NÝ BÓK

No Name

Skáldsagan No Name eftir Wilkie Collins kom fyrst út árið 1862. Hún er ein af fjórum sem taldar eru hans bestu skáldsögur, en hinar eru The Woman in White, Armadale og The Moonstone.

Systurnar Norah og Magdalen Vanstone lifa áhyggjulausu lífi hjá auðugum foreldrum sínum. Brúðkaup er í uppsiglingu og allt í lukkunnar velstandi. En þegar foreldrarnir látast skyndilega kemur ýmislegt í ljós og heimur systranna hrynur til grunna.

 

NÝ BÓK

The Beautiful and Damned

Sagan The Beautiful and Damned eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald kom út árið 1922 og er önnur skáldsaga höfundar. Sagan er af mörgum talin byggð á sambandi Fitzgeralds við eiginkonu sína, Zeldu.

Söguhetjan, Anthony Patch, er ungur maður sem til stendur að erfi mikil auðæfi eftir afa sinn. Hann verður ástfanginn af stúlku að nafni Gloria og er samband þeirra þungamiðja sögunnar.

 

NÝ BÓK

Scarhaven Keep

Scarhaven Keep er spennandi sakamálasaga eftir J. S. Fletcher. Í norðurhluta Englands hverfur leikstjórinn Bassett Oliver á dularfullan hátt. Ungur rithöfundur hefur leit að honum, ásamt öðrum manni, og þeir rekja slóð hans til Scarhaven, þar sem síðast sást til hans.

Joseph Smith Fletcher (1863-1935) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann skrifaði yfir 230 bækur um ýmiss konar efni og var einn afkastamesti höfundur Englands á sviði sakamálasagna.

 

NÝ BÓK

Strákurinn og fljótið

Strákurinn og fljótið er skemmtileg dæmisaga um dreng sem vill hjálpa móður sinni, en kemst að því að hann á ýmislegt ólært.

 

 

 

NÝ BÓK

Essays, Second Series

Ritgerðasafnið Essays, Second Series eftir Ralph Waldo Emerson kom fyrst út árið 1844. Ritgerðirnar í þessu safni eru níu talsins og fjalla um ýmis lykilhugtök í heimspeki Emersons. Titlar þeirra eru eftirfarandi: The Poet, Experience, Character, Manners, Gifts, Nature, Politics, Nominalist and Realist og New England Reformers.

 

 

NÝ BÓK

The Ambassadors

The Ambassadors er gamansöm skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Henry James. Sagan kom fyrst út árið 1903.

Hér segir frá Lewis Lambert Strether, miðaldra en lítt lífsreyndum Bandaríkjamanni, er heldur af stað til Evrópu að beiðni unnustu sinnar, sem er auðug ekkja. Markmið ferðalagsins er að hafa uppi á Chad Newsome, syni unnustunnar, bjarga honum frá konunni sem hann er með og fá hann aftur inn í fjölskyldufyrirtækið. En ekki fer allt eins og til stóð.

 

NÝ BÓK

The Crimson Circle

The Crimson Circle er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar. Scotland Yard tekst á við leynisamtök fjárkúgara sem kalla sig The Crimson Circle. Sagan kom fyrst út árið 1922.

 

 

NÝ BÓK

Women in Love

Skáldsagan Women in Love eftir D. H. Lawrence kom fyrst út árið 1920 og er framhald skáldsögunnar The Rainbow. Hér segir enn frá lífi og ástum Brangwen-systranna Gudrun og Ursula.

 

 

NÝ BÓK

Sick Heart River

Skáldsagan Sick Heart River eftir skoska rithöfundinn John Buchan kom fyrst út árið 1941 og er sú fimmta og síðasta í bókaröðinni um lögfræðinginn Edward Leithen.

 

 

NÝ BÓK

The Orange-Yellow Diamond

The Orange-Yellow Diamond er sakamálasaga eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn J. S. Fletcher. Sagan kom fyrst út árið 1920.

Ungur rithöfundur í kröggum lendir í hringrás atburða og er ásakaður um glæp. Morð hefur verið framið og í ljós kemur að hinn látni hafði í fórum sínum stórfenglegan demant sem nú er horfinn.

 

 

NÝ BÓK

Essays, First Series

Ritgerðasafnið Essays, First Series eftir Ralph Waldo Emerson kom fyrst út árið 1841. Ritgerðirnar í þessu safni eru tólf talsins og fjalla um ýmis lykilhugtök í heimspeki Emersons. Titlar þeirra eru eftirfarandi: History, Self-Reliance, Compensation, Spiritual Laws, Love, Friendship, Prudence, Heroism, The Over-Soul, Circles, Intellect og Art.

 

 

NÝ BÓK

Seven Keys to Baldpate

Seven Keys to Baldpate er skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Earl Derr Biggers (1884-1933), en hann var þekktastur fyrir sögur sínar um leynilögreglumanninn Charlie Chan. Sagan kom fyrst út árið 1913.

 

 

 

NÝ BÓK

That Affair Next Door

Sakamálasagan That Affair Next Door kom fyrst út árið 1897. Enn á ný er það rannsóknarlögreglumaðurinn Ebenezer Gryce sem lætur ljós sinn skína. Einnig er hér kynnt til sögunnar hin forvitna og skarpa Amelia Butterworth, fyrirmynd fröken Marple og fleiri áhugaspæjara.

Höfundurinn, Anna Katharine Green, var frumkvöðull á sviði sakamálsagna. Sögur hennar þóttu mjög góðar og í hópi aðdáenda hennar voru þekktir höfundar eins og Arthur Conan Doyle, Mary Roberts Rineheart og Agatha Christie. Sögur Green byggðust upp á því að leysa gátur og eru lesendur hægt og rólega leiddir að réttu lausninni með því að draga fram hverja vísbendinguna af annarri með hjálp skemmtilegra einkaspæjara.

 

NÝ BÓK

The Return of Sherlock Holmes

The Return of Sherlock Holmes er safn þrettán smásagna um spæjarann snjalla, Sherlock Holmes. Sögurnar í þessu safni heita: The Adventure of the Empty House, The Adventure of the Norwood Builder, The Adventure of the Dancing Men, The Adventure of the Solitary Cyclist, The Adventure of the Priory School, The Adventure of Black Peter, The Adventure of Charles Augustus Milverton, The Adventure of the Six Napoleons, The Adventure of the Three Students, The Adventure of the Golden Pince-Nez, The Adventure of the Missing Three-Quarter, The Adventure of the Abbey Grange og The Adventure of the Second Stain.

 

NÝ BÓK

The Cricket on the Hearth

The Cricket on the Hearth er jólasaga eftir Charles Dickens. Sagan kom fyrst út árið 1845. Hér koma margar litríkar persónur við sögu. Þar eru fremst í flokki herra og frú Peerybingle og dularfullur gestur sem leigir herbergi hjá þeim, leikfangasmiðurinn Caleb Plummer, hin blinda dóttir hans, Bertha, og sonurinn Edward sem hvarf í Suður-Ameríku. Einnig kemur við sögu unnusta Edwards, May, sem nú á að giftast nirflinum Tackleton þó hún elski hann ekki.

 

NÝ BÓK

Gjafir vitringanna

Gjafir vitringanna (The Gift of the Magi) er sígild jólasaga eftir hinn þekkta bandaríska smásagnahöfund O. Henry, sem hét réttu nafni William Sydney Porter (1862-1910). Sagan var fyrst gefin út árið 1905. Hér segir frá ungum hjónum og hvernig þau takast á við þá áskorun að kaupa jólagjafir handa hvort öðru þrátt fyrir lítil efni.

 

NÝ BÓK

Tales of the Jazz Age

Tales of the Jazz Age er smásagnasafn eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald. Hér er að finna sögurnar The Jelly-Bean, The Camel's Back, May Day, Porcelain and Pink, The Diamond as Big as the Ritz, The Curious Case of Benjamin Button, Tarquin of Cheapside, O Russet Witch!, The Lees of Happiness, Mr. Icky og Jemina.

 

NÝ BÓK

The Mark of Zorro

Skáldsagan The Mark of Zorro eftir bandaríska rithöfundinn Johnston McCulley gerist í Kaliforníu við upphaf 19. aldarinnar, þegar landsvæðið tilheyrði ennþá Mexíkó. Hér segir frá Don Diego Vega, sem einnig gengur undir dulnefninu Señor Zorro (zorro er spænska og þýðir refur). Grímuklæddur og vopnaður sverði berst hann gegn illmennunum Ramon herforingja og Gonzales liðþjálfa. Titillinn er vísun í þann vana hetjunnar að merkja óvini sína eða nálæga hluti með því að rista á þá bókstafinn Z með sverði sínu.

Sagan kom fyrst út árið 1919 sem framhaldssaga í fimm hlutum undir titlinum The Curse of Capistrano. Þögla kvikmyndin The Mark of Zorro var gerð eftir sögunni árið 1920 og sló rækilega í gegn hjá almenningi, sem vildi sjá meira af hetjunni fræknu. Sagan var þá gefin út á bók árið 1924 með titli kvikmyndarinnar og fleiri sögur fylgdu í kjölfarið.

 

NÝ BÓK

The Man Who Knew Too Much

The Man Who Knew Too Much er safn glæpasagna eftir enska rithöfundinn G. K. Chesterton. Bókin kom fyrst út árið 1922.

 

 

 

NÝ BÓK

The Children of the New Forest

Skáldsagan The Children of the New Forest (á íslensku: Börnin í Nýskógum) eftir Frederick Marryat er sígild ævintýra- og barnasaga sem kom fyrst út árið 1847. Sögusviðið er England á tímum borgarastríðsins og enska samveldisins um miðja sautjándu öld. Hér segir frá fjórum systkinum sem verða munaðarlaus í stríðinu og leita skjóls í skóginum þar sem þau verða að læra nýja lifnaðarhætti. Sagan var ein af fyrstu sögulegu skáldsögunum sem skrifaðar voru fyrir börn.

 

 

NÝ BÓK

Að sólarfalli

Að sólarfalli er ný ljóðabók eftir skáldið Matthías Johannessen.

 

 

 

NÝ BÓK

White Fang

Skáldsagan White Fang eftir Jack London (1876–1916) segir frá ævintýrum samnefnds úlfhunds við lok 19. aldarinnar, þegar gullæðið mikla geisaði í Kanada. Sagan er að miklu leyti sögð frá sjónarhorni úlfhundsins og lýsir því hvernig dýrin upplifa heiminn og sambúðina við mannfólkið.

Sagan kom fyrst út árið 1906 og er að efninu til hliðstæð þekktustu sögu höfundar, The Call of the Wild. Báðar hafa þær notið mikilla vinsælda og margsinnis verið kvikmyndaðar.

 

NÝ BÓK

An Ideal Husband

An Ideal Husband er leikrit í fjórum þáttum eftir Oscar Wilde. Leikritið var fyrst sett upp í Haymarket-leikhúsinu í London árið 1895.

 

 

 

NÝ BÓK

The Valley of Fear

The Valley of Fear er fjórða og síðasta skáldsagan um hinn snjalla spæjara Sherlock Holmes og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle.

 

 

 

NÝ BÓK

The Turn of the Screw

Nóvellan The Turn of the Screw er hryllingssaga eftir bandaríska rithöfundinn Henry James. Sagan kom fyrst út árið 1898. Hér segir frá kennslukonu sem annast tvö börn á afskekktri óðalsjörð og sannfærist um að þar sé reimt.

 

 

 

NÝ BÓK

Sæstúlkan a Höfða

Sæstúlkan á Höfða er íslensk þjóðsaga um stúlku sem býr í sjónum en fer í óvænt ferðalag upp á land.

 

 

 

NÝ BÓK

The Rainbow

Skáldsagan The Rainbow eftir breska rithöfundinn D. H. Lawrence kom fyrst út árið 1915. Hér segir frá lífi og ástum þriggja kynslóða Brangwen-fjölskyldunnar, bænda og handverksfólks í Englandi, á síðari hluta nítjándu aldar, þegar iðnbyltingin er að ryðja sér til rúms. Skáldsagan Women in Love er sjálfstætt framhald þessarar sögu.

 

 

NÝ BÓK

Martin Chuzzlewit

Martin Chuzzlewit er kómísk skáldsaga eftir Charles Dickens. Söguhetjan, Martin Chuzzlewit, hefur alist upp hjá ríkum afa sínum. Hann er ástfanginn af þjónustustúlku afa síns, Mary Graham, en þegar gamli maðurinn kemst að trúlofun þeirra er Martin strikaður út úr erfðaskránni og neyðist að lokum til að takast á hendur ferðalag til Ameríku sem á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Eins og höfundarins er von og vísa koma hér við sögu ýmsar skrautlegar persónur, þar á meðal tveir af frægustu skúrkum Dickens, þeir Seth Pecksniff og Jonas Chuzzlewit.

 

NÝ BÓK

Kate Plus Ten

Kate Plus Ten er sakamálasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar. Sagan kom fyrst út árið 1917 og tvær kvikmyndir hafa verið gerðar eftir henni.

Hér segir frá hinni átján ára gömlu Kate Wasthanger sem er ekki öll þar sem hún er séð. Hún er nefnilega lævís bófi og heilinn á bak við ýmsa glæpi sem lögreglunni hefur hingað til ekki tekist að sakfella hana fyrir.

 

 

NÝ BÓK

Óánægði kóngurinn

Óánægði kóngurinn er skemmtileg saga um kóng sem á allt sem hugsast getur en er þó aldrei ánægður með neitt. Með góðri hjálp lærir hann að breyta hugarfari sínu.

 

 

 

NÝ BÓK

Ulysses

Skáldsagan Ulysses eftir James Joyce kom fyrst út á bók árið 1922 og er almennt talin með helstu bókmenntaverkum módernismans. Sagan spannar einn hversdagslegan dag, þann 16. júní 1904, í lífi ungs manns að nafni Leopold Bloom. Höfundur setur fram ýmsar hliðstæður á milli skáldsögunnar og Ódysseifskviðu, en Ulysses er latneskt heiti hetjunnar Ódysseifs. Sagan hlaut misjafnar viðtökur þegar hún kom út, var meðal annars færð fyrir dómstól í Bandaríkjunum fyrir ósiðsemi. En hvað sem því líður hefur hún fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af fremstu verkum heimsbókmenntanna. Þess má einnig geta að 16. júní er af mörgum Joyce-aðdáendum haldinn hátíðlegur sem „Bloomsdagur“.

 

NÝ BÓK

In the Mayor's Parlour

In the Mayor's Parlour er sakamálasaga eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn J. S. Fletcher. Sagan kom fyrst út árið 1922.

Nýkjörinn borgarstjóri finnst myrtur á skrifstofu sinni. Fyrir tilviljun er ungur frændi hans í heimsókn og sá er staðráðinn í því að finna morðingjann. Þetta reynist ekki auðvelt og ýmislegt kemur á óvart.

 

NÝ BÓK

Keeper of the Keys

Keeper of the Keys er sjötta og síðasta skáldsagan í bókaröðinni um rannsóknarlögreglumanninn knáa Charlie Chan. Sögurnar nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og voru bæði gerðar kvikmyndir og sjónvarpsþættir eftir þeim.

Óperusöngkonan Ellen Landini finnst myrt á heimili þar sem hún er gestur. Þar eru einnig staddir fjórir fyrrum eiginmenn hennar. Margir falla undir grun og Charlie Chan rannsakar málið. Sagan kom fyrst út árið 1932.

 

NÝ BÓK

Flöskupúkinn

Flöskupúkinn er skemmtileg saga um pilt sem finnur glerflösku úti í skógi og sér að í henni er eitthvert kvikindi sem reynist vera púki.

 

 

 

NÝ BÓK

Ramona

Ramóna er söguleg skáldsaga eftir Helen Hunt Jackson (1830-1885). Sagan gerist í Suður-Kaliforníu eftir stríðið á milli Mexíkó og Bandaríkjanna. Hér segir frá munaðarlausri stúlku af skoskum og indíánaættum. Sagan kom fyrst út árið 1884 og varð strax gríðarlega vinsæl.

 

 

NÝ BÓK

The Memoirs of Sherlock Holmes

The Memoirs of Sherlock Holmes er safn þrettán smásagna um spæjarann snjalla, Sherlock Holmes. Sögurnar í þessu safni heita: Silver Blaze, The Adventure of the Cardboard Box, The Yellow Face, The Stockbroker’s Clerk, The “Gloria Scott”, The Musgrave Ritual, The Reigate Squires, The Crooked Man, The Resident Patient, The Greek Interpreter, The Naval Treaty og The Final Problem.

 

NÝ BÓK

The Middle of Things

The Middle of Things er sakamálasaga eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn Joseph Smith Fletcher (1863-1935), en hann var einn afkastamesti höfundur Englands á sviði sakamálasagna.

Í hinu fína hverfi Bayswater í London búa velmegandi menn og allt virðist með kyrrum kjörum. En einmitt þar, á kvöldgöngu eftir að hafa nýlokið við að lesa glæpasögu fyrir frænku sína, gengur Richard Viner inn í miðja flækju afar dularfullra mála. Morð hefur verið framið og ekki er allt sem sýnist.

 

NÝ BÓK

Leggur og skel

Leggur og skel er ævintýri, nokkurn veginn eftir H. C. Andersen. Jónas Hallgrímsson þýddi og endursagði.

 

 

 

NÝ BÓK

Mr. Midshipman Easy

Skáldsagan Mr. Midshipman Easy eftir Frederick Marryat er sígild ævintýra- og uppvaxtarsaga sem kom fyrst út árið 1836. Sagan gerist á tímum Napóleonsstríðanna, en Marryat gegndi sjálfur herþjónustu í þeim við góðan orðstír.

Hér segir frá Jack Easy, dekruðum syni efnaðra foreldra, sem yfirgefur heimahagana fjórtán ára gamall til þess að halda á vit ævintýranna á sjónum. Honum reynist í fyrstu erfitt að aðlagast hinu reglufasta líferni sjóhersins og hann kemur sér í ýmiss konar vandræði með uppátækjum sínum og grallaraskap. En ekki líður á löngu þar til ævintýrin hefjast fyrir alvöru.

 

 

NÝ BÓK

A Portrait of the Artist as a Young Man

A Portrait of the Artist as a Young Man var fyrsta skáldsaga írska rithöfundarins James Joyce (1882-1941) og eitt af lykilverkum módernismans. Hér segir frá hinum unga Stephen Dedalus sem á ekki alveg samleið með því kaþólska og hefðbundna umhverfi sem hann elst upp í. Skáldsagan, sem byggð var á eigin reynslu höfundar, kom fyrst út á bók árið 1916.

 

 

NÝ BÓK

Jólaklukkurnar sem þögnuðu

Jólaklukkurnar sem þögnuðu er hugljúf jólasaga eftir ókunnan höfund.

 

 

 

NÝ BÓK

The Forsyte Saga III

The Forsyte Saga er bókaröð eftir enska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafann John Galsworthy. Hér segir frá lífi nokkurra meðlima nýríkrar fjölskyldu í efri millistétt á Englandi. Sögurnar komu fyrst út á árunum 1906–1921 og voru svo gefnar út undir þessum titli árið 1922. Um er að ræða þrjú bindi sem innihalda þrjár skáldsögur og tvo millikafla. Hér birtist þriðja bindi.

 

 

NÝ BÓK

The Portrait of a Lady

Skáldsagan The Portrait of a Lady eftir bandaríska rithöfundinn Henry James kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritum á árunum 1880–81 og svo á bók árið 1881. Hún er talin með bestu og vinsælustu skáldsögum höfundar.

Hér segir frá ungri konu að nafni Isabel Archer. Eftir að hún erfir mikil auðæfi ratar hún í ástarsamband með manni sem er ekki allur þar sem hann er séður.

 

 

NÝ BÓK

Jude the Obscure

Skáldsagan Jude the Obscure eftir Thomas Hardy kom fyrst út á árunum 1894-1895. Hún var síðasta skáldsagan sem Hardy lauk við. Hér segir frá ungum steinsmiði að nafni Jude Fawley sem dreymir um að verða fræðimaður.

 

 

 

NÝ BÓK

Fornaldarsögur Norðurlanda (6. bindi)

Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur. Þó eru þessar sögur ævintýralegri en Íslendingasögurnar og þar takast hetjur á við dreka og forynjur. Þessar töfrandi frásagnir eru arfur sem við búum að enn í dag, til dæmis á fjöldi málshátta og orðatiltækja í nútímamáli þangað rætur að rekja.

Í þessu safni eru eftirfarandi sögur: Völsunga saga, Yngvars saga víðförla, Þáttur af Ragnars sonum, Þorsteins saga Víkingssonar, Þorsteins þáttr bæjarmagns, Örvar-Odds saga.

 

NÝ BÓK

The War of the Worlds

The War of the Worlds er vísindaskáldsaga eftir enska rithöfundinn H. G. Wells. Sagan er sögð frá sjónarhorni tveggja bræðra í Surrey og London þegar Marsbúar ráðast inn í England. Hún er eitt af fyrstu skáldverkunum sem fjalla um átök á milli mannkyns og geimvera.

Sagan kom fyrst út á prenti í tímaritum árið 1897 og svo á bók ári síðar. Hún hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan hún kom út, og verið gríðarlega áhrifamikil. Eftir henni hafa verið gerðar kvikmyndir, útvarpsleikrit og myndasögur, svo eitthvað sé nefnt. Einna frægast var útvarpsleikrit flutt af Orson Welles árið 1938, sem frásagnir herma að hafi valdið skelfingu hjá þeim hlustendum sem ekki áttuðu sig á því að um skáldskap væri að ræða.

 

NÝ BÓK

The House in the Mist

Sakamálasagan The House in the Mist kom fyrst út árið 1905 í safninu Room Number 3 and Other Detective stories. Höfundurinn, Anna Katharine Green, var frumkvöðull á sviði sakamálsagna. Sögur hennar þóttu mjög góðar og í hópi aðdáenda hennar voru þekktir höfundar eins og Arthur Conan Doyle, Mary Roberts Rineheart og Agatha Christie. Þær tvær síðastnefndu staðhæfðu reyndar báðar að það hafi fyrst og fremst verið fyrir áhrif frá sögum Önnu Katharine Green að þær sjálfar gerðust sakamálarithöfundar. Það eitt og sér ætti að duga til að halda nafni hennar á lofti og kalla fram þakkir allra unnenda góðra glæpasagna.

 

NÝ BÓK

Hérinn og broddgölturinn

Hérinn og broddgölturinn er barnasaga eftir ókunnan höfund.

 

 

 

NÝ BÓK

The Sign of the Four

The Sign of the Four eftir Arthur Conan Doyle er önnur skáldsagan í röðinni um Sherlock Holmes og Watson lækni. Doyle skrifaði alls fjórar skáldsögur og 56 smásögur um þá félaga.

 

 

 

NÝ BÓK

Cranford

Cranford er ein af best þekktu skáldsögum breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1965). Hér segir frá hinum sérvitru og viðkunnanlegu íbúum smábæjarins Cranford í valdatíð Viktoríu drottningar. Sagan birtist fyrst á prenti á árunum 1851-1853 í tímaritinu Household Worlds sem Charles Dickens ritstýrði og kom svo út á bók árið 1853.

 

 

NÝ BÓK

Fornaldarsögur Norðurlanda (5. bindi)

Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur. Þó eru þessar sögur ævintýralegri en Íslendingasögurnar og þar takast hetjur á við dreka og forynjur. Þessar töfrandi frásagnir eru arfur sem við búum að enn í dag, til dæmis á fjöldi málshátta og orðatiltækja í nútímamáli þangað rætur að rekja.

Í þessu safni eru eftirfarandi sögur: Ragnars saga loðbrókar, Sturlaugs saga starfsama, Sögubrot af nokkrum fornkonungum í Dana ok Svíaveldi, Sörla saga sterka, Sörla þáttur eða Héðins saga ok Högna, Tóka þáttur Tókasonar.

 

NÝ BÓK

The Middle Temple Murder

The Middle Temple Murder er sakamálasaga eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn J. S. Fletcher. Sagan kom fyrst út árið 1919.

Maður nokkur finnst látinn á förnum vegi og grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur. Blaðamaðurinn Spargo slæst í lið með lögreglunni við rannsókn málsins.

 

 

NÝ BÓK

The Donnington Affair

Enski rithöfundurinn G. K. Chesterton skrifaði fjölmargar sögur um rómversk-kaþólska prestinn séra Brown, sem nýtir innsæi sitt og skarpan skilning á mannlegu eðli til þess að leysa sakamál og ráðgátur samhliða prestsstarfinu. The Donnington Affair er ein þessara sagna og á hún sér áhugaverða forsögu. Í október árið 1914 birti Max Pemberton upphaf sakamálasögu í tímaritinu The Premier og bauð nokkrum rithöfundum, þar á meðal Chesterton, að halda áfram með söguna og leysa morðgátuna sem hún hafði að geyma. Í næsta tölublaði á eftir birtist svo framhald sögunnar, þar sem séra Brown lætur til sín taka.

 

NÝ BÓK

Hjörturinn

Hjörturinn er dæmisaga eftir ókunnan höfund.

 

 

 

NÝ BÓK

Allan Quatermain

Allan Quatermain (1887) er önnur skáldsagan í bókaröð um samnefnda söguhetju eftir H. Rider Haggard. Fyrsta bókin nefndist King Solomon's Mines (1885).

Söguhetjan, Allan Quatermain, er ævintýramaður og veiðimaður, fæddur í Englandi en uppalinn í Afríku hjá trúboðanum föður sínum. Í upphafi sögunnar hefur Quatermain misst son sinn og þráir að komast aftur út í óbyggðir. Hann fær með sér nokkra félaga og heldur af stað á vit nýrra ævintýra.

Ýmsir þekktir leikarar hafa farið með hlutverk Quatermains í kvikmyndum, þeirra á meðal Sean Connery og Patrick Swayze.

 

NÝ BÓK

The Gap in the Curtain

The Gap in the Curtain er skáldsaga eftir skoska rithöfundinn John Buchan. Sagan kom fyrst út árið 1932 og er sú fjórða af fimm í bókaröðinni um lögfræðinginn Edward Leithen. Í þetta sinn fer Leithen í veislu og kynnist þar vísindamanni nokkrum sem vinnur að rannsóknum á því hvort hægt sé að sjá fram í tímann og fær nokkra af veislugestunum til að taka þátt í tilraun. Nú er að sjá hvernig fer.

 

NÝ BÓK

Fornaldarsögur Norðurlanda (4. bindi)

Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur. Þó eru þessar sögur ævintýralegri en Íslendingasögurnar og þar takast hetjur á við dreka og forynjur. Þessar töfrandi frásagnir eru arfur sem við búum að enn í dag, til dæmis á fjöldi málshátta og orðatiltækja í nútímamáli þangað rætur að rekja.

Í þessu safni eru eftirfarandi sögur: Hrólfs saga kraka ok kappa hans, Hrómundar saga Gripssonar, Illuga saga Gríðarfóstra, Ketils saga hængs, Norna-Gests þáttur.

 

NÝ BÓK

Dombey and Son

Sagan Dombey and Son eftir Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1846-1848. Paul Dombey er auðugur eigandi skipafélags. Hann er harður í viðskiptum og harður við fjölskyldu sína. Sonur hans, sem hann hefur lengi dreymt um að eignast, er nýfæddur þegar kona hans deyr. Herra Dombey á þó dóttur, en lætur hana afskiptalausa, sama hvað hún reynir að vinna ást hans.

 

NÝ BÓK

Again the Three

Spennusagan Again the Three eftir breska rithöfundinn Edgar Wallace kom fyrst út árið 1921 og er sjötta og síðasta sagan í bókaröðinni um mennina fjóra. Söguhetjurnar, hinir umræddu menn, eru fjórir ríkir herramenn sem taka upp á því að gerast sjálfskipaðir löggæslumenn og refsa afbrotamönnum sem armur laganna hefur ekki náð til.

 

NÝ BÓK

Haninn og refurinn

Haninn og refurinn er barnasaga og ein af dæmisögum Esóps.

 

 

 

NÝ BÓK

The Amethyst Box

Sakamálasagan The Amethyst Box kom fyrst út árið 1905 í safninu Room Number 3 and Other Detective stories. Höfundurinn, Anna Katharine Green, var frumkvöðull á sviði sakamálsagna. Sögur hennar þóttu mjög góðar og í hópi aðdáenda hennar voru þekktir höfundar eins og Arthur Conan Doyle, Mary Roberts Rineheart og Agatha Christie.

Kvöldið fyrir brúðkaup sitt tekur herra Sinclair eftir því að úr fórum hans hefur horfið skrín úr amethyst-steini sem inniheldur örsmáa flösku með lífshættulegu eitri. Hann leitar aðstoðar vinar síns og saman reyna þeir að koma í veg fyrir að sá eða sú sem tók eitrið muni nota það.

 

NÝ BÓK

The Forsyte Saga II

The Forsyte Saga er bókaröð eftir enska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafann John Galsworthy. Hér segir frá lífi nokkurra meðlima nýríkrar fjölskyldu í efri millistétt á Englandi. Sögurnar komu fyrst út á árunum 1906–1921 og voru svo gefnar út undir þessum titli árið 1922. Um er að ræða þrjú bindi sem innihalda þrjár skáldsögur og tvo millikafla. Hér birtist annað bindi.

 

 

NÝ BÓK

Fornaldarsögur Norðurlanda (3. bindi)

Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur. Þó eru þessar sögur ævintýralegri en Íslendingasögurnar og þar takast hetjur á við dreka og forynjur. Þessar töfrandi frásagnir eru arfur sem við búum að enn í dag, til dæmis á fjöldi málshátta og orðatiltækja í nútímamáli þangað rætur að rekja.

Í þessu safni eru eftirfarandi sögur: Hálfs saga og Hálfsrekka, Helga þáttr Þórissonar, Hervarar saga og Heiðreks, Hjálmþés saga ok Ölvis, Hrólfs saga Gautrekssonar.

 

NÝ BÓK

The Call of the Wild

Skáldsagan The Call of the Wild er stutt ævintýrasaga eftir bandaríska rithöfundinn Jack London (1876–1916). Sagan kom fyrst út árið 1903 og gerist á Yukon-svæðinu í Kanada á tímum gullæðisins undir lok 19. aldar, en þá var mikil eftirspurn eftir góðum sleðahundum. Aðalpersóna sögunnar er einmitt hundurinn Buck. Við upphaf sögunnar er honum stolið frá eigendum sínum í Kaliforníu og hann seldur til Alaska sem sleðahundur. Eftir því sem á söguna líður verður hann smám saman villtari, þar sem hann þarf að lifa af í hinu óblíða umhverfi. Sagan varð strax afar vinsæl og hefur oft verið kvikmynduð.

 

NÝ BÓK

Adam Bede

Adam Bede er fyrsta skáldsaga enska rithöfundarins George Eliot, sem réttu nafni hét Mary Ann Evans.

Sagan gerist árið 1799 og segir frá fjórum persónum sem allar búa í hinu ímyndaða þorpi Hayslope á Englandi og ,,ástar-ferhyrningi'' þeirra á milli. Þetta eru hin fallega og sjálfhverfa Hetty Sorrel, kapteinninn Arthur Donnithorne sem dregur hana á tálar, hinn ungi Adam Bede sem ber óendurgoldna ást til hennar, og loks Dinah Morris, siðprúð og heittrúuð frænka Hettyar.

 

NÝ BÓK

Gamla konan og grísinn hennar

Gamla konan og grísinn hennar er barnasaga eftir ókunnan höfund.

 

 

 

NÝ BÓK

Armadale

Skáldsagan Armadale eftir Wilkie Collins kom fyrst út á árunum 1864–66. Hún er ein af fjórum sem taldar eru hans bestu skáldsögur, en hinar eru The Woman in White (1859–60), No Name (1862) og The Moonstone (1868).

Við upphaf sögunnar játar hinn aldraði Allan Armadale syndir sínar á dánarbeði sínu og mælir svo fyrir að sonur sinn fái skrásetta játninguna í hendur þegar hann nær fullorðinsaldri – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Inn í söguna fléttast ástir, álög, njósnir, peningar, mannavillt, morð, og ein umdeildasta kvenpersóna nítjándu aldar bókmennta.

 

NÝ BÓK

More Educated Evans

More Educated Evans eftir hinn vinsæla og afkastamikla enska rithöfund Edgar Wallace er önnur bókin í bókaröðinni um hinn óviðjafnanlega Evans, sem starfar við að spá fyrir um úrslit veðreiða. Hér lendir Evans í fleiri kostulegum ævintýrum.

 

 

 

NÝ BÓK

Fornaldarsögur Norðurlanda (2. bindi)

Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur. Þó eru þessar sögur ævintýralegri en Íslendingasögurnar og þar takast hetjur á við dreka og forynjur. Þessar töfrandi frásagnir eru arfur sem við búum að enn í dag, til dæmis á fjöldi málshátta og orðatiltækja í nútímamáli þangað rætur að rekja.

Í þessu safni eru eftirfarandi sögur: Gautreks saga, Gríms saga loðinkinna, Göngu-Hrólfs saga, Hálfdanar saga Brönufóstra, Hálfdanar saga Eysteinssonar.

 

NÝ BÓK

One of Ours

One of Ours er skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Willu Cather, en hún hlaut Pulitzer-verðlaun fyrir söguna árið 1923. Sagan skiptist í tvo hluta: sá fyrri gerist í Nebraska-fylki í Bandaríkjunum og sá síðari á frönskum vígvöllum fyrri heimsstyrjaldar.

Hér segir frá Claude nokkrum Wheeler, syni velmegandi bónda og heittrúaðrar konu hans, sem reynir að finna lífi sínu tilgang. Cather byggði persónu Claudes að stórum hluta á frænda sínum og nágranna, sem gekk í herinn og lét lífið í Frakklandi árið 1918.

 

NÝ BÓK

The Three Just Men

Spennusagan The Three Just Men eftir breska rithöfundinn Edgar Wallace kom fyrst út árið 1924 og er fimmta sagan í bókaröðinni um mennina fjóra. Söguhetjurnar, hinir umræddu menn, eru ríkir herramenn sem taka upp á því að gerast sjálfskipaðir löggæslumenn og refsa afbrotamönnum sem armur laganna hefur ekki náð til.

 

NÝ BÓK

Ljóð úr einveru

Ljóð úr einveru er ný ljóðabók eftir skáldið Matthías Johannessen.

 

 

 

NÝ BÓK

King Solomon's Mines

Hin þekkta skáldsaga King Solomon's Mines (Námur Salómons konungs) eftir H. Rider Haggard kom fyrst út árið 1885 og varð strax metsölubók. Hún markaði upphaf nýrrar bókmenntagreinar innan ævintýra- og vísindaskáldskapar sem á ensku kallast "Lost World".

Ævintýramaðurinn Allan Quatermain er fenginn til aðstoðar við leit að manni nokkrum sem hvarf í leiðangri til að finna hinar sögufrægu námur Salómons konungs og fjársjóðinn sem þær voru taldar geyma.

 

NÝ BÓK

Barnaby Rudge

Sagan Barnaby Rudge: A Tale of the Riots of Eighty eftir Charles Dickens er söguleg skáldsaga sem birtist fyrst á prenti árið 1841.

 

 

 

NÝ BÓK

Fornaldarsögur Norðurlanda (1. bindi)

Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur. Þó eru þessar sögur ævintýralegri en Íslendingasögurnar og þar takast hetjur á við dreka og forynjur. Þessar töfrandi frásagnir eru arfur sem við búum að enn í dag, til dæmis á fjöldi málshátta og orðatiltækja í nútímamáli þangað rætur að rekja.

Í þessu safni eru eftirfarandi sögur: Af Upplendinga konungum, Áns saga bogsveigis, Ásmundar saga kappabana, Bósa saga ok Herrauðs, Egils saga einhenda ok Ásmundar berserkjabana, Frá Fornjóti ok hans ættmönnum, Friðþjófs saga ins frækna.

 

NÝ BÓK

The Forsaken Inn

Sakamálasagan The Forsaken Inn kom fyrst út árið 1890. Höfundurinn, Anna Katharine Green, var frumkvöðull á sviði sakamálsagna. Sögur hennar þóttu mjög góðar og í hópi aðdáenda hennar voru þekktir höfundar eins og Arthur Conan Doyle, Mary Roberts Rineheart og Agatha Christie. Þær tvær síðastnefndu staðhæfðu reyndar báðar að það hafi fyrst og fremst verið fyrir áhrif frá sögum Önnu Katharine Green að þær sjálfar gerðust sakamálarithöfundar. Það eitt og sér ætti að duga til að halda nafni hennar á lofti og kalla fram þakkir allra unnenda góðra glæpasagna.

 

NÝ BÓK

Shirley

Skáldsagan Shirley, A Tale eftir enska rithöfundinn Charlotte Brontë kom fyrst út árið 1849 og var önnur skáldsaga höfundar, á eftir Jane Eyre (sem upphaflega kom út undir höfundarnafninu Currer Bell). Sögusviðið er Yorkshire á Englandi á árunum 1811–12, tímum efnahagskreppu, stríðs og uppreisnar verkafólks í vefnaðariðnaðinum. Aðalpersónur sögunnar eru fjórar: annars vegar vinkonurnar Caroline Helstone og Shirley Keeldar, og hins vegar bræðurnir Robert og Louis Gérard Moore.

 

NÝ BÓK

Árið 2013

Árið 2013 er ný ljóðabók eftir skáldið Matthías Johannessen.

 

 

 

NÝ BÓK

This Side of Paradise

This Side of Paradise eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald kom út árið 1920 og var fyrsta skáldsaga höfundar. Hér segir frá ungum stúdent við Princeton-háskóla, Amory Blaine, ástum hans og framtíðardraumum á árunum í kringum fyrri heimsstyrjöldina.

 

 

NÝ BÓK

Charlie Chan Carries On

Charlie Chan Carries On er fimmta skáldsagan í bókaröðinni um rannsóknarlögreglumanninn knáa Charlie Chan, en sú fyrsta var The House Without a Key. Sögurnar nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og voru bæði gerðar kvikmyndir og sjónvarpsþættir eftir þeim.

Hér kemur Charlie Chan til aðstoðar vini sínum, Duff rannsóknarlögreglumanni frá Scotland Yard, sem hefur verið að eltast við morðingja á ferðalagi um heiminn. Sagan kom fyrst út árið 1930.

 

NÝ BÓK

Bayaba prins

Bayaba prins er barnasaga eftir ókunnan höfund. Hér segir frá konungssyni sem lendir í ýmsum ævintýrum.

 

 

 

NÝ BÓK

The Dancing Floor

Skáldsagan The Dancing Floor eftir John Buchan kom fyrst út árið 1926 og er þriðja sagan af fimm sem fjalla um lögfræðinginn Edward Leithen. Í þetta sinn ferðast hann til grískrar eyjar ásamt vini sínum til að bjarga ungri konu.

 

 

 

NÝ BÓK

The Scandal of Father Brown

The Scandal of Father Brown er fimmta safn smásagna eftir enska rithöfundinn G. K. Chesterton um rómversk-kaþólska prestinn séra Brown, sem nýtir innsæi sitt og skarpan skilning á mannlegu eðli til þess að leysa sakamál og ráðgátur samhliða prestsstarfinu. Bókin kom fyrst út árið 1935 og inniheldur níu sögur. Chesterton skrifaði alls u.þ.b. 50 sögur um hinn lágvaxna og glögga guðsmann, og komu þær út á árunum 1910–1936. Vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir sögunum um séra Brown, eins og margir munu eflaust kannast við.

 

NÝ BÓK

Andlit fölra skugga

Andlit fölra skugga er ný ljóðabók eftir skáldið Matthías Johannessen.

 

 

 

NÝ BÓK

The Law of the Four Just Men

Spennusagan The Law of the Four Just Men eftir breska rithöfundinn Edgar Wallace kom fyrst út árið 1921 og er fjórða sagan í bókaröðinni um mennina fjóra. Söguhetjurnar, hinir umræddu menn, eru fjórir ríkir herramenn sem taka upp á því að gerast sjálfskipaðir löggæslumenn og refsa afbrotamönnum sem armur laganna hefur ekki náð til.

 

NÝ BÓK

Wives and Daughters

Wives and Daughters var síðasta skáldverk breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1865). Sagan var birt í tímaritinu Cornhill Magazine á árunum 1864-1866. Elizabeth Gaskell lést skyndilega áður en hún náði að ljúka við síðasta kafla sögunnar. Í hennar stað lauk Frederick Greenwood, ritstjóri tímaritsins, við söguna.

Sögusviðið er bær á Englandi á fjórða áratug 19. aldar. Hér segir frá Molly Gibson, sem elst upp hjá lækninum föður sínum eftir að móðir hennar deyr.

 

NÝ BÓK

Íslendingaþættir (5. bindi)

Í þessu safni eru eftirfarandi Íslendingaþættir:
Þorvalds þáttur tasalda, Þorvalds þáttur víðförla, Þorvarðar þáttur krákunefs, Þórarins þáttur Nefjólfssonar, Þórarins þáttur ofsa, Þórarins þáttur stuttfeldar, Þórhalls þáttur knapps og Ögmundar þáttur dytts.

 

NÝ BÓK

The Forsyte Saga I

The Forsyte Saga er bókaröð eftir enska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafann John Galsworthy. Hér segir frá lífi nokkurra meðlima nýríkrar fjölskyldu í efri millistétt á Englandi. Sögurnar komu fyrst út á árunum 1906–1921 og voru svo gefnar út undir þessum titli árið 1922. Um er að ræða þrjú bindi sem innihalda þrjár skáldsögur og tvo millikafla. Hér birtist fyrsta bindi.

 

NÝ BÓK

Riders of the Purple Sage

Skáldsagan Riders of the Purple Sage er vestri, eða kúrekasaga, eftir Zane Grey. Sagan kom fyrst út árið 1912 og gegndi lykilhlutverki í því að móta þá bókmenntagrein sem vestrinn er. Hún er enn í dag ein vinsælasta skáldsaga sinnar tegundar.

Sagan gerist í Utah-fylki í Bandaríkjunum árið 1871. Hér segir frá Jane Withersteen og baráttu hennar við að losna undan ofsóknum af hendi meðlima mormónasafnaðarins sem hún tilheyrir, eftir að hún neitar að giftast einum af leiðtogum safnaðarins, Tull að nafni. Vinátta Jane við kúrekann Bern Venters fer einnig fyrir brjóstið á söfnuðinum, og spennan magnast enn frekar þegar hinn dularfulli Lassiter mætir á svæðið með hefnd í huga.

 

NÝ BÓK

Þorsteins saga Síðu-Hallssonar

Þorsteins saga Síðu-Hallssonar er ein af Íslendingasögunum. Sagan hefur aðeins varðveist að hluta til. Hér segir frá ævintýrum Þorsteins Síðu-Hallssonar í Orkneyjum, Noregi, á Írlandi og Íslandi við upphaf 11. aldar.

 

 

 

NÝ BÓK

The Chimes

The Chimes: A Goblin Story of Some Bells that Rang an Old Year Out and a New Year In er stutt skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún kom fyrst út árið 1884 og var önnur af fimm ,,jólabókum'' Dickens, en á meðal hinna má nefna A Christmas Carol (1883) og The Cricket on the Hearth (1885).

Sagan gerist á einu gamlárskvöldi. Trotty Veck er gamall og fátækur sendill sem bíður í kirkjudyrum eftir tilfallandi vinnu. Fréttir af glæpum og siðleysi hafa dregið hann niður og hann veltir fyrir sér hvort fólk sé einfaldlega slæmt í eðli sínu. Kvöldið líður, og um nóttina er eins og kirkjuklukkurnar kalli á Trotty. Hann hlýðir kallinu og í kirkjunni bíður hans heldur en ekki óvænt upplifun.

 

NÝ BÓK

The House of Mirth

The House of Mirth er skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn og Pulitzer-verðlaunahafann Edith Wharton.

Hér segir frá ungri yfirstéttarkonu í New York-borg við upphaf 20. aldarinnar. Eins og títt var um konur á Viktoríutímanum var Lily Bart alin upp með það að markmiði að giftast vel stæðum manni af góðum ættum. Eftir að fjárhagur fjölskyldunnar hrynur virðist góður ráðahagur vera eina leiðin fyrir hana til að endurheimta örugga stöðu í samfélaginu, en eftir því sem árin líða og æskuljóminn fölnar reynist það henni sífellt erfiðara. Þessi sígilda skáldsaga gefur góða innsýn í samkvæmislíf New York-borgar á þessum tíma, og gagnrýnir um leið siðferðislega veikleika og spillingu yfirstéttarinnar.

Sagan kom fyrst út á bók árið 1905 en hafði áður birst sem framhaldssaga í tímaritinu Scribner's Magazine. Hún naut strax mikilla vinsælda og seldist gríðarlega vel.

 

NÝ BÓK

Íslendingaþættir (4. bindi)

Í þessu safni eru eftirfarandi Íslendingaþættir:
Vöðu-Brands þáttur, Þiðranda þáttur og Þórhalls, Þorgríms þáttur Hallasonar, Þorleifs þáttur jarlaskálds, Þormóðar þáttur, Þorsteins þáttur Austfirðings, Þorsteins þáttur forvitna, Þorsteins þáttur Síðu-Hallssonar, Þorsteins þáttur skelks, Þorsteins þáttur stangarhöggs, Þorsteins þáttur sögufróða, Þorsteins þáttur tjaldstæðings og Þorsteins þáttur uxafóts.

 

NÝ BÓK

Anne of Ingleside

Anne of Ingleside er síðasta skáldsagan sem L. M. Montgomery skrifaði um Anne of Green Gables (Önnu í Grænuhlíð). Hún kom fyrst út árið 1936. Bókin var sú tíunda af ellefu bókum sem fjalla um Anne Shirley, en tvær skáldsögur sem eiga að gerast síðar í tíma höfðu komið út áður.

 

NÝ BÓK

The Golden Slipper

The Golden Slipper, and Other Problems for Violet Strange er safn smásagna um kvenspæjarann snjalla Violet Strange. Bókin kom fyrst út árið 1915.

Anna Katharine Green var bandarískur rithöfundur og skáld. Hún var einn fyrsti glæpasagnahöfundur Bandaríkjanna, og var þekkt fyrir að skrifa sögur með vel úthugsaðri atburðarás og lagalegri nákvæmni. Hún hefur verið kölluð „móðir sakamálasögunnar“.

 

NÝ BÓK

Landið óséða

Landið óséða er ný ljóðabók eftir skáldið Matthías Johannessen.

 

 

 

NÝ BÓK

The Just Men of Cordova

The Just Men of Cordova er spennusaga eftir Edgar Wallace. Sagan kom fyrst út árið 1918 og er þriðja bókin af sex í The Four Just Men-bókaflokknum. Söguhetjurnar eru fjórir ríkir herramenn sem taka upp á því að gerast sjálfskipaðir löggæslumenn og refsa afbrotamönnum sem armur laganna hefur ekki náð til.

 

NÝ BÓK

Orlando

Skáldsagan Orlando: A Biography eftir enska rithöfundinn Virginia Woolf kom fyrst út árið 1928. Þetta er skopstæld ævisaga ungs aðalsmanns sem breytir um kyn, lifir í þrjár aldir, og hittir ýmsar lykilpersónur í enskri bókmenntasögu. Sagan er að hluta til byggð á ástkonu Woolf, Vita Sackville-West. Hún er ein af vinsælustu skáldsögum Woolf og af mörgum talin sígilt verk innan feminískra bókmennta.

 

NÝ BÓK

Hljóðpípa galdramannsins

Hljóðpípa galdramannsins er ævintýraleg barnasaga eftir ókunnan höfund. Dóttir konungsins sést svífa burt úr konungsríkinu eins og fyrir galdra. Í ljós kemur að hún er undir álögum af flautu (eða hljóðpípu) galdramanns nokkurs. Hvað er til ráða?

 

 

NÝ BÓK

The Forger

The Forger er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar. Árið 1961 var gerð þýsk kvikmynd byggð á sögunni, ein af mörgum sem gerðar voru eftir sögum Edgars Wallace.

 

 

NÝ BÓK

The Black Camel

Skáldsagan The Black Camel eftir Earl Derr Biggers kom fyrst út árið 1929 og er fjórða sagan í bókaflokknum um rannsóknarlögreglumanninn Charlie Chan.

Hollywood-kvikmyndastjarnan Shelah Fane kemur til Hawaii og finnst myrt við húsið sem hún hafði tekið á leigu. Málinu tengist einnig morð annars frægs leikara sem framið var þremur árum fyrr. Dularfullur maður að nafni Tarneverro virðist vera viðriðinn bæði málin.

Kvikmynd gerð eftir sögunni kom út árið 1931.

 

NÝ BÓK

Íslendingaþættir (3. bindi)

Í þessu safni eru eftirfarandi Íslendingaþættir:
Odds þáttur Ófeigssonar, Orms þáttur Stórólfssonar, Ófeigs þáttur, Óttars þáttur svarta, Sneglu-Halla þáttur, Stjörnu-Odda draumur, Stúfs þáttur hinn meiri, Stúfs þáttur hinn skemmri, Svaða þáttur og Arnórs kerlingarnefs, og Sörla þáttur.

 

NÝ BÓK

John Macnab

Skáldsagan John Macnab eftir skoska rithöfundinn John Buchan kom fyrst út árið 1925 og er sjálfstætt framhald sögunnar The Power-House.

Þrír vinir á fimmtugsaldri, sem allir njóta velgengni í lífinu en er farið að leiðast, ákveða að leggja fyrir sig veiðiþjófnað. Þetta eru þeir Edward Leithen, lögfræðingur, þingmaður og fyrrum dómsmálaráðherra; John Palliser-Yeates, bankamaður og íþróttamaður; og Charles, jarlinn af Lamancha, fyrrum ævintýramaður og nú ráðherra í ríkisstjórn. Þeir koma sér fyrir í húsi í skosku hálöndunum, taka sér sameiginlega nafnið ,,John Macnab'' og hefjast handa við hið nýja áhugamál sitt.

Árið 1976 var gerð bresk sjónvarpsþáttaröð eftir sögunni.

 

NÝ BÓK

Walden eftir Henry David Thoreau

Walden eftir Henry David Thoreau kom fyrst út árið 1854 undir titlinum Walden; or, Life in the Woods.

Thoreau byggði sér kofa í skóglendi við Walden Pond, á landareign vinar síns og lærimeistara, Ralph Waldo Emerson, nálægt Concord í Massachusetts-fylki. Í þessum kofa bjó hann í tvö ár, tvo mánuði og tvo daga, og lifði þar afar fábrotnu lífi í þessu náttúrulega umhverfi. Í Walden skrifar hann um þessa reynslu sína. Bókin felur í sér nokkurs konar sambland af sjálfsævisögu, andlegri leit og félagslegri tilraun, svo eitthvað sé nefnt.

 

NÝ BÓK

Þórðar saga hreðu

Þórðar saga hreðu er með yngstu Íslendingasögum, talin rituð um eða eftir 1350. Hún gerist að mestu í Miðfirði í Húnaþingi og í Skagafirði. Aðalpersónan er Þórður hreða, sem var mikill kappi og jafnframt mikill timburmeistari. Þórður flýr frá Noregi til Íslands ásamt fjölskyldu sinni eftir að hafa verið viðriðinn morð. Í nýju landi lendir hann svo í útistöðum við háttsettan mann.

 

 

NÝ BÓK

The Secret of Father Brown

The Secret of Father Brown er fjórða safn smásagna eftir enska rithöfundinn G. K. Chesterton um rómversk-kaþólska prestinn séra Brown, sem nýtir innsæi sitt og skarpan skilning á mannlegu eðli til þess að leysa sakamál og ráðgátur samhliða prestsstarfinu. Bókin kom fyrst út árið 1927 og inniheldur 10 sögur, þar af tvær sem höfðu áður komið út í tímaritinu Harper's Magazine. Chesterton skrifaði alls u.þ.b. 50 sögur um hinn lágvaxna og glögga guðsmann, og komu þær út á árunum 1910–1936. Vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir sögunum um séra Brown, eins og margir munu eflaust kannast við.

 

NÝ BÓK

The Council of Justice

The Council of Justice er spennusaga eftir breska rithöfundinn Edgar Wallace. Sagan kom fyrst út árið 1908 og er sjálfstætt framhald sögunnar The Four Just Men. Wallace skrifaði alls sex sögur um mennina fjóra. Söguhetjurnar eru fjórir ríkir herramenn sem taka upp á því að gerast sjálfskipaðir löggæslumenn og refsa afbrotamönnum sem armur laganna hefur ekki náð til.

 

NÝ BÓK

Ungarnir

Ungarnir er barnasaga eftir ókunnan höfund.

 

 

 

 

NÝ BÓK

Lady Windermere's Fan

Lady Windermere's Fan, A Play About a Good Woman er leikrit í fjórum þáttum eftir Oscar Wilde. Hér segir frá lafði Windermere sem grunar eiginmann sinn um framhjáhald, en ekki er allt sem sýnist.

Wilde hafði áður skrifað þrjú leikrit. Tvö þeirra (Vera; or, The Nihilists og The Duchess of Padua) höfðu hlotið dræmar viðtökur og það þriðja (Salome) hafði enn ekki verið sett á svið. Wilde hélt ótrauður áfram, en ákvað að snúa sér að gamanleikritum í stað harmleikja. Leikritið Lady Windermere's Fan var frumsýnt í London þann 20. febrúar 1892. Það hlaut strax frábærar viðtökur og aflaði Wilde bæði fjár og frama.

 

NÝ BÓK

The Old Curiosity Shop

The Old Curiosity Shop eftir Charles Dickens kom fyrst út í vikublaði Dickens, Master Humphrey's Clock, á árunum 1840-1841, og svo á bók árið 1841. Vinsældirnar voru slíkar að óþreyjufullir lesendur í New York-borg þyrptust niður á höfn þegar blaðið sem innihélt síðasta hluta sögunnar barst þangað með skipi. Meira að segja sjálf Viktoría drottning var á meðal ánægðra lesenda sögunnar.

Hér segir frá ungri munaðarlausri stúlku, Nell Trent, sem býr hjá verslunareigandanum afa sínum.

 

NÝ BÓK

Íslendingaþættir (2. bindi)

Í þessu safni eru eftirfarandi Íslendingaþættir:
Gull-Ásu-Þórðar þáttur, Gunnars þáttur Þiðrandabana, Halldórs þáttur Snorrasonar hinn fyrri, Halldórs þáttur Snorrasonar hinn síðari, Hrafns þáttur Guðrúnarsonar, Hreiðars þáttur, Hrómundar þáttur halta, Íslendings þáttur sögufróða, Ívars þáttur Ingimundarsonar, Kumlbúa þáttur og Mána þáttur skálds.

 

NÝ BÓK

Beasts and Super-Beasts

Beasts and Super-Beasts er safn smásagna eftir enska rithöfundinn Saki, sem hét réttu nafni Hector Hugh Munro. Bókin kom fyrst út árið 1914. Titillinn er skopstæling á titli leikritsins Man and Superman eftir George Bernard Shaw.

Beasts and Super-Beasts er eitt af þekktustu verkum Sakis og var síðasta smásagnasafnið sem hann skrifaði áður en hann lést. Margar af sögunum sem hér birtast eru oft valdar til útgáfu í úrvalsritum, sérstaklega sagan The Open Window.

Flestar af sögunum fjalla á einhvern hátt um dýr, eins og titillinn vísar til. Clovis Sangrail, persóna úr nokkrum fyrri verkum höfundar, kemur fyrir í einhverjum þeirra.

 

NÝ BÓK

Villette

Skáldsagan Villette eftir Charlotte Brontë kom fyrst út árið 1853 og var síðasta skáldsaga hennar. Hér segir frá ungri enskri konu, Lucy Snowe, sem gerist kennari við stúlknaskóla í hinu ímyndaða frönskumælandi þorpi Villette, og lendir þar í ýmsum ævintýrum.

 

 

NÝ BÓK

Haraldar saga hárfagra

Einn er sá konungur í Noregi sem mest áhrif hafði á byggð landsins í upphafi sögu okkar, en það er Haraldur hinn hárfagri. Það var á hans dögum sem landið byggðist og á margan hátt fyrir hans tilverknað. Þegar hann hófst handa við að sameina Noreg undir einn konung voru margir sem vildu ekki sætta sig við það og ákváðu í kjölfarið að leita annað og fundu þá Ísland. Má segja að til að skilja sögu okkar Íslendinga sem best er nauðsynlegt að kunna skil á sögu hans. Hér er saga Haralds hárfagra eins og Snorri Sturluson hefur skráð hana í Heimskringlu.

 

NÝ BÓK

The Brothers Karamazov

The Brothers Karamazov er síðasta skáldsaga rússneska rithöfundarins Fyodor Dostoyevsky, en hann lést tæpum fjórum mánuðum eftir að hún kom út. Sagan er almennt talin með helstu stórvirkjum heimsbókmenntanna.

Hér segir frá Fyodor Pavlovich Karamazov og sonum hans í Rússlandi nítjándu aldar.

Sagan kom fyrst út á rússnesku á árunum 1879-80. Hún kom út í enskri þýðingu Gonstance Garnett árið 1912 og birtist sú þýðing hér.

 

NÝ BÓK

Agnes Grey

Agnes Grey, fyrsta skáldsaga Anne Brontë, kom fyrst út árið 1847 undir höfundarnafninu Acton Bell. Söguna byggði Anne að hluta til á eigin reynslu. Hér segir frá ungri konu sem gerist kennslukona hjá yfirstéttarfólki til að hjálpa fjölskyldu sinni út úr fjárhagskröggum, en starfið reynist erfiðara en hún átti von á.