og á Englandi.

NÝ BÓK

Room 13

Room 13 er sakamálasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar. Sagan kom fyrst út árið 1924 og er fyrsta sagan um lögreglumanninn J. G. Reeder.

 

NÝ BÓK

Valla-Ljóts saga

Valla-Ljóts saga segir frá goðorðsmanninum Ljóti Ljótólfssyni frá Völlum í Svarfaðardal og fjallar um deilur og mannvíg í Svarfaðardal í kringum aldamótin 1000.

 

 

NÝ BÓK

Nostromo

Skáldsagan Nostromo: A Tale of the Seaboard eftir Joseph Conrad gerist í námubæ í ímyndaða lýðveldinu Costaguana í Suður-Ameríku. Sagan kom fyrst út árið 1904 og er af mörgum talin með bestu skáldverkum 20. aldarinnar.

Hugmyndina að sögunni má rekja til þess að Conrad, þá unglingur starfandi á skipi á Mexíkóflóa, heyrði sagt frá manni sem einn síns liðs hafði stolið prammafylli af silfri. Um aldarfjórðungi síðar las hann svo ferðasögu þar sem þessi sami silfurþjófur kom fyrir.

NÝ BÓK

The Power-House

The Power-House er spennusaga eftir skoska rithöfundinn John Buchan. Sögumaðurinn er lögfræðingur og þingmaður að nafni Edward Leithen, en hann kemur fyrir í nokkrum af skáldsögum Buchans. Sagan gerist í London og fjallar um alþjóðleg anarkistasamtök, undir forystu Englendings að nafni Andrew Lumley, sem ætla sér að leggja vestræna siðmenningu í rúst. Það kemur í hlutverk Leithens að bjarga málunum.

Sjálfstætt framhald þessarar sögu er skáldsagan John Macnab sem gerist í skosku hálöndunum.

NÝ BÓK

Íslendingaþættir (1. bindi)

Í þessu safni eru eftirfarandi Íslendingaþættir:
Arnórs þáttur jarlaskálds, Auðunar þáttur vestfirska, Bergbúa þáttur, Bolla þáttur Bollasonar, Brandkrossa þáttur, Brands þáttur örva, Draumur Þorsteins Síðu-Hallssonar, Egils þáttur Síðu-Hallssonar, Einars þáttur Skúlasonar og Gísls þáttur Illugasonar.

 

 

NÝ BÓK

Jo's Boys

Jo's Boys, and How They Turned Out: A Sequel to "Little Men" er skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Louisa May Alcott. Sagan kom fyrst út árið 1886 og er sú síðasta sem Alcott skrifaði um sömu persónur og í bókunum Little Women og Little Men. Nú eru börn Jo orðin fullorðin og þurfa að takast á við ýmis vandamál.

 

 

NÝ BÓK

The Talleyrand Maxim

The Talleyrand Maxim er sakamálasaga eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn J. S. Fletcher. Sagan kom fyrst út árið 1920.

John Mallathorpe, ríkur iðnjöfur og landeigandi í Yorkshire á Englandi, lætur lífið í slysi og viðrist ekki hafa skilið eftir sig erfðaskrá. Kona hans og tvö börn þeirra erfa allt eftir hann og lifa góðu lífi í nokkur ár. Þá vill svo til að gamall bóksali finnur erfðaskrá Mallathorpes. Hann fer með hana á lögfræðistofu, en deyr þar skyndilega. Plaggið kemst í hendur ungs manns sem sér þarna tækifæri til að græða. Þetta er spennandi sakamálasaga þar sem ýmislegt kemur á óvart.

NÝ BÓK

Þorsteins saga hvíta

Þorsteins saga hvíta er ein af Íslendingasögunum. Þessi stutta saga gerist á Austfjörðum á 9. öld.

Fyrrum vinur Þorsteins hvíta kom af stað orðrómi um að Þorsteinn væri látinn, til þess að geta kvænst unnustu hans. Þorsteinn tekur til hefnda, með harmrænum afleiðingum.

 

NÝ BÓK

The Green Archer

The Green Archer er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar.

Sögusagnir eru á kreiki um Græna bogmanninn sem sagður er ganga aftur í Garre-kastalanum. Þegar hinn nýi eigandi kastalans er spurður um málið neitar hann staðfastlega, en blaðamaðurinn Spike Holland er ekki sannfærður. Þegar svo maður nokkur finnst látinn með græna ör í brjóstinu er ljóst að ekki er allt með felldu.

NÝ BÓK

The Touchstone

The Touchstone er stutt skáldsaga eða nóvella eftir bandaríska rithöfundinn Edith Wharton. Sagan kom út árið 1900 og var fyrsta nóvella höfundar.

Hér segir frá Stephen Glennard sem er í fjárkröggum og þarf nauðsynlega að eignast peninga til þess að geta kvænst unnustu sinni. Hann á enn í fórum sínum ástarbréf frá fyrri ástmey sinni, frægum rithöfundi, og bregður á það ráð að selja bréfin tímariti nokkru. En brátt fer samviskan að láta á sér kræla.

Edith Wharton (1862-1937) hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna The Age of Innocence árið 1921, fyrst kvenna.

NÝ BÓK

Reykdæla saga og Víga-Skútu

Reykdæla saga og Víga-Skútu er ein af Íslendingasögunum.

 

 

 

NÝ BÓK

Behind That Curtain

Sakamálasagan Behind That Curtain eftir bandaríska rithöfundinn Earl Derr Biggers er þriðja sagan af mörgum sem hann skrifaði um rannsóknarlögreglumanninn Charlie Chan, en þær nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og voru bæði gerðar kvikmyndir og sjónvarpsþættir eftir þeim. Sagan kom fyrst út árið 1928.

Fyrir 15 árum síðan var lögfræðingur nokkur myrtur í London og eina vísbendingin voru kínverskir inniskór sem hann hafði klæðst rétt fyrir dauða sinn. Allar götur síðan hefur rannsóknarlögreglumaðurinn Frederic Bruce frá Scotland Yard unnið að rannsókn málsins. Að auki hefur hann rannsakað dularfullt hvarf nokkurra kvenna víðsvegar um heiminn. Þegar Bruce sjálfur finnst myrtur - og sást síðast klæddur kínverskum inniskóm sem síðan hafa horfið - er Charlie Chan kallaður til.

NÝ BÓK

The Incredulity of Father Brown

The Incredulity of Father Brown er þriðja safn smásagna eftir G. K. Chesterton um rómversk-kaþólska prestinn séra Brown, sem nýtir innsæi sitt og skarpan skilning á mannlegu eðli til þess að leysa sakamál og ráðgátur samhliða prestsstarfinu. Bókin kom fyrst út árið 1926 og inniheldur 8 sögur; sumar þeirra birtust þar í fyrsta sinn en aðrar höfðu áður komið út í tímaritinu Nash's Magazine. Chesterton skrifaði alls u.þ.b. 50 sögur um hinn lágvaxna og glögga guðsmann, og komu þær út á árunum 1910–1936. Vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir sögunum um séra Brown, eins og margir munu eflaust kannast við.

NÝ BÓK

Gleðiskjóðan

Gleðiskjóðan er barnasaga eftir ókunnan höfund. Hér segir frá bæ þar sem allir eru daprir og enga gleði er að finna. Íbúarnir eru sannfærðir um að gömul kona sem áður bjó í bænum hafi tekið alla gleðina með sér í gleðiskjóðu sem hún sagðist eiga. Ætli einhver geti komist að hinu sanna?

 

 

NÝ BÓK

A King by Night

A King by Night er glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar.

Gwendda Guildford fær bréf á dulmáli frá frænda sínum sem hefur ekki sést í lengri tíma, alveg síðan hann erfði mikla fjárhæð. Í bréfinu segist frændinn hafa verið tekinn til fanga og biður hana að láta lögregluna vita. Þá upphefst spennandi atburðarás.

NÝ BÓK

My Ántonia

Skáldsagan My Ántonia eftir bandaríska rithöfundinn Willa Cather kom fyrst út árið 1918 og er talin með bestu verkum höfundar. Þetta er síðasta bókin í þríleik sem einnig samanstendur af skáldsögunum O Pioneers! (1913) og The Song of the Lark (1915). Hér segir frá munaðarlausa drengnum Jim Burden og stúlkunni Ántonia Shimerda sem er eldri dóttir innflytjenda frá Bæheimi. Bæði koma þau sem börn til Nebraska undir lok 19. aldarinnar og verða fyrir djúpum áhrifum af hinum nýja stað.

NÝ BÓK

Svarfdæla saga

Svarfdæla saga er fornsaga sem telst til Íslendingasagna. Hún segir frá landnámi í Svarfaðardal og deilum og vígaferlum í dalnum á landnámsöld. Þar áttust við Ljótólfur goði á Hofi og Þorsteinn svörfuður á Grund og þeirra menn. Frásögnin er allstórbrotin þar sem berserkurinn og skáldið Klaufi Hafþórsson kemur mikið við sögu bæði lífs og liðinn og hin skapmikla Yngveldur fagurkinn. Þótt margt sé heldur ótrúlegt í frásögninni hafa fornminjar þótt benda til þess að í henni sé sannsögulegur kjarni. Nokkrir kaflar hafa glatast úr sögunni og auk þess eru nokkrar minni eyður.

NÝ BÓK

The Courts of the Morning

The Courts of the Morning er ævintýraleg spennusaga eftir skoska rithöfundinn John Buchan. Sagan kom fyrst út árið 1929.

Sögusviðið er Olifa, ímyndað land á vesturströnd Suður-Ameríku. Þar hefur iðnjöfur nokkur bækistöð og ætlar sér að ná heimsyfirráðum. Söguhetjan, Sandy Arbuthnot, fréttir af þessu í gegnum vin sinn og hyggur á uppreisn til að koma í veg fyrir þessa fólskulegu ráðagerð og frelsa íbúa landsins.

NÝ BÓK

Chronicles of Avonlea

Chronicles of Avonlea er safn smásagna eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery, höfund bókanna um Önnu í Grænuhlíð (Anne of Green Gables). Bókin kom fyrst út árið 1912.

Sögurnar tengjast allar ímyndaða þorpinu Avonlea í Kanada. Anne Shirley kemur fyrir í nokkrum þeirra, ýmist sem aðal- eða aukapersóna. Aðrir íbúar Avonlea úr sögunum um Önnu í Grænuhlíð koma einnig fyrir, þar á meðal Marilla Cuthbert og Rachel Lynde. Flestar sögurnar fjalla þó um persónur sem ekki er minnst á í sögunum um Önnu. Ein ástæða er sú að flestar smásögurnar í þessu safni voru skrifaðar og birtar í hinum ýmsu tímaritum áður en sögurnar um Önnu í Grænuhlíð urðu til.

Smásögurnar heita: The Hurrying of Ludovic, Old Lady Lloyd, Each In His Own Tongue, Little Joscelyn, The Winning of Lucinda, Old Man Shaw's Girl, Aunt Olivia's Beau, The Quarantine at Alexander Abraham's, Pa Sloane's Purchase, The Courting of Prissy Strong, The Miracle at Carmody og The End of a Quarrel.

NÝ BÓK

Brimarbandið

Brimarbandið er barnasaga um hóp tónelskra dýra sem ákveða að stofna hljómsveit saman.

 

 

 

NÝ BÓK

The Red Badge of Courage

Skáldsagan The Red Badge of Courage eftir bandaríska rithöfundinn og blaðamanninn Stephen Crane kom fyrst út árið 1895 og er þekktasta verk höfundar. Bókin gerði hann frægan svo að segja á einni nóttu og festi hann í sessi sem fremstur meðal jafningja í amerískum bókmenntum síns samtíma.

Sagan fjallar um ungan mann sem heldur í stríð og lýsir af ótrúlegu næmi, tilfinningum hans og baráttu á vígvellinum. Þóttu lýsingar Cranes á bardögum ótrúlega raunverulegar og einstakar í sinni röð. Verður það að teljast mikið afrek af svona ungum manni, aðeins 23 ára, ekki síst fyrir þá sök að hann hafði sjálfur enga reynslu af stríði og aldrei orðið vitni að bardögum.

NÝ BÓK

Gone with the Wind

Hin stórbrotna skáldsaga Gone with the Wind eftir Margaret Mitchell kom fyrst út árið 1936 og ári síðar hlaut höfundurinn Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna. Á íslensku heitir hún Á hverfanda hveli.

Sögusviðið er Suðurríkin á tímum bandaríska borgarastríðsins (þrælastríðsins). Hér segir frá Scarlett O'Hara, fordekraðri og viljasterkri dóttur plantekrueiganda, ástum hennar og raunum.

Eftir sögunni var gerð kvikmynd árið 1939, með Vivien Leigh og Clark Gable í aðalhlutverkum, sem sló strax í gegn, hlaut tíu Óskarsverðlaun og hefur allar götur síðan verið talin með bestu kvikmyndum sögunnar.

NÝ BÓK

Kóngurinn í Gullá

John Ruskin skrifaði söguna Kóngurinn í Gullá (The King of the Golden River) árið 1841 fyrir hina tólf ára gömlu Effie (Euphemia) Gray sem síðar varð kona hans. Sagan var gefin út á bók tíu árum síðar (1851) og naut strax mikilla vinsælda og þykir í dag ein af sígildum bókmenntaverkum Viktoríutímans. Sagan hefur verið flokkuð sem ævintýri, dæmisaga, kennisaga og jafnvel goðsaga. Hvernig svo sem menn vilja flokka hana þá vísar sagan okkur veginn til réttrar breytni og hugarfars.

Höfundurinn John Ruskin (1819-1900) var á sínum tíma áhrifamikill rithöfundur og samfélagsrýnir sem hafði áhrif á marga af kunnustu listamönnum sem þá voru uppi og margar skoðanir hans þóttu bæði nýstárlegar og byltingakenndar og ættu meira erindi í dag en þá. Merkilegur og áhugaverður maður.

Sagan var fyrst gefin út á íslensku af Prentsmiðju Lögbergs í Winnipeg árið 1891 og var þá þýdd af Einari Hjörleifssyni Kvaran. Er þýðingu Einars hér fylgt að mestu en málfar þó töluvert einfaldað og fært að nútímanum.

NÝ BÓK

The Wonderful Wizard of Oz

The Wonderful Wizard of Oz (eða Galdrakarlinn í Oz á íslensku) er skáldsaga fyrir börn eftir bandaríska rithöfundinn L. Frank Baum. Hún kom fyrst út árið 1900, myndskreytt af W. W. Denslow. Sagan hefur margsinnis verið endurútgefin, oftast undir titlinum The Wizard of Oz. Hún hefur einnig verið sett upp á leiksviði og gerð að kvikmynd sem fræg er orðin. Sagan er ein sú þekktasta af bandarískum bókmenntum og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Baum skrifaði svo þrettán sögur í viðbót um Oz í framhaldi af þeirri fyrstu.

Hér segir frá ungri stúlku að nafni Dórótea, sem verður fyrir hvirfilbyl ásamt hundinum sínum Tótó og lendir í töfralandinu Oz.

NÝ BÓK

Our Mutual Friend

Sagan Our Mutual Friend er síðasta skáldsagan sem Charles Dickens lauk við, skrifuð á árunum 1864-65.

Maður nokkur finnst drukknaður í ánni Thames og er talinn vera John Harmon, kominn aftur til Englands til að taka við arfi eftir föður sinn. Arfurinn gengur þá til Boffin-hjónanna, og þau taka að sér ungu konuna, Bellu Wilfer, sem Harmon hafði átt að giftast sem skilyrði fyrir því að hljóta arfinn. Hinn raunverulegi John Harmon er hins vegar enn á lífi og ræður sig til starfa hjá Boffin-hjónunum til þess að geta fylgst með þremenningunum án þess að þau viti hver hann er.

Dickens bregður hér upp mynd af Lundúnaborg Viktoríutímans þar sem andstæður togast á: auðlegð og örbirgð. Eins og höfundarins er von og vísa hefur þessi saga að geyma háðsádeilu og samfélagsrýni, margbrotinn söguþráð og ógrynni litríkra persóna.

NÝ BÓK

Víglundar saga

Víglundar saga er ein af Íslendingasögunum. Sagan er skáldsaga, ein hin fyrsta í sinni grein hér á landi. Hún fjallar um ástir og raunir Víglundar og Ketilríðar. Hún gerist á 10. öld, en er að líkindum rituð á síðara hluta 14. aldar. Sagan er varðveitt í tveimur skinnhandritum frá 15. öld.

 

NÝ BÓK

The Strange Countess

The Strange Countess er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn, blaðamanninn og handritshöfundinn Edgar Wallace. Sagan kom fyrst út á bók árið 1925.

Árið 1932 birtist eftirfarandi tilvitnun í Edgar Wallace í áströlsku dagblaði: ,,Útgáfufyrirtæki hafði samband við mig einn fimmtudag og óskaði eftir að fá frá mér skáldsögu, 70.000 orð að lengd, á hádegi mánudaginn þar á eftir. Ég vann átján klukkustundir á dag, þuldi upp fyrir ritara sem vélrituðu söguna, og konan mín leiðrétti. Ég afhenti bókina, The Strange Countess, á mánudeginum. Ef einhvern langar til að gefa mér gjöf má sá hinn sami senda mér eintak af bókinni. Ég myndi gjarnan vilja lesa hana.''

NÝ BÓK

The Song of the Lark

The Song of the Lark eftir bandaríska rithöfundinn Willa Cather var þriðja skáldsaga höfundar og skrifuð árið 1915. Almennt er litið á hana sem aðra söguna í trílógíu ásamt skáldsögunum O Pioneers! (1913) og My Ántonia (1918).

Hér segir frá ungri konu að nafni Thea Kronborg, sem fæðist í smábæ í Colorado-fylki og hefur metnað til að rækta listræna hæfileika sína. Í bakgrunni sögunnar eru ameríska Vestrið undir lok 19. aldar, hin ört vaxandi Chicago-borg, og áheyrendur sönglistarinnar í Bandaríkjunum jafnt sem Evrópu.

NÝ BÓK

Gyllti fiskurinn

Gyllti fiskurinn er barnasaga eftir ókunnan höfund. Hér segir frá gömlum fiskimanni og konunni hans. Dag einn veiðir maðurinn gylltan fisk sem býr yfir þeim töframætti að geta látið óskir rætast.

 

 

NÝ BÓK

Little Men

Skáldsagan Little Men, or Life at Plumfield with Jo's Boys, eftir bandaríska rithöfundinn Louisa May Alcott, kom fyrst út árið 1871. Hér koma aftur við sögu persónur úr Little Women, enda er gjarnan litið á þessar tvær sögur sem þríleik ásamt skáldsögunni Jo's Boys, and How They Turned Out: A Sequel to "Little Men".

Hér segir frá Jo Bhaer og börnunum í Plumfield Estate-skólanum. Hugmyndin að sögunni á rætur að rekja til dauða bróður höfundarins, eins og í ljós kemur í einum af síðustu köflunum. Sagan hefur verið kvikmynduð nokkrum sinnum.

NÝ BÓK

The Island of Doctor Moreau

The Island of Doctor Moreau er vísindaskáldsaga frá árinu 1896 eftir enska rithöfundinn H. G. Wells. Textinn er frásögn skipsbrotsmanns að nafni Edward Prendick, sem bjargað er um borð í bát og hann svo skilinn eftir á eyju nokkurri. Þar býr brjálaði vísindamaðurinn Moreau, sem skapar verur í mannslíki úr dýrum. Í sögunni tekst höfundur á við ýmis heimspekileg þemu, svo sem þjáningu og grimmd, siðferðilega ábyrgð, mannlega sjálfsmynd, og inngrip mannsins í náttúruna. Þessi sígilda vísindaskáldsaga er eitt af best þekktu verkum Wells og hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð.

NÝ BÓK

Á förnum vegi - Ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen

Á förnum vegi er ný ljóðabók eftir skáldið Matthías Johannessen. Hún samanstendur af einum stórum ljóðabálki sem ber heitið Á förnum vegi, eða eftir hrun (Dagbókarbrot) auk 12 styttri ljóða.

Eins og jafnan eru ljóð Matthíasar ort inn í samtímann og sjónarhornið beinskeitt og persónulegt. Næmni hans fyrir umhverfi sínu kemur Matthías til skila á svo áreynslulausan og látlausan hátt sem fáir ef nokkrir geta leikið eftir honum. Og ljóðrænan drýpur af hverju orði og hendingu.

NÝ BÓK

The Secret Agent

Skáldsagan The Secret Agent: A Simple Tale eftir Joseph Conrad kom fyrst út árið 1907. Sögusviðið er London árið 1886. Hér segir frá Adolf nokkrum Verloc sem starfar sem njósnari. Þetta er ein af pólitísku skáldsögum Conrads, en þær voru fráhvarf frá fyrri skrifum hans um sjóferðir. Í sögunni koma fram anarkismi, njósnir og hryðjuverk, og þess má geta að mikið var vitnað í hana í bandarískum fjölmiðlum dagana eftir hryðjuverkin 11. september 2001.

NÝ BÓK

The Elusive Pimpernel

The Elusive Pimpernel er söguleg skáldsaga og sú þriðja í röðinni um Sir Percy Blakely sem lifir tvöföldu lífi. Á yfirborðinu virðist hann ekki annað en ríkur spjátrungur, en í raun er hann fimur skylmingamaður sem bjargar mönnum frá því að vera settir undir fallöxina. Með sköpun Blakely lagði Emma Orczy línurnar fyrir fleiri dulbúnar hetjur sem fylgdu á eftir, t.a.m. Don Diego de la Vega (Zorro), Bruce Wayne (Batman) og Clark Kent (Superman).

NÝ BÓK

Canterville draugurinn

Þó svo að sagan The Canterville Ghost hafi fyrst kom út í bók árið 1891 í safninu Lord Arthur Savile's Crime and Other Stories, var hún samt fyrsta sagan eftir Wilde sem birtist á prenti. Það var í tímaritinu The Court and Society Review árið 1887. Í upphafi vakti sagan litla eftirtekt en nokkrum árum síðar þegar Wilde var orðinn frægur fóru menn að átta sig á henni. Síðan þá hefur hún alla tíð notið mikilla vinsælda og hefur verið sett á svið bæði sem leikrit og ópera auk þess sem hún hefur verið kvikmynduð nokkrum sinnum. Á yfirborðinu er hér um að ræða gamansögu þar sem atburðir sem í hugum flestra eru ógnvænlegir og skelfilegir eru settir fram með kómískum hætti þannig að öll ógn og skelfing víkur fyrir háði og fáránleika. Sagan er einkar skemmtileg og áhugaverð og hefur notið mikilla vinsælda nánast frá því hún kom fyrst út í bók árið 1991 og fram á daginn í dag. Bókin hefur ekki verið þýdd á íslensku áður, en hér birtist hún í glænýrri þýðingu Aðalsteins Magnússonar.

NÝ BÓK

Ravensdene Court

Ravensdene Court er spennusaga eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn Joseph Smith Fletcher (1863-1935), en hann var einn afkastamesti höfundur Englands á sviði sakamálasagna.

Leonard Middlebrook fær bréf með kurteislegri beiðni um að heimsækja gamalt sveitasetur í norðurhluta Englands til þess að skoða og verðmeta gríðarmikið safn fornbóka sem þar er að finna. Við komuna norður hittir hann mann að sunnan, með fulla vasa af gulli, í dularfullum erindagjörðum. Daginn eftir finnst maðurinn látinn á ströndinni.

NÝ BÓK

The Mystery of the Hasty Arrow

The Mystery of the Hasty Arrow er þrettánda og síðasta sagan um Ebenezer Gryce spæjara. Anna Katharine Green var frumkvöðull á sviði sakamálsagna. Sögur hennar þóttu mjög góðar og í hópi aðdáenda hennar voru þekktir höfundar eins og Arthur Conan Doyle, Mary Roberts Rineheart og Agatha Christie. Þær tvær síðastnefndu staðhæfðu reyndar báðar að það hafi fyrst og fremst verið fyrir áhrif frá sögum Önnu Katharine Green að þær sjálfar gerðust sakamálarithöfundar. Það eitt og sér ætti að duga til að halda nafni hennar á lofti og kalla fram þakkir allra unnenda góðra glæpasagna.

NÝ BÓK

Hallfreðar saga vandræðaskálds

Hallfreðar saga vandræðaskálds er ein af Íslendingasögunum. Hér birtist sagan eins og hún er varðveitt í Möðruvallabók.

 

 

 

NÝ BÓK

Educated Evans

Educated Evans er gamansöm skáldsaga eftir hinn vinsæla og afkastamikla enska rithöfund Edgar Wallace. Hér segir frá Evans nokkrum, sem starfar við að spá fyrir um úrslit veðreiða. Fyrir klaufaskap eignast hann veðhlaupahest, með kostulegum afleiðingum. Kvikmynd byggð á sögunni kom út árið 1936.

 

 

NÝ BÓK

Ethan Frome

Skáldsagan Ethan Frome eftir bandaríska rithöfundinn og Pulitzer-verðlaunahafann Edith Wharton kom fyrst út árið 1911.

Sagan hefst á frásögn ónefnds sögumanns sem heimsækir þorpið Starkfield. Á vegi hans verður maður nokkur, haltur og þögull, sem vekur forvitni sögumanns. Þetta reynist vera Ethan Frome, sem búið hefur í þorpinu alla sína ævi. Sem ungur maður þráði Ethan að ganga menntaveginn, en örlögin höfðu annað í hyggju.

Kvikmynd var gerð eftir sögunni árið 1993, þar sem Liam Neeson, Patricia Arquette og Joan Allen fóru með aðalhlutverkin.

NÝ BÓK

Líana

E. Marlitt var höfundanafn þýska rithöfundarins Friederieke Henriette Christiane Eugenie John (1825–1887) en hún þótti á sínum tíma einn frambærilegasti rithöfundur Þjóðverja og voru sögur hennar mjög vinsælar.

Sagan Líana sem í íslenskri þýðingu sem birtist í Nýjum kvöldvökum árið 1916 nefndist á þýsku Die zweite frau og var áttunda skáldsaga Eugenie John. Kom sagan fyrst út í Leipzig árið 1874.

Er þetta rómantísk skáldsaga en um leið þykir hún draga upp áhugaverða og lýsandi mynd af þýsku efri stéttar samfélagi þess tíma.

Ritstíll Eugenie þótti frísklegur og um margt ólíkur þýskum kollegum hennar. Í verkum sínum náði hún gjarnan að sameina bókmenntalega fegurð og léttan gáska sem ekki fer alltaf saman.

NÝ BÓK

The Blanket of the Dark

The Blanket of the Dark er söguleg skáldsaga eftir skoska rithöfundinn John Buchan. Sagan gerist í Englandi þegar Henry VIII er nýtekinn við völdum. Höfundur vekur upp spurningar um hvað hefði getað gerst ef réttmætur afkomandi Edwards III hefði steypt Tudor-ættinni af stóli. Sagan kom fyrst út árið 1931.

 

 

NÝ BÓK

The Wisdom of Father Brown

The Wisdom of Father Brown er annað safn smásagna eftir G. K. Chesterton um rómversk-kaþólska prestinn séra Brown, sem nýtir innsæi sitt og skarpan skilning á mannlegu eðli til þess að leysa sakamál og ráðgátur samhliða prestsstarfinu. Chesterton skrifaði u.þ.b. 50 sögur um hinn lágvaxna og glögga guðsmann, og komu þær út á árunum 1910–1936.

 

NÝ BÓK

Vitra gæsamamma

Vitra gæsamamma er barnasaga um klóka gæs sem vill bjarga ungunum sínum frá því að verða refi að bráð. Anna Rut Bjarnadóttir þýddi.

 

 

 

NÝ BÓK

Anna Karenina

Anna Karenina er skáldsaga eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoy. Sagan kom fyrst út í tímaritinu The Russian Messenger á árunum 1873-1877, og svo í heild sinni á bók árið 1878. Sagan er almennt talin eitt besta skáldverk raunsæisbókmenntanna, og jafnvel af mörgum álitin besta bók sem skrifuð hefur verið.

Hér segir frá greifynjunni fögru Önnu Kareninu, sem er gift yfirstéttarkona í ástlausu hjónabandi, og sambandi hennar við hinn ríka Vronsky greifa. Í þessari margbrotnu og harmrænu sögu af ást og framhjáhaldi bregður höfundur upp ljóslifandi mynd af rússnesku samfélagi á síðari hluta nítjándu aldar.

NÝ BÓK

I Will Repay

Barónessan Emma Orczy skrifaði yfir tug skáldsagna og nokkur leikrit um Rauðu akurliljuna (The Scarlet Pimpernel). I Will Repay er önnur sagan í röðinni og sú vinsælasta fyrir utan þá fyrstu. Hún kom fyrst út árið 1906.

Þessar sögulegu skáldsögur gerast á tímum frönsku byltingarinnar. Aðalsöguhetjan er aðalsmaðurinn Sir Percy Blakely sem lifir tvöföldu lífi. Á yfirborðinu virðist hann ekki annað en ríkur spjátrungur, en í raun er hann fimur skylmingamaður sem bjargar mönnum frá því að vera settir undir fallöxina. Með sköpun Blakely lagði Emma Orczy línurnar fyrir fleiri dulbúnar hetjur sem fylgdu á eftir, t.a.m. Don Diego de la Vega (Zorro), Bruce Wayne (Batman) og Clark Kent (Superman).

NÝ BÓK

Milljónasnáðinn

Milljónasnáðinn er skáldsaga eftir danska rithöfundinn Walter Christmas. Þetta er skemmtileg saga um hinn þrettán ára gamla Peter Rowly sem er flugríkur en munaðarlaus og einmana. Þegar tækifæri gefst ákveður hann að flýja undan harðræði fóstru sinnar og gerast blaðsöludrengur. Aðalsteinn Sigmundsson þýddi.

 

 

NÝ BÓK

Love Insurance

Love Insurance er gamansöm skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Earl Derr Biggers (1884-1933), en hann var þekktastur fyrir sögur sínar um leynilögreglumanninn Charlie Chan.

Ungur aðalsborinn Englendingur að nafni Allan Harrowby kemur til Bandaríkjanna til að giftast unnustu sinni, Cynthiu Meyrick, og kaupir sér tryggingu þess efnis að unnustan hætti ekki við hjúskapinn. Tryggingafyrirtækið fær Richard nokkurn Minot til þess að koma í veg fyrir að svo fari. Málið á svo eftir að flækjast til muna þegar ástin grípur herra Minot.

NÝ BÓK

O Pioneers!

Skáldsagan O Pioneers! eftir bandaríska rithöfundinn Willu Cather kom fyrst út árið 1913. Hún er sú fyrsta af þremur sem fjalla um landnema á sléttunum miklu. Hinar tvær nefnast The Song of the Lark (1915) og My Ántonia (1918).

Hér segir frá Bergson-fjölskyldunni, sænsk-amerískum innflytjendum í Nebraska við upphaf 20. aldarinnar. Aðalpersónan, Alexandra Bergson, erfir búgarð fjölskyldunnar eftir föður sinn og helgar líf sitt uppbyggingu býlisins á tímum þegar margar aðrar innflytjendafjölskyldur gefast upp og yfirgefa sléttuna. Inn í söguna fléttast einnig tvö ástarsambönd: annað á milli Alexöndru og fjölskylduvinarins Carls Linstrum, og hitt á milli Emils, bróður Alexöndru, og hinnar giftu Marie Shabata.

NÝ BÓK

Hænsna-Þóris saga

Hænsna-Þóris saga segir frá Hænsna-Þóri, ógeðfelldum manni sem rís úr fátækt og tekst að gerast gildur bóndi. Honum virðist vera uppsigað við nágranna sína, finnst kannski að þeir líti niður á sig vegna upprunans. Þegar nágrannar hans þurfa svo að leita til hans vegna heyskorts neitar hann að selja þeim hey þó hann eigi nóg til. Leiðir þetta til þeirra átaka sem sagan greinir frá.

Sagan sker sig á margan frá öðrum Íslendingasögum og sumir vilja meina að hún hafi verið rituð sem viðbrögð við nýjum lögum Magnúsar lagabætis Noregskonungs en í þeim er kveðið á um að bjargálna bændur séu skyldugir að selja þeim hey sem búa við heyskort. Sá sem neitaði yrði að greiða sekt og ef hann meinaði þeim heysins með valdi mættu nágrannar hans herja á hann án þess að það teldist vera glæpur.

NÝ BÓK

Terror Keep

Terror Keep er sakamálasaga eftir breska rithöfundinn Edgar Wallace. Sagan kom fyrst út árið 1927. Hér er það fyrrum lögreglumaðurinn J. G. Reeder sem leysir gátuna.

 

 

 

NÝ BÓK

The Scarlet Pimpernel

The Scarlet Pimpernel er söguleg skáldsaga og sú fyrsta í röðinni um Sir Percy Blakely sem lifir tvöföldu lífi. Á yfirborðinu virðist hann ekki annað en ríkur spjátrungur, en í raun er hann fimur skylmingamaður sem bjargar mönnum frá því að vera settir undir fallöxina. Með sköpun Blakely lagði Emmuska Orczy línurnar fyrir fleiri dulbúnar hetjur sem fylgdu á eftir, t.a.m. Don Diego de la Vega (Zorro), Bruce Wayne (Batman) og Clark Kent (Superman).

NÝ BÓK

Björn á Reyðarfelli: Ljóðaævisaga

Á árum áður tíðkast það gjarnan að segja sögur í ljóðum. Var það á margan hátt aðgengileg sögunálgun fyrir þær kynslóðir sem höfðu ljóð í hávegum. Það hefur þó breyst og ekki hvað síst vegna þess að ljóðið hefur misst fyrri stöðu sína í flóru bókmenntanna. Í dag eru ljóð oftast stutt og hnitmiðuð og einblína á eina ákveðna hugsun eða mynd.

Það getur þó verið áhugavert að lesa sögu í gegnum ljóð. Sagan er þá margan hátt bundin forminu en höfundur fær líka tækifæri að segja söguna á annan hátt. Árið 1938 kom út ljóðsagan Björn á Reyðarfelli eftir skáldið Jón Magnússon. Segir ljóðið á skemmtilegan hátt sögu sýslumannssonarins Björns og konu hans sem gera sér bú á afskekktu heiðarbýli sem farið var í eyði. Rekur ljóðið ævi þeirra frá þau fella hugi saman og þar til yfir lýkur. Ekki er sagan þó eingöngu sögð í ljóðum því inn á milli koma örstuttir leskaflar til að fylla upp í og skýra betur söguþráðinn.

Ljóðsagan Björn á Reyðarfelli færir okkur innsýn inn í íslenskt sveitasamfélag fyrri tíma á sama tíma og við upplifum dramatíska atburðarás þessara áhugaverðu persóna. Líf Björns snýst um landið og það sem hann getur fengið út úr því.

En þrátt fyrir að sagan gerist á ákveðnum tíma má líka færa margt upp á samtímann því þó margt sé breytt hefur fólk og tilfinningar þess kannski ekki breyst svo mjög. Mannskepnan er jafnan söm við sig.

NÝ BÓK

Lady Chatterley's Lover

Lady Chatterley's Lover er rómantísk og erótísk skáldsaga eftir breska rithöfundinn D. H. Lawrence. Sagan kom fyrst út á Ítalíu árið 1928. Hún var lengi vel bönnuð í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og víðar fyrir það að vera ósiðsamleg eða klámfengin. Hér segir frá sambandi giftrar hástéttarkonu og manns af lægri stétt.

 

NÝ BÓK

The Master Mystery

The Master Mystery er sakamálasaga eftir Arthur B. Reeve og John W. Gray. Sagan kom út árið 1919 og var byggð á samnefndri kvikmynd frá 1918 sem Reeve skrifaði ásamt Charles Logue. Harry Houdini fór þar með aðalhlutverkið.

 

 

NÝ BÓK

Tindátastríðið

Tindátastríðið er spennandi barnasaga um tindáta sem lenda í útistöðum við mús. Anna Rut Bjarnadóttir þýddi.

 

 

 

NÝ BÓK

The Clue of the Silver Key

The Clue of the Silver Key er sakamálasaga eftir breska rithöfundinn Edgar Wallace. Hann var á sínum tíma gríðarlega vinsæll og afkastamikill rithöfundur. Sagan kom fyrst út árið 1930.

 

 

 

NÝ BÓK

A Strange Disappearance

A Strange Disappearance er önnur sagan í röðinni um rannsóknarlögreglumanninn Ebenezer Gryce, en sú fyrsta var hin vinsæla The Leavenworth Case. Sögur Green byggðust upp á því að leysa gátur og eru lesendur hægt og rólega leiddir að réttu lausninni með því að draga fram hverja vísbendinguna af annarri með hjálp skemmtilegra einkaspæjara. Ebenezer Gryce er án efa þekktasti spæjarinn sem hún skapaði, en hún skrifaði alls þrettán bækur um hann.

NÝ BÓK

Ævi Gapons prests

Georgiy Apollonovich Gapon (1870–1906) var rússneskur rétttrúnaðarprestur og vinsæll verkamannaleiðtogi fyrir rússnesku byltinguna.

Á þessum árum var mikil ólga í rússnesku þjóðfélagi og margir vildu koma á breytingum. Keisarinn og lið hans óttuðust þessi byltingaröfl og reyndu að stemma stigu við þeim með öllum ráðum. Því var það að umbótastarf Gapons vakti athygli bæði þeirra sem vildu bylta samfélaginu og keisarans. Vildu báðir flokkar fá Gapon til að vinna fyrir og þá einkum að veita þeim upplýsingar. Var það úr að hann gerði það og reyndi að fara bil beggja.

Ef marka má ævisögu hans sem hann skrifaði árið 1905 var Gapon einlægur í sinni afstöðu og vildi einungis gera það sem helst myndi koma fólkinu til góða, en það voru ekki allir jafnsannfærðir um það.

NÝ BÓK

The Prince of India

Sem rithöfundur er Lewis "Lew" Wallace þekktastur fyrir Ben Húr, sem var söluhæst allra bandarískra skáldsagna á 19. öld. Söguna The Prince of India taldi hann þó sjálfur vera sína bestu skáldsögu. Sagan kom fyrst út árið 1893.

 

 

NÝ BÓK

An Artist in Crime

An Artist in Crime er sakamálasaga eftir bandaríska rithöfundinn og tannlækninn Rodrigues Ottolengui. Hér er rannsóknarlögreglumaðurinn Barnes kynntur til sögunnar.

Rodrigues Ottolengui var um margt merkilegur höfundur og sögur hans um spæjarann Barnes lifa ágætu lífi enn í dag. Þá er ævi hans áhugaverð fyrir margar aðrar sakir, en hann var t.a.m. mikill frumkvöðull í nútímatannlækningum, einn helsti sérfræðingur um bandarísk fiðrildi á sínum tíma, stundaði höggmyndalist af elju, auk þess sem hann var ákafur ljósmyndari.

NÝ BÓK

Poki af gulli

Poki af gulli er barnasaga eftir ókunnan höfund. Hér segir frá því hvernig gullpeningar breytast á ævintýralegan hátt í eitthvað allt annað til að færa börnum gleði.

 

 

 

NÝ BÓK

Civil Disobedience

Ritgerðin Civil Disobedience (eða Resistance to Civil Government) eftir Henry David Thoreau var fyrst gefin út á prenti árið 1849. Í ritgerðinni ræður Thoreau fólki frá því að láta stjórnvöld rýra samvisku þess eða verða henni yfirsterkari, og heldur því fram að einstaklingum beri skylda til að forðast að leyfa slíkri auðsveipni að gera stjórnvöldum kleift að gera þá að erindrekum óréttlætis. Hvatinn að baki ritgerðinni var að hluta til andstyggð Thoreaus á þrælahaldi og stríðinu sem geisaði á milli Mexíkó og Bandaríkjanna á árunum 1846–1848.

NÝ BÓK

A Little Princess

A Little Princess er skáldsaga fyrir börn eftir Frances Hodgson Burnett sem einnig skrifaði The Secret Garden. Sagan kom fyrst út árið 1905 og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan. Hér segir frá hinni ungu Söru Crewe sem hefur alist upp í Indlandi þar sem faðir hennar er hershöfðingi í breska hernum. Loks kemur að því að hún er send í heimavistarskóla heima í Englandi og þar á ýmislegt eftir að drífa á daga hennar.

 

NÝ BÓK

Egill eftir Jonas Lie

Egill er smásaga eftir norska rithöfundinn Jonas Lie. Sagan kom áður út á íslensku árið 1926 undir titlinum Egill á Bakka. Egill er ungur drengur sem hefur alist upp hjá föður sínum og ömmu. Tíu ára gamall byrjar hann loks í skóla og fær óblíðar móttökur hjá bekkjarfélögum sínum. Með tímanum fær hann þó tækifæri til að sýna hvað í honum býr.

Jonas Lie var norskur rithöfundur, ljóðskáld og leikskáld. Hann er talinn einn af fjórum fremstu rithöfundum norskra 19. aldar bókmennta, ásamt Henrik Ibsen, Bjørnstjerne Bjørnson og Alexander Kielland.

NÝ BÓK

The Leavenworth Case

Sakamálasagan The Leavenworth Case: A Lawyer's Story kom fyrst út árið 1878 og var fyrsta skáldsaga höfundar. Sagan varð strax metsölubók og hafði mikil áhrif á þróun sakamálasagna, enda kom hún út níu árum áður en fyrsta sagan um Sherlock Holmes leit dagsins ljós. Sjálf Agatha Christie nefndi The Leavenworth Case sem áhrifavald á sín eigin skrif.

Sögusviðið er New York-borg. Horatio Leavenworth, fyrrum kaupmaður, finnst myrtur á heimili sínu. Grunur fellur á ungar frænkur hans tvær, en önnur þeirra á að erfa öll hans auðæfi. Rannsóknarlögreglumaðurinn Ebenezer Gryce er kallaður til og kemst fljótt að því að ekki er allt sem sýnist í fyrstu.

NÝ BÓK

Miss Cayley's Adventures

Við kynnum nú til sögunnar einstaklega skemmtilegan kvenspæjara, fröken Cayley, sem nútímafræðingar hafa líkt við ekki ómerkari hetjur en Bridget Jones.

Charles Grant Blairfindie Allen fæddist í Kanada árið 1848. Hann skrifaði mikið um vísindi og einnig skáldsögur, en hann var m.a. frumkvöðull í skrifum vísindaskáldsagna.

 

NÝ BÓK

Hrana saga hrings

Hrana saga hrings er ein af Íslendingasögunum. Hún er varðveitt í handritum frá nítjándu öld.

 

 

 

NÝ BÓK

Anne's House of Dreams
eftir Lucy Maud Montgomery

Anne's House of Dreams eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er fimmta skáldsagan í röðinni um Anne Shirley. Nýr kafli er nú að hefjast í lífi Anne, þegar hún flytur ásamt eiginmanni sínum í lítið hús í þorpinu Four Winds og kynnist nýjum nágrönnum.

 

 

NÝ BÓK

The Four Just Men eftir Edgar Wallace

The Four Just Men er spennusaga eftir breska rithöfundinn Edgar Wallace. Sagan kom fyrst út árið 1905 og á eftir fylgdu svo fimm sögur í viðbót um mennina fjóra. Söguhetjurnar, hinir umræddu menn, eru fjórir ríkir herramenn sem taka upp á því að gerast sjálfskipaðir löggæslumenn og refsa afbrotamönnum sem armur laganna hefur ekki náð til. Sagan varð metsölubók þegar hún kom út og hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð.

NÝ BÓK

Jói kráka og uglurnar

Jói kráka og uglurnar er barnasaga um klækjótta kráku sem gerir ugluhjónum grikk, en að lokum læra þau dýrmæta lexíu.

 

 

 

NÝ BÓK

A Room of One's Own

Ritgerðin A Room of One's Own eftir Virginiu Woolf kom fyrst út 24. október 1929 og var byggð á fyrirlestraröð sem hún hélt í kvennaskólunum Newnham College og Girton College í háskólanum í Cambridge í október 1928. Ritgerðin er gjarnan talin tilheyra feminískum skrifum, og færir m.a. rök fyrir því að kvenkyns rithöfundar skuli hafa rými - í eiginlegum jafnt sem óeiginlegum skilningi - innan bókmenntahefðarinnar þar sem karlar hafa löngum verið ríkjandi.

NÝ BÓK

Anne of Windy Poplars
eftir Lucy Maud Montgomery

Anne of Windy Poplars eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er fjórða bókin um Anne of Green Gables (Önnu í Grænuhlíð). Sagan kom fyrst út árið 1936. Í nokkrum löndum var hún gefin út undir titlinum Anne of Windy Willows.

Anne Shirley er nú útskrifuð úr Redmond-háskólanum og ræður sig í vinnu við gagnfræðaskólann í Summerside á meðan unnusti hennar er enn í námi. Hún býr hjá tveimur gömlum ekkjum í stóru húsi sem nefnist Windy Poplars. Í Summerside kynnist hún ýmsum sérlunduðum íbúum og eignast nýja vini, svo eitthvað sé nefnt.

NÝ BÓK

Skytturnar þrjár: 4. bindi - Í fangelsi

Í þessu fjórða bindi af Skyttunum þremur eftir Alexandre Dumas hefur ókindin Mylady verið fangelsuð en neytir allra ráða til að losna úr prísund sinni til að geta hefnt sín á d'Artagnan. Nú er bara að sjá hvernig fer, en óhætt er að lofa spennandi frásögn og dramatískum endi.

 

 

NÝ BÓK

David Copperfield eftir Charles Dickens

David Copperfield var áttunda skáldsaga Charles Dickens. Hún kom fyrst út á árunum 1849–50. Sagan er að hluta til byggð á ævi Dickens sjálfs og oft talin dulbúin sjálfsævisaga. Af öllum verkum hans var David Copperfield í uppáhaldi hjá honum. Hér segir frá uppvexti söguhetjunnar, frá fæðingu til fullorðinsára.

 

 

NÝ BÓK

The Secret Garden

The Secret Garden er sígild barnasaga eftir Frances Hodgson Burnett. Mary Lennox er send til að búa hjá frænda sínum í Yorkshire á Englandi eftir að foreldrar hennar látast af veikindum. Við fyrstu sýn líst henni afar illa á hið nýja heimili sitt, sem geymir ýmis leyndarmál. En smám saman breytist viðhorf hennar, ekki síst þegar hún kemst á snoðir um leynigarð nokkurn og verður staðráðin í að finna hann.