NÝ BÓK

The Elusive Pimpernel

The Elusive Pimpernel er söguleg skáldsaga og sú þriðja í röðinni um Sir Percy Blakely sem lifir tvöföldu lífi. Á yfirborðinu virðist hann ekki annað en ríkur spjátrungur, en í raun er hann fimur skylmingamaður sem bjargar mönnum frá því að vera settir undir fallöxina. Með sköpun Blakely lagði Emma Orczy línurnar fyrir fleiri dulbúnar hetjur sem fylgdu á eftir, t.a.m. Don Diego de la Vega (Zorro), Bruce Wayne (Batman) og Clark Kent (Superman).

NÝ BÓK

Canterville draugurinn

Þó svo að sagan The Canterville Ghost hafi fyrst kom út í bók árið 1891 í safninu Lord Arthur Savile's Crime and Other Stories, var hún samt fyrsta sagan eftir Wilde sem birtist á prenti. Það var í tímaritinu The Court and Society Review árið 1887. Í upphafi vakti sagan litla eftirtekt en nokkrum árum síðar þegar Wilde var orðinn frægur fóru menn að átta sig á henni. Síðan þá hefur hún alla tíð notið mikilla vinsælda og hefur verið sett á svið bæði sem leikrit og ópera auk þess sem hún hefur verið kvikmynduð nokkrum sinnum. Á yfirborðinu er hér um að ræða gamansögu þar sem atburðir sem í hugum flestra eru ógnvænlegir og skelfilegir eru settir fram með kómískum hætti þannig að öll ógn og skelfing víkur fyrir háði og fáránleika. Sagan er einkar skemmtileg og áhugaverð og hefur notið mikilla vinsælda nánast frá því hún kom fyrst út í bók árið 1991 og fram á daginn í dag. Bókin hefur ekki verið þýdd á íslensku áður, en hér birtist hún í glænýrri þýðingu Aðalsteins Magnússonar.

NÝ BÓK

Ravensdene Court

Ravensdene Court er spennusaga eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn Joseph Smith Fletcher (1863-1935), en hann var einn afkastamesti höfundur Englands á sviði sakamálasagna.

Leonard Middlebrook fær bréf með kurteislegri beiðni um að heimsækja gamalt sveitasetur í norðurhluta Englands til þess að skoða og verðmeta gríðarmikið safn fornbóka sem þar er að finna. Við komuna norður hittir hann mann að sunnan, með fulla vasa af gulli, í dularfullum erindagjörðum. Daginn eftir finnst maðurinn látinn á ströndinni.

NÝ BÓK

The Mystery of the Hasty Arrow

The Mystery of the Hasty Arrow er þrettánda og síðasta sagan um Ebenezer Gryce spæjara. Anna Katharine Green var frumkvöðull á sviði sakamálsagna. Sögur hennar þóttu mjög góðar og í hópi aðdáenda hennar voru þekktir höfundar eins og Arthur Conan Doyle, Mary Roberts Rineheart og Agatha Christie. Þær tvær síðastnefndu staðhæfðu reyndar báðar að það hafi fyrst og fremst verið fyrir áhrif frá sögum Önnu Katharine Green að þær sjálfar gerðust sakamálarithöfundar. Það eitt og sér ætti að duga til að halda nafni hennar á lofti og kalla fram þakkir allra unnenda góðra glæpasagna.

NÝ BÓK

Hallfreðar saga vandræðaskálds

Hallfreðar saga vandræðaskálds er ein af Íslendingasögunum. Hér birtist sagan eins og hún er varðveitt í Möðruvallabók.

 

 

 

NÝ BÓK

Educated Evans

Educated Evans er gamansöm skáldsaga eftir hinn vinsæla og afkastamikla enska rithöfund Edgar Wallace. Hér segir frá Evans nokkrum, sem starfar við að spá fyrir um úrslit veðreiða. Fyrir klaufaskap eignast hann veðhlaupahest, með kostulegum afleiðingum. Kvikmynd byggð á sögunni kom út árið 1936.

 

 

NÝ BÓK

Ethan Frome

Skáldsagan Ethan Frome eftir bandaríska rithöfundinn og Pulitzer-verðlaunahafann Edith Wharton kom fyrst út árið 1911.

Sagan hefst á frásögn ónefnds sögumanns sem heimsækir þorpið Starkfield. Á vegi hans verður maður nokkur, haltur og þögull, sem vekur forvitni sögumanns. Þetta reynist vera Ethan Frome, sem búið hefur í þorpinu alla sína ævi. Sem ungur maður þráði Ethan að ganga menntaveginn, en örlögin höfðu annað í hyggju.

Kvikmynd var gerð eftir sögunni árið 1993, þar sem Liam Neeson, Patricia Arquette og Joan Allen fóru með aðalhlutverkin.

NÝ BÓK

Líana

E. Marlitt var höfundanafn þýska rithöfundarins Friederieke Henriette Christiane Eugenie John (1825–1887) en hún þótti á sínum tíma einn frambærilegasti rithöfundur Þjóðverja og voru sögur hennar mjög vinsælar.

Sagan Líana sem í íslenskri þýðingu sem birtist í Nýjum kvöldvökum árið 1916 nefndist á þýsku Die zweite frau og var áttunda skáldsaga Eugenie John. Kom sagan fyrst út í Leipzig árið 1874.

Er þetta rómantísk skáldsaga en um leið þykir hún draga upp áhugaverða og lýsandi mynd af þýsku efri stéttar samfélagi þess tíma.

Ritstíll Eugenie þótti frísklegur og um margt ólíkur þýskum kollegum hennar. Í verkum sínum náði hún gjarnan að sameina bókmenntalega fegurð og léttan gáska sem ekki fer alltaf saman.

NÝ BÓK

The Blanket of the Dark

The Blanket of the Dark er söguleg skáldsaga eftir skoska rithöfundinn John Buchan. Sagan gerist í Englandi þegar Henry VIII er nýtekinn við völdum. Höfundur vekur upp spurningar um hvað hefði getað gerst ef réttmætur afkomandi Edwards III hefði steypt Tudor-ættinni af stóli. Sagan kom fyrst út árið 1931.

 

 

NÝ BÓK

The Wisdom of Father Brown

The Wisdom of Father Brown er annað safn smásagna eftir G. K. Chesterton um rómversk-kaþólska prestinn séra Brown, sem nýtir innsæi sitt og skarpan skilning á mannlegu eðli til þess að leysa sakamál og ráðgátur samhliða prestsstarfinu. Chesterton skrifaði u.þ.b. 50 sögur um hinn lágvaxna og glögga guðsmann, og komu þær út á árunum 1910–1936.

 

NÝ BÓK

Vitra gæsamamma

Vitra gæsamamma er barnasaga um klóka gæs sem vill bjarga ungunum sínum frá því að verða refi að bráð. Anna Rut Bjarnadóttir þýddi.

 

 

 

NÝ BÓK

Anna Karenina

Anna Karenina er skáldsaga eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoy. Sagan kom fyrst út í tímaritinu The Russian Messenger á árunum 1873-1877, og svo í heild sinni á bók árið 1878. Sagan er almennt talin eitt besta skáldverk raunsæisbókmenntanna, og jafnvel af mörgum álitin besta bók sem skrifuð hefur verið.

Hér segir frá greifynjunni fögru Önnu Kareninu, sem er gift yfirstéttarkona í ástlausu hjónabandi, og sambandi hennar við hinn ríka Vronsky greifa. Í þessari margbrotnu og harmrænu sögu af ást og framhjáhaldi bregður höfundur upp ljóslifandi mynd af rússnesku samfélagi á síðari hluta nítjándu aldar.

NÝ BÓK

I Will Repay

Barónessan Emma Orczy skrifaði yfir tug skáldsagna og nokkur leikrit um Rauðu akurliljuna (The Scarlet Pimpernel). I Will Repay er önnur sagan í röðinni og sú vinsælasta fyrir utan þá fyrstu. Hún kom fyrst út árið 1906.

Þessar sögulegu skáldsögur gerast á tímum frönsku byltingarinnar. Aðalsöguhetjan er aðalsmaðurinn Sir Percy Blakely sem lifir tvöföldu lífi. Á yfirborðinu virðist hann ekki annað en ríkur spjátrungur, en í raun er hann fimur skylmingamaður sem bjargar mönnum frá því að vera settir undir fallöxina. Með sköpun Blakely lagði Emma Orczy línurnar fyrir fleiri dulbúnar hetjur sem fylgdu á eftir, t.a.m. Don Diego de la Vega (Zorro), Bruce Wayne (Batman) og Clark Kent (Superman).

NÝ BÓK

Milljónasnáðinn

Milljónasnáðinn er skáldsaga eftir danska rithöfundinn Walter Christmas. Þetta er skemmtileg saga um hinn þrettán ára gamla Peter Rowly sem er flugríkur en munaðarlaus og einmana. Þegar tækifæri gefst ákveður hann að flýja undan harðræði fóstru sinnar og gerast blaðsöludrengur. Aðalsteinn Sigmundsson þýddi.

 

 

NÝ BÓK

Love Insurance

Love Insurance er gamansöm skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Earl Derr Biggers (1884-1933), en hann var þekktastur fyrir sögur sínar um leynilögreglumanninn Charlie Chan.

Ungur aðalsborinn Englendingur að nafni Allan Harrowby kemur til Bandaríkjanna til að giftast unnustu sinni, Cynthiu Meyrick, og kaupir sér tryggingu þess efnis að unnustan hætti ekki við hjúskapinn. Tryggingafyrirtækið fær Richard nokkurn Minot til þess að koma í veg fyrir að svo fari. Málið á svo eftir að flækjast til muna þegar ástin grípur herra Minot.

NÝ BÓK

O Pioneers!

Skáldsagan O Pioneers! eftir bandaríska rithöfundinn Willu Cather kom fyrst út árið 1913. Hún er sú fyrsta af þremur sem fjalla um landnema á sléttunum miklu. Hinar tvær nefnast The Song of the Lark (1915) og My Ántonia (1918).

Hér segir frá Bergson-fjölskyldunni, sænsk-amerískum innflytjendum í Nebraska við upphaf 20. aldarinnar. Aðalpersónan, Alexandra Bergson, erfir búgarð fjölskyldunnar eftir föður sinn og helgar líf sitt uppbyggingu býlisins á tímum þegar margar aðrar innflytjendafjölskyldur gefast upp og yfirgefa sléttuna. Inn í söguna fléttast einnig tvö ástarsambönd: annað á milli Alexöndru og fjölskylduvinarins Carls Linstrum, og hitt á milli Emils, bróður Alexöndru, og hinnar giftu Marie Shabata.

NÝ BÓK

Hænsna-Þóris saga

Hænsna-Þóris saga segir frá Hænsna-Þóri, ógeðfelldum manni sem rís úr fátækt og tekst að gerast gildur bóndi. Honum virðist vera uppsigað við nágranna sína, finnst kannski að þeir líti niður á sig vegna upprunans. Þegar nágrannar hans þurfa svo að leita til hans vegna heyskorts neitar hann að selja þeim hey þó hann eigi nóg til. Leiðir þetta til þeirra átaka sem sagan greinir frá.

Sagan sker sig á margan frá öðrum Íslendingasögum og sumir vilja meina að hún hafi verið rituð sem viðbrögð við nýjum lögum Magnúsar lagabætis Noregskonungs en í þeim er kveðið á um að bjargálna bændur séu skyldugir að selja þeim hey sem búa við heyskort. Sá sem neitaði yrði að greiða sekt og ef hann meinaði þeim heysins með valdi mættu nágrannar hans herja á hann án þess að það teldist vera glæpur.

NÝ BÓK

Terror Keep

Terror Keep er sakamálasaga eftir breska rithöfundinn Edgar Wallace. Sagan kom fyrst út árið 1927. Hér er það fyrrum lögreglumaðurinn J. G. Reeder sem leysir gátuna.

 

 

 

NÝ BÓK

The Scarlet Pimpernel

The Scarlet Pimpernel er söguleg skáldsaga og sú fyrsta í röðinni um Sir Percy Blakely sem lifir tvöföldu lífi. Á yfirborðinu virðist hann ekki annað en ríkur spjátrungur, en í raun er hann fimur skylmingamaður sem bjargar mönnum frá því að vera settir undir fallöxina. Með sköpun Blakely lagði Emmuska Orczy línurnar fyrir fleiri dulbúnar hetjur sem fylgdu á eftir, t.a.m. Don Diego de la Vega (Zorro), Bruce Wayne (Batman) og Clark Kent (Superman).

NÝ BÓK

Björn á Reyðarfelli: Ljóðaævisaga

Á árum áður tíðkast það gjarnan að segja sögur í ljóðum. Var það á margan hátt aðgengileg sögunálgun fyrir þær kynslóðir sem höfðu ljóð í hávegum. Það hefur þó breyst og ekki hvað síst vegna þess að ljóðið hefur misst fyrri stöðu sína í flóru bókmenntanna. Í dag eru ljóð oftast stutt og hnitmiðuð og einblína á eina ákveðna hugsun eða mynd.

Það getur þó verið áhugavert að lesa sögu í gegnum ljóð. Sagan er þá margan hátt bundin forminu en höfundur fær líka tækifæri að segja söguna á annan hátt. Árið 1938 kom út ljóðsagan Björn á Reyðarfelli eftir skáldið Jón Magnússon. Segir ljóðið á skemmtilegan hátt sögu sýslumannssonarins Björns og konu hans sem gera sér bú á afskekktu heiðarbýli sem farið var í eyði. Rekur ljóðið ævi þeirra frá þau fella hugi saman og þar til yfir lýkur. Ekki er sagan þó eingöngu sögð í ljóðum því inn á milli koma örstuttir leskaflar til að fylla upp í og skýra betur söguþráðinn.

Ljóðsagan Björn á Reyðarfelli færir okkur innsýn inn í íslenskt sveitasamfélag fyrri tíma á sama tíma og við upplifum dramatíska atburðarás þessara áhugaverðu persóna. Líf Björns snýst um landið og það sem hann getur fengið út úr því.

En þrátt fyrir að sagan gerist á ákveðnum tíma má líka færa margt upp á samtímann því þó margt sé breytt hefur fólk og tilfinningar þess kannski ekki breyst svo mjög. Mannskepnan er jafnan söm við sig.

NÝ BÓK

Lady Chatterley's Lover

Lady Chatterley's Lover er rómantísk og erótísk skáldsaga eftir breska rithöfundinn D. H. Lawrence. Sagan kom fyrst út á Ítalíu árið 1928. Hún var lengi vel bönnuð í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og víðar fyrir það að vera ósiðsamleg eða klámfengin. Hér segir frá sambandi giftrar hástéttarkonu og manns af lægri stétt.

 

NÝ BÓK

The Master Mystery

The Master Mystery er sakamálasaga eftir Arthur B. Reeve og John W. Gray. Sagan kom út árið 1919 og var byggð á samnefndri kvikmynd frá 1918 sem Reeve skrifaði ásamt Charles Logue. Harry Houdini fór þar með aðalhlutverkið.

 

 

NÝ BÓK

Tindátastríðið

Tindátastríðið er spennandi barnasaga um tindáta sem lenda í útistöðum við mús. Anna Rut Bjarnadóttir þýddi.

 

 

 

NÝ BÓK

The Clue of the Silver Key

The Clue of the Silver Key er sakamálasaga eftir breska rithöfundinn Edgar Wallace. Hann var á sínum tíma gríðarlega vinsæll og afkastamikill rithöfundur. Sagan kom fyrst út árið 1930.

 

 

 

NÝ BÓK

A Strange Disappearance

A Strange Disappearance er önnur sagan í röðinni um rannsóknarlögreglumanninn Ebenezer Gryce, en sú fyrsta var hin vinsæla The Leavenworth Case. Sögur Green byggðust upp á því að leysa gátur og eru lesendur hægt og rólega leiddir að réttu lausninni með því að draga fram hverja vísbendinguna af annarri með hjálp skemmtilegra einkaspæjara. Ebenezer Gryce er án efa þekktasti spæjarinn sem hún skapaði, en hún skrifaði alls þrettán bækur um hann.

NÝ BÓK

Ævi Gapons prests

Georgiy Apollonovich Gapon (1870–1906) var rússneskur rétttrúnaðarprestur og vinsæll verkamannaleiðtogi fyrir rússnesku byltinguna.

Á þessum árum var mikil ólga í rússnesku þjóðfélagi og margir vildu koma á breytingum. Keisarinn og lið hans óttuðust þessi byltingaröfl og reyndu að stemma stigu við þeim með öllum ráðum. Því var það að umbótastarf Gapons vakti athygli bæði þeirra sem vildu bylta samfélaginu og keisarans. Vildu báðir flokkar fá Gapon til að vinna fyrir og þá einkum að veita þeim upplýsingar. Var það úr að hann gerði það og reyndi að fara bil beggja.

Ef marka má ævisögu hans sem hann skrifaði árið 1905 var Gapon einlægur í sinni afstöðu og vildi einungis gera það sem helst myndi koma fólkinu til góða, en það voru ekki allir jafnsannfærðir um það.

NÝ BÓK

The Prince of India

Sem rithöfundur er Lewis "Lew" Wallace þekktastur fyrir Ben Húr, sem var söluhæst allra bandarískra skáldsagna á 19. öld. Söguna The Prince of India taldi hann þó sjálfur vera sína bestu skáldsögu. Sagan kom fyrst út árið 1893.

 

 

NÝ BÓK

An Artist in Crime

An Artist in Crime er sakamálasaga eftir bandaríska rithöfundinn og tannlækninn Rodrigues Ottolengui. Hér er rannsóknarlögreglumaðurinn Barnes kynntur til sögunnar.

Rodrigues Ottolengui var um margt merkilegur höfundur og sögur hans um spæjarann Barnes lifa ágætu lífi enn í dag. Þá er ævi hans áhugaverð fyrir margar aðrar sakir, en hann var t.a.m. mikill frumkvöðull í nútímatannlækningum, einn helsti sérfræðingur um bandarísk fiðrildi á sínum tíma, stundaði höggmyndalist af elju, auk þess sem hann var ákafur ljósmyndari.

NÝ BÓK

Poki af gulli

Poki af gulli er barnasaga eftir ókunnan höfund. Hér segir frá því hvernig gullpeningar breytast á ævintýralegan hátt í eitthvað allt annað til að færa börnum gleði.

 

 

 

NÝ BÓK

Civil Disobedience

Ritgerðin Civil Disobedience (eða Resistance to Civil Government) eftir Henry David Thoreau var fyrst gefin út á prenti árið 1849. Í ritgerðinni ræður Thoreau fólki frá því að láta stjórnvöld rýra samvisku þess eða verða henni yfirsterkari, og heldur því fram að einstaklingum beri skylda til að forðast að leyfa slíkri auðsveipni að gera stjórnvöldum kleift að gera þá að erindrekum óréttlætis. Hvatinn að baki ritgerðinni var að hluta til andstyggð Thoreaus á þrælahaldi og stríðinu sem geisaði á milli Mexíkó og Bandaríkjanna á árunum 1846–1848.

NÝ BÓK

A Little Princess

A Little Princess er skáldsaga fyrir börn eftir Frances Hodgson Burnett sem einnig skrifaði The Secret Garden. Sagan kom fyrst út árið 1905 og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan. Hér segir frá hinni ungu Söru Crewe sem hefur alist upp í Indlandi þar sem faðir hennar er hershöfðingi í breska hernum. Loks kemur að því að hún er send í heimavistarskóla heima í Englandi og þar á ýmislegt eftir að drífa á daga hennar.

 

NÝ BÓK

Egill eftir Jonas Lie

Egill er smásaga eftir norska rithöfundinn Jonas Lie. Sagan kom áður út á íslensku árið 1926 undir titlinum Egill á Bakka. Egill er ungur drengur sem hefur alist upp hjá föður sínum og ömmu. Tíu ára gamall byrjar hann loks í skóla og fær óblíðar móttökur hjá bekkjarfélögum sínum. Með tímanum fær hann þó tækifæri til að sýna hvað í honum býr.

Jonas Lie var norskur rithöfundur, ljóðskáld og leikskáld. Hann er talinn einn af fjórum fremstu rithöfundum norskra 19. aldar bókmennta, ásamt Henrik Ibsen, Bjørnstjerne Bjørnson og Alexander Kielland.

NÝ BÓK

The Leavenworth Case

Sakamálasagan The Leavenworth Case: A Lawyer's Story kom fyrst út árið 1878 og var fyrsta skáldsaga höfundar. Sagan varð strax metsölubók og hafði mikil áhrif á þróun sakamálasagna, enda kom hún út níu árum áður en fyrsta sagan um Sherlock Holmes leit dagsins ljós. Sjálf Agatha Christie nefndi The Leavenworth Case sem áhrifavald á sín eigin skrif.

Sögusviðið er New York-borg. Horatio Leavenworth, fyrrum kaupmaður, finnst myrtur á heimili sínu. Grunur fellur á ungar frænkur hans tvær, en önnur þeirra á að erfa öll hans auðæfi. Rannsóknarlögreglumaðurinn Ebenezer Gryce er kallaður til og kemst fljótt að því að ekki er allt sem sýnist í fyrstu.

NÝ BÓK

Miss Cayley's Adventures

Við kynnum nú til sögunnar einstaklega skemmtilegan kvenspæjara, fröken Cayley, sem nútímafræðingar hafa líkt við ekki ómerkari hetjur en Bridget Jones.

Charles Grant Blairfindie Allen fæddist í Kanada árið 1848. Hann skrifaði mikið um vísindi og einnig skáldsögur, en hann var m.a. frumkvöðull í skrifum vísindaskáldsagna.

 

NÝ BÓK

Hrana saga hrings

Hrana saga hrings er ein af Íslendingasögunum. Hún er varðveitt í handritum frá nítjándu öld.

 

 

 

NÝ BÓK

Anne's House of Dreams
eftir Lucy Maud Montgomery

Anne's House of Dreams eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er fimmta skáldsagan í röðinni um Anne Shirley. Nýr kafli er nú að hefjast í lífi Anne, þegar hún flytur ásamt eiginmanni sínum í lítið hús í þorpinu Four Winds og kynnist nýjum nágrönnum.

 

 

NÝ BÓK

The Four Just Men eftir Edgar Wallace

The Four Just Men er spennusaga eftir breska rithöfundinn Edgar Wallace. Sagan kom fyrst út árið 1905 og á eftir fylgdu svo fimm sögur í viðbót um mennina fjóra. Söguhetjurnar, hinir umræddu menn, eru fjórir ríkir herramenn sem taka upp á því að gerast sjálfskipaðir löggæslumenn og refsa afbrotamönnum sem armur laganna hefur ekki náð til. Sagan varð metsölubók þegar hún kom út og hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð.

NÝ BÓK

Jói kráka og uglurnar

Jói kráka og uglurnar er barnasaga um klækjótta kráku sem gerir ugluhjónum grikk, en að lokum læra þau dýrmæta lexíu.

 

 

 

NÝ BÓK

A Room of One's Own

Ritgerðin A Room of One's Own eftir Virginiu Woolf kom fyrst út 24. október 1929 og var byggð á fyrirlestraröð sem hún hélt í kvennaskólunum Newnham College og Girton College í háskólanum í Cambridge í október 1928. Ritgerðin er gjarnan talin tilheyra feminískum skrifum, og færir m.a. rök fyrir því að kvenkyns rithöfundar skuli hafa rými - í eiginlegum jafnt sem óeiginlegum skilningi - innan bókmenntahefðarinnar þar sem karlar hafa löngum verið ríkjandi.

NÝ BÓK

Anne of Windy Poplars
eftir Lucy Maud Montgomery

Anne of Windy Poplars eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er fjórða bókin um Anne of Green Gables (Önnu í Grænuhlíð). Sagan kom fyrst út árið 1936. Í nokkrum löndum var hún gefin út undir titlinum Anne of Windy Willows.

Anne Shirley er nú útskrifuð úr Redmond-háskólanum og ræður sig í vinnu við gagnfræðaskólann í Summerside á meðan unnusti hennar er enn í námi. Hún býr hjá tveimur gömlum ekkjum í stóru húsi sem nefnist Windy Poplars. Í Summerside kynnist hún ýmsum sérlunduðum íbúum og eignast nýja vini, svo eitthvað sé nefnt.

NÝ BÓK

Skytturnar þrjár: 4. bindi - Í fangelsi

Í þessu fjórða bindi af Skyttunum þremur eftir Alexandre Dumas hefur ókindin Mylady verið fangelsuð en neytir allra ráða til að losna úr prísund sinni til að geta hefnt sín á d'Artagnan. Nú er bara að sjá hvernig fer, en óhætt er að lofa spennandi frásögn og dramatískum endi.

 

 

NÝ BÓK

David Copperfield eftir Charles Dickens

David Copperfield var áttunda skáldsaga Charles Dickens. Hún kom fyrst út á árunum 1849–50. Sagan er að hluta til byggð á ævi Dickens sjálfs og oft talin dulbúin sjálfsævisaga. Af öllum verkum hans var David Copperfield í uppáhaldi hjá honum. Hér segir frá uppvexti söguhetjunnar, frá fæðingu til fullorðinsára.

 

 

NÝ BÓK

The Secret Garden

The Secret Garden er sígild barnasaga eftir Frances Hodgson Burnett. Mary Lennox er send til að búa hjá frænda sínum í Yorkshire á Englandi eftir að foreldrar hennar látast af veikindum. Við fyrstu sýn líst henni afar illa á hið nýja heimili sitt, sem geymir ýmis leyndarmál. En smám saman breytist viðhorf hennar, ekki síst þegar hún kemst á snoðir um leynigarð nokkurn og verður staðráðin í að finna hann.

 

NÝ BÓK

Nýja testamentið

Biblían er safn trúarrita, sem sum eru meira en 2000 ára gömul en önnur nokkru yngri. Orðið biblía er grískt og þýðir bækur.

Biblían skiptist í tvo aðalhluta, Gamla testamentið og Nýja testamentið, og fjallar fyrrnefndi hlutinn um sköpun jarðar, upphaf mannfólksins, syndaflóðið, lögmálið, frelsun Ísraels og gyðinga frá Egyptalandi, afhendingu boðorðanna tíu, og sýnir og vitranir spámannanna, svo eitthvað sé nefnt. Seinni hlutinn (Nýja testamentið) fjallar um fæðingu Jesú, lærisveina hans, krossfestingu hans og upprisu. Því næst fylgja ýmis bréf sem send voru af lærisveinunum og að lokum spádómsbók um endalok tilvistar okkar á jörðinni. Sumar útgáfur af biblíunni, m.a. biblía 21. aldar, skjóta svokölluðum Apókrýfuritum Gamla testamentisins inn milli testamentanna.

Nokkur trúarbrögð álíta rit biblíunnar heilög og byggja trú sína meira eða minna á þeim. Meðal þessara trúarbragða eru gyðingdómur og kristni. Biblían er víða talin vera mest selda bók allra tíma, hefur áætlaða ársveltu um 100 milljónir eintaka, og hefur haft mikil áhrif á bókmenntir og sögu.

NÝ BÓK

Tess of the d'Urbervilles
eftir Thomas Hardy

Einn vinsælasti enski höfundurinn um aldamótin 1900 var Thomas Hardy. Best er hann þekktur fyrir skáldsögur sínar sem voru skrifaðar í raunsæjum stíl og fjölluðu um ástir og örlög venjulegs fólks til sveita. Hafa sögur hans lifað ágætu lífi fram á daginn í dag og fundið sér farveg í kvikmyndum og vinsælum sjónvarpsþáttum. Ein af þekktustu sögum hans er skáldsagan Tess of the d'Urbervilles: A Pure Woman. Hún kom fyrst út árið 1891 og er talin með mikilvægari verkum heimsbókmenntanna.

NÝ BÓK

The Shrieking Pit

The Shrieking Pit eftir ástralska rithöfundinn Arthur J. Rees er gamaldags sakamálasaga af bestu gerð.

Sögusviðið er England á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hinn frægi fornleifafræðingur herra Glenthorpe er myrtur í afskekktu gistihúsi við strendur Norfolk. Í nágrenni gistihússins er mýrlendi þar sem fornar gryfjur hellisbúa nýsteinaldar leynast í þokunni. Særokið hvín yfir fjandsamlegt landslagið og gömul þjóðtrú hermir að þar gangi aftur hvítklædd kona sem hljóði hærra en vindurinn og að hver sem komi auga á hana muni skjótt láta lífið. Nokkrir aðilar koma að rannsókn málsins og sitt sýnist hverjum. Galloway aðstoðaryfirlögregluþjónn grunar ungan gest gistihússins um glæpinn. Rannsóknarlögreglumaðurinn Colwyn, sem er á staðnum í fríi af tilviljun, efast um kenningu Galloways. Frægur taugalæknir telur Glenthorpe hafa látist af læknisfræðilegum orsökum. Loks er það gamall lögfræðingur sem einnig hefur ákveðnar skoðanir á málinu.

Hér er á ferðinni vel skrifuð sakamálasaga af gamla skólanum með spennandi fléttu, litríkum persónum og ögn af rómantík.

NÝ BÓK

Gull-Þóris saga

Gull-Þóris saga (oft líka nefnd Þorskfirðinga saga) er ein af Íslendingasögum og segir hún frá Gull-Þóri Oddssyni, höfðingja í Þorskafirði, og deilum hans við Hall nágranna sinn.

Í upphafi sögunnar segir frá því þegar Þórir kemur til Íslands með föður sínum, Oddi skrauta. Þeir settust að í Þorskafirði. Þórir fór síðar utan í hernað ásamt Hyrningi syni Halls á Hofstöðum og eignaðist mikið gull á Finnmörk, þegar hann vann á drekum sem þar voru í helli norður við Dumbshaf, en hann var hið mesta afarmenni. Þegar þeir komu aftur til Íslands vildi Hallur fá hlut af gullinu fyrir hönd sonar síns en Hyrningur var sáttur við sinn hlut. Af þessu urðu deilur miklar milli Halls og Þóris og vígaferli. Fór svo að Þórir felldi bæði Hall og Rauð, eldri son hans, en sættist við Hyrning, sem aldrei hafði tekið þátt í deilunum. Kona Þóris var Ingibjörg, dóttir Gils þess er nam Gilsfjörð, og var sonur þeirra Guðmundur.

Sagan er að mestu heil en þó vantar eitt blað í hana nærri endanum. Þá er til önnur útgáfa af endinum frá öðru handriti.

NÝ BÓK

The Awakening eftir Kate Chopin

Sagan The Awakening eftir Kate Chopin kom fyrst út árið 1899 og er af mörgum talin eitt af lykilverkum upphafstíma femínismans.

Hér segir frá Ednu Pontellier sem reynir að samræma heldur óhefðbundin viðhorf sín til kvenleika og barneigna ríkjandi viðhorfum samfélagsins í Suðurríkjum Bandaríkjanna í kringum aldamótin 1900.

Sagan hlaut slæmar viðtökur hjá gagnrýnendum og það fyrst og fremst af mórölskum ástæðum, þ.e. viðfangsefninu og þeim skoðunum sem birtust í sögunni. Létu þeir alveg vera að tala um hve vel sagan var skrifuð og meistaralega uppbyggingu hennar. Var sagan ófáanleg í langan tíma, en í dag þykir hún sannkallað meistaraverk og mjög mikilvægt innlegg í sögu kvenna og þróun skáldsögunnar.

NÝ BÓK

Middlemarch eftir George Eliot

Skáldsagan Middlemarch, A Study of Provincial Life eftir George Eliot er á meðal þekktustu bókmenntaverka 19. aldarinnar. Höfundur fléttar saman sögum margra persóna og dregur upp raunsæja, en um leið kómíska, mynd af rótgrónu samfélagi sem sér fram á óvelkomnar breytingar. Sagan gerist í Englandi á árunum 1829-32 og inniheldur ýmsar vísanir í sögulega atburði á þeim tíma, þar á meðal umbótalöggjöfina 1832, upphaf járnbrautarlesta og dauða Georgs IV. Einnig er snert á málefnum eins og stöðu kvenna, eðli hjónabandsins, trúmálum, hugsjónastefnu, hræsni, pólitískum umbótum, læknisfræði, menntun o.fl.

George Eliot er höfundarnafn Mary Anne Evans, en hún var enskur skáldsagnahöfundur, skáld, blaðamaður, þýðandi og einn fremsti rithöfundur Viktoríutímans.

NÝ BÓK

Skytturnar þrjár: 3. bindi - Leyndarmálið

Í þessu þriðja bindi af Skyttunum þremur eftir Alexandre Dumas kynnumst við betur flagðinu Mylady sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að bregða fæti fyrir d'Artagnan og félaga hans. Á sama tíma verða þeir félagar d'Artagnan, Athos, Portos og Aramis að standa vaktina sem hermenn Frakkakonungs þar sem þeir sitja um borgina La Rochelle.

 

NÝ BÓK

The Chinese Parrot
eftir Earl Derr Biggers

Sakamálasagan The Chinese Parrot eftir snillinginn Earl Derr Biggers var önnur í röðinni af mörgum sögum sem hann skrifaði um kínverska rannsóknarlögreglumanninn Charlie Chan, en þær nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og voru bæði gerðar kvikmyndir og sjónvarpsþættir eftir þeim. Kom sagan fyrst út árið 1926.

 

NÝ BÓK

Sons and Lovers eftir D. H. Lawrence

Skáldsagan Sons and Lovers eftir D. H. Lawrence hlaut misjafnar móttökur og hneykslaði marga er hún kom fyrst út árið 1913, en er í dag talin eitt af bestu og áhrifamestu skáldverkum 20. aldarinnar.

Sagan, sem er að hluta til sjálfsævisöguleg, segir frá listamanninum Paul Morel og sambandi hans við móður sína. Gertrude Morel, gift ómenntuðum og ofbeldishneigðum manni, helgar líf sitt sonum sínum tveimur. Eftir dauðsfall í fjölskyldunni verður Paul miðpunkturinn í lífi hennar. Þegar hann vex úr grasi og verður loks ástfanginn reynist hið flókna samband þeirra mæðgina hafa átakanlegar afleiðingar.

NÝ BÓK

Gamla testamentið

Biblían er safn trúarrita, sem sum eru meira en 2000 ára gömul en önnur nokkru yngri. Orðið biblía er grískt og þýðir bækur.

Biblían skiptist í tvo aðalhluta, Gamla testamentið og Nýja testamentið, og fjallar fyrrnefndi hlutinn um sköpun jarðar, upphaf mannfólksins, syndaflóðið, lögmálið, frelsun Ísraels og gyðinga frá Egyptalandi, afhendingu boðorðanna tíu, og sýnir og vitranir spámannanna, svo eitthvað sé nefnt. Seinni hlutinn (Nýja testamentið) fjallar um fæðingu Jesú, lærisveina hans, krossfestingu hans og upprisu. Því næst fylgja ýmis bréf sem send voru af lærisveinunum og að lokum spádómsbók um endalok tilvistar okkar á jörðinni. Sumar útgáfur af biblíunni, m.a. biblía 21. aldar, skjóta svokölluðum Apókrýfuritum Gamla testamentisins inn milli testamentanna.

Nokkur trúarbrögð álíta rit biblíunnar heilög og byggja trú sína meira eða minna á þeim. Meðal þessara trúarbragða eru gyðingdómur og kristni. Biblían er víða talin vera mest selda bók allra tíma, hefur áætlaða ársveltu um 100 milljónir eintaka, og hefur haft mikil áhrif á bókmenntir og sögu.

NÝ BÓK

Anne of the Island eftir Lucy Maud Montgomery

Anne of the Island eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er þriðja skáldsagan í röðinni um Anne Shirley. Anne yfirgefur nú Avonlea í bili og heldur til náms við Redmond College í Kingsport. Þar halda ævintýrin áfram. Með vinkonurnar Prissy Grant og Philippu Gordon sér við hlið kveður Anne æskuárin og byrjar að lifa lífinu á eigin forsendum. Rithöfundardraumarnir fara á flug, sorglegur atburður kennir henni erfiða lexíu, og ástin kemur við sögu.

NÝ BÓK

Nicholas Nickleby eftir Charles Dickens

Hin þekkta saga The Life and Adventures of Nicholas Nickleby eftir hinn óviðjafnanlega Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1838-1839 og var þriðja skáldsaga höfundar.

Hér segir frá piltinum Nicholas Nickleby sem þarf að sjá fyrir móður sinni og systur eftir að faðir hans fellur frá. Fjölskyldan leitar á náðir hins kaldlynda og óvægna Ralphs frænda. Hann fyrirlítur Nicholas frá upphafi og hefur engan áhuga á að veita þeim aðstoð, en útvegar frænda sínum þó starf við drengjaskóla úti á landi. Þar er ekki allt sem sýnist og Nicholas tekur til sinna ráða.

Eins og aðrar sögur Dickens er þessi prýdd fjölda litríkra persóna og kímnin er hér ekki langt undan þrátt fyrir oft og tíðum dapurlegar aðstæður.

NÝ BÓK

Hávarðar saga Ísfirðings

Hávarðar saga Ísfirðings er skemmtileg og spennandi. Hún er ein af yngstu Íslendingasögunum, rituð snemma á 14. öld að því er talið er, en á sér þó dýpri rætur því að greint er frá persónum hennar í Landnámu. Sagan lýsir átökum milli höfðingja við Ísafjarðardjúp. Annars vegar eru góðmenni, hins vegar rakin illmenni. Ungur og saklaus maður er drepinn í fyrri hluta sögunnar, en í seinni hlutanum er greint frá því hvernig foreldrar unga mannsins vinna úr sorg sinni. Höfundurinn býr yfir sálrænu innsæi og lýsir t.d. því hvernig andlegir örðugleikar birtast sem líkamlegur sjúkleiki.

Sagan er sterk í byggingu og kímni blandin. Afar skopleg persóna, Atli í Otradal, birtist okkur í seinni hluta sögunnar. Og nóg er um ýkjur og yfirnáttúrleg fyrirbæri.

Enginn verður fyrir vonbrigðum með þessa sögu!

NÝ BÓK

The Rayner-Slade Amalgamation

The Rayner-Slade Amalgamation er sakamálasaga eftir J. S. Fletcher.

Síðla kvölds fær Marshall Allerdyke áríðandi símskeyti frá James frænda sínum sem biður hann að hitta sig í Hull. Marshall leggur strax af stað og á leiðinni verður á vegi hans ung kona sem spyr til vegar og virðist vera á hraðferð frá Hull til Skotlands. Við komuna á hótelið í Hull finnur Marshall frænda sinn látinn í herbergi sínu. Á gólfinu finnur hann sylgju af kvenskó sem reynist tilheyra dularfullu konunni.

Joseph Smith Fletcher (1863-1935) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann skrifaði yfir 230 bækur um ýmiss konar efni og var einn afkastamesti höfundur Englands á sviði sakamálasagna.

NÝ BÓK

The Wings of the Dove

Skáldsagan The Wings of the Dove kom fyrst út árið 1902. Hér segir frá Kate Croy sem lifir eins og blómi í eggi undir verndarvæng frænku sinnar. Hún er ástfangin af blaðamanninum Merton Densher, en frænkan er sambandinu mótfallin vegna þess að hann er fátækur. Þegar Kate kynnist Milly Theale, auðugri ungri konu sem haldin er lífshættulegum sjúkdómi, finnur hún upp á ráðabruggi ætluðu til að tryggja sjálfri sér og Merton fjárhagslegt öryggi í framtíðinni.

Bandaríski rithöfundurinn Henry James er af mörgum talinn einna fremstur meðal skáldsagnahöfunda sem skrifuðu á ensku. Verk hans brúa bilið á milli raunsæis og módernisma. Meðal þekktustu verka hans eru skáldsögurnar The Portrait of a Lady, The Ambassadors og The Wings of the Dove. Auk fjölda skáldsagna og smásagna skrifaði hann bókmenntagagnrýni, leikrit, ferðasögur, sjálfsævisögur o.fl. Hann var tilnefndur til bókmenntaverðlauna Nóbels árin 1911, 1912 og 1916.

NÝ BÓK

Góðhjartaði piparkökukarlinn

Góðhjartaði piparkökukarlinn er barnasaga eftir ókunnan höfund. Hér segir frá piparkökukarli sem vill umfram allt gleðja aðra.

 

 

 

NÝ BÓK

Little Women

Skáldsagan Little Women eftir bandaríska rithöfundinn Louisa May Alcott (1832–1888) var upphaflega gefin út í tveimur bindum árin 1868 og 1869. Um leið og fyrra bindi sögunnar kom út urðu lesendur jafnt sem gagnrýnendur afar hrifnir og vildu fá að vita meira um persónur sögunnar. Alcott lauk fljótt við annað bindið og hlaut það einnig góðar viðtökur. Skáldsagan var svo gefin út í einu lagi árið 1880. Sagan nýtur enn vinsælda og hefur oft verið kvikmynduð og sett á svið.

Little Women segir frá uppvexti systranna Meg, Jo, Beth og Amy, og er lauslega byggð á eigin lífi höfundar og systra hennar þriggja. Alcott skrifaði tvær sögur í viðbót um March-systurnar: Little Men (1871) og Jo's Boys (1886).

NÝ BÓK

The Innocence of Father Brown
eftir G. K. Chesterton

The Innocence of Father Brown er safn smásagna eftir G. K. Chesterton um rómversk-kaþólska prestinn séra Brown, sem nýtir innsæi sitt og skarpan skilning á mannlegu eðli til þess að leysa sakamál og ráðgátur samhliða prestsstarfinu. Chesterton skrifaði u.þ.b. 50 sögur um hinn lágvaxna og glögga guðsmann, og komu þær út á árunum 1910–1936. Sú fyrsta nefnist The Blue Cross og er einmitt fyrsta sagan í safninu sem hér birtist. Vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir sögunum um séra Brown, eins og margir munu eflaust kannast við.

NÝ BÓK

Gunnars saga Keldugnúpsfífls

Gunnars saga Keldugnúpsfífls er ein af Íslendingasögunum og talin hafa verið skrifuð á 15. eða 16. öld. Sagan er varðveitt í handriti frá 17. öld.

 

 

 

NÝ BÓK

Little Dorrit eftir Charles Dickens

Skáldsagan Little Dorrit eftir breska rithöfundinn Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1855-1857. Dickens gagnrýnir hér ýmsa þætti bresks samfélags á þeim tíma, svo sem skrifræði, stéttaskiptingu og hin svokölluðu skuldafangelsi, en faðir hans sat í einu slíku um tíma.

 

 

NÝ BÓK

North and South eftir Elizabeth Gaskell

Skáldsagan North and South er eitt þriggja þekktustu verka breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1965), ásamt skáldsögunum Cranford og Wives and Daughters.

Hér segir frá Margaret Hale sem flytur 19 ára gömul ásamt foreldrum sínum til iðnaðarborgarinnar Milton í Norður-Englandi, þar sem iðnbyltingin er komin á skrið. Faðir hennar, fyrrum prestur, fer að vinna fyrir sér sem kennari og einn nemenda hans er John Thornton, forstjóri bómullarverksmiðju þar í bæ. Þegar Margaret hittir John Thornton hefst samband sem á eftir að verða stormasamt.

Sagan birtist fyrst sem framhaldssaga á árunum 1854-1855 í tímaritinu Household Worlds (sem Charles Dickens ritstýrði), en kom svo út á bók árið 1855. Texti sögunnar og endir breyttust töluvert á milli útgáfa og skrifaði Gaskell því stuttan formála að bókinni til skýringar.

NÝ BÓK

Vatnaspegill eftir Erlend Jónsson

Vatnaspegill er sjötta ljóðasafn Erlendar Jónssonar og hefur að geyma tuttugu og eitt ljóð.

Verk Erlendar eru persónuleg með sterk höfundareinkenni og tala sterkt inn í samtíðina. Vald hans á íslenskri tungu er mikið og blátt áfram stíllinn og einlægni í framsetningu ljær verkum hans einstakan hugblæ.

 

NÝ BÓK

The House Without a Key
eftir Earl Derr Biggers

The House Without a Key er fyrsta skáldsaga Biggers um rannsóknarlögreglumanninn Charlie Chan.

Sögusviðið er Hawaii á þriðja áratug 20. aldarinnar. Lesandinn er kynntur fyrir andrúmslofti eyjanna á þeim tíma frá sjónarhorni íbúa af ólíkum uppruna, sem og stéttaskiptingu og hefðum sem vart eru lengur við lýði á 21. öldinni.

Aðalsöguhetjan er ungur maður sem hafði komið til Hawaii til að reyna að telja frænku sína á að snúa aftur til Boston. Frænkan finnst svo látin og Charlie Chan kemur til aðstoðar við að rannsaka málið.

NÝ BÓK

The Invisible Man eftir H. G. Wells

The Invisible Man er stutt vísindaskáldsaga (nóvella) eftir breska rithöfundinn H. G. Wells. Hún kom fyrst út árið 1897. Dularfullan mann ber að garði í þorpi nokkru. Hann er fáskiptinn og undarlegur í útliti, og fer ekki út úr herbergi sínu nema í myrkri. Hann reynist vera vísindamaðurinn Griffin, sem hefur helgað sig rannsóknum á ljóseðlisfræði og fundið upp aðferð til að gera sjálfan sig ósýnilegan.

 

NÝ BÓK

Skytturnar þrjár: 2. bindi - Englandsförin

Í þessu öðru bindi af Skyttunum þremur eftir Alexandre Dumas fylgjumst við áfram með þeim félögum d'Artagnan, Athos, Portos og Aramis þar sem þeir reyna að verja heiður drottningarinnar Önnu af Austurríki, eiginkonu Lúðvíks þrettánda Frakkakonungs, en Richelieu kardínáli og leppar hans hafa reynt að leggja snörur fyrir hana. Í því skyni þarf d'Artagnan að taka sér ferð á hendur til Englands sem alls ekki er hættulaust, því Englendingar og Frakkar eiga í stríði.

NÝ BÓK

Anne of Avonlea eftir Lucy Maud Montgomery

Anne of Avonlea eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er önnur skáldsagan í röðinni um Anne Shirley. Nokkur ár eru nú liðin síðan Anne kom til Avonlea sem ellefu ára munaðarlaus stelpuhnáta. Á þessum árum hefur hún unnið sér sess í hjörtum þorpsbúa, og einnig orðspor fyrir að koma sér í vandræði. Nú er Anne orðin sextán ára og farin að kenna við barnaskóla þorpsins. Sem fyrri daginn er engin lognmolla í kringum þessa rauðhærðu og skapmiklu stúlku. Það fjölgar um tvo á Green Gables-heimilinu, Anne hittir konu sem hún lítur mjög upp til, og Gilbert Blythe heldur áfram að valda henni heilabrotum, svo eitthvað sé nefnt.

NÝ BÓK

The Conduct of Life eftir Ralph Waldo Emerson

Ritgerðasafnið The Conduct of Life eftir Ralph Waldo Emerson kom fyrst út árið 1860 og svo í endurskoðaðri útgáfu árið 1876. Emerson glímir hér við spurninguna um hvernig best sé að lifa. Ritgerðirnar í þessu safni eru níu talsins og hefst hver þeirra á ljóði. Þær eru að mestu leyti byggðar á fyrirlestrum sem Emerson hélt víða um Bandaríkin um miðja nítjándu öldina. Gagnrýnendur hafa ýmist talið The Conduct of Life besta eða sísta verk Emersons. Verkið naut þónokkurra vinsælda og hafði áhrif á aðra hugsuði og rithöfunda, þar á meðal Friedrich Nietzsche.

NÝ BÓK

Helsingjar eftir Stefán frá Hvítadal

Helsingjar var fjórða og síðasta ljóðabók Stefáns frá Hvítadal og kom fyrst út árið 1927. Ungt fólk hreifst mjög af ljóðum Stefáns eins og manninum sjálfum enda var hann hálfgildings förumaður, nýkominn heim eftir alllanga dvöl í framandi landi, fátækur og heilsulaus og þó enginn hversdagsmaður heldur höfðinglegur í allri sinni fátækt, öruggur í framgöngu og ágætlega til þess fallinn að verða persónuleg fyrirmynd hinnar ungu, óþreyjufullu skáldakynslóðar sem fagnaði nýjum skáldum í draumórakenndri hrifningu.

NÝ BÓK

Hard Times eftir Charles Dickens

Hard Times er tíunda skáldsaga Charles Dickens og kom fyrst út á prenti árið 1854. Hún er langstyst allra skáldsagna höfundar og sú eina sem ekki gerist að neinu leyti í London. Sögusviðið er þess í stað Coketown, ímyndaður iðnaðarbær í Norður-Englandi. Sagan er háðsádeila á aðstæður í ensku samfélagi á tímum iðnbyltingarinnar. Hún skiptist í þrjár bækur og nefnast þær Sowing, Reaping og Garnering.

 

NÝ BÓK

Dead Men's Money eftir J. S. Fletcher

Ekkert er sem sýnist í hinni sígildu glæpasögu Dead Men's Money eftir J. S. Fletcher. Hugh Moneylaws, ungur og saklaus aðstoðarmaður lögfræðings, rambar óvænt inn í morðmál þegar hann er beðinn um að færa manni nokkrum leynileg skilaboð á fáförnum stað um miðja nótt.

Joseph Smith Fletcher (1863-1935) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann skrifaði yfir 230 bækur um ýmiss konar efni og var einn afkastamesti höfundur Englands á sviði sakamálasagna.

NÝ BÓK

Víga-Glúms saga

Víga-Glúms saga er talin með elstu Íslendingasögunum, sennilega skrifuð á fyrri hluta 13. aldar. Þetta er ævisaga hins ættgöfuga höfðingja, Glúms á Þverá í Eyjafirði á 10. öld. Hann er skáldmæltur og minnir að sumu leyti á sjálfan Egil Skalla-Grímsson. Glúmur fer ungur til Noregs til náfrænda sinna og ,,sannar sig'' þar, en heim kominn lendir hann í deilum við höfðingja í nágrenni sínu, jafnvel nána frændur. Glúmur er klókur bragðarefur og oft eru lýsingar á gerðum hans skoplegar og háði blandnar. Þegar á ævina líður sígur heldur á ógæfuhliðina fyrir honum, og hann missir að lokum föðurleifð sína. Ef til vill má líta svo á að honum hefnist fyrir óbilgirni sína. Hann deyr sjónlaus en hafði áður tekið kristni – og þannig hefur hann hugsanlega öðlast drottins náð!

NÝ BÓK

Anne of Green Gables eftir L. M. Montgomery

Anne of Green Gables eftir kanadíska rithöfundinn Lucy Maud Montgomery er fyrsta skáldsagan í röðinni um ævintýri munaðarlausu stúlkunnar Anne Shirley. Matthew og Marilla Cuthbert höfðu óskað eftir að ættleiða hljóðlátan dreng til að aðstoða þau við búverkin. Þau verða því aldeilis hissa þegar rauðhærð og fjörug ellefu ára stúlka birtist í staðinn. Cuthbert-systkinin hafa ekki brjóst í sér til að senda hana aftur á kaldranalegt munaðarleysingjahælið, svo hún fær að vera um kyrrt í Avonlea. Anne er fljót að koma sér í klandur, en smám saman vinnur þessi stelpuhnokki, með sitt líflega ímyndunarafl og málgleði, sér sess í hjörtum allra sem kynnast henni. Frá því að sagan kom fyrst út árið 1908 hefur hún verið geysilega vinsæl og þýdd á fjölmörg tungumál. Á íslensku heitir hún Anna í Grænuhlíð.

NÝ BÓK

The Green Rust eftir Edgar Wallace

The Green Rust er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar.

Milljónamæringurinn John Millinborn verður skyndilega veikur. Hann telur sig eiga skammt eftir ólifað og sendir því eftir lögfræðingi sínum til að biðja hann einnar bónar: að finna frænku hans og tilvonandi erfingja, Oliviu, sem hann hefur aldrei hitt, og hafa auga með henni í leyni. Stuttu síðar finnst hann myrtur.

Alveg grunlaus um þessa atburði starfar Olivia sem afgreiðslustúlka í verslun. Skyndilega er henni sagt upp án nokkurrar skýringar og ræður hún sig þá í vinnu hjá náunga að nafni Beale, sem ekki er allur þar sem hann er séður.

NÝ BÓK

Skytturnar þrjár I: Skyttulið konungs eftir Alexandre Dumas

Skytturnar þrjár er söguleg skáldsaga eftir Alexandre Dumas. Hún var fyrst gefin út sem framhaldssaga í dagblaðinu Le Siècle frá mars til júlí árið 1844. Sagan sem á að gerast á árunum 1625-1628 segir frá fjórum vinum, d'Artagnan, Atos, Portos og Aramis sem voru skyttuliðar í þjónustu Loðvíks þrettánda Frakkakonungs. Hún byggir m.a. á sögunni Minningar herra d'Artagnans eftir Gatien de Courtilz de Sandras sem hann byggði á ævi skyttunar Charles de Batz-Castelmore d'Artagnan (1611-1673).

Sagan kom fyrst út í íslenskri þýðingu Björns Blöndals og var þá í fjórum bindum. Skyttulið konungs er fyrsta bindið og kom út árið 1923. Sagan er stórskemmtileg og hefur verið þýdd á ótal tungumál en vert er að benda á að fólki gæti þótt þessi þýðing nokkuð forn, en sagan bætir fyllilega fyrir það.

NÝ BÓK

A Tale of Two Cities eftir Charles Dickens

A Tale of Two Cities er söguleg skáldsaga eftir Charles Dickens. Margir kannast við upphafsorðin: "It was the best of times, it was the worst of times..." Sagan kom fyrst út árið 1859 í tímaritinu All the Year Round sem Dickens gaf sjálfur út.

Sögusviðið er borgirnar London og París á tímum frönsku byltingarinnar. Hér segir frá franska lækninum Alexandre Manette, sem látinn er laus úr 18 ára varðhaldi í Bastillunni og kemst í samband við Lucie, dótturina sem hann hafði aldrei áður hitt. Einnig koma við sögu eiginmaður Lucie og vínkaupmennirnir herra og frú Defarge, ásamt fleirum. Bakgrunnur sögunnar er svo aðdragandi frönsku byltingarinnar og ógnarstjórnarinnar.

NÝ BÓK

The Scarlet Letter eftir Nathaniel Hawthorne

Hin sígilda skáldsaga The Scarlet Letter eftir bandaríska rithöfundinn Nathaniel Hawthorne (1804-1864) kom fyrst út árið 1850 og er af mörgum talin besta verk höfundar. Sögusviðið er Boston í Massachusetts-fylki um miðja 17. öld, á tíma hreintrúarstefnunnar. Hér segir frá Hester Prynne, ungri konu sem eignast barn utan hjónabands og er dæmd sek um framhjáhald. Sagan hefur mörgum sinnum verið kvikmynduð og sett á svið.

 

NÝ BÓK

Smásögur úr ýmsum áttum

Í þessu smásagnasafni má finna sögurnar Sjóferðin eftir Katherine Mansfield, Silkisokkaparið og Saga um klukkustund eftir Kate Chopin, Stúlkan sem vermdi mig eftir Maxim Gorki, Þegar neyðin er stærst eftir G. C. Ebet, Tvö líf milli heims og helju eftir G. H. S., og Nóttina fyrir innbrotið eftir Peter Cheyney.

 

 

NÝ BÓK

Kidnapped eftir Robert Louis Stevenson

Kidnapped er söguleg skáldsaga eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson. Sagan var skrifuð sérstaklega fyrir drengi og fyrst gefin út í tímaritinu Young Folks árið 1886. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir aðdáun sinni á skáldsögunni má nefna rithöfundana Henry James, Jorge Luis Borges og Hilary Mantel. Skáldsagan Catriona (1893) er framhald sögunnar Kidnapped.

Sagan er byggð á raunverulegum atburðum, hinum svokölluðu Appin-morðum, sem áttu sér stað í Skotlandi á 18. öld eftir uppreisnina 1745. Margar raunverulegar persónur koma fyrir í sögunni, þar á meðal ein aðalpersónan, Alan Breck Stewart. Einnig koma fram ólík sjónarhorn á hið pólitíska landslag þess tíma, auk þess sem skosku hálöndin eru birt í jákvæðu ljósi.

NÝ BÓK

Northanger Abbey eftir Jane Austen

Northanger Abbey var fyrsta skáldsagan sem Jane Austen lauk við, en hún var þó ekki gefin út fyrr en 1817, að höfundinum látnum. Hér gerir Austen m.a. gys að sögum sem voru vinsælar á þeim tíma og mætti flokka sem gotneskar hryllingssögur.

Söguhetjan, hin unga Catherine Morland, er afar upptekin af gotneskum skáldsögum og dreymir um að upplifa rómantísk ævintýri. Meðan á dvöl í Bath stendur fær hún í fyrsta sinn að kynnast samkvæmislífinu. Hún eignast nýja kunningja, þar á meðal systkinin Isabellu og Henry Tilney, sem bjóða henni heim til sín í hið mjög svo dularfulla Northanger Abbey. Þar fær ímyndunarafl Catherine lausan tauminn.